Alþýðublaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 6
9 ALÞYÐUBLAÐIP Verkstæði á Akranesi í fullum gangi til splu: Bifvélaverkstæði Daníels Friðrikssonar, er til sölu með öllu tilheyrandi. Tilboð sendist til eiganda, Daníels Friðrikssonar fyrir 20. ágúst n. k. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er,' eða hafna öllum. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Hrun og endurreisn Frakklands Efnilegur íþróttaflokkur: Völsungastúlkurnar á Húsavík ♦ 1 ' ■ Frh af 5. síðu heima í einu úthverfi Borde- aux. Dagurinn 17. júní er mér sérstaklega ríkur í minni, og ég tel ekkert efunarmál, að hans verði lengi minnzt af hinni frönsku þjóð. Það var þá, sem Pétain marskálkur lét þessi 5 örlagaríku orð falla í útvarps- ræðu: ,,I1 faut cesser le com- bat“, — „það verður að hætta vopnaviðskiptunum.“ _ , _ Tímabiíið frá júnímánuði ár- 4ð 1940 til júnímánaðar árið 1944 hefur verið einhver hinn mesti þrautatími, sem saga Frakklands kann frá að greina. Hernám Þjóðverja og hafn- bannið hefur haft þar þau á- hrif, að hungur og harðrétti hef- ur ríkt á þessu frjósama og nytjaauðga landi. Enda þótt nokkrir Frakkar baifi látið Iþað (henda sig að ganga á mála hjá hinum þýzka innrásarher og veita honum fulltingi og brautargengi, hefur þó mikill meirihluti frönsku þjóðarinnar ávallt verið and- vígur Þjóðverjum, og á Frakk- landi hefur þessi árin verið háð aðdáunarverð barátta fyrir mál stað frelsisins, sem vissulega mun verða að miklu getið, þeg- ar saga þessa hildarleiks verður í letur færð. Bandamenn og franska þjóð- in bíður með þrá þess dags, þegar fjötrar hins þýzka her- náms og harðstjórnar falla af Frakklandf. Sá dagur mu verða einhver hinn merkileg- asti og eftirminnileg;asti straumíhvarfadagur styrjaldar- innar. En áður en sá dagur mun upp renna, og Þjóðverjum hef- ur verið stökkt á brott, munu harðfengilegar orustur hafa verið háðar um byggðir og borgir Frakklands. Og franska þjóðin mun hugumstór leggja fraim :sinn jþátt til Iþeirrar bar- ÖLL rök virðast að því hníga, að baráttan um Frakkland árið 1944 muni krefjast mun meiri fórna en vopnaviðskiptin, sem þar áttu sér stað árið 1940. Hinar fyrstu fréttir innrásarinnar greindu frá því, að hin forna Norð- mannaborg, Caen, þar sem er kastali, er Vilhjálmur bastarð- ur lét 'reisa, væri í björtu báli. Þar voru og margar fagrar kirkjur og önnur menningar- setur. Um svo að segja alla staði á Frakklandi er þá sögu að segja, að þar er ekki unnt að kasta svo steini, að hann hæfi ekki hlut, sem hefur sögu- eða lista- gildi. Ef Frakkland verður vettvangur langrar og strangrar baráttu, er verði háð með víg- vélum nútímans, verður engan veginn hjá því komizt, að heim- urinn verði sviptur mörgum dýrmætum minjum liðinna a,lda. Það gefur að sjálfsögðu að skilja, að hlutskipti hinna , ó- breyttu borgara Frakklands verði enn dapurlegra en nokkru sinni fyrr, ef til þeirra tíðinda dregur, að barizt verði um franskar borgir og byggðir. — Leynihermn franski mun efna til margþættra skemmdastarf- semi, og Þjóðverjar og lögregla Vichymannanna munu láta greipar sópa um éll matvæli og annað það, sem þeim ntá að gagni koma. Auk þess liggur það í augum uppi, að öflun og dreifing matvæla mun verða enn meiri erfiðleikum háð leftir að kemur til vopnaviðskipta á Frakklandi en nokkru sinni fyrr. Þess ber og að minnast, að bræðravíg munu verða háð á Frakklandi, og Vichymennirn- ir og málaliðsmenn þeirra munu eigi síður en Þjóðverjar leggja mikla áherzlu á það, að verja landið. Endurreisn Frakklands mun því vissulega verða dýru verði íkeypt. En milkill meirihluti frönsku þjóðarinnar mun þó æskja þess, að land þeirra verði sem skemmsta stund dvalar- staður þýzks hers. Bandamönn- um er ihins vegar skylt að miún- ast þeirra fórna, sem franska þjóðin ’hefur þegar orðið að færa á altari þessarar styrjald- ar og mun færa áður en úrslit hennar verða ráðin. Það er að sjálfsögðu mikils um það vert, að frönsku þjóðinni vprði send matvæli strax og þess verður nokkur kostur og skelegglega verði komið til liðs við hana í ' baráttunni við þýzka innrásar- herinn, sem hefur fellt hið þunga ok á háls hennar. En eigi hvað sízt er mikils um það vert, að frönsku þjóðinni verði skip- að þar á bekk með frjásum og fullvalda ríkjum framtíðarinn- ar, sem henni ber vegna sögu sinnar og framlags -í baráttunni fyrir þeim hugsjónum, sem mahnkynið metur mest og fórn- ar nú mestu fyrir. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. á 4. síðu. á iþeim ólgutímum, sem við lif- um á. En þótt mikill meiri hluti þjóð- arinnar kysi helzt samstarf allra flokka, eins og sakir standa, eru menn undantekningarlaust þeirrar skoðunar, að ef ekki takist að mynda slíka stjórn, verði að fara hina leiðina, að mynda þrengri stjórn, er hefir stuðning færri flokka, þriggja eða jaínvel tveggja. Menn sjá og skilja það, að það getur ekki leitt til annars en ó- farnaðar, að hafa til lengdar ríkis- stjórn, sem þingið ber enga ábyrgð á. Til þess að það geti blessast, þarf sjálf stjórnskipunin að vera byggð upp á allt annan hátt en nú er hjá okkur.“ Vel kann það að vera rþtt hjá Mbl., að almenningur kjósi samstarf flokkanna í lands- stjórn og löggjöf. En skyldu all ir liðsmenn Sjálfstæðisflokks- ins vera svo ginkeyptir fyrir einu saman „samstarfi“ stjórn- málaflokka, að þeir láti sér vel líka hið nána makk hús- bænda Morgunblaðsins við kommúnista? EIN sú tegund frétta, sem mikið ber á í útvarpinu, einkum á sumrin, er íþrótta- fréttir. Sífellt er þar verið að segja frá íþróttamótum, eink- um þeim, sem háð eru í Rvík, en auk þess berast sífellt nokkr ar íþróttafrét'tir utan af landi, jafnvel þó ekki keppi nema 2 félög saman. Þetta er ekkert undarlegt og um það er ekki annað en gott að segja. Fjöldi manna hlýðir á íþróttaifréttirnar, einkum unga fólkið. Þeim gömlu hleyp ur einnig kapp í kinn. Þeir minnast fyrri daga og hlusta líka. Eg er sannfærður um, að íþróttafréttirnar glæða áhuga manna fyrir íþróttum og kapp- leikum og öxiva slíka starfsemi. Nýlega er lokið í Hafnarfirði . landsmóti kvenna í handknatt- leik. Var greinilega skýrt frá úrslitum í útvarpinu og reynt ,að vekja athygli á þeim. Þetta kom mér til aðv bera saman, hve ólíkt var farið að, þegar handknattleiksmót kvenna á Norðurlandi var háð á Sigíufirði nú fyrir skömmu. Mótið var aðeins einu sinni áuglýst í útvarpi,.og síðan hef- ur ekkert um það heyrzt, frem- ur en það hefði aldrei átt sér stað. Lít ég þó svo á, að ef nokkurn tíma á að skýra frá úrslitum móta, þá beri að skýra frá úrslitum fjórðungsmóta og landsmóta. Og sú skylda álít ég að hvíli á þeim, sem sjá um mótin, hver sem úrslitin verða. Það eina, sem ég hef séð um móftið, er örstutt frétt í Alþýðublaðinu frá 19. júlí s.l. og er fyrirsögnin villandi, eða svohljóðandi: „Handknattleiks- mót kvenna á Akureyri,“ rétt eins og konur á Akureyri hafi haldið mótið, eða mótið verið haldið þar. Hvort eitthvað hef- ur birzt í öðrum Reykjavíkur- blöðum um mótið, veit ég ekki, enda skiptir það ekki miklu' máli í þessu sambandi. Eins og fréttin í Alþýðublað- inu ber með sér, báru Völsung- ar frá Húsavík sigur úr býtum á mótinu. Sökum þess, að flokkur þessi hefur oft borið sigur af hólmi í viðskiptum sínum við aðra flokka, en hins vegar verið ó- þarflega hljótt um hann bæði í útvarpi og blöðum, langar mig til að segja með nokkrum orðum frá þátttöku hans í mót- inu á Siglufirði, og ennfremur að geta viðskipta hans við önn- ur knattleikafél’ög síðari árin. í kappliði Völsunga eru nú sem stendur sex „línu“-stúlkur !og ein búðarstúlka. Má geta þess, að fjórar af þessum sex vinna við sama bátinn og hafa gert það nú í nokkur sumur. Það mætti nú ætla, að ekki væri líkleg leið til íþróttaárang urs, að standa mikinn hluta jsólarhrfingsins við línustampa mánuðum saman, en þó hefur þetta línustaimipalið reynzt ótrú- lega vel í keppni sinni við úr- valslið stærstu kaupstaða lands ins, eins og síðar mun sagt verða. Kappliðið lagði af stað frá Húsavík áleiðis til Siglufjarð- ar síðari hluta föstudagsinn 14. júlí. Ekið var með bifreið til Akureyrar og gist í barnaskól- anum. Ekki varð þeim stall- systrum svefnsamt um nóttina. Bar margt til þess. Þær tóku seint á sig náðir, höfðu áhyggj- ur stórar út af förinni og kunnu illa við sig á .gólfinu í hvílu- pokum sínum. Næsta dag átti að halda til Siglufjarðar með „Esju.“ en hún fór ekki frá Akureyri fyrr en um miðnætti. Gekk því laugardagurinn í þreytandi bið og rangl um götur bæjarins. Þegar um borð kom og átti að hvílast til næsta dags, gáfu stúlkurnar enn ekki soifið fyrir vélarskrölti ög öðrum .hávaðá, er jafnan fylgir strandferða- skipum. Bættist því við önnur vökunótt hjá þeim. Þegar til Siglufjarðar kom, fengu stúlkurnar aðstöðu til að hvílast um stund og sofna í barnaskólahúsinu og var það nokkur bót. Klukkan eitt um daginn hófst mótið. Frá gangi leikjanna er óþarft að skýra hér. En mótinu lauk með því, að Völsungar unnu það með 6 stigum og töpuðu engum leik. Skoruðu þeir 15 mörk og mun það hafa verið langhæsta markatalan, er nokk urt félag hláut á mótinu. Má geta þess, að ein stúlkan úr Völsungi skoraði 12 af þessum 15 mörkum. Þegar litið er á, að flokkurinn hafði orðið að leggja á sig langt og þreytandi ferða- lag og vakað tvær nætur að miklu leyti (Akureyrarflokk- arnir ekki nema eina). Tel ég frammistöðu þessa flokks all- mikið afrek, eða svo mikið, að saklaust væri að lofa úrslitun- um að berast á öldum ljósvak- ans til hlustenda úti um land. Og ég tel ekki rétt að þegja í hel þau félög, sem eitthvað vilja á sig leggja vegna íþrótta málanna. Gildir það sama um flokka og einstaklinga, að því aðeins er að jafnaði að vænta góðs starfs og góðs árangurs, að það sé viðurkennt, sem vel er gert. Að loknu mótinu var lagt af stað um nóttina með síldardalli til Hjalteyrar og þaðan með bifreiðum til Akureyrar. Þang- að komu stúlkurnar snemma morguns og hafði þá þriðj’a vökunóttin bætzt við. Varð lít- il viðstaða á Akureyri, því kl. 8 var stigið upp í áætlunarbif- reið og ekið til Húsavíkur, en þangað komu stúlkurnar laust fyrir hádegi úrvinda af svefn- leysi og þrekaðar eftir ferða- lagið. Að endingu skal drepið með nokkrum orðum á sögu þessa flokks síðan hann byrjaði að taka reglulega þátt í kappleikj- um. Sumarið 1938 var háð íþrótta mót af Suður-Þingeyingum og Austfirðingum. Var mótið háð á . Austurlandi. Sendu Völsungar flokk sinn á mótið. Keppti hann þar við bezta handknattleiks- flokk Austfjarða (Norðfirðinga) og varin hann. Næstu tvö ár kepptu Völsungar við sama fé- laagið og unnu það í bæði skiptin. ( 1941 var fyrsta handknatt- leiksmót Norðurlands þaldið að Akureyri og unnu Völsungar mótið og um leið íslandsmeist- arana, sem þá voru, Þór á Ak- ureyri, með miklum yfirburð- um, 6 gegn 3. Völsungar hafa nú unnið Norðurlandsmótið þrisvar, en tapað aðeins einu sinni, 1943. 1942 var íslandsmót í hand- knattleik háð á Akureyri og töpuðu Völsungar þar þrem leikjum af fjórum. Má það teljast sérstök óheþpni, því ekkert þeirra félaga, sem vann, /sýndi neina yfirburði í leik, því hvert þeirra vann, aðeins með einu marki, en slíkt getur alltaf hent, þó félög séu næsta jofn. Hins vegar sýndu Völsungar algerða yfirburði á Norðurlands mótinu, sem háð var í Húsavík skömmu síðar. Alls hafa stúlkurnar í Völs- ungi þreytt nítján kappleiki síðan 1938. Af þeim hafa þær unnið ellefu, tapað fjórum og gert fjórum sinnum jafntefli. Séu þau mörk talin, sem þær hafa unnið umfram þau, sem þær hafa tapað í þessum 19 Firmntudagur 3t. ágúst ffiíí. . leikjum, verða þaoi' 36, eftir því ' sem næst verðuir komizt. Er það : óneitanlega athyglisverður á- rangur. Hvað eftir annað hefur kom- ið til orða aði senda þennan flokk til Reykjavíkur, en af því hefur aldrei gefað orðið,. vegna erfiðra atvinnuháttá hér á staðnum og af fleiri orsökum. Að endingu vil ég taka þetta fram um Völsungastúlkurnar: Ehgin þeirra hefur nokkru sinni reykt tóbak eða neytt á- fengis, eftir því, sem ég bezt veit. Þær eru því vanar frá barnæsku að leggja hart. að sér og vinna með alúð og kostgæfnj. að hverju starfi, sem þeim er falið. Hygg; ég, að þær geti að ýmsu leytx verið fýrirmynd þeirrar íslen'zku æsku, sem hið nýstofnaða lýðveldi þarf mest á að halda í framtíðinni. Húsvíkingur. i HóteliS, sem býður upp á grammófón. Frh. af 4. síðu. stærra en t .d. í Deimantsskreif- unni. Þar var grammófónimú'sik ög gætti einn þjónninn grammó fónsins. Leikið, var til kl. 10.30. Þarna er ekki mikið sagt, en þó talsvert ,sem í því felst, enda held ég allir geti verið sammála um, að „ástandið“ í Hótel Borg, í þessu efni, sé sízt til þess fall- ið að auka menningaidegan hróður okkar, utan landstein- anna, en við getum ekki lokað augunum fyrir því, að vegna þeirra atburða, sem gerzt hafa í heiminum, er tekið meira eft- ir okkur íslendingum nú, en áð- ur var. Þótt ekki væri annars vegna, en kynningarinnar út iá við, ber ríkisstjórninni tvímæla- laust skylda til, að hafa afskipti af þessum máílum. Þá get ég og verið Mörgun- blaðinu sammála um að yfir- völdum málefna bæjarins er það ekki óviðkomandi hvernig er háttað skemmtanalífi í bæn um, og tekið undir kröfu þess um: Góða hljómsveit að Hótel Borg fyrir haustið. Að lokum vil ég fyrir hönd hljóðfæraleikara lýsa því yfir einu sinni enn, að fyrr en samn ingar hafa tekizt, fæst enginn félagábundinn hljóðfæraleikari til þess að spila í salarkynnum Hiótel Biorgar, en féilag þeirra er hins vegar ávallt reiðubúið til samninga eins og verið hefir, svo félacjið á jbess veqna enqa sök þótt, „ófremdin“ hafi verið oq verði enn um stund í Hótel Borq. íÍANNES A HORNINU Frh af 5. síðn „UM MIÐNÆTTI er við ætluðum að leggjast til hvíldar, var eins og fólkið í næstu tjöldum væri að vakna, ég á engin orð yfir þau ó- sköp og siðíausu ólæti, sem þarna áttu sér stað. Þarna var um að ræða ölvaða hermenn og ölvaðar stúlkur. Ég þarf ekki að lýsa því fyrir þér eða öðrum hve mjög þetta er þagalegt • fyrir fólk og hversu mjög fólk, sem kemur á þennan fornfræga og helga stað og ætlar að lifa í kyrrð, verður fyrir miklum vonbrigðum. Það sem skeði þessa nótt og ég varð sjón- ar- og heyrnarvottur áð, myndi á- reiðanlega ekki trúað, að okkar helgasti staður á landinu skuli svo svívirtur. „ÉG VIL NÚ fara þess á leit við þessa aðila, sem hér eiga hlut að máli að þeir velji sér einhvern ann an stað til þessara skemmtana en einmitt þennan stað, ennfremur að íslenzk og erlend liögregla sé vel vakandi fyrir ósómanum sem þarna á sér stað, þó aðallega um helgar og um nætur og séu þeir jafnframt’ á verði í kringum tjald- þúðirnar og hafi umsjón með hrein læti og velsæmi almennings þar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.