Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 3
3»riðjudagur 15. ágúst. 1944. ALÞmiUÐ|{» Bandamenn loka undanhaldsleið 7. þvzka Eisenhower spáir stórviðburðum í þessari viku Segir bandamenn munu vaida Þjóð- verjum geysilegu tjóni EISENHOWER . yfirhers- höfðingi birti í gær dag- sMpan til allra deilda innrás arhersins og hvatti þær til þess að taka á öllu, sem þær ættu til. Eisenhower kvað ailar sveitir innrásarhersins hafa unnið ágætlega saman og sýnt hina mestu hreysti í bardögum og bæri hann enn sem fyrr fyllsta traust til þeirra. Eisenhower sagði, að nú væri komið tækifæri, langþráð tækifæri til þess að valda þýzka hernmn geysi- legu tjóni, og það tækifæri , yrði að grípa í skyndi. Hann ,'hvatti sérhvern flugmann til j þess að ráðast á óvinina, hvern sjómann til þess að láta engan komast imdan sjóleiðis og að flytja nægar birgðir til landhersins og loks hvatti hann sérhvern hermann til þess að sjá um að enginn fjandmaður kæmist undan öðruvísi en í fangabúðir. Ekk ert tækifæri mætti láta ónot- að. Að lokum sagði Eisen- hower: Ef til vill verður þessi vika einliver hin sögulegasta sem af er þessari styrjöld, sig urírík fyrir bandamenn, en óheillavænleg fyrir Þjóð- verja. Sússar halda áfram hersins f Wormandie De Gaulle hvefur frönsku fjféð- * ina til al risa gegn óvinunum Látlaus loftsókn bandamanna gegn sam- göngukerfi hjóðverja RRIJSSAR halda áfram só'kn inni til Austur-Prússlands x>g í gær tilkynnti Stalin, að þeir hefðu itekið borgina Osowiec, rammgert virki Þjóðverja, um 58. km. frá landamærunum. Þar með ihafa þeir rofið varnarkerfi Þjóðverja á þessum slóðum og er taka Iborgarinnar talin mjög mikilvæg. Þlá halda Rússar áfram sókn- inni á landamærum Eistlands Oig Lettlands og eru nú um það bil miðja vegu milli Pskov og Eystrasalts. / (hurchill ræddi við ÞAÐ er nú tilkynnt, að Churchill hafi rætt við Tito á Ítalíu, svo og forsætisráð- herra júgóslavnesku stjórnar- innar í London. Tito ræddi einnig við forsætisráðherra Júgóslava u mmálefni þjóðar- innar og er ;sagt í fréttum, að þær tunræður hafi farð fram í fullri vinsemd. Viðræðum þessum verður haldið áfram. T T RIKALEGUSTU bardagamir, sem enn hafa verið háð- ir, síðan handamenn gengu á land í Frakklandi geisa nú við Falaise, en þar hefir 1. kanadíski herinn byrjað stór- sókn, studdur aragrúa flugvéla og skriðdreka. Aðstaða 7. þýzka hersins, sem innkróaður er þarna, er talin vonlaus. Hann á sér aðeins eina undankomuleið, milli Falaise og Argentan, sem nú hefur verið umkringd, en bilið er nú að- eins 18 km. breitt og hrengist óðum. I gær áttu Kanadamenn um 5 km. ófarna til borgarinnar. Samtímis vom gerðar heift arlegar árásir á samgönguleiðir Þjóðverja að baki víglínunni og má heita, að umferð sé stöðvuð. De Gaulle og bráðabirgðastjóm franska lýðveldisins hef- ir í sambandi við hina nýju stórsókn, birt ávarp til frönskú þjóðarinnar, þar sem 'hún er hvött til þess að rísa gegn ó- vinunum og valda beim öllu bví tjóni, sem hún má. I ávarp- inu er nánar tiltekið, hvernig íbúum hinna ýmsu landshluta beri að haga sér, Tveir nýir herir berjiast ,nú með bandamönnum á þessum slóðum, 2. skriðdrekafylki Frakka, undir stjóm Leclercs hers- höfðingja og 3. herinn ameríski, sem kom frá Bretagneskaga. Þúsundir flugvéla styðja he'ri bandamanna í þessari hamslausu sókn og eiga Þjóðverjar mjög í vök að verjast. Bandamenn fóru að áskorun j Eisenhowers og hófu á 'hádegi í gær stórkostlega sókn, sem miðar að því að gereyða 7. her Þjóðverja, sem innikróaður er á þröngu svæði í Normandie. Fyrsti herinn kanadíski rudd- ist fram á 4 km. breiðu svæði í áttina til Falaise-borgar, en sú borg er talinn ,,lykillinn“ að undankomu Þjóðverja. Fyrst fóru fjölmargar flugvélar af ýmsum gerðum og réðust á stöðvar Þjóðverja. Yoru þetta einhverjar mestu loftárásir, er þarna hafa verið gerðar. Stóðu loftárásirnar í tvær klukku- stundir samfleytt. Þá var teflt fram ógrynni skriðdreka og fall byssna og segja fregnritarar, að Þjóðverjar háfi nær blindast af blossunum og ærzt af gnýnum. Kanadamenn beittu einnig reyk sprengjum til þess að hylja sig og gátu fótgönguliðar sótt fram. Þjóðvérjar voru sem lamaðir, segir einn fregnritarinn og flýðu sem mest þeir máttu til næstu og síðustu varnarlínunnar við borginá. Sótíu Kanadamenn þarna fram um 5 km. Samtímis þessu sóttu Bretar fram að öðr- um fy lkingararmi þeirra, en Bandaríkj amenn frá Argentan. Síðar komu mörg hundruð stórra, brezkra sprengjuflug- véla til skjalanna til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverj- ar i-eyndu að gera gangáhlaup. Ekki varð vart við þýzkar flugvélar svo teljandi væri. Allt samgöngukerfi Þjóð- vei’ja, sem nota mætti til þess að flytja herlið og gögn á vett- vang er í megnasta ólestri af völdum loftárása bandamanna. Sagt er, að fyrir norðaustan París hafi járnbrautarsamgöng ur lagzt niður með öllu. Meðal annars er þess getið, að á einni viku hafi bandamenn eyðilagt 900 eimreiðir Þjóðverja og um 5000 járnbrautarvagna í loft- árásum. ÁVARP DE GAULLES De Gaulle og bráðabirgða- stjórnin franska birtu áskorun til Frakka, þar sem þeir eru hvattir til þess að rísa upp gegn Þjóðverjum. Eru þeir hvattir til þess að gera verk- föil og tefja á allan hátt vinnu í verksmiðjum og hvar sem er. De Gaulle skorar á menn að styðja frelsisvinina. Til íbúa Bretagne og Normandie bein- ir hann þeim orðum, að þeir skuli ráðast á Þjóðverja, hvar sem þeir fyrir finnist og þá, sem búa í grennd við Loire, h'Vetur hann til þess að reyna eftir mætti að hindra það að Þjóðverjar geti flutt her sinn norður á bóginn til Parísar. í- búar við landamæri Spánar eru hvattir til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar komizt inn yfir landamærin. Þá vekur það athygli, að yf- irmaður setuliðs Þjóðverja í Marseille hefir látið þau boð út ganga, að þeir, isem ekki hafi nauðsynlegum störfum að sinna skuli hverfa á brott úr borg- inni. Lausafregnir herma, sam- kvæmt spænskum heimildum, að Þjóðverjar séu farnir að flytja her sinn frá landamær- um Spánar norður á bóginn. Þeir gefast upp I -WÖÆ*.lilíöl' Hér sjiást þrír þýzkir hermenn, sem gáfust upp í rústum St. Lo í Normiandie. Á eftir þeim kernur amerískur hermað- ur, sem gætir Iþeirra. NYJU HERIRNIR Bandamönnum hefir sem fyrr segir, bætzt tveir nýir herir til banáttu við hið innikróaða lið Þjóðverja í Normandie. 3. amer- íski herinn er annar. Hann tók mik.inn þátt í bardögunum á Bretagne, ert var síðan sveigt norður á bóginn að baki Þjóð- verjum. 2. íranska skriðdreka- herfylkið ér skipað mönnum, sem ‘hafa haft aðsetur í Algier. Leclerc herslhöfðingi, yfinmaður þeirra, gat sér mikinn orðstír, er hami fór með herdeild sína frá Mið- Afríku um 2400 km. vegalengd titi þess að berjast með bandamönnum. Þykir hann hinn vaskasti hermaður og snjall hershöífðingi. tHörð loftsókn banda- manna á hendur hélt áfram í gásr og amerískar frá Bret- T OFTSÓKNIN ■®-^ Þjóðverjum af fullum krafti fyrrinótt. Stórar sprengj uf lugvélar landi réðust meðal annars á iðnaðarstöðvar í Ludwigshafen, Mannheim og Stuttgart, en um 750 amerískar sprengjuflug- vélar frá Ítalíu réðust á hafn- armannvirki og skip í Genúa og ýmsar stöðvar Þjóðverja í Marseille og Toulon í Suður- Frakklandi. Þá var og gerð hörð hríð að járnbrautarmannvirkjum í Avignon. Yon Paulus skorar á þýiku þjóðina að sfeypa Hitler Segir, að styrjöldin sé orðin tilgangslaust blóðbað VON PAULUS miarskálkur, sá er stjórnaði þýzka setulið- inu í Stalingrad og var tekinn höndum, ávarpaði í gær þjóð sina í útvarpið frá Moskva. Hann komst meðal annars svo að orði, að þýzka þjóðin yrði að losa sig ,við Hitl- er, ef nokkur von ætti að vera um björgun, þýzku þjóðinni til handa. iStyrjöldin er orðin tilgangslatxst blóðbað, sagði von Paulus, og Þjóðverjar hafa ekkert varalið, sem þeir geta teflt fram til þess að rétta hlut sinn á neimun víg- stöðvum. Hrakfarir Þjóðverja eru mest að kenna herstjórn Hitlers og meðferð sú, sem hann hefir látið þjóðirnar í her- teknu löndunum sæta, hefir skapað hatur og andúð. Hann b r bví ábyrðina á tilfinningum þeim, sem þessar þjóðir bera til ÞjóSverja nu, Eina ráðið til þess að bæta úr þessu böli er að losna við Jlitler cg koma á nýrri sfjórn tij þess að þýzka þjóðin geti lifað áfram innan nm aðrar þjóðir. — J Ávarp þetta hefir vakið geipilega athygli, þar eð von Paulus hefir ekkert látið til sín taka í stjómmálum og ekkert hefir heyrzt frá honum í 18 mánuði. 19 þýzkir hershöfðingjar \ I taka undir áskorun þessa, en þeir eru allir í Moskva. Ann- ar þýzkur hershöfðingi, Franek (?) að nafni hefir birt svip- aða áskorun og var hann hvassyrtur mjög.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.