Alþýðublaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. ágúst 1944. _________ALÞYÐUBLAÐiS*_______ _____ ____ ____5 Sagan, sem mér var sögð — og ekki er eins dæmi — Eyðileggja líf sitt í einni svipan — Þingvöllur sama- staður siðlauss framferðis — Þar vantar strangt lög- reglueftirlit. Um borð í spítaiaskipi. Myndin er tekin utm borð í einu af spítalaskipum Bandaríkjahersins. Á þilfarinu er perum með rauðum Ijósum bomið fyrir iþannig, að þær mynda rauðan kross, svo að sjá rnegi úr þ lci'ti að skipið er spítalaskip. Hrun og endurreisn Fr GREIN ÞESSI, sem er eftir hinn fræga ameríska blaða- mann, William Henry Chamberlin, og þýdd er úr viku- blaðinu The New Leader, fjallar um hrun og endurreisn Frakklands. Höfundurinn dvaldist á Fíakklandi, þegar hrun þess har að höndum og kann því glögg skil á þeim viðhorf- um. Ilann spáir því, að baráttan á Frakklandi muni krefj- ast mikilla fórna, en að unnum sigri væntir hann þessr að frönsku þjóðinni verði skipað þar á bekk meðal frjálsra og fulivalda ríkja, sem henni heri. því að Ihatfa áhuga tfyrir vél- kklands EG VARÐ fyrir mikilli óham- . ingju“, sagði gamall kunn- ingi minn við mig í fyrradag, en ég hafði ekki séð hann í nokkur ár. „Upppldisdóttir mín lennti í „ástandinu“ þriðja stríðsárið. Það var ungur piltur, sem kynntist henni. Ég reyndi að afstýra þessu eins og mér var frekast unnt, en þegar ég sá að mér gat ekki orð- ið neitt ágengt reyndi ég að gera það næstbezta að leyfa þeim að hittast heima hjá okkur.“ „PILTURINN var hinn myndar- legasti og virtist vera gæðin ein, þau trúlofuðust, svo varð hún barns hafandi. Hann kvaðst myndi, ef hann færi burtu, skilja eftir fé handa henni og koma svo að sækja hana og barnið eftir stríðið. Svo hvarf hann einn daginn. Ég fór að reyna að hafa upp á honum. Hann var horfinn af landinu og svo kann aðist enginn við nafn haris. Hann hafði verið svo „óvarkár“ að skilja eftir mynd af sér og með henni tókst að hafa upp á honum. En hann neitaði þegar til kom að þekkja stúlkuna eða kannast við hana.“ ÞESSI SAGA er ekki eins dæmi. Áhrifin af ástandinu eru mjög far- in að koma í ljós. Margir hermenn eru horfnir, sumir eru fallnir, aðr ir koma í staðinn. Stúlkurnar sitja eftir hér heima eyðilagðar með líf sitt í rústum, eða þ ær sitja í Bandaríkjunum eða í Bretlandi um komulausar. — íslenzkar stúlkur halda áfram uppteknum hætti. Þær sjást ekki fyrir. Það er furðu- legt að þær, sem eru epn ungar skuli ekki skilja það, að þær eiga allt lífið fyrir sér. í einni svipan geta þær eyðilagt líf sitt og hafa gert. ÉG HEF HEYRT slæmar sögur frá Þingvelli. í gær fékk ég bréf frá Ó. S. um ,,éstandið“ þar. Krafa lians um að lögreglueftirliti sé kom ' ið upp á Þingvelli er fullkomlega rétfmæt. Þar verður að koma upp lögreglustöð yfir sumartímann að minnsta kosti. Þar Verður að vera íslenzk lögreglumiðstöð og önnur erlend. íslenzkur almenningur á kröfu á þessu, eins og bréf Ó. S. sýnir. Það er svohljóðandi: „MARGIR ERU ÞEIR orðnir sem senda þér _ línur um eitt og annað, sem þeim finnst miður fara eða öðru vísi mætti vera. Það er eins með mig og margan manninn, að maður kvartar ekki fyrr en manni ofbýður og heyksiast og þá veit maður ekki hvert rhaður á að snúa sér annað en til ykkar, sem eruð sífellt tilbúnir að leysa hvers manns vandræði eftir beztu getu og eigið þakkir skilið fyrir.“ „ÉG VIL NÚ biðja þig að koma þessum fáu línum á framfæri fyrir mig, ef það mætti verða til þess að gefa fólki örlitla hugmynd um skemmtanalíf unga fólksins, þó einkum ungu stúlknanna. Ég veit vel að það er að bera í bakkafull- an lækinn að fara að ávíta stúlk- urnar svo mjög sem það hefir verið gert, en aldrei er það of vel brýnt fyrir þeim, að minnsta kosti vissri tegund .stúlkna að gæta fyllsta velsæmis a. m. k. í návist heiðarlegs fólks.“ „ÉG VAR NÚNA fyrir nokkr- um dögum í sumarfríi og hafði eins og fleiri ákveðið að fara út úr bænum eitthvað út í ríki náttúr unnar til hvíldar og skemmtunar, og ákvað því að fara til Þing- valla, tjaldaði ég þar á góðum stað og hugðist lifa rólegu og ánægju- legu lífi. Margt var þarna af fólki og tjöldum. Þetta var um helgi. Fljótt varð ég þess áskynja, að ég mundi ekki hafa það éins rólegt eins og ég hafði búist við. Þarna voru 2 tjöld, ekki alllangt frá og í þeim kornungar, sprell- fjörugar stúlkur með hermönnum.“ „ÉG LÉT þetta ekki á mig fá heldur festi tjald mitt fast niður og fór svo niður að Valhöll og fékk mér hressingu. Dvaldist ég þar nokkuð lengi, ásamt ferðafé- laga mínum, en er við komum aft ur var búið' að rífa tjaldið niður og alls ekki glæsilegt um að litast. Komin voru 2 tjöld önnur og í þeim voru stúlkur og sjóliðar. Gekk ég til þeirra og spurði, hvort þær vissu hvernig stæði á því að tjaldið okkar væri svona. Svör- uðu þær okkur mjög kuldalega að þær væru ekki hér til að gæta tjalda óviðkomandi fólks. Stúlkur þessar voru allar drukknar og lá brennivínsflaska og amerískar bjórflöskur allt í kringum þær.“ „VIÐ TÓKUM tjald okkar upp og færðum það nokkuð austar, voru þar mörg tjöld fyrir og bar mest á kornungum stúlkum í þeim Voru þær ýmist éinar eða í fylgd með hermönnum eða margar sam- an. Mér fór að detta í hug að Þing- völlur væri orðin einhver sælustað ur fyrir hermenn og stúlkur, en það gladdi mig, er ég sá að í sum- um tjöldunum voru hjón með börn sín.“ AÐ er næsta athyglisvert, að hrun og endurreisn Frakklapds skuli bera upp á sama mánuð. Sú virðist þó muni verða raunin, því að hrun Frakklands átti sér stað í júní- mánuði árið 1940, eins og al- kunna er, og innrás banda- manna í Frakkland hófst svo í júnímánuði 1944, en það mun flestra manna mál, að hún sé stærsta og merkasta átakið til endurreisnar Frakklands. Nú er sú tíð liðin, þegar véla 'hersveitir og fallhlífarher- menn Þjóðverja unnu hvern sigurinn öðrum frækilegri. Það hefur nú orðið hlutskipti þýzku herstjórnarinnar að verða að efna til varnarstríðs á landi því, þar sem herskarar Þjóðverja þreyttu hina miklu sókn sína árið 1940, svo að enginn fékk viðnám veitt. Það er ekki að ástæðulausu, þótt ég freisti þess að bera saman viðhorfin á Frakklandi árið 1940 og nú, þegar sóknin gegn Evrópuvirki Hitlers er hafin, vegna þess, að ég kynnt- ist hruni Frakklands af eigin raun. Eg dvaldist sem sé í Par- ís um þær mundir, en hvarf þaðan ibrott tveim dögum áður en Þjóðverjar héldu innreið sína í höfuðborgina og lagði leið mína yfir landamæri Spánar sama dag og vopnahléssamn- ingurinn var undirritaður. Það var merkilegt og aðdáunarvert hversu rólegir og æðrulausir Parísaribúar voru, unz öll sund höfðu lokazt. Frakkar reyndu að telja sér trú um það, að kraftaverk myndi enn gerast eins og þegar Þjóðverjar voru stöðvaðir við Marnefljót í heimsstyrjöldinni fyrri. Franska þjóðin var alls ófús að trúa því, hversu vonlaus aðstaða herja hennar á vígvöllunum var orðin. . Hinn 9. júní — en hinn 14. júní héldu Þjóðverjar innreið sína í París — sltrifaði ég það í dagbók mína, að ég hefði ver- ið sjónarvottur að því, að fólk skemmti sér við það, að gefa svönum í Bois de Boulogne, hinum mikla skemmtigarði I Parísarborgar. Söngleikahallir höfuðborgarinnar voru meira að segja fjölsóttar dag hvern, enda þótt Þjóðverjar héldu uppi linnulausri skothríð á hana og flugvélar þeirra gerðu harð- fengilegar árásir á hana. Að kvöldi hins 9. júní voru staðir þeir, sefn nefndir voru í frönsku herstjórnartilkynning- unni, svo skammt frá París, að borgarbúar tóku óðum að búa brottför sína. Fréttin um það, að stjórnin væri farin til Tours barst um borgina eins og eldur í sinu. Og brátt komu svo til sögunnar1 hópar landflótta- manna, sem nú vissu vart, h'var þeir áttu að leita athvarfs. Öli farartæki voru tekin í notkun. Það var ógerlegt að fá bifreið keypta eða leigða, þótt stórfé væri í bcði. Fjöldi fólks sem ekki átti bifreiðir, flýði á reiðhjólum eða fótgangandi, og allir þeir, sem hurfu brott frá París, lögðu leiðir sínar í suður- átt. Fjölmargar bændafjöl- skyldur tóku sig upp frá búum sínum og fluttu eignarmuni þá, sem þær máttu með komast, með sér á vögnum. Um tíma leit helzt út fyrir það, að ég nryndi verða inn- lyksa í París. Eg hafði aldrei numið þá list'að stjórna bifreið, enda er ég gersneyddur fræði. Það var ógerlegt að komast brott með járnbraut- um, og bifreið var hvergi fáan- leg. | * JAPANSKUR fréttaritari, sem ég hafði kynnzt í Tok- íó, lét mér og konu minni í té far til Tours, hins nýja aðset- ursstaðar frönsku ríkisstjórnar- innar, þótt mjög væri þröngt á þingi í bifreið hans. — Við vorum ekki fyrr komin til Tours, en ríkisstjórnin flutti til Bordeaux eftir að forsætisráð- herra Frakka, Paul Reynaud, og forsætisráðherra Breta, Win- ston Churehill, sem hafði- kom- ið loftleiðis til Tours, höfðu setið ráðstefnu saman. Við slógumst 1 för með ríkisstjórn- inni og fengum far í járnbraut- arlest, sem upplýsingamála- ráðuneytið hafði tekið í þjón- ustu sína. Svo að segja allir íbúar Par- ísar flykktust um þessar mund ir til þessarar fornu og sögu- frægu borgar. Enn sem komið var, gætti þar ekki teljandi matarskorts, en'það var miklum erfiðleikum háð að fá máltíðir, vegna þess, að öll veitingahús og kaffihús voru yfirfull af fólki öllum stundum. Við fengum inni í húsi fjölskyldu nokkurrar, sem fyrrum hafði verið í góðum efnum og átti Framhald á 6. síðu. Framhalds á 6. síðu. Ungliitga vantar okkur nú þegar t3B bera út í nokkur iiverfi í bænum. Hátt kaup. álþfHyblali. — Sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.