Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 7
ALÞYPUBLAÐIP Fösíudagur .11. ágúst 1944 Bœrinn í da{t Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30-—16.00 Miðdagsútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmóníku- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um Dante, II. (Þór- hallur 'Þorgilsson magister). 21.55 Strokkvartett útvarpsins: Kvártett í A-dúr eftir Haydn 21.10 íþróttaþáttur, 21.30 Hljómplötur: Sönglög eftir Schubert. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) „Don Quixote“ eftir Rich. Strauss. b) Valsinn eftir Ravel. 23.00 Dagskrárlok. Handknattleikskeppnunum, sem vera áttu á íþróttavellinum í gærkveldi varð að fresta vegna bleytu á vellinum. Leikirnir fara því fram í kvöld og byrja kl. 8 Fyrst keppa Ármann og Haukar og þá Valur og Víkingur. Haður iersl af slysför- um á Siglufirði. Jón Björnsson stud. poiyt. Fró fréttaritara ALþýðu iMaðsins. Siglufirði í gœr. AÐ sorglega slys vildi ti á Siglufirði seint í fyrra kvöld, að ungur Siglfirðingur Jón Björnsson stud. polyt. dat niður tröppur og foeið foana. Jón var á leiðinni niður tröpp urnar hjá Gildaskálanum. Rann hann þá til og steyptist niður tröppurnar. Fólk kom þarna strax að, og var Jón þá meðvit unarlaus. Lseknir var þegar kvaddur á vettvang og lét hann ílytja hinn slasaða mann heim, en að nokkrum mínútum liðn- um var hann látinn. Jón Bjarnason fæddist 16. apríl 1913 og var því 31 árs að aldri. Hann lau'k stúdentsprófi frá menntaskólanum á Akur- eyri 1934 með mjög góðri eink- un. Hefir .hann siðan stundað skrifstofustörf á Siglufirði. — Fánar voru víða dregnir í hálfa stöng á Sigluíirði í dag vegna þessa svíplega atburðar. Viss. Klæðskerasveinar og blikksmiðir segja ypp samningum. Klæðskerasveinafé- LAGEÐ SKJALDBORG hefir sagt upp samningum við klæðskerana um kaup og kjör 1. flokks vinnu. Þessir samning- ar eru útrunnir 10. septemher. Þá Ihafa og ^ íblikksmiðir sagt upp samningum við 'blikksmiðj- umar ,en samningar þeirra eru út runnir 11. septemiber. ðtbreiim HHSabMO. Þjóðverjar hraktir norður fyrir Arno ausian við Florenz FREGNIR frá ítaliu í gær- kveldi hermdu, að 8. her- inn væri hægt og hægt að vinna orustuna um Florenz. — ^Hefði hann nú rekið mestan hlutann af her Þjóðverja yfir Arnofljót austan við borgina, en þar hefur vörn Þjóðverja verið einna seigust. Kanadamenn eru nú að hreinsa til í suðurhluta borg- arinnar. Vörn Japana á Guam þroiin. ’E* REGN frá London seint í *• gærkveldi sagði að Jap- anir hefðu loksins í gær gefið upp alla vörn á eynni Guam í Kyrrahafi, þar sem Bandaríkja menn gengu á land fyrir nokkru og hafa síðan átt í hörðum bar- dögum við hið japanska setu- lið. Guam er ratnmlega víggirt eyja á milli Karolineyja og Marianeyja. Sóknin í Frakklandi. ' Fnh. af 3. síðu. mennirnir þar hafi skotið suma herforingja sína, sem ekki vildu gefast upp og ætl- uðu að knýja þá til að berjast á fram. Þrálátir bardagar standa enn norður í Normandie. Hafa Þjóðverjar komið sér vel fyrir mðe ógrynnum af fallbyssum, sprengjuvörpum og skriðdreka gildrum norðan við Falaise til að freista þess, .að stöðva sókn Kanadamanna sunnan við Ca- en. Harðar orustur standa einn- ig vestar og sunnar á víglín- unni, milli Vire og Mortain, þar sem Þjóðverjar veita harð- vítugt viðnám. Tókst Banda- ríkjamönnum þó að þoka víg- línu þeirra þar aftur í gær um 2 km. vegarlengd. Norsk kveðja. Fria. af 3. siðu. með ákiveðnum hug, að merk- ið verði gefið ti'l að láta til skarar skríða í því skyni, að reka hina nazistísku kúgara út úr landinu og endurheimta frels ið og lýðræðið.“ í tilefni af þessari kveðju frá nonsku 'heimavígstöðvunum skrifar „Frit Danmark“: „Danmörk hefir verið hyllt og viðurkennd af stórveldun- um;. en hin hlýja kveðja, sem nafnlausir leiðtogar á norsku heimavígstöðvuruum hafa, með milligongu norska utanríkisimála ráðuneytisins, sent hinni stríð andi bræðraþjóð, einnig nafn- lausum bnæðruítn sáiíum í hinni Minningar<H*Ö: Ásta Björnsdótiir. Þannig ber að þreyja, þessu stefnt er að: -Elska, iðja, og deyja, allt er fullkomnað. Stgr. Th. ÁSTA BJÖRNSÐÓTTIR, Víf- ilsgötu 19 andaðist í fæð- ingardeild Landspítalans hinn 13. júlí s. 1. Má nærri geta hversu sár vonbrigði það hafa verið eftirlifandi eiginmanni hennar, Sigurði Guðmundssyni, að kveðja hana með svo skjót- um hætti. í stað þess að eiga von á að heilsa nýrri lífveru. En þetta er hin arfgenga áhætta verðandi mæðra, sem engum vísindum hefir enn þá tekist að útrýma, og mun, því miður, sennilega seint takast. Tjáir því eigi um að sakast. Ásta var fædd 6. sept. 1910 í Stykkishólmi. Æfi hennar varð því ekki löng, né heldur við- burðarík á nútímamælikvarða. Aðstaða hennar í lífinu var ekki heldur þannig, frekar en ann- arra alþýðukvenna, að hún mið aði að því ,,að gera garðinn frægan“. Hitt tókst henni prýðilega, að gera hið litla heim ili sitt, sem samanstóð af þeim hjónunum og dóttur þeirra Elsu, nú 10 ára, hamingjusamt. Og hamingjan er frægðinni fremri. Var ávallt ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna. Allt bar þar glöggan vott um heilbrigði hugans og samstillt- ar hendur, og væru öll vor heimili jafn örugg fyrir utan- aðkomandi áhrifum og þetta litla heimili var, þyrftum vér engu að kvíða um framtíð sam- nefnara þeirra, hins unga ís- lenzka lýðveldis. Ásta Björnsdóttir hafði að- eins fyrir rúmum mánuði áður en hún lézt, staðið yfir moldum systur sinnar, Sigurlaugar Fanneyjar, sem mjög var hand- gengin heimili þeirra hióna, og sannast þar hið fornkveðna, að sjaldan er ein bára stök. Nú er hún sjálf horfin á eftir henni og þótt ástvinum hennar og kunningjum hafi þótt það full snemmt, þá er skilningur vor allra um of takmarkaður í þeim efnum til þess að geta fellt nokkra dóma. Vort er því að- eins að kveðja og þakka. Og það gerum vér með meiri á- nægju en ella vegna þess að oss er kunnugt um, að handa ástvinunum sem sárast ,sakna, eiginmanni og dóttur, hefir hún aðeins eftirlátið bjartar endur- minningar sem gera munu söknuð þeirra ljúf-sáran og lýsa þeim allt þeirra æfiskeið, hvort sem það verður langt eða skammt. S. stríðandi Danmörku, mun vekja alveg sérstaka gleði. Fyr- ir löngu hafa Norðmenn skilið BtyrMeikA bræðr4)j6ðariaawr. Fyrir hönd okkar systkinanna og tengdabarna hans. Hjörtur Elíasson. Hjartans þakklæti færi ég öllum vinum og vandamönnum, fjær og nær, fyrir auðsýnda samúð og virðingu við jarðarfor föður okkar, Etíasar EKíassonar. EVSelstaramót ð.S.i. Sextíu og sjö þátttakendur frá sjö félögum víða um land Meðai þeirra eru allir beztu íþróttamenn, sem við eigum. ÐALHLUTI meistara- 4 móts í. S. í. í frjálsum íþrottum fer fram n. k. laug- ardag og sunnudag 12. og 13. ágúst. Þátttakendur í þessum hluta mótsiAs verða 67 frá 7 íþróttafélögum og sambönd- um. 20 þátttakendur eru utan bæjarmenn, og er sá hópur úrval hinna þekktustu í- þróttamanna frá Austfjörð- um, Vestmannaeyjum, Borg- \arnesi og Hafnarfirði, auk þess senda Reykj avíkurfélög- in Ármann, Í.R. og K.R. sýna beztu menn. Meðal utanbæjarmanna, sem keppa á mótinu eru: Frá Aust- fjörðum Guttormur Þormar, sem keppir í 100, 200 og 400 m. hlaupi. Bræðurnir Þorvarð- ur og Tómas Árnasynir frá Seyðisfirði. Þessir menn allir hafa sett nýlega mörg Austur- landsmet. Frá Vestm.eyjum keppa: Guðjón Magnússon og Torfi Brynjólfsson. Báðir eru þeir methafar í stangarstökki á þjóðhátíð Vestm.eyja, sem nú er nýlokið. Ennfremur keppir frá Eyjum Ingólfur Árnason, Ólafur Erlendsson, stangar- stökk, Einar Halldórsson o. fl. Frá Borgarnesi er Höskuldur Skagfjörð. Frá Hafnarfirði Ol- iver Steinn og bróðir hans Þorkelli. sem nýlega varð fjór- faldur drengjameistari. Frá Ár- manni keppir Hörður Hafliða- son m. a. í 800 og 1500 m. hlaupum. Halldór Sigurgeirs- son, Árni Kjartansson o. fl. í. R. sendir eins og áður er sagt m. a. Finnbjörn Þorvaldsson, Óskar Jónsson, Jóel Sig. og Kjartan Jóhannsson. KR. sendir svo Gunnar Huse- by, Skúla Guðm., Brynjólf Ingólfsson, Indriða Jónsson o. fl. Iiér mun verða háð hin skemmtilegasta íþróttakeppni og er ómögulegt að sjá fyrir, hverir af þessum snjöllu íþróttaköppum, sem þarna mætast, bera sigur úr býtum í hinum einstöku íþróttagrein- um. Eru allir íþróttaunnendur hvattir til þess að sjá og fylgj- ast með þessu meistaramóti ÍSÍ næstkomandi laugardag og á sunnudag og vera vitni að nýjum metum. 6jaideyr isráðsfef nan Frh. af 2. riftu. komulag ríkti á ráðstefnunni og er þess vænst að góður á- rangur verði af henni“. — En hvað segirði um ferða- lagið sjálft? Sendiherra Banda- ríkjanna. Frii. af 2. síðu. 1 ríkjaþjóðinni og forseta henn- ar, í þeirri von, að hildarleik þeim, er Bandaríkjaþjóðin á nú í, muni brátt ljúka.“ Viðstaddur athöfnina var utanríkismálaráðherra Vilhjálm ur Þór. Að athöfn lokinni bauð for- seti til hádegisverðar, og voru þar, auk forsetahjónanna, utan- ríkisráðherra og frú, amerísku sendiheri'ahjónin, sendiráðsrit- arar ameríska sendiráðsins og yfirmenn hers og flota Banda- ríkjanna hér á landi.“ Eins og kunnugt er, var Dreyfus sendiherra, sérstakur fulltrúi Bandaríkjaforseta við endurreisn lýðveldisins 17. júní í vor. En nú hefur hann eins og þessi frétt ber með sér, ver- ið skipaður sendiherra Banda- ríkjastjórnar hjá forseta ís- Ienzka lýðveldisins. Útgerð kommúnista. Framhald af 2. síðu. Kommúnistaflokkurinn gerir út færeyska dallinn „Falkur", sem ekki kæmist undir íslenzk an fána og ekki stenzt þær kröf ur sem íslendingar gera til skipa sinna. Á honum ætlar flokkurinn að raka saman fé, sem síðan á að nota til áróðurs svo að þeir geti orðið enn fleiri, sem geti hagað sér eins og og kommúnistaþingmennirnir gerðu á Þingvelli 17. júní síðast liðinn. Ef þessir menn, sem stjórna kommúnistaflokknum kæmu til dyranna eins og þeir eru klædd ir, þá væri ekkert við þessu að segja, en þeir sigla undir fölsku flaggi til þess að geta haldið áfram að hræsna. „Það gekk sæmilega. Við fór um löftleiðina. Raunverulega fórum við tvisvar fram og aft- ur. Við urðum að snúa við yfir Grærílandi og halda aftur til Ameríku. Annnars leið okbur vel. Ég skal geta þess að við höfð um með okkur heim ávarp það sem Bandaríkjaþing sendi al- þingi af tilefni endurreisnar lýðveldisins, en Cordell Hull utanríkismálaráðherra afhenti það Thor Thors sendiherra ts- lands í Washington. Það er stíl- að til forseta alþingis.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.