Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 2
2 ______ ALÞYOUBLAÐIg_________________________• Föstudagtir 11. ágúst 1^4íS- Norður- og vesturför forsetans. ^ Á myndinni sést, þegar forsetinn kemur til Sauðárkróks. Forsetinn í hópi bama í Listigarðintim á Akureyri. Frá komu forsetans til ísafjarðar. Försetinn ávarpar mannfjöld- ann af svölunum á Ihúsi Jónasar Tómassonar íbóksala við Hafnarstr. * Sundflokkur Ægis sýn- ir á Norður- og Aust- urlandi. SUNDFLOKKUR Ægis hef- ur ferðast að undanförnu um Norður- og Austurland og haft sýningar á nokkrum stöðum. Á Akureyri sýndi flokkurinn fyrra miðvikudag, á Litluá í Kelduhverfi á sunnudag, í Neskaupstað í fyrrakvöld og á Fáskrúðsfirði í gærkveldi. Flokkurinn hefur alls staðar sýnt við góða aðsókn og ágæt- ar viðtökur. Er alls staðar þar, sem flokkurinn hefur sýnt mikill áhugi ríkjandi fyrir sundíþróttinni. Sendiherra Bandaríkjanna gengur á fund Forseta Islands ..»ii Og afhendir honum ný embættisskilríki sín frá Bandaríkjastjórn. Fulltrúar íslands á gjaldeyrisráðsfefn- unni komnir heim. Gefa ríkisstjórn- inni skýrslu í dag. Eftirfarandi tilkynning barzt Alþýðublaðinu í gær frá utanríkisráðu- neytinu. IDAG tók forseti íslands á móti sendiherra Banda- ríkjanna, herra Louis G. Dreyf- us jr., í hátíðarsgl Besststaða, og afhenti sendiherra forseta emb- ættisskjöl sín. Við þetta tækifæri fórust sendiherra orð á þessa leið: „Mér er það sérstakur heið- ur að færa yður í dag, herra forseti, bréf forseta Bandaríkja Ameríku, en með því er ég gerður sérstakur sendimaður og ráðherra með stjórnarum- boði hjá yður, herra forseti ís- lands. Þótt ég hafi eigi dvalið lengi hér á landi, hef ég tekið eftir hinum mikla áhuga þjóðarinn- ar fyrir landi mínu og orðið var þeirra óska hennar, að lönd vor megi lifa í andrúms- lofti eindrægni og góðvilja. Þessi vináttuhugur er mér mikið gleðiefni, og ég mun hlúa að honum eftir beztu getu. Eg vil fullvissa yður, herra forseti, um það, að meðan ég leysi af hendi skyldustörf emb- ættis míns, mun ég reyna af fremsta mætti að viðhalda og auka á þau bönd einlægrar vin- áttu, sem hingað til hafa ein- kennt svo mjög samskipti landa okkar beggja. Myndi ég telja mér það mikið lán, ef ég gæti á einhvern hátt átt tækifæri til að vera til aðstoðar landi yðar og landi mínu, þegar leysa verður úr ótal vandamálum, sem allar þjóðir verða að horf !ast í augu við að stríðinu loknu, og aftur þarf að taka | upp friðsamleg störf. Eg trúi því, og hygg, að þar gæti eigi um of bjartsýni, að brátt muni þeir tímar hefjast og að þeir 1 verði til hágsælda og farsældar fyrir lýðveldið ísland.“ Forseti svaraði ræðu sendi- herra með þessum orðum: „Mér er það mikil ánægja að veita viðtöku frá yður bréfi því frá hæstvirtum forseta Banda- ríkjanna, þar sem hann skipar yður sérstakan sendimann og ráðherra með stjórnarumboði hjá mér sem forseta lýðveldis- ins íslands. Eg met mikils þessa nýju staðfestingu á vináttu Banda- ríkjaþjóðarinnar á þessum merku tímamótum, er vér höf- um endurreist lýðveldi á ís- landi. Sú vinátta milli þjóða vorra, sem skapast hefur og aukist á síðustu árum, er öll- um íslendingum mikið gleði- | efni. Eg get fullvissað yður um, að sú samvinna, sem íslenzka stjórnin hefur átt við yður þann tíma, sem liðinn er frá því er þér komuð hingað, hefur verið mjög geðfelld. íslenzka stjórnin er þess albúin að gera það, sem í hennar valdi stend- ur, til þess að eiga einnig fram vegis sem bezta samvinnu við yður og metur mikils þá hugs- un yðar, að yður gefist tæki- færi til að vera til aðstoðar þjóð minni og þjóð yðar við að mæta erfiðleikum þeim, sem allar þjóðir hljóta að mæta í nánustu framtíð. Eg vona einnig, að vér get- um innan skamms litið bjartari tíma, og ég flyt yður beztu ámaðaróskir til handa Banda Ftfc. á 7. «íöa íslendingurinn í inn- rásinni „varð fyrir happi!" INS og kunnugt er, er Þorsteinn, sonur Snæ- bjarnar Jónssonar bóksala í brezka flughemum. Berst hann nú með innrás- arflughernum í Frakklandi. I bréfi, sem hann sendi ný- lega heim segir hann meðal annars: „. . . . Ég varð fyrir dá- litlu happi núna á dögunum. Einn af þessum fágætu hóp- um af þýzkum orrustuflug- vélum varð á leið minni, og eftir nokkra viðureign tókst mér að ráða niðurlögum tvéggja þeirra...“ U ULLTRÚAR ÍSLANDS á gjaldeyrisráðstefnunní í Bandaríkjunum, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, sem var förmaður' íslenzku nefnd- arinnar, Ásgeir Ásgeirsson, barikastjóri og Sveinbjöm Frímannsson formaður Við- skiptaráðs komu hingað heim. í fyrrinótt. Ennfremur komu heim ung- frú Marta Thors, sem var ritari nefndarinnar og Jóhannes Bjarnason landbúnaðarverk- fræðingur. Ásgeir Ásgeirsson sagði í við tali við Alþýðublaðið. í gær. ,,Ég get ekki gefið upplýsing atr um störf gjaldeyrisráðstefn- unnar að svo stöddu. Við mun- um að likindum ræða við ríkis- stjórnina á morgun um störf ráðstef nunnar. Ráðstefnan var haldin í Brett on Woods í New Hampshire- fylgi. Sátu hana rúmlega 600 fulltrúar frá 44 ríkjum og stoð hún í rúmár 3 vikur. Gott sam-' Frs. á 7. sfðu. Kommúnisfar viðurkenna Falkur- úfgerð sína Lestum skipsins var breytt hér, til þess að auka lestarrúmið fram yfir raunverulegt burðarmagn skipsins. LAÐ KOMMÚNISTA . viðurkennir í fyrra dag „Falkur“-útgerðina, er skýrt var frá hér í blaðinu á sunnu dag. Vill blaðið þó ekki viður- kenna að það sé sjálfur flokk urinn, sem gerir skipið út og hirðir gróðann af siglingum þess, en segir að það séu að- eins þeir þingmennirnir Sig- urður Thoroddsen og' Áki Jakobsson að viðbættum , Steinþóri Guðmundssyni, for manni húsbrasksfirmans Mið garðs og bæjarfullirúa komm únista, sem beri allan veg og vanda af þessari fyrirmynd- arútgerð. Það er rétt hjá blaðinu, að þessir þrír menn skipa stjórn þessarar fyrirmyndarútgerðar, en þeir ísleifur Högnason for- stjóri KRON og Björn Bjarna- son bæjarfulltrúi taka þátt í henni. Það er hins vegar með ráðum gert að þvo flokkinn sjálfan af útgerðinni, enda þann ig til stofnað og ástæðan fyrir því að ísleifur er sagður hvergi nærri koma og Björn vera al- veg hreinn, er sú, að ísleifur er forstjóri stærsta neytendafélags skaparins í Reykjavík, en Björn formaður félags iðnverkafólks. Hinir þrír eru þekktir af margs konar braski, setuliðsspekúla- sjónum, húsabraski, síldarmál- um og útgerðarbraski. Þjóðviljinn fullyrðir að „Falk ur“ sé mjög fullkomið skip, en sjómenn, sem hafa skoðað það segja annað, og það, sem Þjóð- viljinn hefir til þessa sagt um þessi mál, gefur ekki ástæðu til þess að taka tal hans alvarlegar en reyndra sjómanna. Það er auðfundið á Þjóðviljar>lim aö kommúnistum er illa við þetta mál. Þeir hafa allt í einu orðið fyrir því að þeir væru teknir á orðinu eftir allt geypið um ör- iggismál sjómanna, bæði í bundnu og ó'bundnu máli, og þá ekki siður um hinn svívirðilega gróða útgerðarmanna, sem rök uðu að sér f émeð því að reka sjómennina út á hripleka dalla. „Falkur,“ hinn færeyski, eign kommúnistaflokksins og mjólkurkýr hans og brauðgjafi, er nú einhvers staðar úti í hafsauga með 10 færeyska sjó menn og fullar lestar, sem voru stækkaðar hér í Hafnarfirði tií þess að hægt væri að hlaða. hann enn meira en burðarmagn, hans í raun og veru leyfir. En hér heima sitja þeir Brynjólfur og Thoroddsen, Áki og aðrir og bíða eftir gróðanum. Það er gott að láta aðra vinna fyrir sér, því að ekki munu færeysku sjómennirnir fá hærra kaup en íslenzkir sjómenn fá hjá 'hin- um slæmu útgerðarburgeisum ihaldsins. Þessir höfuðpaurar hafa líka svo mikið að gera í landi! Þeir ætla sér að bjarga þjuðinni! Það er billegra að bjarga fienni með þeirri aðferð inni sem þessir herrar hafa en sjómennirnir, er sigla um höfin með sprungna ulnliði og færa þjóðinni björgina. Sjó- mennirnir bafa heldur ekki ráð á því að steyta sig eins óg þessir herrar gera. Þeir hafa öðruna hnöppum að hneppa. Frb. á 7. úðw.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.