Alþýðublaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 3
JLaiag-ajrdag'wr 12. ágúst 1944 Mikíl er frú þelrra. E NGINN mun nú efast un endalok styrjaldarinnar Allir eru á einu máli um, að nazistar hljóta að bíða verð- , skuldaðan ósigur og stoðar 1 þar hvorki leynivopnið, sem . svo mikið er ætt um, æsing- urinn í Göbbels eða sú ,,guð- dómlega forsjón,“ sem Hitl- er heldur að leiði sig og styrki. Vera má, að einhverj- ir í Þýzkalandi sjálfu trúi ennþá á ofstækismennina í innsta hring nazistaflokks og láti sér detta í hug, að enn kunni eitthvað óvænt að ske, sem breyti úrslitunum. HINS VEGAR gefa atburðir síðustu vikna lítið tilefni til slíks. Ekkert lát er á sókn Rússa, sem nú eru við bæj- ardyr Þýzkal. sjálfs. Gefur það tilefni til þess, að minn- ast myndánna, sem'Göbbels lét dreifa út um heim allan fýrir einum þrem árum. Þær sýndu rússneska fanga, sem hinn sigursæli þýzki her hafði tekið í hinni heiftarlegu leiftursókn. Það var hópur töt'ralegra aumingja, skólaus- if, rifnir, óhreinir, væntan- lega lúsugir og með afbrigð- um ógáfulegir á svipinn. — Við hlið þessa lýðs stóðu svo hinir snyrtilegu aríar, sigur- vegararnir. Göbbels hafði gaman af að sýna þjóðinni svart á hvítu, hvers konar lubbar það væru, sem „yfir- þjóðin“ væri nú að lumbra á, Evrópu til bjargar. Að sjálf- sögðu geta menn farið nærri um, hvar þessar myndir voru tilbúnar, eða að minnsta kosti er næsta ólík- legt, að slíkur tötralýður hafi rekið hina hraustu úrvals- sveitir „yfirþjóðarinnar" alla leið frá Volgubökkum til Austur-Prússlands. HIN HRAÐA framsókn banda- manna í Frakklandi gefur einnig nokkra bendingu um það, að styrjöldin geti ekki dregizt svo mjög á langinn, enda fullyrða margir, sem þessum málum eru kunn- astir, að henni verði lokið á þessu hausti, eða minnsta kosti fyrir áramót. Þjóðverj- ar reyna að klóra í bakkann, þeir vita sem er, að banda- menn munu ekki að þessu 'sinni leyfa þeim að halda heim með her sinn, án þess að hafa gersigrað hann í or- ustu eða að hann hafi gefizt upp skilyrðislaust. Þeir muna 1918. ÞJÓÐVERJAR munu senni- lega berjast af hinu mesta harðfengi, eins og þfeir hafa svo oft gert í þessari styrj- öld. Göbbels mun kveðja saman alla verkfæra menn til herþjónustu og láta menn spenna sultarólina eftir föng- um. Þá mun svifflusprengna- árásunum verða haldið áfram eða auknar. Gera má ráð fyrir, að hershöfðingjunum þýzku sé ljóst, að Þjóðverj- ar tapi, en þeir munu samt ekki gefast upp, ef að líkum lœtur. ALÞÝÐtfBLAÐIÐ 3 *" 1 ■■■■—■■ .. i i i ■ ■ ■ '■ ■ i —— —« — Ný sókn í Rússfandi: Þeir sækja vestur af Pskov og voru í gær komnir um 25 km inn fyrir landamærin. HrskaSegar skriS- drekaorustur vió landamæri Austur- Prússlands. SEINT í gærkvöldi fréttist, að Rússar hefðu hafið mikla sókn vestur af Pskov og brotizt inn' í Eistland á 60 km. breiðu svæði'Og hafa sótt fram 15—20 km. inn í landið. Við landamæri Austur- Prússlands geisa hrikalegar skriðdrekaorrustur, einhverj ar mestu það sbm af er styrj- öldinni. Þjóðverjar gera þar hvert gagnáhlaupið á fætur öðru, en hefir orðið litið á- gengt. Rússar sækja einnig fram í áttina til Riga. iRússar Ibeita miklu liði í hinni nýju sókn sinni og fara hrátt yfir. í gær tóku iþeir um 200 iþorp og íbyggð iból. Við Byalistok sækja Rússar einnig fram, þrátt fyrir harð- fengilegt viðnám Þjóðverja, sem verða fyrir miklu mann- tjóni og hergagna. Það er Model marskálkur, sem stjórnar vöm- um Þjóðverja á þessum slóðum og gera hermenn hans mörg og snörp gagnáhlaup. Á nokkrum stöðum hafa Rússaf orðið að láta undan síga. Ungir sem gamlÝ’ vinna nú að því að byggja virki á götum úti í Königsberg, aðalborginni í Austur-Prússlandi, að því er sagt var í fréttum seint í gær- kveldi. . í Varsjá berjast Pólverjar af miklu harðfengi, en hafa orðið að hörfa nokkuð í einum borg arhlutanum, enda gerá Þjóð- verjar allt sem þeir geta til þess að uppræta herflokka þessa. Rússar hafa enn brotizt yfir Weichsel á nokkrum stöðum, þrátt fyrir heifarlegt viðnám Þjóðverja. Minnkar um olíu Japana. TQi ANDAMENN hafa enn sent risaflugvirki sín til árása á olíunámur og olíuhreins unarstöðvarnar í Palembang á Sumatra. Hafa geysilegar skemmdir orðið þar af hinum tveimur árásum bandamanna undanfarna daga. Úr olíunni þarna er unninn mikill hluti þess flugvélabenzíns, sem Jap- anar þimfa á að halda. Það er nú upplýst, að skemmd ir hafa orðið á skipasmíðastöðv um, verksmiðjum og öðrum mannvirkjum í Nagasaki í Jap- an eftir árásina á miðvikudag. Alger sigur eða ekkeri. Hér sést Eisenhcnver, yfirlhérshöiðingi bandamanna í Hrak-klandi, gefa falihljfarhermönnum dagskipan, áður en þeir stiga upp í .fiugvélina, ssm á að flytja þá yfir stöðvar Þjóðverja. Bandamenn náðu Nanfes og Ángers algeriep á siff vald i gær Skæóaí ' sóksi bandamaeina noróur af Le Mans í áttlna til Caen. 13 ORGIN Nantes, sem stendur skammt frá Loire-ósum *“** og Angers, sem er lengra inni í landi, féllu herjum bandamanna algerlega á vald i gær. Áður hafði verið til- kynnt, að skriðdrekasveitir hefðu ruðzt inn í úthverfin en Þjóðverjar verðust vasklega Eandaríkjamenn vir&ast nú einkum beina sókn sinni í norð- urátt frá hinni mikilvægu borg Le Máns til Caen. Þeir tóku borgina Alencon í gær, en hún er vestur af Chartres og um það bií miðja vegu milli Le Mans og Caen. Annars virðast Banda- ríkjamenn ætla að sækja í þrjár áttir frá Le Mans: Til Caen, austur tií Orleans og suður til Tours, en fáar fregnir hafa enn sem komið er, borizt a£ þessum viðureignum. Stalin: Pólland á að vera öil- ugl lýðræðbríki. ODKOLAJCZYK, forsætis- ' * ráðherra Pólsku stjórnarinn ar í London er fai’inn frá Mioskiva áleiðis til 'London eftir að thafa átt viðræður við Stalin. 'Stalin lýsti yfir því, að hann óskaði, að Pólland verði öcflugt lýðræðisríki að styrjöldinni lp-k inni. * Þjóðverjar segjasl yflr gela Florens. Til þess að hlífa borg inni víð skemdum. JÓÐVEÍRJAR tilkynntu í gær, að þeir hefðu yfirgefið Flórens, til þess að forða borg- inni frá skemmdum, eins og þeir orða það. Saka þeir bandamenn' um að skjóta á borgina, en fréttaritarinn Talbot, sem þarna dvelur, segir ihins vegar, að ibandamenn hafi aldrei skotið af fallbyssucm á hana, en það hatfi Þjóðverjar hins vegar gert. Óvíst þótti í gær, hvort Þjóð- verjar hefðust ekki enn við í norðurúihverfuim iborgarinnar. Að öðru leyti er afstaðan iþama óbreytt, neana hvað Pól- verjar á Adríahafsströnd hafa sótt lítið eitt fram og náð á sitt vald hæð nokkurri og þremur ónefndum (þorpum. Churchíll á Ítalíu. TILKYNNT vax í London í gær, að Clmrchill forsæt- isráðherra væri kominn til Ítalíu. Frekari upplýsingar voru Ítrlíu til viðræðna við æðstú herforingja bandamanna þar. Þjóðverjar verjast enn í Brest, St. Nazaire og Lorient, ; en bandamenn hafa slegið hring urn þessar borgir og munu Þjóð • verjar vart eiga sér undankomu auðið. Þjóðverjar verjast og á einum stað í St. Malo. Brezkar hersveitir hafa víkkað brúar- sporðinn á ánni Orne og tekið bæinn Thury-Harcourt, sem er að vísu lítill, en hefir mikil- væga þýðingu, sakir legu sinn- ar við ána. DAGSKIPAN MONTGOMERYS. f dagskipan, sem Montgo- mery hershöfðingi birti í gær, sagéi hann m. a.t .,Her okkar er ágætur. Bantíaríkjamenn, ar og Frakkar eru hraustir hermenn.“ Hann kvað Cher- bourgskaga allan og meiri hluta Bretagne vera á valdi bandamanna og 100 000 fangar hefðu verið teknir og mörg hundruð þorp og bæir gengið Þjóðverjum úr greipum. Hann sagði, að allur horfur væru á, að miklum liðsafla Þjóðverja yrði gereytt, ef hann gæfist ekki upp. Flugvélar bandamanna gerðu í gær hverja árásina á fætur annarri á ýmsar stöðvar i Frakk lanái og Þýzkalandi og var þeim beint gegn olíugeymslu- stöðvum. Meðal annars fóru margar Liberator- og Mustang flugvélar til árása á borgirnar Strassfourg, Múhlhausen og fleiri borgir í Elsass-Lothringenn. Einnig varl ráðizt á margar aðr ar franskar borgi, svo sem ar franskax iborgir, svo sem Rouen, Tours, stöðvar við París Loks var ráðizt á Berlín og varpað niður miklu magni þungra sprengna.v •Við Caen sjálfa hafa foanda- menn enn sem fyrr óhemjuyfir- fourði í lotfti. Auk sprengjuáxás- anna, sem gerðar voru á foorgir og aðrar stöðvar í Frakklandi og Þýzkalandi, voru orrustuflug vélarnar sifellt á sveimi og léð- ust í sífellu á herflokka og birgðalestir Þjóðverja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.