Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 4
4 fei-PYÐUBLADiO Miðvikiadagur 9. ágúst 1944 I Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: A og 4902. Símar afv-_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Ófrenidin á Þingvelli. SÍÐAN Alþýðublaðið vakti máls á ófremd þeirri, er viðgengst á Þingvelli, hefur það mál vferið mikið rætt. Morgun- blaðið hefur ritað um það tveim sinnum og auk þess birt lýsingu þriggja ungra stúlkna á lífern- inu á Þingvelli, eins og það kom þeim fyrir sjónir. Meðal almennings vekur það í senn undrun og gremju, að látin skuli viðgangast slík vanvirða á helgistað þjóðarinnar og hér um ræðir. * Af frásögn hinna þriggja ungu stúlkna í Morgunblaðinu, sem tvímælalaust er sannleik- ánum samkvæim, kemur það i ljós, að í augum þeirra útlend- inga, er hér dvelja, hefur Þing- völlur ákveðna sérstöðu. Þó ekíci þá, að hann sé sögufrægasti bleittur íslands og helgistaður þjóðarinnar, heldur hina, að Þingvöllur sé samastaður sið- lausra léttúðardrósa og konur komi ekki á Þingvöll í öðru augnamiði en því að leita augna blikskynna við erlenda her- menn og sjófarendur, sem hér eiga viðdvöl. Útlendingarnir virðast hafa þá reynslu, að þeim sé óhætt að koma fram við þær konur, er koma til Þingivallar án þess að vera í fylgd karlmanna, sem óvaldar götudrósir. Það orkar ekki tvímælis, að á engum stað öðrum á landinu verða heið- virðar konur fyrir jafn móðg- andi framferði af hálfu útlend- inga eins og á Þingvelli. Ástæð- urnar fyrir því eru augljósar. Útlendingarnir hafa komizt á snoðir um það, að lélegasta úr- hrak íslenzkra kvenna sækir sérstaklega á Þingvöll í því skyni að leita þar stundarásta við menn í einkennisbúning- um. Aif því draga þeir þá ályktun, að allt kvenfólk, sem á Þingvöll kemur, og ekki er í fylgd karlmanna, sé þangað komið í sömu erindagjörðum. * * * Engum dettur í hug að gera neinar kröfur til þeirra ger- spilltu kvensnipta, sem hafa gengið í augnabliksþjónustu hjá útlendingum þeim, er nú dveljast í landinu. Siðferðis- og þjóðernisvitund þeirra er ekki á því stigi, að þess sé að vænta að þær kunni skil góðs og ills. Að sjálfsögðu finnst þeim eng- in munur á því, hvort þær nota holtin umhverfis Reykjavík eða 'helgasta sögustað þjóðarinnar til þess að reka iðju sína. Þess vegna verður að gera þær kröf- ur til (hins opinibera, að það skerist hér í leikinn. Almenn- ingur í landinu vill ekki þola það til lengdar, að Þingvöllur sé sérstaklega ,,útvalinn“ sem vændiskvennamarkaður og samastaður siðlauss framferð- is. Lýð þeim, sem nú vanhelg- ar Þingvöll með framferði sþiu á að vísa þaðan brott, svo að sómasamlegt fólk geti' heim- sótt þennan stað án þess að þurfa að bera kinnroða fyrir þjóð sína. Arngrímur Kristjánsson: Fiskneyzl HÚSMÆÐRÚM í Reykjavík ber saman um, að fiskur sé á borð borinn að minnsta k'osti fjórum til fimm sinnum í viku 'hverri, í aðalmiáltíð dags- ins, allan ársins hring, en jafn- framt láta þær þess getið að það megi gott teljast, ef þær nái í góðan fisk, eins og þær kalla Iþað, einu sinni til tvisvar í viku. Setjum niú sem svo, að salt- fiskur sé lá borð borinn einn dag í viku hverri, en ferskur í þrjá daga, þá kaupa neytendur í Reykjavílk sem svarar 16 tonn af saltfiski og 48 tonn af ,því sem kallaður er ferskur eða nýr fiskur á viku, eða nánar til tek- ið 832.000 kg. af saltfiski og 2.296.000 kg. af ferskum fiski á 'ári, og eru þessir útreikn- ingar miðaðir við að til máltíð- ar hverrar séu keypt 400 gröm á d'ag. Saltfislkurinn er vel verkuð og holl neyzluvara, en öðru ■máli gegnir með hinn nýja fisk og skírskota ég í því efni til þeirra ummæla húsmæðranna sem á er minnzt í upphafi grein arinnar, en auk þess til neyt- enda í Reykjavík almennt. Ef vér nú gerum ráð fyrir að helmingur nýja fisksins sé góð og ógölluð neysluvara, og er þiá í því efni fremur hallað á neytendur en seljendur, þá er útkoman í dæmi voru sem hér segir: . .Reykvískir .neytendur .láta bjóða sér það, að slæpa í sig á hverju ári einni milljón eitt hundrað fjörutíu og átta þúsund kilógrömmum .af .skemmdum mat, sem ýmist er kallaður ferskur, nýr eða frystur (þídd- ur) fiskur. Þetta höfum vér gert, Reyk- víkingar, ár efir ár án þess að mögla, svo teljandi sé. Þetta gerisit ihér í fiskveiðitoænum, sj ómannabænum, á öld tækn- innar og framfaranna, og það, þrátt 'fyrir allt heilsuyerndar- málæði, sem haft er í frammi, nú til dags. . Vér virðumst taka þessu, imeð hinni mestu róiðemi, en segjum aðeins: Ó, jæja, ekki er harín góður, fiskurinn í dag heillin, iog svarið verður: Hvað í óskiöpunum á ég til toragðs að taka, ekki getum við haff kjöt alla daga, og ,ekki er nú svo sem gæðunum á iþví ávallt fyrir að fara. II. Fyrir röskum hálfum anánuði tók ég mér ferð á hendur aust- ur með hinni hafnlausu strönd, alla leið austur í Skaftafells- sýslu. Þar tojóst ég við að verða aðallega alinn á söltuðu sauða- kjöti og saltfiski. Einstaka sinn um bjóst ég þó við að fá nýjan sjóbirting, neðan úr ósum. — Eg tóik l'ífið með ró, í þessu til liti, og kveið engu. — En viti menn, þegar fyrsta kvöldið var steiktur tfiskur á toorðum. Ég neytti hinnar fyrstu kvöldmál- tíðar, hér austur frá með valin- kunnum presti úr höfuðstaðnum og svo góður var hinn ferski fiskur að við iheldum að það væri sjóbixtingur, veiddur niðri' í Skaftárósi. Er ég nú að loikinni máltíð, komst að hinu sanna, að þetta vær.i frystur fiskur, úr frysti- húsi kauþfelagsins á staðnum, þá tolygðaðist ég mín vegna okk ar Reykvíkinganna. Hvað var þetta, hugsaði ég þurfti ég að ferðast 300 km. austur yfir ihraun, sanda og beljandi jökulvötn, hingað aust ur í hafnleysið, til þess að fá góðan ferskan fisk, þótt hann væri ekki ný veiddur. Hvað er þetta, höfum við ekki frystihús heima? Jú víst höfum við frystiihús, alteit Sænska frystihúsið, ekki er svo lítið að ganga á út af því, hjá blessaðri bæjarstjórninni okkar. Ég hélt nú spurnum fyrir um þennan frysta fisk hér austur- frá. Fiskurinn hafði verið keypt út úr frystihúsi í Reykjavík, fluttur í kössum og einangrað- ur í ís austur og komið fyrir í frystihúsi kaupfélagsins, og þar geta húsmæður hér d nánd við frystihúsið, keypt hann og þítt hann sjálfar heima hjá sér áður en þær láta hann á pönnuna. — Þetta er nú allur galdurinn. En heima, þar er þessu öðru- vísi farið, þar er hinn frysti fisk ur boðinn til neyzlu, eftir að hann hefir verið að velkjast þíddur og slepjulegur í misjafn lega heitum fisksölubúðum, inn an um daunillt slor, tímunum saman, enda reynist þessi vara, versta fiskmeti, af mörgu slæmu, sem á boðstólum er. III. Nú vil ég leyfa mér að spyrja yður, virðulegu samborgarar mínir, eftir að ég hefi nú fært í letur þessar framanskráðu hug leiðingar, hvort yður finnist þörf á því að halda áfram að leggja yður til munns eina mill- jón eitt hundrað fjörutíu oq átta þúsund kílóqvömm af skemmd- um fiski á ári hverju, eða hvort yður finnist nú ekki kominn tími til þess, að hætta þessum ósóma. Nú munu þér yfirleitt vera mér sammála um, að hér sé um sleifarlag og megnustu ómenn- ingu að ræða, og þessa sé engin þörf, en ef ég þekjki yður rétt, þá munuð 'þér samt sem áður halda áfram að eta skemmdan mat, og toúa við þetta ófremd- arástand í ófyrirsjáanlegan tíma. IV. Þrátt fyrir allt mun nú ef til einhver yðar spyrja: Hvað get- um vér annars gert? Hvað vilj ið þér sjálfur að vér gerum? — Þér, sem gerizt svo ófyrirleit- inn að draga upp slíkar myndir að ómenningu vorri. Ég mun nú leitast við að svara yður, en bið fyrir fram afsökunar á því, að rúmsins vegna, verður það gert í ófor- svaranlega stuttu máli. í fyrsta lagi vil ég minna á, að góðu 'heilli er hér nú orðið framkvæmt strangt vörueftirlit með þeirri framleiðslu lands- manna, sem ætluð er til útflutn ings, en ýmist mjög ófullkomið eða ekkert eftirlit með inn- lendri framleiðslu, sem ætluð er landsmönnum sjálfum. Oss, landsmönnum, er bein- línis ætluð til neyzlu annars og þriðja flokks vara, og með vinnslu hennar og vörzlu er slælegt eða ekkert eftirlit frá hálfu hins opinlbera. Þessu þarf þegar í stað að kippa í lag, og það undandrátt- arlaust. í öðru lagi þarf, að opinberri tilhlutun, að hafa gætur á þvi, að í Reykjavík sjálfri sé land- að, þegar iá sjó gefur nægjanlegu magni af nýveiddum fiski, mið- ið við neyzluþörf bæjarbúa. Slíkt á t. d. ekki að leyfa, að bátar, sem eiga uppsátur í Reykjavíkurhöfn, selji afla sinn í fisktökuskip til útflutnings, svo flytja þurfi þess í stað fisk úr fjarlægum verstöðvum á Reykjavíkurmarkað, sem við slíkan flutning hlýtur að verða annars og þriðja flókks neyzlu vara nema sérstakar varúðar sé gætt. Þá þarf, að hafa öruggt eftir lit með því, að einvörðungu góð ur og nýr fiskur sé frystur fyr- ir innanlandsmarkað, á sama hátt og gert er vegna fisks, sem ætlaður er til útflutnings. Þá skal að síðustu minnzt á eitt hinna veigamestu atriða, er að þessum málum lúta, en það eru fisksölutoúðirnar sjálfar, sölufyrirkomulag og afgreiðslu til neytenda. Ég held að því ófremdará- standi, er þar ríkir, verði ekki kippt í lag, nema hinum róttæk ustu ráðstöfunum verði beitt til úrbóta. Fisksölubúðir bæjarins eru með fáum undantekningum, til húsa í óþverralegum kjöllurum og skúrhjöllum, þar sem engir möguleikar eru fyrir hreinlegri og sómasamlegri umgengni, jafnvel þótt viljann vantaði ekki. Ég teldi rétt, að bæjarfélagið tæki leigunámi sómasamlegt húsriæði fyrir fisksölubúðir, (t. d. 10 sölubúðir til að byrja með). Það léti sjálft reka búð- irnar og setja kæligeymslur í þær. Bæjarfélagið framseldi síðan sölubúðirnar til leigu, þeim, er Auglýsingar, sem birtast *eiga { Alþýðubíaðicu, verða að vejrs komnar til Auglýs ingaskriCstofuimar í Alþýðuhúsinu, (gengið frá Hverfisgötu) fyrir kB. 7 að kvöBdS. gerast vildu fisksalar í fisksölu búðpm bæjarins, eða ræki þar fiskverzlun sjálft. Verulegt magn af nviurn fiski, væri fryst í sérstökum snotrum umbúðum i aðalfrysti- húsum ibæjarins, þannig að hægt væri að kaupa fyrsta iflokks frystan fisk í hæfilega stórum umlbúðum, ætluðum f jögurra — sex til átta manna heimilum. Ef í fisksölubúðum væri svo stórt kælirúm, að það nægði fyrir dagsforða, miðað við sölu- Framhald á 6. síðu. TC1 INS og frá er skýrt á öðr- um stað hér í blaðinu í dag birtist í Mbl. síðastliðinn laugardag greinarkorn eftir „þrjár ungar stúlkur,“ um ó- fremd þá, sem nú viðgengst á Þingvelli. Lýsá þessar ungu stúlkur því, sem fyrir augu þeirra bar á Þingvelli og er frá- sögn þeirra svohljóðandi: „Einn góðviðrisdag í sumar fór- um við þrjér vinstúlkur, til Þing- vallar með viðl.eguútbúnað og hugð umst halda þar hvíldardaginn heil agan. Við tilheyrum hinni vinn- andi stétt og þrælum sex daga vik unnar og finnst því nauðsynlegt lífi og heilsu, að hvíla okkur þann sjöunda. Kom okkur saman um að Þing- völlur væri ákjósanlegur staður til þéss arna, því að þar væri náttúru fegurð mikil, kyrrð og ró. Lögðum við svo af stað í óætl- unarbíl og var meiri hluti farþeg- anna ungar og fjörugar stúlkur, á okkar reki. Þegar til Þingvallar kom, reist- um við búð vora í fögrum hvammi, á gjárbarmi. Þar eð við höfðum aldrei farið nema skyndiferð til Þingvallar áð- ur, ætluðum við nú að nota tímann vel, ög skoða hina rómuðu fegurð staðarins. Héldum við því af stað. En ekki höfðum við gengið nema fáein skref, þegar við rákumst á nokkrar af samferðastúlkum okkar sem þegar höfðu fundið sér fylgi- sveina, og voru það allt amerískir hermenn. Þau sátu þarna í fagurri laut og stúlkurnar hámuðu í sig súkkulaði og, drukku amerískan bjór, á milli bess sem þær létu vel aö veitendum sínum. Við urðum hálf hvumsa við, þeg ar við sáum þetta, því að okkur höfðu áður virst stúlkurnar hinar siðprúðustu. Sannaðist þar hið forn kveðna, að ekki er allt gull, sem glóir, því að stúlkurnar virtust una sér vel þarna og blygðuðust sín ekki hót, þótt fjöldi fólks horfði api* 6 firamferði þeirra. Gengum við nú niður á veginn en urðum brátt að flýja þaðan aft- ur. Þar var mikil bílaumferð, og voru það mestmegnis hermanna- bílar. Undantekningarlaust námu þeir staðar við hlið okkar, og ýmist ávörpuðu dátarnir okkur með bjög uðum blíðmælum, eða þeir þustu út úr bílunum og þrifu til okkar. Nú gengum við inn með vatninu, alls staðár urðu þar á vegi okkar ungar stúlkur í fyld með hermönn unum, og lýsti framferði þeirra margra algjöru blygðunarleysi og skorti á álmennu velsæmi. Má taka það til dæmis, að her- maður einn sat þar með stúlku á ,,háhesti“ og réri fram og aftur, og þótti stúlkunni þetta bersýni- lega hin bezta skemmtun ,því að hún flissaði og skríkti hástöfum af kæti. Við snerum við eftir dálitla stund og gengum niður að „Silfru“. Þegar þangað kom, vorum við orðn ar göngumóðar og settumst því nið ur til þess að hvíla okkur og njóta náttúrufegurðarinnar. Ekki höfð- um við lengi setið, þegar þrír amerískir hermenn komu og sett- ust skammt frá okkur. Þeir drógu strax upp súkkulaði, sem kvað vera algengasta beita þeirra og buðu okkur. Þeim til mikillar furðu freistaði það okkar ekki og við stóðum þegj andi á fætur og héldum af stað. Og nú hófst eltingarleikur. í hálfa klukkustund eltu hermenn- irnir okkur, hvert sem við fórum og urðum við loks að leita á náðir landa, sem varð á vegi okkar, og gekk hann með okkur dálítinn spöl. Þá loks snautuðu hermennirn ir á brott. En þeir voru samt ekki af baki dottnir, eins og kom i Ijós, því að síðar um kvöldið mættum við þeim aftur, og voru þá í fylgd með þeim þrjár stúlkur. Var þá kunnings- skapurinn orðinn það náinn, að tvær stúlknanna voru» íklæddar skósíðum hermannaúlpum þeirra. » . Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.