Alþýðublaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 5
ALfrVmiBlUM-W 5 iLaugardagur 12. ágúst 1944 Um rangfærslur örnefna. — ÓvandaSa meðferð ís- lenzks máls og einkennis bókstafir bifreiða í Hafnar firði. — Ekki réttur tónn. HKUMUR Á HORNINU sendir mér þetta bréf um rangfærsl- ur örnefna: „Hvar og hvenær, sem ritað er um rafmagnsvirkjunina iijá Syðri-Brún í Grímsnesi, er hún nefnd „Sogsvirkjunin‘‘; en þar er virkjaður Ujósifoss í Ölvisá; SogiS er enn óvirkjað. Ölvir hefur sá heitið, er fyrstur byggði við „vatnið fiskisæla“. Við hann er nafn vatnsins kenní, svo og jarS- arinnar, þar sem hann bjó, og ár- innar frá vatninu til sjávar. Nafn faefur breytzt þá er alþing var við það sett.“ „SÉRNÖFN eru á köflum árinn- ar, ltaflinn milli Ölvisvatns (nú Þingvallavatns) og Úlfljótsvatns heitir S o g ; neðar, þar sem áin er lygn og breið, er kafli hennar nefndur Álftavatn. Ölvis(ár)sveit var lengi frá Nesjum til Þorláks- hafnar (báðar jarðir meðtaldar), og lá þá Ölvisá næstum í hálfhring um sveitina. í síðari tíð hefur sá hluti Ölvissveitar (nafnið snemma stytt í Ölvis, nú fram borið Ölvus), •sem er fyrir aftan Grafn- ing, verið skilinn frá, og er nú sú sveit nefnd ,,Grafningur“! En Grafningur heitir skor sú, sem gat an austnorðan í .Grafningshálsi liggur eftir. — Rarjnalegt, þá er forn og góð örnefni eru færð úr lagi, eða snúið í villu.“ ENNFREMUR segir bréfritarinn: „Oft er nú í greinum (og aug- lýsingum) í blöðunum, svo kauða- legt mál, að raun er að sjá. Hér er •sýnishorn úr grein: „Það má með •sanni segja þ a ð , að Magnús leggi ■sig allan fram um þ a ð , að koma í veg fyrir þ a ð , að æðstu óskir þegng hans rætist.“ Hér er „ þ a ð “ óþarft alls staðar, og að eins til málspillingar. Málsliðurinn verður lögulegri (og tapar engu) sé öll „það “-orðin strykuð út! Og r.margt er þessu lík.t.“ HAFNFIRZKUR BIFREIÐA- STÓRI skrifar: „Mjög mikil ó- ánægja ríkir meðal okkar hafn- firzkra bifreiðastjóra út af því að einkennisbókstafur bifreiða okkar skuli vera sami og sýslunnar, Gull- bringu- og Kjósarsýslu, — G —. Finnst okkur hálf napurt að kaup- staður okkar, sem er þriðji stærsti bær landsins, skuli ekki hafa sér- •stakan bókstaf fyrir bifreiðar sín- ar, eins og allir aðrir kaupstaðir.“ ; „EF TIL. VILL má segja, að sama máli sé að gegna um Akur- eyri, þar eð Eyjarfjarðarsýsla öll hefur sama bókstaf og Akureyri — A —, en þó finnst mér það ekki sambærilegt, því að í fyrsta lagi er langmestur hluti A-bíla frá Ak- ureyri, og í öðru lagi er þar not- aður upphafsstafur Akureyrar- kaupstaðar, svo að allir sem sjá bíl merktan —■ A — telja hann véra frá Akureyri.“ „ALLT ÖÐRU MÁLI er að gegna um Hafnarfjarðarþílá, Eng- inn maður, sem sér bíl merktan — G — getur séð, hvort hann er úr Hafnarfirði eða ekki. Það er ekki einu sinni’ svo vel að Hafnar- fjarðarbílar fái að hafa sín nr. í röð, t. d. frá 1—200, heldur eru þau á öllum hundruðunum eða frá 1—500. Bíll' nr. G-7 getur verið frá IJafnarfirði, G-8 af. Seltjarn- arnesi, G-9 frá Álafossi, G-470'’frá Hafnarfirði, G-471 úp Grindavík, G-472 af Kjalarnesi o. s. frvs“ „ÞEGAR NÝJU umdæmismerk- in komu fyrir nokkrum árum, reiknuðu auðvitað allir með því; að Hafnarfjörður fengi sérstakan bókstaf, og.þá með allri sanngirni — H —, eins og aðrir kaupstaðir, sem allir hafa ’ sína upphafsstafi (nema Alcranes, sem fékk kaup- staðarréttindi eftir þetta, en þá fékk Akranes um leið sérstakan bókstaf, fyrír sína bíla, — E —. Hafði áður bókstaf sýslunnar, — M —). Gera mætti ráð fyrir að Hafnarfjörður færi ekki ver út úr því með miklu fleiri bíla.“ „EN SVO varð samt eklii, eins og kunnugt er, heldur fékk Húna- vatnssýsla, sem er miklu bílafærri, þann staf, en Hafnarfjarðarkaup- staður varð að gera sér að góðu að fá staf með mörgum öðrum. Nú er það von okkar hafnfirskra bifreiða stjóra, að við fáum sérstakan bókstaf fyrir okkar tæplega 200 bíla. Um aðra tæka bókstafi en T eða O er ekki að ræða, og mætti notast við annan hvorn þeirra. Kæmi þetta í framkvæmd héldu að sjálfsögðu allir iþeir, sem hafa nr. fyrir neðan 200 sínum gömlu nr., en hinir fengju þau nr. sem á milli vantar.“ . “ L ÖGREGIj US TJ ÓRINn'“ hí ingdi til mín í gær og kvartaði undan þeim tón, sem ég hafði látið’ koma fram í því, er ég hafði eftir honum fyrir nokkrum dögum, enda kvaðst hann ekki hafa mælt sem þeirra •orða, er ég haÆði eftir honum. Tónninn var minn. Vil ég ekki undir neinum kringumstæðum rangfæra orð lögreglustjóra og þyk ir mjög miður, ef ég hefi gefið almenningi rangar hugmyndir um álit hans á þeim málum, sem um var rætt: Hannes á horninu. 11—13 ára vantar til S.Z gæta barns, þótt ekki vær nema nekkra tíma á degi hverjum. GóS kiör. — A. V. Á. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLÁÐINO Herflutningar Á imynd þessari sjást'iherflutningar: ibándamanna frá innrásarsvæðinu á Frakklandi inn í landið. Herflutnin'gar bandamarma fiá ströndinni til vígvallanna eru látlausir, enda gefur iþað að skilja, að mikinn útbún ð puiii til nsss að ösyja orrustur þær, 'sern þar eiga sér stað EG MAN ekki nákvæmlega, hvar þetta gerðist, en það hlýtur að haí'a verið einhvers staðar í Bosníu suður við landa mærin. Barizt hafði verið um þorpið, svo að þar var nú fátt manna í likingu við það, sem fyrrúm var og meginhluti þess í rústum. Herdeild okkar átti að hafa þar nokkurra daga viðdvöl til þess að fá notið nauð synlegrar hvíldar. Við urðum að finna einhver húsaskjól fyr- ir þá af mönnum okkar, sem voru aldurimignir eða : sjúkir. Félagar minir komu mér fyr- ir í litlu húsi. Þar var og fjár- hús, hlaða og lítill matjurta- garður. Húsinu var skipt í GS.EIN ÞESSI, sein er eftir Vladimir Nazor og hér þýdd úr tímaritinu World Digest fjallar um gamla konu í Júgóslafm, sem gengur í lið méð skæruliðunum eftir að þeir hafa gist þorp hennar. Greinin bregður upp Ijósri mynd af afstöðu fólksins í Júgóslafíu til mannanna, sem veita þýzka innrásarhernum viðnám annars vegar og kjör- um skæruliðanna hins vegar. En þrátt fyrir hörmungarnar, sem Júgóslafar verða að þola, er þar eigi aðeins um að ræða viðnám dreifðra flokka heldur almenna baráttu fólksins. tvennt. Fremra herbergi, þar 'sem' arininn var, og innra her- bergi, þar sem kindurnar voru hýstar á vetrum, en konurnar og börnin sváfu u.m þetta leyti árs. Karlmennirnir voru allir á braut. Ég átti einn að ráðast til dvalar í húsi þessu, en við fórum þó sex þangað inn, kald- ir og illa á okkur komnir. Við námum staðar við arininn og hugðumst ylja okkur. En hann ’reyndist kaldur eins og steinn- inn. „Kondu, kveiktu upp í arn- inum!“ sögðum við við ungu konuna, er var auðsýnilega móðir drengsnáðans, sem stóð við hlið hennar og ungbarnsins, er gamla konan vaggaði í svefn úti í horni. Ilún starði á okkur sljóum augum. Okkur duldist ekki, að þvi fór alls fjarri, að hún fagnaði komu þessara ó- boðnu sesta. „Við höfum ekkert brenni“, svaraði hún. ,,Það verður pð ^ra út 'í skóg' og höggva við til þess að hægt sé að kveikja upp eld.“ Gamla konan reis á fætur og kom til okkar. Ilún var gömul, *mjög gömul, mögur og lotin og nær tannlaus. Hún var næst- um því sköllótt og tötraleg mjög' til fara. „Hlauptu út í skóg, Lazar minn, og sæktu brenni“, sagði hún við drenghnokk’ann. ,,Þú . veizt, hvar það er að hafa.“ Að svo mæltu sneri hún sér að okkur, raðaði nokki'um stól- um framan við arininn og mælti: „Fáið ykkur sæti og verið hjart anlega velkomnir.“ . Þess varð skammt að biða, að eldur brynni glatt á arni og við sætum framan við hann og lét- um fara sem bezt um okkur. „Jæja, bara að maður hefði nú eitthvað að drekka!“ varð einhverjum okkar að orði. „Við eigum enga mjólk!“ flvtti tengdadóttirin sér að segja. Gamla konan spratt þegar á fætur. „Víst . eigum við mjólk!“ hrópaði hún. „Farðu með vögg- una inn í hitt herbergið, Ruza, og kom þú með mér, Lazar.“ Skömmu síðar kraumaði mjólkin yfir eldinum an okkur. Við seildumst niður í bakpokana okkar ti.1 þess að taka fram nesti okkar. Gamla konan spratt þegar á fætur á nýjan leik og hraðaði sér að sækja allt það, sem hún átti og taldi okkur með þurfa. Brátt var hún aftur kominn inn til okkur, og þegar við tókum að spjalla saman, var hún ófeimin að leggja orð í belg. „Já, ég get ekki annað en vor- kennt ykkur skæruliðunum, sem verðið að ferðast á næt- urnar gegnum skóginn, hungr- aðir og þyrstir og það í þessu veðri. Ég skal láta ykkur allt það í té, sem ég hef fram að bjóða, já, að rnér heilli og lif- andi, og ég vona, að þið látið svo lítið að þiggja það, sem fram er reitt, þótt fátæklegt sé. Þið eruð þó aldrei nema dauð- legir menn, trúi ég.“ Hún bað- aði út hÖndunum og ræddi þann ig við okkur fram og aftur. Rödd hennar var djúp og höst. ur og gekk að mér. Húr horfði hvasst í andiit mér o^ mælti því næst: „Þú ert gamall maður, vinui kær!“ „Satt er það, móðir góð, en þó er ég þér mun yngri.“ „Það má vel vera, en ég er heldur e'kki meðal skærulið- anna. En það ert þú, sem ert þó svona gamall og hrumur. Þetta vérður þitt síðasta.. Ég sé ekki betur en þú sér í slitnum skóm og skjóllitlum fötum. Það er ekkert vit í þ-ví fyrir þig að fara svona út í skógana, þótt það geti ef til vill gengið í þétt- býlinu. Það er ekki eins og þú sért ungur og fílhraustur. Hvað an kemur þú annars?“ „Ég kem langt að. Utan frá ströndinni.“ ,,Ha, ströndinni? Ég ber nú lítið skyn á það, hvað það er. Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.