Alþýðublaðið - 01.08.1944, Síða 7
/
l«iSjudtogur
AL»YOUBtAÐIÐ
| Bœrinn í da^
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í LyfjabúÖ-
iani Iðunn.
Næturakstur annast Aðalstöðin,
simi 1383.
ÚTVARPIÐ:
12.10—13.00
15.30—16.00
19.25
aso.oo
20.30
Hádegisútvarp.
Miðdegisútvarp.
Hljómplötur: Lög úr óper-
ettum og tónfilmum.
Fréttir.
Erindi: Landastreita Ger-
mana og Slava, I. (Sverrir
Kristjánsson sagnfræðing-
ur).
21.55 Hljómplötur: a) „Þættir úr
ævisögu minni“, kvartett
eftir Smetana. b) Kirkjutón
list.
Fréttir.
Dagskrárlok.
{ ■
21.50
i¥imBiisigarw$ ym,
Valgerii H. Mmds
Etningin.
7. tölublað 2. árgangs er nýkom
ið út, fjölbreytt að efni. Meðal
annars er þar grein, sem nefnist
Frjáls og sjálfstæð þjóð, Drykkju-
•veizlur höfðingja. Þá er mynd af
Kvennaskólanum í Hveragerði vet
urinn í'1943—1944, og stutt ávarp
frá hverri námsmeyju við uppsögn
skólans. Ennfremur eru margar
fleiri greinar í ritinu.
Nýlega
var getið hér um 3000 króna
gjöf til' Björgunarskútusjóðs fyrir
Vestfirði og var sagt að gefendur
hefðu verið kona og börn Guð-
mundar heitins Gíslasonar bónda
frá Hiöfn, en átti að vera frá börn-
um og fósturdóttur, til minningar
um látna foreldra sína, Guðmundu
Guðmundsdóttur og Guðmund
Gíslason frá Höfn.
Víkings, Hörður skaut allfast á
mark Vals, Hertmann staðsetti
sig jþegar rétt við knettinum, en
í (því að ihan (hyggst að ná Ihon-
um, breytir Shann stefnu með
því, að miðfnv. Vallis kern'ur við
hann, jafntefli 1:1. Þannig lauk
fyrri hálfleiknum.
í síðari hálfleiknuim (höfðu
Valsmenn vindinn að samlher j a
og var niú sízt lélegri en meðan
hánn var með Víking. Bjuggust
niú margir við að Valur myndi
hafa algera ytfirhönd. En þó Vals
menn væru sóknharðari en mót-
herjar þeirra, voru sóknir (þeirra
hvergi nærri eins 'hættulegar
eða saimstilltar eins og oft áð-
ur. Mikið var um ónákvæmar
langspyrnur og ilélegar stað-
setningar á báða bóga. ,Þó tókst
miðframlh. Vals að lokum að
skora úrslitamarkið, og var það
að kenna staðsetningarmistök-
um varnar Víkings, eins og
fyrsta maitkið.
Úr iþessu (fór lið Víkings mjög
á ringulreið vegna þess, að nú
tóku þeir að skipta um stöður.
Fór miðtfv. á stað ifiðh. og annað
eftir því, en þrátt fyrir það,
tókst Val eikki að skora íleiri
mörk og ilauk þessumtfyrsta leik
Reykjavíkurmótsins með sigri
Vals, 2 gegn 1. og máttu þeir
vel við una.
Dómari var Þráinn Sigurðs-
son og diæmdi hann vel, enda
var leikurinn hinn prúðasti á
háða bóga.
Ebé.
Raftækjavinnustofa. mín
er nú á Njálsgötu 112.
Halldór Ólafsson,
rafvirkj ameistari.
Sími 4775.
IDAG verður jarðsungin hér •
í bænum frú Valgerður H.
Guðmundsdóttir, Hrinebraut
158, en hún lézt að heimili sínu
24. júlí siðastliðinn eftir all-
langa vanheilsu.
Valgerður varð rúmleqa 65
ára gömull, fædd 12. maí 1879
að Bessastöðum. Árið 1903 gift
ist hún eftirlifandi manni sín-
um, Kristjáni Helgasyni verka-
manni og eignuðust þau 8 börn,
en af þeim dóu tvö í æsku.
Börn þeirra eru: Gústaf kaup-
maður, Einar óperusöngvari, nú
i Þýzkalandi, Helga gift hér í
bænum, Júlíus verkamaður,
Bragi stud. oecon og, Baldur
verzlunarmaður.
Það fara ekki margar sögur
af íslenzkum alþýðukonum, sem
gera heimilisstörfin og uppeldi
barna sinna að lífsstarfi sínu,
og sjaldan er starfs þeirra get-
ið þegar sögð eru tiðindi. í
höndum þeirra er þó fjöregg
þjóðarinnar, framtíð hennar og
afkoma. Þær fara með efnin
sem byggja eiga heimilin upp
og þær kveikja fyrsta skilning
æskunnar og stýra fyrstu spor-
um hennar á lífsleiðinni. Þær
hafa göfugt og þýðingarmikið
starf með höndum og 'sú kona,
sem vinnur það af kostgæfni
alla æfi sína hefur skillað þjóð
sinni ómetanlegum arfi.
Heimili Valgerðar og Krist-
jáns hefur og alltaf verið til
fyrirmyndar í þessu efni. Hann
hefur ætíð verið sívinnandi,
stöðugt hugsað um afkomu
heimilis síns og hún hefur gert
það að óasa í önn dagsins,
hvíldarstað fyrir hann og
þroskaheimili fyrir börnin. Það
hefur ekki allt af vérið áf
miklu .að taka — og líkast til
aldrei — en þrátt flyrir það
mun henni hafa tekizt að skapa
þá hlýju og þann brag, sem oft-
ast hefur reynzt íslenzku þjóð-
inni fremstur til frama.
Valgerður Guðmundsdóttir
var framúrskarandi barngóð.
Ég sá hana oft eftir að hún
varð veik halla sér út í glugg-
ann sinn og brosa út ti'l barna-
fjöldans, þar sem hann var að
leik. Hún var björt yfirlitum
og hárið var þykkt og grátt.
Það var líka bjart yfir glugg-
anum hennar, þegar hún brosti
úr honum til barnanna. Sjálf
hafði hún komið sínum börn-
um upp, og þau voru flogin
burt, eftir það urðu barnabörn-
in umhyggju, hennar aðnjót-
andi, og raunar öll börn, sem
urðu á vegi hennar og bar fyr-
ir augu hennar.
Við, sem þekktum hana,
þökkum henni fyrir samveru-
stundirnar. ,Við gröf 'hennar
biðjum við þess, að íslenzka
þjóðin eignist sem flestar kon-
ur henni likar.
V.S.V:
Minningarorö:
Mr. Howard Litlle.
MR. HOWARD LITTLE lézt
hér í brezka flugliðsspítt
alanum síðastliðinn laugardags-
morgun, 29. júlí, eftir nokkurra
vikna legu, en kona hans hafði
andazt í sama spítala tæpum
þrem vikum áður, 10. júlí, eins
og kunnugt er.
Þau hjónin fluttust hingað til
lands sumarið 1924. Tók Mr.
Ljttle þegar að kenna ensku og
fékk sk-jótt mikla aðsókn. Hann
hélt skrá yfir nemendur sína frá
upphafi og mun tala þeirra nú
hafa verið komin fast að tveim
þúsundum. Á meðal þeirra voru
margir af forustumönnum þjóð-
arinnar, enda var hann lengi
eini lærði Englendingurinn, sem
hér kenndi ensku. Það lék ekki
á tveim tungum, að hann væri
ágætur kennari; var það bæði,
að hann kunni þá list, að finna
hvað hverjum einstökum nem-
anda hentaði og laga sig eftir
því, sem og hitt, að hann var
maður alveg óvenjulega fjöl-
menntaður pg gat talað
skemmtilega og íróðlega um ná-
lega hvaða efni sem var. Hann
lærði aldrei íslenzku til hlítar,
og var það að því leyti vel, að
fyrir það freistaðist hann ekki
til að nota annað en enskuna
við kennslu sína. Er það hin
rétta aðferð við kennslu er-
lendra mála, að kenna á því
máli, sem verið er að kenna.
Með því næst margfaldur á-
rangur á við hitt, að nota annað
mál sem millilið, því að það
verður ávallt að varnarmiir, er
heldur nemandanum úti frá því
máli, sem hann er að læra. Af
sömu ástæðu reynist það hag-
felldara að nota ekki orðabæk-
ur, sem þýða á annað mál,
heldur þær, sem skýra orðin á
sjálfu frummálinu.
Mr. Little vann hér ákaflega
merkilegt starf og gagnlegt
með því að auka hér þekkingu
á enskri tungu og enskri menn-
ingu, og í viðurkenningarskyni
fyrir það, sæmdi ríkisstjórnin
hann Fálkaorðunni árið 1939.
Mun hans mjög verða sáknað
frá þessu starfi, því ólíklegt er, I
að nokkur gerist til þess, að
setjast í sæti hans að svo
komnu. Það virðist ekki eftir-
sóknarvert. Sá maður verður að
leggja hart að sér, sem ætlar að
framfleyta sér á einni saman
tímakennslu hér í Reykjavík.
Þangað til skömmu fyrir stríð
var Mr. Little ávallt fregnritari
hér fyrir einhver ensk blöð og
mun hafa haft einhvern lítils-
háttar stuðning af því starfi. En
blaðamennska hafði lengst af
verið aðalstarf hans þangað til
hann fluttist til íslands. Síðustu
ár nítjándu aldar og tvo fyrstu
áratugi tuttugustu aldar ritaði
hann að staðaldri í hin fremstu
tímarit Englendinga, einkum
um hagfræðileg efni. Eru sum-
ar þeirra greina hans harla
merkilegar fyrir þá sök, að
hann fór í þessum efnum al-
gerlega sínar eigin leiðir, þegar
hann túlkaði þau öfl, sem ráða
í mannfélaginu, enjla leiddi
reynslan það oftlega í ljós, að
hann hafði haft rétt fyrir sér,
þegar skoðanir hans voru ó-
samkvæmar kenningum annarra
hagfræðinga. Hann var athug-
ull maður, sem líka hugsaði
mikið og oft. skarplega. Og það
var ekki einungis í ritum sín-
um, heldur og í hátterni, að
hann færi sínar eigin leiðir.
Þannig gerðist hann eitt sinn í
heilt ár óbreyttur verkamaður
í sveit, til þess að kynnast af
eigin reynd hinum þrönga
kosti, sem enskur verkalýður í
sveit átti þá enn við að búa.
Hann hafði ávallt ríka samúð
með þeim þegnum þjóðfélags-
ins, er sátu við skarðan hlut.
Var slíkt að vonum, því að rétt-
.7
died at the R.A.F. Hospital in Reykjavik on July 29, 1944.
Fúneral Lakeside Church (Fríkirkjan) to-day, Tuesday, at
11 a. m.
Magnús Thorlacius.
lætistil'finning hans var ákaf-
lega næm og sterk. |
Mr. Howard Little var fædd-
ur í Kensington í London 25.
október 1871 og var af «mennt-
uðu fólki kominn. Til íslands
kom hann fyrst sumarið 1889 og
mun þá hafa dvalið hér um
þriggja vikna skeið. Sat hann
þá eitt sinn boð hjá Magnúsi
Stephensen landshöfðingja. En
varla hefur hann þá órað fvrir
því, að hann mundi eyða hér
síðustu tuttugu árum ævi sinn-
ar og að lokum bera hér beinin.
Hann var maður, sem ísland
má þakksamlega minnast.
Sn. J.
Hópför iemplara
Framhald af 2. síðu.
að allar móttökur verða hinar
skörulegustu.
Samkomur templara munu
hefjast með kirkjugöngu og
guðsþjónustu. En að aflíðandi
hádegi mun verða háð útisam-
koma, þar sem fram fara ræðu-
höld, bæði Reykvíkings og
Vestfirðings, söngflokkar sýngja
og Lúðrasveit Reykjavíkur leik-
ur undir stjórn Al'bert Klahn,
en hún verður með í förinni.
Margt fleira verður til
skemmtunar á ísafirði þennan
dag, en um kvöldið verður svo
haldinn. dansleikur.
Frá ísafirði verður lagt af
stað heimleiðis á mánudags-
morgun, með viðkomu á Dýra-
firði, Þingeyri, og mun þar
verða haldin skemmtisamkoma,
lúðrar þeyttir og bumbur barð
ar.
Þingstúka Reykjavikur hefir
sýnt mikinn myndarskap með
forgöngu sinni og undirbúningi
slíkrar fjölda farar sem hér um
ræðir.
Áhug'i manna fyrir förinni
er og mjög mikill eins og sést
bezt á því að fljótllega seldust
upp allir farmiðar að káetunni,
en farmiðarnir eru tvenns kon
ár, annars vegar þeir, sem veita
rétt til farþegaklefanna á 1. og
2. farrými og hins vegar milli-
dekksfar, þar sem menn verða
að hafa með sér viðleguútbún-
að, svefnpoka eða annað, svo-
nefndír svefnpokafarmiðar.
Ýmis konar skemmtiatriði eru
ákveðin, meðan á sjóferðinni
stendur. Lúðrasveit Reykja-
Víkur undir stjórn Albert
Klahn mun leika, sömuleiðis
hljómsveit. Þá munu þeir lista
mennirnir, Pétur Jónsson ó-
'perusöngvari og Brynjólfur
Jóhannesson leikari, skemmta,
svo af þessu má marka að sízt
muni skemmtikrafta vanta.
Enda mun svo til ætlast að för
þessi megi verða þátttakend-
unum bæði sönn fróðleiksferð
og skemmfiferð.
Þingið í Ankara kallað á fund á morgun,
Papen sagður vera að undirbúa brottför sína
H AÐ er fullyrt hvarvetna um heim, að Tyrkir séu í
^ þann veginn að slíta stjórnmálasambandi við Þýzka- ,
land.
Sagt er, að þing Tyrkja hafi verið kallað saman á morgun
til að taka fullnaðarákvörðun um þetta, en leynilegur ráðuneyt-
isfundur er sagður hafa verið haldinn í Ankara í gær, og jafn-
framt gekk orðrómur um, að ritstjórar allra helstu blaða í Tyrk-
landi hefðu verið kallaðir á fund stjómarinnar til þess að skýra
þeim frá, hvað til stæii.
Loks var sagt í gær, að
leynilegur fundur yrði haldinn
í tyrkneska þjóðflokknum í An
kara í dag og ætlaði Saradjoglu
forsætisráðherra að ávarpa
fundinn.
í þýzkum blöðum var mikið
rætt í gær um það, sem nú
væri að gerast í Tyrklandi.
Fullyrtu sum þeirra, að tyrk-
neska stjórnin væri þegar bú-
in að taka ákvörðun um að
slíta stjórnmalasambandinu við
Þýzkaland og að hún ætti að-
eins eftir að fá þá ákvörðun
staðfesta af þinginu. Töldu hin
þýzku blöð, að slík breyting á
afstöðu Tyrklands myndi mjög
sénnilega leiða til þess að,
landið sogaðist inn í ófriðinn.
Óstaðfestar fregnir gengu í
gær um það, áð Papen, sendi-
herra Hitlers í Ankara hefði
hraðað sér þangað úr sumar-
leyfi og væri undirbúningur
hafinn að brottför sendisveitar
innar svo og allra Þjóðverja úr
landinu.
Vinnubókin
er nauðsynleg öllum þeim er
vinna tímavinnu.
Fæst í skrifstofu verkalýðs
félaganna, í bókaverslunum
og hjá útgefanda.
FULLTRÚARÁÐ
ÚERKALÝÐSFÉLAGANNA
Hverfisgötu 21.
I ÚibreiSiS AlbvSublaSiS.