Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 2
Miðvikudasur 9. ágíisí 1944 2 Jón Sigurðsson um auðu seðl- ana á Þingvelli 1T. júní. „Fávizka, ódrengskapur, svik viS kjós- endur og vanvirðing við sjálft aiþingi.** * --------»------- FÁIR MUNU HAFA haft nafn Jóns Sigurðssonar jafn oft á vörunum í saimbandi við sambandsslitin og stofn- im lýðveldisins, og eimnitt þeir þmgmenn sem skiluðu auðu seðlunum við forsetakjöið á Þingvelli 17. júní. En hvað halda menn að Jón Sigurðsson hefði sagt um framkomu þeirra við það tækifæri? í það má vel ráða af eftirfiarandi orðum hans í „Nýjum félagsritum" 18. ár- gangi, árið 1858, blaðsíðu 53. Þar skrifar hann: „Enginn getur neitað, að þingmaður á frjálst að greiða atkvæði eða ekki, en taki menn upp á því að greiða ekki atkvæði, þegar mál er komið fram eða rætt að réttum þihgsköpum, þá lýsa þeir fávizku sinni eða ódrengskap, eða svíkja traust kjósenda sinna eða lýsa þess konar þingbrag, sem ekki getur annað en vanvirt þingið í augum þjóðarinnar og spillt almenningsheill.“ Þannig leit forsetinn á framkomu eins og þá, sem fimmtán þingmenn kommúnista og sjálfstæðismanna gerðu sig seka um á afmælisdegi hans og stofndegi lýðveldisins, þegar fyrsti forsetinn var kosinn, 17. júní 1944. „Við dönsuóum í Látraröst.** Ágæl skemmíiför 300 Reyk- víkinga til Yestfjarða. Frábærar móttökur ísfirðinga. Ágætt veöur. VESTURFÖR Góð- tempiara um heig- ina tókst mjög vei og var öllum þátttakend- Lim héðan úr bænum til ógleymanlegrar á- nægju. Þetta eru orð eins af farar- stjórunum, Einars Björnssonar skrifstofumanns, 1 samtali við Alþýðublaðið í gær, en hann átti sæti í nefnd þeirri frá Þingstúku Reykjavíkur, sem undirbjó förina. Með honum í nefndinni voru Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður og Helgi Helgason verzlunarstjóri. „Við fylgdum áætluninni um ferðina í hvívetna/1 sagði Ein- ar Björnsson ennfremur — „og við fengum mjög gott veður. Við lögðum af stað með Esju stundvíslega kl. 7 á laugardags kvöldið og vorum rúmlega 300 saman. Með í förinni var lúðra sveit Reykjavíkur, undir stjórn Alberts Klahn, ennfremur Brynjólfur Jóhannesson leikari. Lagt var frá bryggjunni und- ir dynjandi músik Lúðrasveit- arinnar og er komið var út í flóann, var efnt til skemmtun- ar í reyksal skipsins og las þar upp sögur og kvæði Brynjólf- ur Jóhannesson. Einnig skemmti hann með gamanvísum, með undirleik Klahn. Ennfremur voru nokkur lög leikin. Að sjálfsögðu komust þátttakend- urnir ekki allir fyrir í reyksaln- um og voru þeir um alit skip- ið, en margir hátalarar fluttu þeim skemmtiatriðin. Stóð þessi skemmtun fram undir miðnætti, en þátttakendur skemmtu einnig með fjölda- söng og margs konar gleðskap. Úr þessu fóru menn smám saman að g'anga til náða. Um nóttina var þoka og sáum við því lítið til lands, sem vorum á fótum, en þrátt fyrir það, var haldið rakleitt inn ísafjarðar- djúp, eins og ákveðið hafði verið og er inn í Djúpið kom, birti upp — og að lokum var komið sólskin. Skipinu var snú- ið við nokkuð fyrir innan Æð- ey og haldið þaðan til ísafjarð arkaupstaðar og komið þangað klukkan rúmlega 10. Var þessi sigling inn Djúpið öllum til mikillar ánægju. Þegar við komum til ísa- fjarðar, voru fánar á öllum stöngum og fjöldi fólks var á bryggjunni, en þar voru templ- arar fjölmennastir. Grímur Kristgeisson, bæjarfulltrúi bauð gestina velkomna og var svo haldið til kirkju. Þar ávarpaði sóknarpresturinn gestina. Um klukkan 2 var haldið í skrúðgöngu gesta og heima- manna með Lúðrasveitina í far- arbroddi og undir fánum til úti- samkomustaðar ísfirðinga, — Stórurðar. Þar fóru aðalhátíða- höldin. fram og var þar saman kominn einn mesti mannfjöldi, sem sést hefur á einum stað á ísafirði. Grímur Kristgeirsson setti samkomuna. Aðalræðuna af hálfu Reykvíkinga flutti Kristinn Stefánsson stórtempl- ar. Þá talaði Arngrímur Fr. Bjarnason. Auk þeirra töluðu Hjörtur Hjartarson og Halldór Kristjánsson bóndi að Kirkju- bóli. Ennfremur lék Lúðrasveit og Sunnukórinn söng undir stj. Jónasar Tómassonar. Að lokum ávarpaði Þorsteinn J. Sigurðs- son, þingtemplar Reykjavíkur, ísfirðinga, með ræðu. Wrk. á 7. «f§u. ALÞTÐUBLAÐiÐ För forseta Islands um Horður- land ofl Yesturland lokðð. Var í Stykkishólmi í gær. Kemur hingaö í dag FORSETI ÍSLANDS lýkur för sinni um Norður- og Vest- urland í dag og mun hann koma hingað til höfuð- staðarins upp úr hádeginu. í nótt, sem leið dvaldi hann í Stykkishólmi, en þangað kom hann í gær og yfirgaf skip sitt. Hingað mun hann koma í bifreið sinni. Veð-ur var mjög slæmt í Stykkishólmi i gær og gátu há- tíðahöld ekki orðið eins og ráð hafði verið fyrir gert. Hefir öll för forseta ver- ið hin glæsilegasta og honum fagnað afburðavel alls staðar þar sem hann hefir komið. Forseti tók við varðskipinu Ægi á Akureyri á laugardag. Flaug Pálmi Loftsson forstjóri skipaútgerðarinn ríkisins norð- ur til þess að afhenda honum skipið. Er forseti gekk á hafnarbakk ann kom Pálmi Loftsson á móti honum og ávarpaði hann og til- kynnti honum að honum væri hérmeð afhent skipið til um- ráða i ferðalagi hans. Var for- setafáninn því næst dreginn að hún á skipinu, en skipstjóri og skipshöfn fagnaði forseta með húrrahrópum. SIGLUFJÖRÐUR Forseti íslands kom til Siglu- fjarðar á laugardag klukkan fjögur. Er skipið lagðist að bryggju, söng karlakórinn Vís- ir, undir stjórn Þormóðs Eyólfs sonar. Er forseti steig á Íand, gekk Guðmundur Hannesson bæjarfógeti fram og heilsaði honum og bauð hann velkom- inn til Siglufjarðar með ræðu. Mannfjöldi var samankominn ú bryggjunni og fánar dregnir að hún um allan bæinn. Einnig á skipum, er voru í höfn, voru fánar við hún. Á mótum Hafnarbryggju og Siglufjarðareyrar hafði verið reist hlið vafið voðum í fánalit um, en yfir lokað. með feldi í fánalitum, er á var letrað: „Vel kominn forseti íslands,“ en þar yfir var héraðsmerki Siglufjarð ar vafið lyngi, en merkið eru þrjár síldar í hvítum skildi. Að ávarpi bæjarfógeta loknu ávarpaði forseti mannf jöldann nokkrum orðum og gat þess m. a., að Siglufjörður væri k"--- landsins um sumarmánuðina, vegna hins mikla atvinnurekstr ar og framleiðslu, er þar væri. Forseti hélt nú í fylgd bæjar fógeta upp bryggjuna og he'ils- aði bæjarstjórn og bæjarstjóra, en að því loknu var haídið heim til bæjarfógeta, og fylgdi mann fjöldi forseta þangað. Er þar hafði verið dvalið um stund ók forseti í fylgd bæjar- fógeta og bæjarstjórnar upp í Siglufjarðarskarð. Var dvalizt þar um stund og notið útsýnis- ins, er var mjög fagurt. Sáust Strandafjöll og austur til Gríms eyjar. Frá skarðinu var ekið að Síld arverksmiðjum ríkisins en þar voru fyrir stjórn og fram- kvæmdastjóri verksmiðjanna og tóku á móti forseta, en for- maður verksmiðjustjórnar, Sveinn Benediktsson, skýrði frá tildrögum að stofnun og rekstri verksmiðjanna til þessa dags. Að því 'búnu skoðaði forseti verksmiðjurnar. Kl. 7,15 var forseti í kvöld- verðarboði bæjarstjórnar Siglu fjarðar ásamt bæjarfulltrúum, embættismönnum ríkis og bæj- ar og forráðamönnum ríkis- stofnana. Var þetta í húsakynn um formanns bæjarstjórnar. Um kl. 20.30 safnaðist mann- fjöldi saman fyrir framan hús formanns bæjarstjórnar og hlýddí á ávarp bæjarstjóra, Ole Hertervigs, er hann flutti af svölum hússins og hyllti mann- fjöldinn forseta með ferföldu fagnaðarhrópi. Forseti þakkaði og flutti Siglfirðingum og Siglufirði árn aðaróskir um alla framtíð. Kvað harM þjónustu hvers ein- staklings við þjóðarlmA1 vera grundvöllinn jyrir sjálf- stæðinii og bað þess landi og þjóð til heilla, að ekki yrði fram ar erlendur þjóðhöfðingi á ís- landi og íslendingar mættu b gæfu til þess, hver og einn, að hlvða kalli hn Q'P'i I .r, n V ^XjXVT þjóðarlieildina. Bað hann síðan mannfjöld- ann að taka undir þessa ósk sína með ferföldu húrrahrópi, og var það gert. Er forseti hafði lokið máli sínu færði lítil stúlka klædd ís- lenzkum búningi, honum fagr- an blómvönd. Þá söng karlakór inn Vísir nokkur lög, undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar, formanns bæjarstjórnar. Er forseti gekk úr kvöldverð- arboði bæjarstjórnar, hélt hann til kirkju og skoðaði hana. Enn fremur skoðaði hann Gesta- og sómannaheimili Siglufjarðar, og áður en hann sté á skipsfjöl ók hann til sjúkrahúss staðar- ins og fylgdu honum bæjarfó- geti, sjúkrahússlæknir og sókn- arprestur. Skoðaði forseti sjúkrastofur allar og heilsaði sjúklingum. Að því búnu gekk forseti að prestssetrinu á Hvanneyri og skoðaði bæinn og umhverfi hans af Hvanneyrartúninu. Kl. 22 sté forseti á skipsfjöl og hyllti mikill mannfjöldi hann í kveðjuskyni og söng, er skip forseta lagði frá, „Ó, fögur er vor íósturjörð.“ HÓLMAVÍK Til Hólmavíkur kom forseti á sunnudag. Sýslumaður Stranda manna Jóhann Salberg tók á móti honum á bryggjunni, á- samt sýslunefndarmönnum. en skátar stóðu heiðursvörð. For- seti hélt til bústaðar sýslu- manns og bauð sýslumaður hann þar velkominn í viðurvist þorpsbúa, en forseti þakkaði. Að því loknu sat forseti boð sýslumanns og sýslunefndar og flutti séra Jón Guðnason ræðu. Að boðinu loknu gekk forseti um þorpið en hélt síðan til skips. Sýslumaður flutti hon ur þar kveðjuorð en mannfjöld inn kvaddi forseta með húrra- hrópum. ÍSAFJÖRÐUR Forsetinn kom svo til ísa- fjarðar, höfuðstaðar Vestur- lands á mánudag. Var bærinn fánum skrýcjdur og fólk í hátíð arskapi. Við skipshlið mætti bæjar- stjórn ísafjarðar og sýslunefnd ir Vesur- og Norður-Isafjarðar sýslna í broddi fylkingar mikils mannfjölda og var forseta vel fagnað. Skátar heiðruðu forseta Fhh. á 7. sfBft. Forselinn fer um Suðurland og Vesl- mannaeyjar. ERT hefur verið ráð fyrir því, að forseti ís- lands dvelji hér í Reykjavík í nokkra daga, en hef ji síðan för sína um Suðurland og síðan til Vestmannaeyja. — Enn mun hins vegar óráð- ið, hvenær hann fer í lieim- sókn til Austurlands. Þjóðhátfðin í Veslm. eyjum. Tvö ný íslandsmet í stangarstökkL JÓÐHÁTÍÐ Vestmanna- fór fram í Herjólfsdal um síðustu helgi. Sótti hana mikill fjöldi manna, bæði úr Vestm.- eyjum og úr landi. Á hátíðinni fóru fram ræð-. ur, söngur, hljómleikar og í- þróttir. Þau tíðindi gerðust á þjóðhátíðinni, að 2 ungir Vest- mannaeyingar settu 2 ný met: Guðjón Magnússon úr íþrótta- félaginu Tý setti nýtt ísl. met í stangarstökki. Stökk hann 3.55 metra, gamla metið er 3.53 metrar, og var það eftir hann sjálfan. Torfi Brimgeirsson úr íþróttafélaginu Þór, setti nýtt drengjamet í stangarstökki. — Stökk hann 3.33 metra. Gamla metið var 3.23 metrar. Einar Jónsson mynd- höggvari færir sjóðf Hákonar konungs myndarlega gjöf. |7 INAR JÓNSSON mynd- höggvari hefur ánafnað „Kong Haakons Fond“ laun þau, sem hann átti að fá fyrir að gera líkan af Ingólfsstytt- unni, en Norðmenn og Noregs- vinir á íslandi færðu Hákoni konungi líkanið að gjöf á 75 ára afmæli hans. Frá þessu er skýrt í „Norsk Tidend“ í London, skv. fregn frá norska sendiráðinu hér í Reykjavík. Fámennt í Reykjavík nú um heigina. Gífurlegur mann- fjöidi fér úr bæn- um. LDREI í sumar munu Reykvíkingar hafa ferðast eins mikið um eina helgi og um síðustu helgi. í borginni var mjög fátt manna og næstum ógerningur að fá bifreið í akstur innanbæj- ar. Mikill mannfjöldi mun hafa farið til Þingvalla, en einnig munu margir hafa farið austur. um sveitir og upp í Borgarfjörð. Gunnar Ásgeirsson verkamaður í Hafnarfirði varð fertugur í fyrradag (7. ágúst).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.