Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 6
Japanir í her Hitiers. Á meðal þeirra fanga, sem innrásarher bandamanna tók á vígstöðvunum í Normandie fyrstu vikurnar, voru þessir tveir ungu Japanir. Það virðist vera fariö að blandast eitthvað blóðið í hinum hreinrsektaða aríaher Hitlers. Herforingiaraðið þfzka FVh. af 5. síðu minnir á illgresi, sem ekki er hægt að uppræta. Þegar tveir herforingjar hittast, setjast að sumbli og taka að ræða um hernað, er þar fyrir hendi vísir að (herforingjaráði. Og Iþannig lagt á ráðin ujn nýjar styrjald- geta herforingjar Þýzkalands ir, án 'þess að nofokurn gruni. Nær helmingur þýzka herfor- ingjaráðsins er enn í dag skip- aður Prússum. Margiréeru með- limir þess af tignum ættum, og hinn prússneski andi hefir látið áhcrifa sinna gæta á þá allá. Þeir fyrirlíta hina óbreyttu borgara. Þeir lifa og deyja fyrir hernað, og þeir kunna vissulega að taka dauða sínum. Þeir eru harðleg- ir menn og þungir undir brún, sem leggja sig alla fram um það að ná þeim markmiðum, sem þeir hafa isett sér. Það er mun örðugra én marg- ur hyggur að losa mannkynið við herformgjaráðið þýzka. Eins og alkunna er, var það skilyrði sett í friðarsamningnum, sem gerður var í Versölum, að þýzka herforingjaráðið skyldi lagt nið- ur. En þrátt íyrir það störfuðu raunverulega tuttugu þúsundir þýzkra herforingja og atvinnu- hermanna á vegum þýzka hers ins. Þjóðverjar komu sér upp æfingarstöðvum víða um lönd, meðal annars æfðu þeir skrið- dreka- og stórskotaliðssveitir austur á Bússlandi, auk þess sem þeir ráku þar flugskóla. Það var látið í veðri vaka, að her- foringjarnir væru í veiðiferðum á þessum stöðvum, en rannvorú lega voru þeir að leggja drög að því að endursmíða hina þýzku striðsvél. Þegar Þjóðverjar hófu-st handa um það að leggja undir sig 'Evrópu árið 1936, hcfðu þeir átta milljónum herman"> á að skipa. En hjarta cg heil'i, augu og eyru þýzka rsrsins voru þrjár þúsundir þaulæfðra herforingja. Þar var herforingja ráðið þýzka að verki. Því er ekki að neita, að marg ir hinna þýzku herforingja hafa elt grátt silfur við Hitler. Von Braudhitsh, von 'Manstein, von Rundstedt og Halder hafa allír fallið í ónáð hjá Hitler. Framkoma þeirra og starfsað- ferðir eru gerólíkar þeirri frarn komu og þeim starfsaðferðum, sem Hitler temur sér. En eigi að síður eiga herforingjarnir þýzku og Hitler sameiginlegt takmark: strið og sigur. Og þó að breytt sé um yfir- stjórn herforingjaráðsins, skyldu menn ekki láta það villa sér sýn. Oft og tíðum er þar aðeins um verkaskiptingu að ræða og viðleitni til þess að treysta aðstöðu stéttarinnar sean mest og bezt. Hér er sem sé um menn að ræða, sem reka styrjaldir eins og væru þær at- vinna þeirra. Hitler léí prússnesku Júnk- urunum- allt það í té, sem þeir kröfðust, til þess að tryggja sér fulltingi þeirra. Hann losaði þá við Ernst Röhm, sem vildi stpfna herforingjaráð, er hann drottnaði sjáfur yfir, fól herfor ingjaráðinu raunverulega yfir- stjórn hergagnaiðnaðarins þýzka og sá þeim fyrir marg- þættum njósnum í flestum lönd urn heims. En eína ósk herforingjaráðsins uppfyllti Hitler ekki: Hann hélt ekki friðinn við Bretland. Enn á Þýzkaland á pð skipa herforingjum slíkum sem Fritz Erich von Manstein, Walther von Brauchitsch, Nikolaus von Falkenhorst, Franz Halder og Kurt von Zeitzler. Allt eru þetta miklir áhrifamenn þýzita herforingjaráðsins. Þetta eru mennirnir á bak við Hitler, sem stjórna hinni þýzku striðsvél. áEK við þaS sama í ipáellarmi. ERKFALL iðnaðarverka- í ilks hér í Reykjavík stendur enn við það sama. Sáttasemjari ríkisins hefur ekki rætt við deiluaðila, stjórn- ir Iðju og Félags ísl. iðnrekenda síðustu daga, en gert mun vera ráð fyrir að viðræður fari fram innan skamms. alþyðubl^^:ð Miðvikuðagur 9. ágúst 1944 VaEtýr 6 &i$fésssosí: afmaonsmál Suðurnesja IKEFLAVÍK hefur um langt skeið verið mikill á- h.ugi ríkjandi fyrir því, að raf- orka yrði leidd þangað frá Sogsvirkjuninni. Keflavíkur- hreppur er búinn að reka olíu- stöð síðan 1933, sem nú hefur yfir að ráða um 150 hestöflum. Fyrstu árin voru hestöflin tölu- vert færri, en smátt og smátt hefur vei’ið aukið við þau. All- an þennan tíma hefur vélaafl rafstöðvarinnar verið of lítið og ófulinægjandi fyrir þorps- búa, og hefur það haft eigi lítil áhrif til hins verra á æskilegar framfarir í iðnaði hér, og aðrar nauðsynlegar verklegar og menningarlegar umbætur. En Keflvíkingar hafa tekið þessum rafmagnsskorti með skynsamlegri stillingu, og beð- ið eftir að hin mikla aflstöð við Sog veitti þeim, þegar færi gæfist, nauðsynlega raf- orku. í lögum um Sogsvirkjun, sém samþykkt voru á alþingi 1933, voru ákvæði um það, að nærsveitir Reykjavíkur, og sveitirnar og þorpin austan fjalls skyldu verða virkjunar- innar aðnjótandi auk Reykja- víkur. Reykjanesskaginn hefur því strax frá upphafi verið með í áætluninni um dreifingu rafmagns frá Sogi. Á haustþing inu s.l. vetur kom þessi tilætl- un líka greinilega fram. Það var von margra manna hér syðra, þegar Sogsvirkjunin var gerð 1937, að Suðurnesja- búar fengju línuna byggða nú þegar, en úr því varð ekki, -—- þrátt fyrir það, þótt margir. ætl- uðu þá, að virkjunin hefði yfir að ráða meira afli en Reykvík- irigar þyrftu að nota. Að sú von rættist ekki, mun mega kenna því, að forráðamenn hreppsfélaganna hér syðra hafi hugsað sér að bíða eftir ódýrari og að öðru leyti heppilegri tím um en þá voru, til að byggja þessa línu. Nú er vonin um Sogsrafmagn til Suðurnesja loks að rætast. Alþingi og ríkisstjórn hafa þeg- ar gert þær ráðstafailjr í þessu sambandi, sem nauðsynlegar eru til þess að málið nái fram að gariga alveg á næstunni. Hefur það og mætt mjög góð- um skilningi allra aðila, sem tillögurétt og ákvörðunarrétt hafa um málið, óg að verulegu leyti notið stuðnings þeirra. í Alþýðublaðinu 5. þ. m. er grein eftir Ólaf við Faxafen, um hinar væntanlegu fram- kvæmdir á sviði rafmagnsmáls- ins fyrir Suðurnes. Er þar lát- ið í veðri vaka, að ríkisstjórn og Reykjavíkurbær sýni okkur hér syðra helzt til milcla rausn með því að veita okkur aðgang að orkuverinu við Sog, sem er eins og áður er sagt, fram- kvæmd á áður gerðri áætlun. Lýsir greinarhöf. ástandinu út aí rafmagnsskortinum í Rvík sl. votur, og því tjóni( sem ein- stakiingar og stofnanir hafi orðið fyrir af völdum of lítill- ar orku. S'kal ekki dregið í efa, að það tjón sé mikið. Hins veg- ar eiga Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn enga sök á því. Að áliti færustu rafmagns- verkfræðinga mun Sogsvirkjun- in hafa verið byggð það stór í upphafi, að eðlilegar líkur væru fyrir, að nægja mundi nokkurn tíma. Hin áætlaða i notkun mun þó strax hafa far- ið fram úr áætlun. Sl. vetur var bætt við í Sogsstöðina 8 þús. kw. vélasamstæðu, og virðist'- leyfilegt að álykta, út frá sæmilega eðlilegri og hóf- legri notkun, að sú.viðbót bæti stórum um, og nægi unz fram- kvæmdar verða fleiri viðbótar- áætlanir rafmagnsverkfræðing- anna. Sá aðili, nefnilega Reykvík- ingar, sem Ólafur við Faxafen ber fyrir brjósti, hefur ómót- mælanlega nú um 7—8 ára bil haft aðgang að miklu meiri raf orku heldur en velflestir aðrir landsmenn. Þeir hafa að vísu líka ómótmælanlega notað þessa orku svo, að ekki var um leifar að ræða, hvað sem verð- ur, þegar nýja samstæðan L Sogi er komin í notkun. Við Keflvíkingar höfum 150 hest- afla orkuver. Við kaupum kwst. á eina krónu og fimmtíu aura. Það er hátt verð, og höfum við orðið að gæta hófst um notkun- ina, — slökkva, þegar orðið er sæmilega bjart á morgnana og kveikja, þegar dimmir á kvöld- in, og er það að vísu ekki nema sjálfsögð ráðstöfun. Þegar á allt þetta er litið, sýnist ekki skynsamleg ástæða eða eðlileg til að óttast, að um orkuþurrð verði að ræða í Reykjavík, ef hófs er gætt, og 8 þús. kw. samstæðan reynist vel. Það, sem Keflvíkingar og Njarð víkingar fá af raforkunni, er ekki nema lítilræði saman bor- ið við þá orku ,sem Reykvíking ar hafa notað og koma til með að nota, og getur ekki haft jafn uggvænlegar afleiðingar og Ólafur við Faxafen væntir. Ef þess ennfremur er gætt, að hitaveitan i Reykjavík hlýtur að draga stórlega úr notkun rafmágns til hitunar, sem óefað hefur verið mjög mikil eftir að kolaverð hækkaði, þá styður það líka þá skoðun, að slík vandræði sem í vetur áttu sér stað, endurtaki sig ekki. En sýni það sig, að um ófull- nægjándi orku verði að ræða, þá verður að fara aðrar leiðir til að kippa því í lag, heldur en að sleppa úr áður gerðri áætl- un um dreifingu Sogsrafmagns og útiloka Keflavíkurlínuna, sem í raun réttri hefði átt að vera komin upp fyrir sex árum. Ólafur við Faxafen segir, að sér þyki vænna um Reykvíkinga en okkur hér syðra. Okkur þykir jafnvænt um Reykvík- inga og okkur, og kjósum ekki að ganga á hlut þeirra, en við viljum ekki vera settir skör lægra en þeir um réttindi til að njóta þess afls, sem býr í ís- lenzkum fossum. — Hér við Reykjanesskaga eru einhver beztu íiskimið við ísland, ver- stöðvarnar þar draga í þjóðar- búið úr djúpi hafsins tugmillj. króna viröi. Ódýr og góð raf- orka til slíkra staða er því sú krafa, sem allra sízt er hægt að draga úr, að öðru jöfnu. Ólafur við Faxafen bendir á í grein sinni, að líklega mundi hyggilegra að veita okkur að- stoð til að byggja olíurafstöð en að veita Sogsrafmagni hingað suður. Það kynni ef til vill að vera eitthvað ofurlítið betra fyrir einstaka ReykvíJiing í bili, og er það þó alls ekki víst. | En hann hlýtur að minnast | þess, að nú er svo komið raf- magnsmálum, að þegar ráðgerð- ar eru rafmagnsvirkjanir á ís- landi, er það hið ódýra íslenzka fossaafl, sem verður fyrir val- inu, sem orkugjafi. Olíuknúið orkuver var gömul nauðsyn, en ill. Ef Suðurnesjabúar ættu í ná- grenni sínu eitthvert fallvatn, hæft til virkjunar, mundu þeir óefað hafa verið fúsir til þess að eiga hlut að virkjun þar, og láta þar með niður falla kröfu um notkun afls austan frá Þing vallavatni. En því er ekki að heilsa. Einasta vatnið, sem nokkuð kveður að á Reykjanes- skaga, er Kleifarvatn, og enda þótt það sé kynlegrar náttúru, mun það eins og stendur, ekki talið heppilegt til virkjunár. Keflavík, 7. ágúst 1944. Valtýr Guðjónsson. Frh af 4. siðu. svæðið, gætu húsmæðurnar í Reykjavík, hvort lieldur að kveldi eða morgni dags, fengið ’ ferskan, frosinn og góðan fisk: til neyzlu sér og sinum, rétt eins og húsmæður hér austur í Skaftafellssýslu. Kirkj ubæjarklaustri (Prestssetrinu) 2. ágúst 1944. Arnqrivx7.iv K'-:"+Aánsson. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4. síðu. Þessi fáu dæmi sýna glöggt, að „ástandsmeyjarnar“ hafa nú ó- frægt staðinn svo, að hermennirn ir virðast ætla,' að ungar stúlkur komi ekki til Þingvallar í öðrum tilgangi en þeim, að leita lags við þá. Er því í raun réttri þannig far- ið, að íslenzkat stúlkur mæli sér mót við hermenn á Þingvelli og geri með því þennan helgasta reit þjóðarinnar að griðastað ástands- ins? Sé svo, er sárt til þess að vita, að til skuli vera íslenzkar stúlkur svo gersneyddar allri þjóðernis- tilfinningu.“ Þetta er ófögur lýsing — en hún er því miður sönn. Consfance Talmadge Constance Talmadge var á tímum hinna þöglu kvik- mynda ein af frægustu stjörnunum í Ameríku; en langt er síðan hún hætti að leika. Nú er hún í þjónustu rauða torossins. * Happdrætti Háskóla íslands. Á morgun kl. 1 verður dregið í 6. flokki haþpdrættisins. Athygli skal vakin á því, að engir miðar verða afgreiddir á morgun, og eru því allra síðustu forvöð að kaupa miða og endurnýja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.