Alþýðublaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 7
'Fimmtudag'ur 27. Júlí 1944 AL^YÐUBLAÐID • Bœrimi í dau í : Næturlæknir er í Læknavarð- stofuni, sími 5030.' Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljömplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: a) Píanó-són- ata í c-moll eftir Mozart. b) Fiðlusónata í F-dúr eft- ir sama. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.20 Upplestur: Kvæði eftir Ein- ar Benediktsson (Karl ís- feid ritstjóri). 21.35 Hljómplötur: Gigli syngur. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Knattspyrnumót Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 8.30. Keppa þá Valur og Víkingur. Kaupsýslutíðindi nr. 10 14. árgangur eru nýkom- in út., Flytja þau ýmsar eftirtekt- arverðar skýrslur og útreikninga, svo sem Úr reikningum Búnaðar- bankans það, sem af er árinu 1944, Fiskiskýrslur og hlunninda, Úrslit kosninga um s«feibandsslit- in og lýðveldistjórnarskrana og margt fleira. Eg þakka öllum innilega, vinum og ættingjum, sem sýndu mér vinsemd á sjötugs- afmæli mínu, með heimsókn- um, gjöfum, ljóðum og skeyt- um. -— Guð blessi ykkur öll. Þórður Jónsson, Mófellsstöðum. BamiamenR nálgasí Fiáresis. ANDAMENN halda áfram sókninni á Ítalíu og nálg ast óðum borgina Flórens. Ný- sgálendingar, sem sækja að borginni eru um 20 km. frá borginní, Bretar 36 km. og Frakkd*r 25 km. Nú hafa banda menn flutt ýmsar herdeildir frá vígstöðvum 8. hersins á austur ströndinni vestur á bóginn og berjast þær nú með 5. hernum. í Tiberdalnum hafa bandamenn einnig unnið nokkuð á. Gardinuiau á kr. 2,50. Silkisokkar 4,45 ísgarnssokkar 5,60 Sumarkjólatau 8,25% Nærfatasett 12,70 Brjósthaldarar 7,70 Sokkabandabelti . .. . 20,50 Barnasokkar 3,40 Barnabuxur 7,50 Barnasloppar 19,50, Taft 7,20 DYNGJA . Laugaveg 25. Sundlaug Keflavíkur. Frh. af 2. síðu. Minnumst við Keflvíkingar hans nú með þakklæti, er þetta mikla áhugamál hans er svo langt á veg komið. — Sund- laugin var vígð 1939 og hefir verið kennt þar síðan. Frá því að sundlaugin var byggð hefir Arinbjörn Þor- varðsson verið þar sundkenn- ari, nema eitt ár er Jakob Sig- urðsson kenndi. Hefir ’Arin- bjöm sýnt þarna mikinn áhuga og dugnað, enda er hann vin- sæll mjög meðal baðgesta. Hef- ir hann kennt þarna sund um 450 manns og var yngsti nem- andi hans 5 ára og sá elzti 72 ára. Til aðstoðar sundkennar- anum starfa í sumar þau Krist- rún Karlsdóttir, Bjórn Hall- grímsson og Ragnar Friðriks- son. Stjórn U.M.F.K. skipa nú: Margeir Jónsson formaður, Gunnar Þorsteinsson gjaldkeri og Bjarni Albertsson ritari. Sundlaugarnefnd skipa: Guð- jón M. Guðjónsson, Ólafur Þor- steinsson,, Kristinn Pétursson, Ólafur A. Kristjánsson og Sig- urþór Guðfinnsson. Ákveðið hefir verið að scarf- rækja llaugina 2 mánuði í sum- ar. Vegna fjárhagsörðugleika verður það sennilega ekki leng- ur, þvi þegar kólna tekur í veðri verður slík kynding sem þessi mun dýrari. En um það hefir verið rætt af forráða- mönnum laugarinnar að hafa steypiböðin til afnota fyrir al- menning yfir vetrarvertiðina. Á þessu er mjög mikil nauð- syn hér, sérstaklega fyrir að- komumenn, sem hér dvelja yfir vetrarvertíðina og stunda hér sjó og önnur erfið og óþi'ifaleg störf, en hafa hvergi aðgang að baði. Það er eðlilegt að s.Uxur rekstur verði erfiður fjárhags- lega, því aðgang að böðunum má ekki selja svo dýrt, að þiið dragi úr aðsókn að þeim. Ég viidi því beina því til forráða- manna sundlaugarinnar að sækja um styrk tifL þessa rekst- urs til útgerðarmanna og ann- arra stærri atvinnurekenda, t. d. hraðfrystihúsanna. Mundu þeir áreiðanlega sjá sinn hag í því, er stundir liðu, og fá þann styrk margfaldlega endurpcJd- inn. Einnig teldi ég sjálfsagt að ríkið styrkti slíkt heilbrigð- is- og menningarmál. Ég veit að vísu að á það mundi verða bent, að ekki væri venja, að ríkið styrkti, slíka starfsemi, en á hitt má líka benda, að icér stendur alveg sérstaklega á, þar sem yfir vetrarvertíðina dvelja hér um 6—700 aðkomu- mann hvaðanæva af landinu, sem væru slík böð mikill nauð- syn og mundu nota þau meira en heimafólk. R. G. 17. fúní í ¥mku. Frh. af 2. síðu. Einnig vóru boðnir allir helztu fulltrúar erlendra ríkja, og mættu allir, sem eigi voru staddir utanbæjar, og sendu flestir þeirra sérstakar heilla- óskir. Meðal þeirra, sem við- staddir voru, má nefna ambas- sador Breta og sendiherra Breta, sendiherxa Bandaríkj- anna, ambassadorar Kanada, Grilíklands, Iran, Afganistan, Noregs, Hollands, Tékkóslóvak- íu, Tyrklands og Jágóslavíu, sendiherra Ástralíu, Abessiníu, Frakka og Egyptalands og sendifulltrúar Belgíu, Sví- þjóðar og Ítalíu. Var boðið mjög fjölmennt og fór vel fram. Þegar innrásin byrjaSi. Hermenn og vagnar streym-a út um opna hlið eins herflutningaskipsins og fara í land á strönd Normandie, sem sést í baksýn. En gagnáhlaup §sfó&verja eru hörS Normandie halda banda- menn áfram sókn. Hröðust mun hún vera milli St. Lo og Periers, þar sem amerískar hersveitir úr 1. her Bradleys sækja fram á 40 km. breiðu svæði. Við Caen vinna Bretar og Kanadamenn að því að treysta aðstöðu sína. Þjóðverj- um tókst síðdegis í gær að hefta framsókn bandamanna í hörö- um gagnárásum, en þeir náðu samt engu því landsvæði, sem gekk þeim úr greipum í gær og í fyrradag. Fregnritari BBC, brezka út- varpsins skýrði frá því í gær, að flugveður hefðu verið óhag stætt til árása, en þó hefðu brezkar flugvélar, aðallega Mit- cheli- og Bostonsprengjuflug- vélar, varðar Spitfireorustuflug vélum gert margar árásir á stöðvar Þjóðverja að baki víg- línuúni. Loffsókeiin: Ráðizt á stöðvar Þjóð- verja úr vestri oq i suðri. | FYRRINÓTT fór mikill fjöldi brezkra sprengju- flugvéla af stærstu tegund til árása á stöðvar í Þýzkalandi. Að þessu sinni var þeim en beint gegn Stuttgart. Var þetta önnur nóttin í röð, sem árás var gerð á þessa borg, en þar eru miklar vélsmiðjur og mik- ilvægar hergagnaverksmiðjur. Var nú varpað niður samtals 27.000 íkveikjusprengjum. Könnunarflugmenn, sem flugu yfir borgina 12 klukkustundum eftir fyrri árásina, segja, að enn hafi mikilir eldar logað þar og mikið tjón hafi orðið. Aðrar flugvélar réðust á eina stærstu dlíuvinnslustöðina í Ruhr og Moaquitoflugvélar vörpuðu mörgum tveggja smá- lesta sprengjum á Berlin. Brem en og Maxmheim urðu einnig fyrir snörpum ánásum. í öll- um þessum árásum fórust 13 brezkar flugvélar. Amerískar flugvélar, sem hafa bækistöðvar á Ítalíu, réð- ust á stöðvar i Vín og í grennd við hana. Ljósmyndir, teknar úr lofti, sýna, að Hexmann Gór ingskriðdrekaverksmiðjwrnar í Linz í Aulturríki eru svo til eyðilagðar með öllu. en á þær var ráðist í fyrrinótt. Iljónaefni. Nýlega haía opinberað trúlofun sína ungfrú Sigurv'eig Hjaltested, Vatnsénda og Óiafur Beinteinsson, Reykjavík. / er nauðsynleg öllum þeim er vinna tímavinnu. Fæst í skrifstofu verkalýðs félaganna, í bókaverslunum og hjá útgefanda. FULLTRÚARÁÐ ÚERKALÝÐSFÉLAGANNA Iiverfisgötu 21. Kaffibollar, Djupir diskar, Steikarföt, Kartöfluföt, Sósukönnur, Kaffikönnur o. fl.. Aðalstræti 6 B. — Súni 4958 Ufbreiðið Aibvðublaðið. Ekki þarf lengi að athuga Þjóðhátíðarblað Alþýðu- hlaðsins til þess að sannfærast um, að það er lang - merkilegast þeirra blaða, er út voru gefin í tilefni • þessárar miklu hátíðar íslenzku þjóðarinnar. Blað ð er sjálfsagður leiðarvísir öllum þeim, sem vita vilja einhver drög að forsögu lýðveldisstofn- unarinnar, baráttunni, allt frá byyrjun ttil enda. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins og kostar aðeins 3 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.