Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 15. ágúsi. 1944. A^YÐyBl* Bandaríkjamenn hafa mikið yndi af því að efna til hvers konar samkeppni — ekki hvað sízt fegurðarkeppni bvenna. Mærin á mynd 'þessari, sem heitir Connie Pecora sigraði fyrir skömmu í fegurðarsamkeppni kvenna í Boston og hlaut nafníbótina ,/Miss vict’ory“ (sigurdís) Boston'borgar. Pólland framtíðarinnar Frfci. aí 5. aí&u. Og enda þótt málefnasamning- ur sá, sem náðst hefir með flokk um þessum, sé þannig, að þar ■sé mest áherzla lögð á þau atriði sem flokkarnir eru allir sam- mála um, er hann þó hinn merki legasti, hvað varðar stefnu og starf Aljþýðuflokksins í framtíð- inni. Hann er sem sé líklegur til þess að verða grundvöllur að aukinni samvinnu verkamanna og bænda. En það er augljóst mál, að til þess að unnt verði að koima jþeim þjóðfélagslegu um- bótum á, sem nauðsynlegar eru og hér ihefir verið á minnzt, hlýt ur samvinna bænda og verka- manna til að koma. Og Alþýðu- flokkurinn er þess fullviss, að samfylking þessi- muni orka .miklu til aukins skilnings á nauð ,syn samvinnu bessara tveggja meginstétta Póllands.“ „Fyrir tuttugu árum var Pól- land bitbein þriggja stórvelda og pólska þjóðin bjó við hin kröppustu kjör. í dag er pólska þjóðin hins vegar sjálfstæð og stríðandi þjóð, þrátt fyrir her- rtámið. Pólverjum hefir að sjálf sögðu orðið margt á á liðnum árum og öldum. En dðast liðin tuttugu ár hefir hún sjrnt og sannað, að hún er þjóö, sem má sín mikils og verðskuldar að teljast til frjálsra og fullvalda ríkja. Pólverjar eru sú þjóð, sem Hitler réðst fyrst á, en jafnframt urðu þeir fyrstir allra þjóða til þess að veita herskör- um hans viðnám í stað þess að verða við kröfum hans eins og tíðkazt hafði til ársins 1639. Og Pólverjar eiga sér þá ósk æðsta að verða máttug þjóð, er fái notið öryggis og farsældar í kom andi framtíð. En til þess að svo mogi verðn, er nauðsynlegt að breytt verði um þjóðskipulag á Póllandi. Það má ekki hverfa aftur að því skipulagi, sem ríkti fyrir stríð, því að það myndi valda því, að pólska þjóðin mætti sín lítils og sæi ekki hina langþráðu drauma sína rætast. Það er því skoðun vor og trú, að örlög Pól- lands séu samslungin qriögum hinnar miklu félagsbyltingar, er hlýtur að raska viðhorfunum frá því fyrir stríð og valda þátta skiptum í sögu þjóðarinnar. Verkamenn og bændur hljóta að efna til náinnar og markvissrar samvinnu og taka völdin í sínar hendur í stað þess að una forsjá þeirra manna, sem styðj- ast við skrifstofubákn og blek- iðju annars vegar og herinn hins vegar. Þetta er sá vegur, er pólska þjóðin hugðist velja sér fyrir aldarfjórðungi. Vér telj- um oss túlka þessa afstöðu vora og skoðun bezt með því að end- urtaka ávarp þjóðstjórnarinnar frá því hinn 7. nóvember árið 1918: 1 „Pólska þjóð, lát það verða hlutverk hinna styrku og vinnu hrjúfu handa þinna að frel'sa land þitt og fá| kynslóðum fram tíðarinnar í hendur máttugt og frjálst föðurland." Slík var rödd þess Póllands, sem reis úr eldi og ógn heims- styrjaldarinnar fyrri. Og hún er og rödd Póllands framtíðarinn- ar. íiANNES Á HORNINU af 5. síðu. landsjóöi, a. m. k. að einhverju leyti.u „EFTIB AÐ BRÚIN var byggð, sagði raesti ritstj. þeirra tíma, (faðir forsetans);; að undirbúnings- sa^a Ölfusárbrúarinnar, væri ..raunasaga aumkunarverðs áræð- isleysis og smásálarskapar“, og hann sagðist hafa þá öruggu von og cannfæringu, að landið eigi þá framtíð fyrir höndum, að komandi kynsíóðir, muni eiga toágt með að skilja í jafnlítilsigldum hugsunar- hætti sem þeim, að þurfa um 20 ár að hugsa sig um, að brúa eina á fyrir 60—70 þús. kr.“ „HÉR DEILIR Björn á þá seku í þessu efni, þ. e: íslendinga, og það mega firn heita, að stórt blað, og forráðamenn sögulegrar sýning- ar, skuli vera að halda á lofti sögu legum ósannindum í þessum gömlu brúarmálum.11 Aðalhluti meistaramóh Frh. af 4. síðu. setti á þjóðhátíð Vestmannaeyja í byrjun þessa mánaðar, áður en langt um líður, þó að ekki yrði af því að þessu sinni, og Torfi og Þorkell eigi efalaust báðir eftir að geta sér mikinn orðstír sem stangarstökkvarar. Er það illt til frásagnar, að Reykjavíkurfélögin skuli svo að segja enga rækt leggja við stang arstökkið, sem er hin glæsileg- asta íþrótt, og Vestmannaeying ar og Hafnfirðingar eiga þakkir skyldar fyrir áhuga sinn fyrir henni. En stangarstökkið þyrfti að æfa hér mun meira en gert er, því að enn er árangurinn í því mun lakari en viðunandi er eins og bezt sést á því, hversu framfarirnar hafa verið sorglega litlar síðustu fimmtán árin. í þrístökki varð Skúli Guð- mundsson meistari, og stökk hann 13.61 metra, sem er gott aifrek, enda þótt hann eigi enn nokkuð í land að hnekkja meti Sigurðar Sigurðssonar, sem er hið prýðilegasta afrek. Annar varð Jón Hjartar, sem stökk 13.39 metra og þriðji Halldór Sigurgeirsson, Á., - sem stökk 12.62 metra, en hann náði þriðja sæti éftir harða keppni við Þor kel Jóhannesson, er var þreytt- ur eftir stangarstökkið. IV. í köstunum bar Gunnar Huseby, K.R. höfuð og herðar yfir aðra keppinauta sína að vanda, enda er hann mestur afreksmaður okkur á vettvangi íþróttanna. Sigraði hann í öll- um þeim geinum, sem hann keppti í, og mjög glæsilega. Hann kastaði kúlunni 15.40 metra, sem er aðeins 10 senti- metrum styttra en hið ágæta met hans. Annar í kúluvarp- inu varð Jóel Kr. Sigurðsson, Í.R., sem kastaði 13.55 metra og þriðji Þorvarður Ámasori, UJ.A., er kastaði 13.0)1 metra, en það er nýtt Austfjarðamet. Gunnar kastaði kringlunni 43.20 metra, sem er 26 senti- metrum lakara en íslandsmet- ið. í beggja handa kasti setti svo Gunnar nýtt íslandsmet og kastaði kringlunni þannig 73.34 metra. Annar í kringlukastinu varð Ólafur Guðmundsson, í. R. Kastaði hann 38.81 metra. Þriðji varð Bragi Friðriksson, K.R., er kastaði 37.89 metra. Sleggjunni kastaði Gunnar 36.83’ metra, en annar varð Simon Waagfjörð, K.V., er kastaði 35.31 metra og þriðji Helgi GuÖmundsson, K.R., sem kastaði 35.10 metra. Keppnin í spjótkastinu var einhver hin harðasta og skemmtilegasta á móti þessu, enda áttust þar við allir snjöll- ustu spjótkastarar landsins. Árangur varð hins vegar lak- ari en vonir stóðu til, enda voru allar aðstæður hinar verstu. Meistari varð Jón Hjartar, K.R., sem kastaði 50.95 metra, og er þetta í fimmta sinn, sem hann verð- ur meistari í spjótkasti. Annar varð Tómas Árnason, U.Í.A., er kastaði 49.68 metra og þriðji Jóel Kr. Sigurðsson, Í.R., sem kastaði 48.83 metra. Verður gaman að sjá þessa þrjá menn keppa í spjótkasti- síðar, því að allir munu þeir geta náð mun betri árangri, ef aðstæð- ur eru skaplegri en var að þessu sinni. V. Eins og getið var um í upp- hafi þessarax greinar, setti þátt taka utanbæjarmannanna mik- inn svip og góðan á meistaramót ið. Það amá og með sanni segja, að þeir hafi gert góða för. Hafn- firðingar fengu einn meistara, sem jafnframt setti nýtt glæsi- legt líslandsmet, svo og annan mann í 100 metra hlaupi á á- gætum tíima, þriðja mann í stangarstökki og fjórða mann í þrístökki. Vestmannaeyingár fengu tvo fyxstu menn í stang- arstökki og annan mann í sleggjukasti. Austfirðingar fengu annan mann í 200 metra hlaupi, annan mann í hásitökki, annan og fjórða mann í spjót- kasti og þriðja mann í kúlu- varpi. 'Efalaust hafa utanlbæjarmenn að flestu leyti Reykvíkingum erfiðari aðstöðu til íþróttaiðk- ana. Ýmsar keppnir meistara- móitsins vixtust og benda til þess, að aðkomumennirnir væru verr æfðir en keppinautar iþeirrá úr Reykj avíkurfélögunum, enda gefur það að skiilja, Iþegar að því er gætt að aðstaða íþróttamanna úti á landi til æfinga, svo og at- vinnuskilyrði þeirra, tonvelda þeim tnjög ilþróttaiðkanir. Menn, sem vinna sveitavinnu eða sækja sjó, eiga þess að sjálf- sögðu mun erfiðari kost að iðka fþráttir en menn, sem vinna reglufbundinn vinnutíma árið' um kring og þurfa ekki að eyoa orku sinni við erfiðisvinnu. En j frammistaða utanibæjarmanna á meistaramótinu, færir mönnum vissulega heim sanninn um það, að íþróttamennirnir utan af landi verðskulda það fyllilega, að lögð sé áherzla á það að bæta starfsskilyrði þeirra eftir föng- um. Og afrek Hafnfirðinga, Vest manniaeyinga og Austfirðinga mættu vissulega verða ungum mönnum annarra kaupstaða og fjórðunga hvöt þess að æfa í- þróttir og mœta til móta þeirra, sem efnt er til. Efalaust eru fyr- ir hendi iþróttamannaefni á ísa- firði, Akureyri, Siglufirði, Aikra nesi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi eigi síður en í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og á Austfjörðum. Og það er mikils um það vert, að þessi íþróttamannaefni fái notið sín og komi fram á sjónai'sviðið, því að vissulega er ástæða til þess að ætla, að því fleiri mikl- ir afreksmenn kömi fram því fleiri sem iðka íiþróttir. Bezta afrek þessa meistara- móts var kúluvarp Gunnars Huseby, sem gefur 966 stig sam kvæmt finnsku stigatöflunni. 'Næst var afrek Skúla Guð- mundssonar í hástökkinu, sem gefur 960 stig, iþá langstökk | Olivers Steips, sem gefur 825 stig, kringlukast Gunnars Huse- | iby, sem gefur 803 stig og loks 100 metra hlaup Finribjörns IÞorvaldssonar, er gefur 787 stig. Þannig eiguim við nú að minnsta kosti fjórum íþrótta- mönnum á að skipa, sem væru fyllilega hlutgengir til keppni við íiþróttamenn annarra þjóða, og má því vissulega vel una. Á þessum aðalhluta meistara mótsins fékk K. R. sjö meistara, en iháfði áður fengið þrjá. í. R. fékk sex og Fimleíkafélag ‘Hafnarf jarðar og Knattspymufé lag Vestmannaeyja einn hvort. K. R.. er iþví það íþróttafélagið, sem má sín langsamlega mest, en auk þess sem það át'ti flesta keppendur og sigurvegara þessa móts, eru tveir mestu afreks- mienn okkar á vettvangi íþrótt- anna úr hópi þess. Glímufélagið Ármann ihafði stjórn meistaramótsins á hendi og fórst hún um flest veí úr hendi. Dómarar og starfsmenn virtust flestir leysa stai-fa sinn vel af hendi. Þó gat ég ekki varizt því, að undrast þá ráð- istöfun, að í sta-ng arstökkinu skyldi vera hækkað úr 3.40 upp í 3.50, enda gaf það ekki góða raun. Ekki virtist heldur úr vegi, að sömu menn gengdu ekki alltaf sömu störfum á öllum mótum, enda kemur einhvem tíma að 'því, að þeirra njóti ekki lengur við, og væri !því ekki Gardínufau á kr. 2,50. Silkisokkar 4,45 ísgarnssokkar 5,60 Sumarkjólatau 8,25 Nærfatasett 12,70 Brjósthaldarar 7,70 Sokkabandabelti .... 20,50 Barnasokkar 3,40 Barnabuxur 7,50 Barnasloppar ...... 19,50, Taft 7,20 D Y N G J A Laugaveg 25. Vikureinangrun ávallt fyrirliggjandi. Vikursleypan, Lárus Ihgimarsson Sími 3763. úr vegi að gefa eftirmönnum þeirra einhvem kost á því að láita hlutaðeigandi störf til sín taka, áður en þeir, sem nú bera hita og þunga dagsins, eru állir. Sé skipt um, -gefst og tækifæri til samanburðar um starfshæfni, sem ávallt hlýtur að verða freim ur til heilla en Ófarnaðar.. Næsta (Érjálsíþróttamót 'hér í Reykjavík verður háð 3. sept- emiber, og er það septemíbermót- ið svonefnda, og verði árangur- inn |þá áþekkur og á allsherjar- mótinu og nú á meistaramótinu, má vænta þaðan mikilla og góðra tíðinda. En nú í vikunni verður bæjakeppni Hafnfirð- inga og-Vestmannaeyinga háð í Hafnarfirði, og mun þar ýrnissa spá, að þar verði um skemmti- Iega og tvísýna keppni að ræða. Verði veðurskilyrði hagfelld, .má jafnvel vænta þess, að þar sé von nýrra meta. Helgi Sæmúndsson. Skipshöfn gefur Vinnu heimilissjóði berkla- sjúklinga 2590 kr. NÝLEGA hafa S. í. B. S. bor- izt eftirtaldar gjafir: Þrír ballar af ull frá bónda í Borgarfirði, sem ekki vill láta nafns síns getið. Frá skipshöfn- inni á b/v Skallagrími 2525.00 kr. Frá Guðbjörgu Jónsdóttur 1.00.00 kr. Safnað af Guðbjörgu Jónsdóttur 200.00 kr. Safnað af Önnu Eyjólrsdóttur, Flateyri 280.00 kr. Frá Rögnu (áheit) 240.00 kr. Frá N. N. (sent í pósti 10.00 kr. Frá N. N. (áheit sent í pósti) 250.00 kr. Frá vini, til minningar um Konráð Guð- mundsson 50.00 kr. Frá vini, til minningar um Jónu G. Guð- mundsdóttur 50.00 kr. Frá vini, til minningar um Karl R. Matt- híasson 50.00 kr. Fyrsta flokksmótið hefst í kvöld kl. S með leik milli Knattspyrnufélags Akraness og Víkings. Verður bara þessi eini leikur í kvöld, en annað kvöld leika í. R. og Knattspyrnufélag Hafnarfjarðar. Hefst leikurinn kl. 8. . .. ... *1 „ i '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.