Alþýðublaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 4
!.'í , ALÞYÐUBLAÐiÐ Fimmtudagur 3. ágúst 1944» 4 vú Jón Sigurðsson: Hófelið, sem býður upp á grammófón í sfað tónleika ÞAÐ MÁ segja, að það haíi verið orð í tíma töluð er Mbrgunblaðið minntist á í leið- ara s. 1. laugardag, ófremd, sem þurfti að hætta, og átti þar við að á Hótel Borg, stærsta sam- komustað bæjarins, sé mönnum stöðugt, við hvaða tækifæri sem er, boðið upp á þau ósköp að hlusta á slitnar og gargandi grammófón plötur og aðra tón- leika ekki. Sama blað minntist og á s. 1, sunnudag, í smáklausu, að ekki sé það vansalaust, að ekki skuli vera búið að kippa þessu í lag, og stífni eða þrjóska einstakra manna, megi ekki koma hér til greina. í báðum þessum greinarstúf- um er hlutlaust frá sagt, og réttilega á það bent að til há- borinnar skammar sé, að hið opinbera skuli láta afskipalaust eða líða, að sá MoHbúaháttur haldist, að hljómsveitarlaust sé í Hótel Borg. Svo hlutlaust sagði Morgun- blaðið frá þessu, að það snerti hina fínu strengi „réttlætistil- finningar“ Eggerts Claessens, er sá sig nauðbeygðan til þess, að skrifa ritstjóra blaðsins bréf, er hanri biður auðmjúklega að þirt verði, sem auðvitað var og gert. riw w Þegar ég las bréf Claessens, varð ég svo sem ekkert undr- andi yfir því að sjá, að Claessen fann sig knúðan til að skrifá, og heldur ekkert undrandi yfir því, hvernig skrifað var. Egg- ert Claessen, er framkvæmda- stjóri Vinnuveitendafélags ís- lands, þess félags sem eigandi Hótel Borgar er meðlimur í. Claessen er maður kappsam- ur og er vel á verði fyrir um- bjóðendur sína, atvinnurekend ur, og stundum svo, að ofmikið er að gert, þeirra vegna, eins og dæmi eru til. Claessen vissi sem var og er, að Jóhannes á Borg, eins og hann er kallaður, stendur höll- um fæti í almenningsálitinu — hvað viðkemur þessari deilu, og allur f jöldinn lítur réttilega svo á, að það sé vegna stífni og þrjósku hans, að ekki sé fyrir löngu búið að semja, og fram- bærilegur hljóðfærasláttur á boðstólum í stærsta samkomu- húsi höfuðstaðarins. Claessen gat búist við, að ef hin sönnu og réttmætu ummæli sjálfs Míorgunblaðsins, fengju að standa óhögguð, og ,,sann- leikurinn“ hans (Claessens) kæmist hvergi að gæti svo far ið, að engin sála, utan hann einn, hefði aðra skoðun en þá, sem og rétt er, að Jóhannes ætti á því einn sök, að gestum er verður þaðá að koma í „Borg- ina“, er boðið upp á að hlusta á slitnar og gargandi grammó- fónsplötur, eins og Morgunblað- ið orðar það. í bréfi sínu segir Claessen það einu ástæðuna fyrir því að enn sé deila og ekki hafi sam- izt að hljóðlfæraleikarar haldi fast við þá kröfu sína að hafa um það öll ráð, hvað margir séu í hljómsveit í Hótel Borg, þetta sé eina ágreiningsatriðið ímálinu og deila sé engin um lcaup eða annað, eftir þvi sem skilið verður af ummælum Claessens. „Mikil er trú þín kona,“ seg- ir máltækið. Er Claessen virki- lega haldinn þeirri barnalegu trú, að því líkt og annað eins gangi í fólkið? Heldur hann að fjöldinn allur viti ekki, að eina ástæðan fyrir því, að ekki er hljómsveit starfandi á hótelinu er sú, að eigandi hótelsins er svo þungt haldinn af sjúklegum fjandskap til verkalýðssamtak- anna að hann neitar með öllu að virða þau viðlits eða sýna þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfum er honum hafa verið send af hálfu hljóðfæraleikara með ósk um að samningaumleit anir yrðu hafnar. Félag ’ ísl. hljóðfæraleikara hefur margsinnis farið fram á það við Jóhannes að fá viðræð- ur við hann um samninga um kaup og kjör hljómlistarmanna og nú síðast 31. maí s. 1. skrif- aði ég, fyrir félagsins hönd, Jóhannesi eftirfarandi bréf: „Félag ísl. hljóðfæraleikara hefir falið oss að tjá yður, að eins og undanförnu er félagið ennþá reiðubúið til. samninga við yður um kaup og kjör hljóð færaleikara, og í þeirri von, að samningaumleitanir geti hafizt nú þegar kaus félagið samninga- nefnd á fundi sínum í gær. í nefndina voru kjörnir þeir: Skapti Sigþórsson, Sjafnargötu 8, Eiríkur Magnússon, Höfða- borg 38, Fritz Weisshappel, Skólavörðustíg 24. Til þess að útiloka misskiln- ing, vill félagið taka það skýrt fram, að það mun ekki óska eft ir að hafa ákvæði um það í vænt anlegum samningi, að íþað ráði hvaða félaga þess þér komið til með að hafa í hljómsveit húss- ins. Það er einlæg ósk Fél. ísl. hljóðfæraleikara, að væntanleg þjóðhátíð lýðveldísstofnunar- innar geti farið sem bezt úr hendi og verði landi og þjóð til sóma, innanlands og utan, og væntir þess því fastlega að samningar takist sem fyrst, svo ekki þurfi af þeim ástæðum að hætta við að halda þá veizlu, sem ráðgert hefir verið að halda í veitingahúsi yðar þann 18. júní n. k. — Þá vill og fé- lagið vænta þess, að þértilkynn ið einhverjum framangreindum manna stað og' stund, er yður bezt hentar til viðtals.“ Svar við þessu bréfi hefir ekki borizt enn og berst senni- lega aldrei, nema hvað Hjörtur Nielsen hefur munnlega tjáð mér, að „húsbóndinn“, hefði þess enga þörf talið gð svara því. Oftar en einu sinni hefir ver- ið reynt, fyrir milligöngu sátta semjara ríkisins, að fá Jóhannes til viðræðna um samninga, en alltaf árangurslaust. Ástæðan er því ekki sú sem Claessen greinir, heldur er ein- göngu vegna stífni og þrjósku Jóhannesar að gestir hótelsins verða að hlusta á slitnar og gargandi grammófónsplötur og aðra tónleika ekki. í>ótt segja megi að enga þýð ingu hafi fyrir afkomu atvinnu veganna eða þjóðarbúskapinn . sem heildar, hvort deila þessi fVííjÖnbUöii) Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4n?l og 4902. Símar afc-_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Vegakerfið. BÁTT fyrir miklar fram- farir í vegamlálum okkar íslendinga um undanfarið hálfr ar aldar skeið hefir enn ekki verið ráðizt í það hér á landi að byggja vegi úr varanlegu efni svo að nokkru nemi. Veg- spottinn frá Reykjavík inn að Elliðáánum, sem var steinsteypt ur fyrir nókkrum árum, ier eina framkivæmdin í þiví efni, sem nafn er gefandi. Hins vegar verður mönnum það æ ljósara með hverju ár- inu sem líður, hvílík nauðsyn er á varan'legum vegum á helztu samgönguleiðunum. Um ferð um vegina fer stöðugt vaxandi, og sú iþróun mun halda áfram. Molidar- og malar veglrnir þolá illá hina miklu umferð, énda er isigkomulag þeirra oift á tíðum þannig, að þeir mega teljast ófærir venju- legum ökutækjum. Eru ótaldar þær gífurlegu fjárhæðir, sem á ári hverju fara í súginn vegna óeðlilegs slits ökutækj- anna og bensíneyðslu á hinum slæmu vegum. #. * ’ ■ • Undanfarið hefir verið lögð á það megináberzla að lengja vegakerfið sem mest. Er það vissulega ekki nema að vonum. Öldum saman hefir vegaleysið sorfið tillfinnanlega að þjóðinni og staðið fyrir margvíslegum öðrum framförum. Það er því í sjálfu sér engin furða, iþó að mikil áherzla hafi verið á það lögð að teygja lífæðir samgangn anna sem allra víðast og rjúfa einangrun samgönguileysisins í sem flestum héruðum landsins. 'Nú er hins vegar ;svo komið, að öll rök virðast mæla með því, að nokkur stefnuhreyting verði í iþessum efnum. Það má ekki öllu lengur verja allri orku til að teygja vegina fram í hvern afdal og út á hvert nes. Annað er meira aðkallandi í vegamlálum okkar. Og það er lagning varanlegra vega á helztu samgönguleiðum lands- ins, vega, sem eru ávallt greið ir og góðir yfirferðar, krefjast ekki hins fjárfreka viðhalds malarveganna og afbjóða ekki samgöngutækjunum löngu áð- ur en efni standa tál. * Vera kann, að einhverjir reyni að leggja þann skilning í iþessi orð, að þau séu mælt af fjanöskap 1 garð hinna strjál- býlli og afskekktari héraða, sem ekki liggja að aðalleiðum. En því fer víðs fjarri, að því sé til að dreiifa. Þau eru sprottin af því einu, að hér er þjóðinni ber sýnilega mikill vandi á 'hönd- um. Það er alls ekki einhlítt til góðs farnaðar í samgöngu- málum þjóðarinnar að leggja bráðabirgðavegi að hverju byggðu bóli á landinu, ef hið geysifjárfreka viðhald slíkra vega yrði þjóðinni ofraun og samgöngur á aðalleiðum um landið alltaf háðar þeim leiðu annmörkum, sem nú er. Nýjungar í samgöngumálum valda því einnig, að óvíst er, hvort hentugt þykir í framtíð inni að tengja afskekktari og strjálibýlli héruð landsins við hjarta þess með akvegum. Ekkert er líklegra en að fyrir samgönguþönf þeirra lands- hluta verði séð á annan hátt. Hins vegar fcalllar iþörfin á miklu fullikomnara vegakerfi á aðalleiðum og um þéttbýlustu héruð landsins, þar sem sýnt er ,að fóUki fjölgar stórlega í framtíðinni en fækkar ekki. Og þeirri þörf verður að sinna af fullkominni alvöru í. náinni framííð. Kostakjör Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast fastir áskrif- endur að Alþýðublaðinu, ættu að gjöra það nú þegar, því meðan að upplagið endist, fá þeir ókeypis ÞjóShátiðarblað Alþýðublaðsgiis stendur skemur eða lengur, er hún orðin all alvarlegs efnis og til stórrar vansæmdar, sérstak- lega fyrir sjórnarvöld bæjar og ríkis. Ríkisstjórninni getur ekki verið það óviðkomandi, hvernig land eða þjóð er kynnt út á við og ber þá skýlaust skylda til, að beita áhrifum sínum til þess, að koma í veg fyrir að illa sé kyhnt. Það hefir þó nokkru sinnum verið á það minnzt í tímaritinu og blöðum í Ameríku að það væri aðeins grammófóns-mús- k í stærsta hóteli landsins, og þótt ekki sé á ástæðuna minnzt, fyrir því að svo sé, virðist hin- um framandi gestum það nokk uð undrunarefni að svo skuli vera, annars gerðu þeir það vart að umræðuefni þótt þeim væri boðið upp á að njóta þess „unaðar“, að hlusta á slitnar og gargandi grammófónsplötur. Ég get í þessu sambandi ekki. stillt mig um að segja frá smá- klausu er birtist í músikblað- inu „The Mertonome“, eftir- Paul Gardnes, sem áður var kanadískur blaðamaður en gerð ist síðan sjómaður á kaupskipa flotanum. I grein þessari segir frá komu hans til Islands. Gardnes greinir frá því, að hermenn hafi ekki aðgang að „eina opinbera dansstaðnum í Reykjavík, hótel Borg „helzta hóteli íslands,“ með því að liðs' foringjum aðeins sé leyft að koma þangað. „Eg komst inn á Hótel Borg í borgaraileguma búningi ásamit norskum skips- félaga minum,“ — segir Gard- es. „Þar voru sæti fyrir um 200 manns og dansgólfið litlu Framhald á 6. síðu. TÍMINN ræðir nýlega um svar Eimskipafélagsins við greinargerð viðskiptaráðs um farmgjöldin. Segir í Tímanum um þetta m. a. á þessa leið: „Þá er í svari Eimskipafélags- ins reynt að halda því fram, að gróði félagsins hafi nær engin á- hrif haft á dýrtíðina. Þetta er eink um rökstutt með. því, að vísitalan hafi ekki lækkað neitt að ráði, þótt flutningsgjöldin hafi lækkað. Slík röksemd er vitanlega alveg út í hött, því að eins og allir vita, er vísitalan enginn fullnaðarmæli kvarði á dýrtíðina, enda ekki ætl- að að sýna nema takmarkaðan þátt hennar, framfærslukostnaðinn. Hún sýnir t. d. ekki aukning á kostnaði framleiðslunnar, en mik- ið af gróða Eimskipafélagsins er tekið af henni. Vegna hinna háu f lutningsgjalda Eimskipaf élagsins í fyrra ýo.ru t. d. búvélar um þriðjungi dýrari þá en í ár. Þann- ig hefir Eimskipafélagið á einum innflutningslið tekið hundruð þús. kr. af bændum. Þá hefir það ekki síður grætt ríflega á áburðinum og fóðurvörunum. Enn harðara hafa þó hin háu fiutningsgjöld þess komið við sjávarútveginn. Það getur líka hver og einn sagt sér það sjálfur, að 25 millj. kr. gróði Eimskipafélagsins hefir átt meira en lítinn þátt í dýrtíð- inni, þegar það er tekið til sam- anburðar, að andvirði allrar seldr- ar mjólkur og mjólkurvara í | Reykjavík og Hafnarfirði var •íokkrum millj. kr. lægri á þessum sama tíma.“ AuSvitað er það tilgangslaust erí'iði að reyna að telja almenn- ingi trú um það, að farmgjöld- in hafi engin áhrif á dýrtíðina. Og þó að enginn sjái ofsjónum yfir góðri afkomu Eimskipafé- lagsins, hlýtur hin gífurlega fjársöfnun þess á síðasta ári að vera meira en lítið varhuga- verð, þegar þess er gætt við hví líkan vágest þjóðin á í höggi, þar sem er hið ægilega dýrtíð- arböl í landinu. * * * Morgunblaðið minnir á í gærr að nú muni fara að hefjast að> nýju viðræður um samstarfs- möguleika stjórnmálaflokkanna og stjórnarmyndun. Blaðið seg- ir m. a. „Stjórnmálaleiðtogarnir munn nú brátt hittast á ný og ræða nán ar möguleikana á víðtæku sam- starfi flokkanna og stjórnarmynd- un. Þegar þessum viðræðum var frestað í júnímánuði, var ákveðið að þær skyldu teknar upp að nýju um mánaðamótin júlí-ágúst. Leiðtogar stj órnmálaf lokkanna hafa notað tímann síðan í júní- mánuði, til hvíldar og hressingar úti á landsbyggðinni. Þeir hafa án efa hitt marga menn að máli og að sjálfsögðu hefir viðhorfið f stjórnmálunum borið á góma víða. En hvers hafa foringjarnir orðið vísari, er þeir ræddu við fólkið úti á landsbyggðinni? Enda þótt viðhorfið til ýmsra mála sé æði mismunandi, eftir þvf í hvaða flokki menn standa, er það sameiginlegt álit allra, hvar í flokki sem þeir eru, að stjórn- málaástandið í dag sé óviðunandi, og þar þurfi gerbreytingu hið skjótasta. Þingið verði að taka stjórnartaumana í sínar hendur og leiða hin aðkallandi mál til far- sælla lykta. Einhver kynni að spyrja: Hvaða stjórn vill fóikið fá? Þessari spurningu er auðsvarað. Langsamlega meiri hluti þjóðar- innar kýs helzt samstarf allra flokka. Fólkið trúir því, að slíkt samstarf yrði giftudrýgst fyrir þjóðina. Það myndi skapa frið í landinu, og hann þráir þjóðin framar öllu öðru. Og þjóðin trúir því, að víðtækt samstarf allra flokka á þingi og í ríkisstjórn myndi vera öruggasta leiðin til þess að tryggja framtíð landsins Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.