Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. ágúsí 1944 ALÞYÐU3LAÐÍÐ Sjómaður skrifar um orku útvarpsstöðvarinnar — Út- varpsstjóri svarar nolckrum spurningum — Eyrbekking- ur skrifar um Ijótan leik í flugvélum. — Og verkamað- ur birtir þakkarávarp. SJÓMAÐUR“ skrifar mér eft irfarandi bréf fyrir nokku: „Viff, sem siglum, viljum mjög gjarna geta hlustaff á íslenzka út- varpiff og oft fer mikill tími í þaff fyrir okkur aff reyna þaff. En þetta er bókstaflega ekki hægt þegar nokkuff dregur frá landinu. Þaff er til dæmis rétt svo aff hægt sé aff heyra í stöffinni þegar við erum "komnir fram hjá Færeyjum og þó alls ekki allt af. Viff reyndum mik 3ff aff hlusta 17. júns, en þá vorum viff skammt frá Skotlandsströnd- um en það var gersamlega ómögu- legt. Síffar fréttum viff aff útvarpaff hefffi veriff á stuttbylgjum en um paff vissum viff ekkert og skil ég ekki í aff það hafi veriff tilkynnt «ins og vera bar.“ ,ÉG SKIL'EKKI hvernig á þessu stendur. Útvarpsstöðin okkar var í gamla daga, eftir því sem mig minnir 16 Kw. Síðan var hún stækkuð upp í 100 Kw og eftir mínu viti á að heyrast í 100 Kw stöð næstum um allt meginland ‘Evrópu og jafnvel lengra. Það get ur varla verið að stöðin hér út- varpi á fullri orku. Mér og fjölda mörgum öðrum sjómönnum ■ þætti vænt um ef þú vildir upplýsa þetta -dularfulla mál. Okkur þykir afar slæmf að geta ekki hlustað á stöð ina, þegar við förum að fjarlægj- ‘ast landið okkar.“ ÉG SPURÐI Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra að þessu í gær. Hann sagði mér, að það væri alveg rétt, að stiöðin væri 100 !KW., en síðah hernámið varð hefur ekki verið útvarpað nema á 16 KW. orku. Með henni heyrist ekki nema svo sem í tveggja dagleiða fjarlægð frá landinu. Þetta er þannig vegna hernaðarástandsins og er þetta hagalegt fyrir okkur. Nú munu hins vegar vera í þann veginn að hefjast samningar við hernaðar- yfirvöldin um það að við getum aftur farið að útvarpa á fullri orku. Og þá munu íslenzkir sjó- menn geta hlustað á íslenzka út- varpið þó að þeir séru staddir í erlendum höfnum. EYRBEKKINGUR skrifar mér og segir: „Hér finnst sjálfsagt að þú hugsir svolítið um okkur sem ntan Reykjavíkur búum, og við hérna þurfum að kvarta yfir dá- litlu við þig, sem veldur okkur gremju og leiðindum. Við höfum átt því að venjast um alllangt skeið, áð ungir flugvélaglannar leiki sér hérna yfir þorpinu í silfurfuglum sínum og eru þeir svo nærgöngul- ir að þeir strjúkast við húsaþök- in eða yfir höfðum okkar, þar sem við erum að vinna í görðum og á túnum. Hér er bersýnilega um al- geran leik að ræða hjá hinum ungu flugmönnum en enga nauð- syn og .skiljum við ekki í öðru en að herstjórnin myndi banna þetta ef liún vissi um þetta gráa gam- an flugmannanna.“ „BÖRN eru dauðskelkuð við þetta og flýja grátandi í allar átt- ir, þegar’flugvélarnar þjóta skammt frá þeim með. ægilegum dyn og gamalmenni og sjúkt fólk nær sér ekki eftir hræðsluna fyrr en löngu seinna. — Við hér væntum þess að þú minnist á þetta fyrir okkur svo að þessum leik verði hætt.“ Ég MAN ÞAÐ að fyrsta hernáms árið léku flugmenn þennan leik hér í Reykjavík, en undir eins og und- an því var kvartað var hann bann- aður. Þetta er glannaskapur og hreint ekkert annað hjá hinum ungu flugmönnum. Bilanir eru ekki lengi að koma fyrir og þær gera ekki boð á undan sér. Ef þessu heldur áfram ættu Eyrbekk- ingar að biðja sýslumann sinn að ganga í málið. Ég veit, að það þarf ekki nema eitt orð til þess að her- stjórnin banni þennan ónauðsyn- lega leik. VERKAMAÐUR, sem í fyrsta sinn fer í sumarleyfi eftir orlofs- lögunum skrifaði mér í gær nokk- urs konar þakkarávarp fyrir mót- tökurnar og viðurgerninginn sem hann fékk er hann dvaldi í gisti- húsinu að Kirkjubæjarklaustri. Segir hann að þar sé ríkjandi hin gamla og góða íslenzka gestrisni, þar sé ekki tekið á móti fólki eins og ókunnum gestum, heldur eins og gömlum góðkunningj um og sé bókstaflega allt gert, sem unnt er fyrir gestina. — Mér finnst sjálf- sagt að birta þetta þakkarávarp verkamannsins. Iíannes á horninu. 4 Fyrir nokkru síðan kom dularfull sprengja niður í Suður- Svíþjóð. Er helzt haldið, að hún- sé ein af þeim rakettu- sprengjum, sem Þjóðverjar hafa undanfarna mánuði verið að reyna í Peenemúnde við Eystrasalt. Sprengja þessi sést hér v á myndinni. i. Þýzkir hershöfðingjar. Þessi mynd er af þýzkum hershöfðingjum við iðju þeirra að baki víglínunni: Með kortið fyrir framan sig, eins og taflborð, taka þeir ákvörðun um hvað gera skuli. Um líf hermannanna er ekki mikið hugsað. Þeir eru bara peð í tafli stríðsins. RUSSLAND hefir fyrr og síðar lagt þýz'ka hernum til flesta fpringja og óbreyíta liðsmenn. Junkararnir hafa alla jafna ráðið lögum og lofum í Prússlandi, enda er það sá hluti Þýzkalands, þar sem hagur al- mennings er bágbomastur. Þar eru fá iðnver, og flestir íbúanna lifa af því að yrkja jörðina. Landið vah nefnt Prússland eftir að Hohenzollarnir frá Brandenburg hlutu þar yfirráð, er þeir höfðu sigrazt á prúss- nesku Júnkurunum árið 1701. Friðrik mikli .veitti Júnkurun- um einkarétt á því að kaupa landaeignir gegn því að þeir veittu honum fulltingi sitt sem hermenn. Hinir prússnesku landeigend ur voru einmitt menn Friðriki að skapi. I|eir höfðu vanizt því að ráða sér sjálfir og voru hrjúfir og harðlyndir og mun fúsari til þess að berjast en fást við jarðyrkju. Friðrik mikli taldi s.ig það miklu skipta að láta áhrifa hins prússneska anda gæta meðal hermanna sinna, og þess vegna veitti hann Júnkurunum sér- réttindi til þess að tryggja full- tingi iþeirra. Qg JúiVkararnir brugðust heldur ekki trausti hans. Ef til vill gætir áhrifa hinna prússnesku Júnkara nú orðið ekki eins mikið í herforingja- ráðinu þýzka og fyrrum var. En hins vegar ráða þeir enn lögum og lofum meðal manna þeirra, sem stjórna hinum stríðandi hersveitum. Og prússnesku Júnkararnir telja sig fyrst og fremst bera ábyrgð gagnvart heiðri sínum og sæmd, enda þótt þeir hafi svarið Adolf Hitler hollustueið. * HERIR höfðu borizt á bana- spjót langa ihríð áður en að því kom, að hernaður væri rekinn með svo markvissum og skipulögðum hætti og nú er raun á og atvinnubermenn tækju að skipa herforingjaráð. Herforingjarnir höfðu það fyrir sið að fara þangað, sem útsýni var bezt, hyggja að því hvernig landið lá, líta á kortí sín og hlusta á njósnara sína áður en þeir létu menrt sína geysast fram til orrustu. Þeir gerðu sér vart grein fyrir því, hvers vegna þeir töpuðu og hvers vegna þeir sigruðu. Þa"ð l KEIN þessi er þýdd úr News Review og fjallar um sögu herforingjaráðsins þýzka og menn þá, sem liafa átt mestan þátt að skapa það á liðnum árum. Lýsir grein- arhöfundur því, að prúss- nesku Júnlcararnir og sam- herjar þeirra úr herforingja- ráðinu séu mennirnir á bak við Hitler. ver erfiðleikum háð að koma fyrirskipunum áleiðis, og her- mennirnir gerðu iðulega aðeins til hálfs það, sem þeim var falið að gera. Fyrsta herforingjaráðið, sem sögur fara af tók til starfa á vegum hersveita Lúðviks fimmtánda árið 1766. Napóleon skipti her sínum í herfylki og nefndi sjálfan sig yfirhershöfð- ingja. En það voru Prússarnir, sem raunverulega sköpuðu her- foringjaráð nútímans. Gerhard Johann David von Soharnhorst, forstjóri prúss- neska herskólans í Hannover, stofnaði þýzka hernaðarháskól- ann árið 1810 og foringjaskóla í Berlín, Könisberg og Breslau. Hann og Neidhardt von Gneisenaú s.tofnuðu svo herfor- ingjaráðið þýzka, þrátt fyrir andstöðu konungsins og ýmissa prússneskra Júnkara. Forstöðumaður fyrsta hernað arháskólans var Prússinn Karl von Clausewitz,' hershöfðingi, sem hefir sennilega verið sá herforingi heimsins, er gæddur hefir verið mestum skipulags- hæfileikum. Þýzkir herforingj- ar lesa rit hans af kostgæfni enn þann dag í dag. Þýzku herforingjarnir ræða mjög kenningar Clausewitz. Það er augljóst, að hann hafði breytt að ýmsu leyti um skoð- anir undir andlát sitt, en hann lézt árið 1831. Iiann var höf- undur kenningarinnar um „algert stríð“. Það var þó ekki fyrr en eítir 1864, sem herforingjaráðin tóku að haga störfum sínum á líkan hátt og nú tíðkast. Þegar Ottó Bismarck átti í ófriði sínum við Dani, ræddi foringi herforingja ráðsins, Helmuth von Molthe við Vilhjálm fyrsta og lýsti því fyr- ir honum, að járnbrautirnar og ritsíminn hefðu gerbreytt hern- aðinum. Eftir þetta gerðu herforingj- ar þeir, sem stjórnuðu stríðandi hersveitum, ekkert að því að skipuleggja hernaðaraðgerðir framar. Þeir fengu fyrirskipan- ir sínar frá herforingjaráðinu og höguðu hernaðinum sam- kvæmt þeim. Þetta þótti gefast vel. í styrjöldunum við Aust- urríki árið 1866 og Frakkland árið 1870 og í heimsstyrjöldinni árið 1014, varð þýzka herfor- ingjaráðið alls ráðandi um hern aðarrekstuyinn. í heimsstyrjöldinni fyrri var sömu sögu að segja og alla- jafna hafði tíðkazt á ófriðar- tímum. Konungar og aðrir þjóð höfðingjar voru látnir koma fram opinberlega, en raunveru- lega voru það hershöfðingjarn- ir, sem öllu réðu. * ]K JÓÐVERJAR hafa um átta- tíu ára skeið 'haft þann sið, að. hverjum her þeirra stjórna raunverulega tveir menn. Ann- ar þeirra er hershöfðingi en hinn formaður foringjaráðs hersins. Þessir menn hafa með sér nána samvinnu, svo og und- irmenn þeirra. En herforingja- ráðið er svo að sjálfsögðu sá aðili, sem lætur formanni sér- hvers foringjaráðs í té upplýs- ingar og skipanir, sem honum ber að starfa samkvæmt. Meðlimir foringjaráðanna eru hver öðrum líkir. Þeir hugsa eins, tala eins, starfa eins og þekkja hvern annan. Þeir eiga sér sameiginleg leynd armál, sem engum öðrum er um kunnugt, Herforingjaráðið þýzka hefir verið til sem skipulagður félags skapur um hundrað og þrjátíu ára skeið, og raunverulega ver- ið alls ráðandi um hernaðar- rekstur Þjóðverja um áttatíu ára skeið. Það er því sízt að undra, þótt það megi sín meira en Hitler. Komi til þess, að Þjóðverjar efni til þriðju heimsstyrjaldar- innar, mun Hitler hvergi koma þar við sögu. Hins vegar mun herforingjaráðið þýzka verða þar forustuaðili eins og verið hefir allajafna eftir að það tók að láta áhrifa sinna gæta. Það Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.