Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÆMS* Föstudagur 11. ágúst 194d fUþijðttblaðtft Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4'Ul og 4902. Símar afgr-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Finnar og Pólverjar RÍK SAMÚ£) með Finnum Pólverjum hefir léngi ver- ið ríkjandi á íslandi. Ástæðan til þess >er augljós. Þessar tvær þjóðir eru í röð þeirra þjóða, setm. lengst og imest hafa verið kúgaðar af óbilgjörnu og harð- svíru'ðu nágrannaríki. íslendingar, sem isjiálfir voru öldum saman ofurseldir erlendu drottinivaldi, hafa átt gott með að setja sig í spor lítilla þjóða, sem voru hart (leiknar af otfbeld- inu. Með einhverjum hætti hafa þessar tvær þjóðir, Finnar og Pólverjar, orðið þessarar samjúð- ar aðnjóta-ndi í mjög rífcurn mæli. Vitna þókmenntir okkar m. a. mjög glöggt um iþetta. ú Nú á síðari árum verður vart nokkurra breytinga á þessu. Hin forna dyggð að haifa samúð imeð þeim, sem undirpkaðir eru og lítils megandi á sér að vísú enn marga formælendur. En nú upp á síðkastið er það hins vegar ekki óalgengt að sjá og heyra hnútur og ádeilur til ,þeirra tveggja þjóða, sem hér hefir ver ið minnztz á. Andar svo köldu frá slíkum ummælum í garð þessara þjóða,- að auðfundið er, að þé, isern ibera sér þau í munn myndi áreiðanlega ekki taka það neitt. sárt, þó að raunasaga Finna og Pólverja frá umliðnum öldium ætti eftir að endurtaka sig nú í stríðslokin. Það eru Moskvatnennirnir á íslandi, sem (hafa tileinkað sér þessa óhrjáLegu afstöðu til hinna frelsisunnandi þjóða Finnlands og Póllands. Þeir hugsa til þess blakkandi, ef rússneskt ok skyldi að nýju fær- ast á þessar þjóðir að ófriðnum loknum. Allir muna ummæli höifuðskálds kommúnista, þegar Rússar réðust að baki Pólverj- um, sem þá börðust hetjulega gegn otfurefli þýzka innrásar- hersins. Þessum mikilvirka rit- hötfundi tfannst ekkert athuga- vera við ofbeldisverk Rússa. í hans augum var það eitt að ger ast, að 15 milíLjónir Pólverja voru „þegjandi og hljóðiaust“ innlimaðir í rússnes'ka þjóða- fangelsið. Mörgum vini Finnlands hér á landi ihefir orðið að hryggðar- efni þau örlög Finna að berjast við hlið Þjóðverja í yfirstand- andi ófriði. Að öllLum málavöxt- um aithuguðum er það þó ofur skiljanlegt. Erfðaf jandi Finna er hið víðlenda Btórveldi í austri. Þrautseigja þeirra í að halda* á fram styrjöldiinni, eftir að það er bersýnilega borin von að þeir hrósi sigri ,er vafalaust runnin atf þeim rótum, að þeir elska freílsið umfram allt annað og vilja heldur falla með sæmd, en að selja það af hendi, sé annars ekki kostur hjá hinum volduga nágranna, isem þeir eiga nú enn einu sinni í höggi við. Benedikt S. Gröndal: Stjórnskipun Bandarfkjanna Þinnið os forselinn. CAMBRIDGE, Mass, U.SA.. TC’ INS og skýrt var frá í greininni um stjórnarskrá Bandaríkjanna, er æðsta vald landsins í þöndum tveggja að- ila, þingsims og forsetans, og er ekkert beint samband þar á milli. Þetta kemur mörgum út- lendingum spánskt fyrir sjónir, enda er fyrirkomulag þetta ein stætt og byggist á einstæðum aðstæðum- og einstæðum erfða- venjum. Bandaríkjamenn eru hræddir við að fá nokkrum manni eða flokki manna mjög mikið vald. Þess vegna var það, að þeir að- skildu forsetann og þingið, og fengu hvortveggja vopn til að gæta hins. Þess vegna hefir eng inn forseti fyrr en F. D. Roose- velt setið lengur í 'hvíta húsinu en tvö kjörtímabil. En við skul- um nú athuga stuttlega hvernig hinu æðsta valdi er skipt milli þessara tveggja aðila. Stjórnarskráin segir þingi og forseta fyrir verkum. Það er að eins innan takmarka hennar, sem þessir aðilar mega hreyfa sig, en sem betur fer hefir hún veitt þeim allgott svigrúm. For setinn hefir vald til að gera samninga við erlend ríki (ef % af Senatinu samþykkja þá líka), að taka á móti erlendum fulltrúum, að skipa sendiherra, konsúla og dómara (einnig ef % af Senatinú samþykkja), til að kalla saman þingið.ef bráð nauðsyn er á, slíta þingi, ef báðar deildir þess koma sér ekki saman, og til að skipa for- ingja hersins. Forsetinn er einn ig yfirmaður hers oq flota lands ins. Hann getur náðað menn. Og loks, það sem síðast kemur en ekki sízt, hann hefir vald til að sjá um að lögum landsins sé framfylgt. Það er þetta síð- asta ákvæði, sem gefur honum hið raunverulega vald sitt. Sést á þessari stuttu upptalningu, að það er mikið undir forsetanum sjálfum komið, hvað hann gerir úr valdi sínu, hversu fast hann heldur á því. Nú skulum við athuga, hvað vald stjórnarslcráin fær þing- inu. Er sá listi lengri og ná- kvæmari en listi forsetans. Þing ið hefir vald til að leggja tolla og skatta, greiða skuldir og sjá fyrir landvörnum og velferð Bandaríkjanna; að taka fé að láni; að setja reglur um verzl- un við önnur lönd og rnilli 'hinna 48 ríkja;að gefa út mynt og setja á stofn póstþjónustu fyrir allt landið og leggja vegi; að lýsa yfir stríði; að veita fé til viðhaíds liers og flota og sjá um útbúnað og þjálfun þeirra. Loks hefir þingið vald til að %etja öll lög, sem það álitur „napðsynlegt og viðeigandi” til að framkvæma þetta vald, sem því er veitt. Það er þessi sein- asta setning, sem þingið notar þegar það þarf að teygja sig til að koma fram vilja sínum , því að hægt er að ,réttlæta margt með því að það sé „nauðsyn'- legt.“ Pað er enn eitt ótalið i þess- ari verkaskiptingu: Forsetinn hefir neitunarvald. Öll lög, sem þingið samþykkir, eru send til hans til undirskriftar. Hann get ur neitað að samþykkja lög, og þarf þá þingið að samþykkja þau aftur með % atkvæða til að þau fái gildi. Forsetinn á að senda lög aftur til þingsins inn an 10 daga frá því hann fékk þau. Ef hann sendir þau ekki aftur, fá þau gildi sjálfkrafa. Þetta neitunarvaíd er ein helzta „svipa“ forsetans á þing ið, og hefir henni verið óspart beitt. Þetta er eina formlega leiðin, sem hann hefir til að spyrna við vilja þingsins, ef þeim ekki kemur saman. Auk þess hefir svo forsetinn óbeinar leiðir, t. d. með því, að hann er æðsti maður flokks sins, og venjulega (þó ekki alltaf) hef- ir flokkur forsetans meirihluta á þingi. Þá getur forsetinn beitt almenningsálitinu, ef það er í hans hag, og forsetarnir reyna oftast að hafa það með sér. Vald forsetans til að skipa menn í stöður hefir oft verið notað gegn þinginu, en minna er nú um það en áður var. Þingið hefir margar „svipur“ á forsetann. Það hefir fjárhags valdið. Getur forsetinn því lít- ið aðhafzt án þess að fá sam- þykki þess ,ef um kostnað er að ræða við framkvæmdir. Þá getur forsetinn ekki gert samn inga án þess að % þingsins sam þykki þá. Er glöggt dæmi um þetta vald þingsins að finna rétt eftir síðasta stríð, er þingið neit aði að samþykkja Versalasamn ingana og Þjóðbandalagið, eins og Wilson lagði til, og gengu Bandaríkin því aldrei í Þjóða- bandalagið. Þannig getur farið fyrir forsetum, sem missa fylgi þingsins. Það kann að virðast, af því, sem þegar er sagt, að stjórn Bandaríkjanna sé stöðug bar- átta milli þingsins og forsetans. En svo er þó ekki. Þetta kerfi hefir geíizt vel og staðið í yfir 150 ár. Forsetinn hefir mikil óbein áhrif á lagasetningu þings ins með því að senda boðskap um löggjöf og láta svo einhvern flokksmann sinn flytja frum- varp. Gengur þetta jafnan vel, þegar forsetaflokkurinn hefir meirihluta. Eins og eðlilegt er, hefir sá flokkur, sem er við völd, nær alltaf meirihluta, er nýr forseti hefir verið kosinn. Hver forseti er kjörinn til 4 ára, en kosningar til þingsins fara fram annað hvert ár (að- eins hluti þingmanna kosinn í einu) og er þá tækifæri fyrir fólkð til að lýsa.óánægju með forsetann, ef ástæða er til þess. Reynslan er sú, að sá flokkur, sem .er við völd, tapar alltaf við millikosningarnar og oft svo miklu, að meirihluti í þingi er óviss. Hafa því rnargir tforsetar lent í miklum deilum við þingið seinni ár sín, eins og sjá má ein mitt nú, er Roosevelt hefir háð hverja orustuna á fætur við þingið og tapað mörgum. Forsetinn, sem kjörinn er til fjögurra ára, situr þau fjögur ár, hvað sem þingið segir, nemá hægt sé að sanna á hann land- ráð. Hann þarf ekki að fara frá, þótt stefna hans missi hylli þingsins, eins og stjórnir landa, sem eru þingbundnar. Forsetinn og stjórnin. Við höfum nú rætt um valda skiptingu forseta og þings, en ekki minnst einu órði á stjórn- ina, eða ráðneytið. Það er góð og gild ástæða til þess, en hún er sú, að ráðuneytið hefir ekki eins mikla þýðingu í Banda- ríkjunum og löndum eins og íslandi. Forsetinn skipar stjórnina með samþykki þingsins. Er það orðin venja, að þingið samþykki hvern þann, sem forsetanum þóknast að skipa sem ráðherra, þvi að það er álitið, að forseti Verði að hafa með sér þá menn, sem hann vill. Ráðherrarnir eiga ekki sæti á þingi mega ekki eiga þar sæti. Ef þingmaður er skipaður ráðherra, segir hann af sér þingsætinu. Þegar ráðherra kemur fram í þinginu, er það aðeins sem vitni fyrir einstök um nefndum þess (en þær geta kallað inn menn til að fá sem beztar upplýsingar um þau mál, sem þær fjalla um). Hver ráðherra er fyrir sinni stjórnardeild, en auk þess er hann ráðunautur forseta. For- setinn getur kallað til ráða hvaða menn, sem hann vill. Varð Roosevelt frægur fyrir að kalla til Washington fjölda pró- fessora á fyrstu stjórnarárum sínum, en þeir voru kallaðir „The brain trust“. Það er ekki langt síðan því var haldið fram og það rök- stutt af miklu kappi, að forset- ar Bandaríkjanna væru ekki að jafnaði miklir menn, og þeir þyrftu ekki að vera miklir menn Þetta hefir þó afsannazt síðustu áratugina, er forsetarnir hafa fært sig upp á skaftið og aukið Auglýsingar, sem birtast ©iga í Alþýðublaðicu, verða að vera komr.ar til Auglýs- ! ingaskrifstofimuar J í Alþýðuhúsim:, * (gengið jí_. frá Hverfisgötu) fyrir ki. 7 að kvöSdL vald sitt innan takmarka stjóm arskrárinnar. Hafa þrír forsetar gert mikið í þessa átt, þeir Theodore Roosevelt (1901— 1908), frændi núverandi for- seta, Woodrow Vilson (1912— 1920), leiðtogi þjóðarinnar í síð asta stríði, og Franklin Delano Roosevelt (1932—), núverandi forseti. Jafnframt því, sem Bandaríkin hafa vaxið að fólks fjölda, auði og mætti, og komið fram á sjónarsvið heimsbarátt- unnar, hefir forsetastöðunni aukizt ábyrgð, máttur og virð- ing. Um þingið. Bandaríkjaþing, eða Con- Framhald á 6. síðu. BLAÐIÐ Alþýðumaðurinn á Akureyri ritar nýskeð á þessa leið í tilefni af samninga umleitunúm um myndun innan þingsstjórnar: „Ærukæran almenning hefir lengi sviðið undan því, að alþingi "hefir ekki tekizt að mynda þing- ræðisstjórn. Eftir alla þá fjálg- legu tjáningu á löngun „forystu- ílokkanna“ til að hefja land og þjóð til vegs og virðingar í gegnum lýðveldismálið, taldi meginhluti íslenzkra kjósenda það óhugsan- legt að aliþingi gæti ekið sér und- an að færa hinu endurreista lýð- veldi þingræðisstjórn í vöggugjöf. Svo fráleitt var annað talið sæm- andi alþingi, þjóð og ríki. Þjóðin vissi og veit að umleit- anir fóru fram meðal flokkanna um myndun þingræðisstjórnar um vikutíma fyrir lýðveldisstofnun- ina. En þjóðin veit líka jafnvel að úr stjórnarmyndun gat ekki orð- ið. Á hverju — og hverjum strand aði sú sjálfsagða framkvæmd á þjóðarviljanum? Og þjóðin spyr í pðru lagi: Hvers vegna fá kjósendur ekki að heyra neitt ábyggilegt og opin- bert um þessar umleitanir flokk- anna um stjórnarmyndun? Með þjóðaratkvæðagreiðslunni um skilnaðar- og lýðveldismálið, þykist almenningur hafa til þess unnið, að honum sé sýndur fullur trúnaður af þeim, sem fyrir atkv,- greiðsluna- kröfðust ýtrasta þegn- skapar af honum. Hann mun ekki til lengdar una við það, að hann sé ekki virtur þess að skýra hon- um frá því, sem hann á fullan rétt til að fá að vita. Þrátt fyrir það að alþingi tókst ekki að mynda þingræðisstjórn á þeim tíma, sem það hefði haft sér- staka sæmd af að stíga það spor,. hafa þingflokkarnir þrásinnis síð- an verið að lýsa þeirri löngunt sinni, gegnum blöð sín, að ná þessu þráða marki. Einkum hafa aðal- málgögn Sjálfstæðisfl. og Komm- unistafl. rætt um þetta með venju legum fjálgleik. Samtímis kvisast ýmislegt frá þófinu dagana frá 17. júní, sem —ef satt er — bendir ótvírætt á að það sitji síst á þeim flokkum að vera að slá um sig í þessu máli. Það eru þegar farnar að ganga um það sögur um allt land, að hvor- ugur þessara flokka hafi tekið a stjórnarmyndunarmálinu á þann hátt að nokkurt viðlit hafi veriffi að ganga til samvinnu við þá. Sjálfstæðisfl. á ekki að hafa vilý að gera neitt annað en klúðra upp stjórn með engu öðru hlutverki en gera það mögulegt að steypa nú- verandi stjórn. Kommúnistar hafa átt að setja fram svo fáránleg skil yrði fyrir þátttöku í stjórnarmynd uninni, að jafnvel er lygilegt þó þeir eigi í hlut. Jafnvel hafa þeir átt að krefjast áhrifaaðstöðu fyrir Sovétríkin í Rússlandi hér á landi, setja upp 5 einræðisráðherra (hver ráðherra væri einráður yfir sinni stjórnardeild). Utanríkis- og við- skiptamálin eiga þeir að ■ hafa heimtað í hendur sír^ ráðherra, og að hann hefði iþar fullt og óskor að athafnafrelsi — og að flokkur- inn bæri enga ábyrgð á honum eða gjörðum hans!! Aftur hafa Alþýðufl. og Fram- sóknarfl. átt að hafa krafist þesa að saminn yrði málefnagrundvöll- ur, sem stjórnarmyndunin yrði byggð á, og samið um það að hrint yrði í framkvæmd aðkallandi mál um, landi og þjóð til vegs og vel- ferðar. f S. riSa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.