Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. ágúst 1944 AUÞYÐUBLAÐIB 5 . ,Erfitt að fá keypt í matinn í Reykjavík. — Harmatöl- , ur húsmóður. — Getum við gert skaðabótakröfur á . .hendur Þjóðverjum í stríðslok? — Hvernig fer um ó- . skilgetnu börnin? — Hverjir greiða fyrir uppeídi þeirra? HÚSMÆÐUR í Reykjavík kvarta nú mjög' undan því aS næstum ómögulegt sé að fá neitt Iteypt í matinn. Húsmóðir, sem skrifaði mér í gær segist hafa þann dag farið búð úr búð án þess að hafa getað fengið neitt í matinn, hvorki fisk né kjöt. Fólk er far- ið að lengja eftir því að fá nýtt dilkakjöt. Hvenær byrjar slátrun- in? „HAFNFIRÐINGUR skrifar mér ettirfarandi bréf: Á söguöldinni okkar voru mannvíg bætt og lög látin ganga yfir alla. Nú erum við íslendingar hættir vígaferlum, en höfum hin liðnu stríðsár orðið fyr- ir árásum þýzkra stríðsmanna, sem ráðist hafa á varnarlaus skip okkar á höfum úti og jafnvel hér við strendur landsins og nokkrum sinnum gert tilraun til að granda mönnum og mannvirkjum í landi ökkar.“ „Nú ÞEGAR líður að hildarleiks lokum, ættum við að fara að at- huga hvaða manngjöld við hljót- um að krefja fyrir alla þá mörgu sjómenn, sem fallið hafa fyrir hin- um þýzku vopnum. Mannslífin voru okkur dýrmæt og verða al- drei bætt að fullu, en þjóð sú, sem ábyrg er fyrir drápunum verður að bæta að fullu bæði menn og skip eftir því er frekast er hægt að gera ráð fyrir að hægt sé að bæta að fullu.“ „ÞETTA ÞYRFTI nú þegar að fara að rannsaka af hinu opinbera hvaða krófur við gerum við það stóra uppgjör. Aðrar þjóðir koma með sínar kröfur. Eigum við að þegja og sleppa öllum kröfum? Ég segi nei. Fullar fébætur frá Þjóðverjum til aðstandenda hinna föllnu hraustu drengja og fullar bætur fyrir skip og annað óút- reiknanlegt tjón.“ „ÉG VILDI skora á yfirvöld þessa lands, að láta nú þegar fara fram hlutlaust mat á því tjóni, sem þýzka þjóðin eða valdsmenn hennar hafa valdið okkur yfir stríðsárin, því ég vona að hún fái ekki aðstæður til að tortíma neinu frekar frá okkur í þessu stríði. Og þegar skaðabótakröfur koma frá sigurvegurunum, þá eigum við að setja okkar kröfur fram líka, því hvar er þá réttur smáþjóðanna, ef slíkar réttmætar kröfur veða settar til til hliðar?“ „ÉG ÆTLA að biðja þig, Hann- es minn, að grafast fyrir hjá rétt- um hlutaðeigendum hvaða kröfur þeir foreldrar geta gert og á hend ur hverjum, sem dætur eiga og hafa orðið fyrir því óláni að þær hafa eignast börn með erlendum hermönnum, þeir hlaupið af landi burt og fátæk heimili sitja svo eftir með börnin, stundum eitt, stundum fleiri og vita ekki niöfnin á viðkomandi, nema kannske að staðið hafi Navy eða U.S.N. á húf- um þeirra.“ „BÆJARFÉLÖGIN munu líka fá smjlörþefinn af þessu, bæði nú og síðar. Ef enginn aðili hefir hér að svara til saka við þessi fátæku heimili og umkomulausar stúlk- ur, því þá ekki að það opinbera láti safna gögnum hér um og geri bótakröfur um uppeldi barnanna. Þessi óskilgetnu börn eiga fulla heimtingu ,á því líka að þau fói eins gott uppeldi og okkar eigin skilgetin börn. Bæði mæður þeirra og foreldrar stúlknanna eiga líka þær kröfur á hendur þjóðfélag- inu að það rétti þeim hjálparhönd, enda þótt þær hafi hrasað.“ % Uliöluferð á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hér segir: Sir Walter Raleigh, 1 lbs. pappadós Kr. 30.00 Sir Walter Raleigh, Vi lbs., pappadós Kr. 15.00 Sir Walter Raleigh, 1% oz„ pappadós Kr. 3.75 - Sir Walter Raleigh, sliced, 1% oz., pappadós Kr. 4.00 Edgeworth ready rubbed, 1 lbs., blikkdós Kr. 40.00 Edgeworth ready rubbed, IV2 oz„ pappadós Kr. 4.00, Dills Best rubbed, V2 lbs„ blikkdós Kr. 15.00 Dills Best rubbed, 1% oz„ pappadós ur. 3.50 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5% hærra vegna flutningskostnaÖar. * Tóbakseinkasala rl [isins. Tómaiarnir eru nú á lægsta verði. Borðið meiri tómata. Skiplíkan Þetta líkan af Victoryskjbunum svonefndu, sem smíðuð hafa verið ihundruðum sarnan í Banadaríkjunum á stríðsárunum til j>ess að fylla upp í skörSin, sem kafbátar Hitlers íhafa höggvið í skipastól bandamanna, var gefið skipasmíðunum í Bethlehem Fairfield skipásmíða stöðinni í Baltmore á austur-' trönd Ameríku. Sú skipasmíðastöð hefir verið einna afkasta mest í stríðinu. Giacomo MafíeoHi — Píslarvoltur frelsisins HINN 30. dag maímánaðar árið 1924 sat fulltrúaííeid ítrlska iþingsins á fundi í Róma borg. Þetta var fyrsta þingið, sem til hafði verið kosið eftir að fasistar komust til valda, en stjórn þeirra var ihálfs ann^rs árs giömul, er hér var komið sögu. Þrátt fyrir ógnarverk :og griimmd fasistannafhafði stjórn arandstaða jafnaðarmanna og verkamanna hlotið milljón at- kvæði af hálfri þriðju milljón greiddra atkvæða. Fulltrúadjeildin hafði haldið hinn fyrsta fund sinn eftir kosn ingarnar hinn 24. dag maímán- aðar. Á fundinum hinn 30. maí átti að taka til afgreiðslu frum- varp fasista um það, að meiri- hluti þeirra skyldi lögfestur. Þegar fundur hafði verið settur, voru þrjú ihundruð og fiimmtíu fasistaþingmenn í svartstökkum .mættir. Stormsveitarmenn fas- ista höfðu og fjölmennt á þing- palla i samkvæmt ■ tilmælum Mussolinis. Sá orðrómur hafði horizt um gervalla borgina, að stjórnar- andistaðan miyndi beita sér ein- dregið gegn því, að meirihluti fasistanna yrði lögfestur og láta hart mœtía hörðu, ef af því yrði. Þingm'enn fasista Inófu há- reisti mikla, er forsetinn til- kynnti, að framsögumaður stjórnarandstöðunnar væri Gia- coimo Matteotti. Fasistarnir ibáru sér í lagi þungan hug til Giasomo Matte- ottis. Hann var aðalritari ítalska Aljþýðúflokksins og hafði tekið þá staðföstu ákvörðun iað helga starfskrafta sína óskipta lýðræð .ishyggjunni og jajfhaðarstefn- unnd. Matfeotte haf ði hrakið lygar fasistanna lið fyrir lið, meðan á kasningabaráttunnni stóð. Hann færði óyggjandi rök fyrir því, að sú lýgi íasistanna, að þeir hefðu verið að koma 1 veg fyrir uppreisn í landinu með valdatöku sinni, ætti sér nokkra Q REIN ÞESSI, sem er eft- i,r Luigi Antonini og þýdd úr ameríska vikublað- inu The New Leader fjallar um morðið á ítalska jafnaðar- manninum Giacomo Matte- otte. Greinarhöfundurinn rekur í stórum dráttum þró- un málanna á Ítalíu eftir valdatöku fasista, unz innrás in þar kom til sögu og örlög Mussolinis og einræðis hans þar með ráðin. stoð. Hins vegar lýsti hann því, að fátt hefði gefið meira til- efni til uppreisnar en einmitt valdataka fasistanna. Giacomo Matteotti, ungi þing maðurinn, sem reis á fætur hinn örlagaríka dag, 30. maí árið j 1924, hafði háð kosningu í tveim 1 kjördæmum, í ætthyggð sinni á Norður-Ítalíu, svo og í Róm. Hann stóð þarna með minnis- blöð sín í höndunum og heið þess, að .mesta háreystin gengi um garð. Hann hóf upp hina skýru og þróttmiklu rödd síma og því fór alls fjarri, að hann væri myrkur í .máli: „Mál það, sem hér er á dagskrá, íjallar um lögfestingu fasistameirihlut- ans. Við mótmælum þessu frumvarpi . . . “ ■Svartstakkarnir hrópuðu reiði lega: „Þetta eru svívirðingar," En Matteotti brá hvergi í brún. Hann hélt hiklaust áfram máli sínu: „Við vitum, að það voru ofsóknir og ógnanir fas- istanna, sem réðu úrslitum kosninganna. Svartstakkarnir urðu æfir við þessi orð. Þeir skóku hnefana í áttina til ræðuimanns og reyndu jafnvel að leggja hend- ur á þingmenn stjórnarandstöð- unnar. Mussolini stóð þögull, en svipur hans vitnaði um það, hvað honum bjó í hug Mátteotti íbeið stundarkorn, en hrópaði þtví næst hátt og snjallt: „Leiðtogi fasistanna lýsti því yfir, að stjórn hans myndi ekkert hirða um kosn- ingaúrslitin og sitja áfram vifS völd, þótt hún reyndist aðeins njöta stuðnings minnihluta þjöðarinnar." Fasistaleiðtogi, Starace, aS nafni, hrópaði: „Alveg rétt. Við erum við völd, og við ætl- um okkur að verða við völd.“ Þessi sögulega viðureign í í- talska þinginu 'stóð yfir í alilt að tvær klukkustundir. í l'ok ræðu sinnar, komst Matteotti að orði á þessa lund: „Verið á verði. Frelsið fyrir- byggir að sjálfsögðu ekki mis- tök og yifirsjónir, en þjóðin hef- ir sýnd það og sannað, að hún er. til þess fær að bæta fyrir slíkt og láta vítin sér að varn- aði verða. En einræðið er dauði sérhverrar þjóðar. Fasistarnir leitast við að láta þjóðinni miða áftur á ibak. Vér erum verjend ur hins frjálsa fullveldis ítölsku þjóðarinnar, ,sem vér unnum og dáum. Þingmenn stjórnarandgtöð- unnar hylltu Matteotti ákaft í lok ræðu haná, en fasistarnir hrópuðu ókvæðisorð að honum jafnt, þingfulltrúar úr hópi þeirra og stormsveitarmennirn- ir uppi á þingpöllunum. „ Og nú,“ mælti Matteotti við vini sína og samherja, „get- ið þið undiríbúið útför mína“. * AÐ var í Rómaborg á heitu kvöldd hins 10. dags júnímáðaðar árið 1924. Matt- eotti fór heirn frá ,sér, en hann bjó að Via Pisanelli 40, log ætl- aði á þingfund. Hann gekk með fram Tiberfljóti. Al'lt í einu slógu ffimm menn hring um hann og fóru með hann með valdi í bifreið og óku aff stað Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.