Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 5
J»riðjudagur 15. ágúst. 1944. AU»Ý!DURIA«MÐ ioesr v \ '' *>?Ö! — )* Um Ölfusárbrú og sögu hennar segir glöggur maður nokkur orð að gefnu tilefni. Brennandi flugvél varpar sprengjum. Á mynd þessari sést eitt af hinið háfi í væng þess af völdum skothríðar úr loftvarnabyssum ir Berlínariborg, enda jþótt kvik :m fljúgandi virkjum bandarnanna varpa sprengjum sínum yf- Þjó&verja Pólland framtíðarinnar, LÖGGUR MAÐUR, sem man lengra en til síðustu daga, skrifar mér eftirfarandi bréf, og vil ég gefa honum orðið í dag: „Alveg má það furðulegt heita, að sjá því haldið fram hvað eftir ann- að, að konungur Dana og danska stjórnin hafi sýnt okkur íslending- um óvild eða jafnvel fjandskap í sambandj við byggingu brúarinn- ar yfir Ölfusá. Morgunblaðið hefur verið drýgst að hamra á þessari staðlausu vitleysu.“ „ÞEGAR BRÚIN var 50 ára 1941, sagði blaðið: „Saga þessa brú armáls er táknræn fyrir sögu þjóð- arinnar. Hin erlenda stjórn, sem þá hafði ítök í framkvæmdum landsmanna, taldi, að hin fátæka þjóð mætti vart rísa undir þeim útgjöldum.“ Og nú nýlega segir það í ritdeilu við Jónas Guð- mundsson: „Hvort var það alþingi ■eða konungsvaldtó, sem vann í umboði íslenzku þjóðarinnar þeg- ar konungur synjaði staðfestingar á Ölfusárbrúarlögunum?“ En út yfir tekur þó, þegar farið er að sýna þennan þvætting sem stað- reynd á sögulegri sýningu, en á sögulegu sýningunni í Mennta- skólanum, sem nýlega er lokið, var sýnd mynd af ræfilslegum manni er stóð í keng, og spurði ámátlega (sjálfsagt danska valdið), „Megum við byggja brú yfir Ölfusá?“ „ÞESSI SPURNING getur ekki hafa átt að tákna anriað, en það sama og Morgunblaðið hefur hald- ið fram, hvað eftir annað, og mað- ur stendur undrandi yfir því, ef hinir sögufrhðumenn, sem fyrir sýningunni stóðu, vita ekki hið sanna og rétta í þessu málí.“ Lítum á sögu Ölfusárbrúarinnar, samkv. þéim beztu beimildum, sem til eru- (Alþingistíðindunum), í sem allra stytztu máli. 1872 hreyföi séra Hannes Stephensen því fyrstur allra manna, að byggja brýr yfir Ölfusá og Þjórsá, á þingmálafundi að Stórólfshvoli. 1873 lét danska stjórnin samkvæmt ósk landshöfð- ingja o. fl., danskan verkfræðing skoða brúarstæði á báðum ánum og gera áætlun um hvað brýrnar kostuðu." „LEYSTI HANN starf sitt vel af hendi. Áætlaði hann að Ölfus- árbrúin kostaði 80 þús. kr. en Þjórs árbrúin 88 þús kr. eða samtals kr. 168 þús. 1877 eru brúarmálin fyrst flutt inn í alþingi. Þingið vildi þá sýna þá rausn, að lána Árnes,- Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýsl- um 150 þús. kr. til að byggja brýrn ar fyrir, með vöxtum, og gegn sér- stökum tryggingum. Sýslurnar höfnuðu boðinu. Treystu sér ekki til, og álitu sér ekki skylt, að binda sér svo þungan bagga.“ „ÞINGIÐ VILDI 1879 ekki lána nema aðeins 100 þús. kr. til að byggja báðar brýrnar, og áttu nú fleiri sýslur að borga lánið. Hækk- un upp í 150 þús. kr. var felld í efri deild með jöfnum atkv. Þegar stjórnin (danska) bauð verkið út, vildi vitanlega enginn byggja brýrn ar fyrir þessa fjárhæð (100 þús. kr.), og af því að þessi lög voru með öllu óframkvæmanleg af þess- ! um ástæðum, áð féð var of lítið, fengu þau ekki konungsstaðfest- ingu. Óvilji og smásálarskapur al- þingis 1879, varð þess valdandi, að brúarmálunum var ekki hreyft á þingi 1881.“ „1883 FLYTUR séra Magnús Andrésson (síðar á Gilsbakka, fað- ir Péturs bankastjóra), frv. um brú aðeins yfir Ölfusá, á landsjóðs kostnað. Sagði hann í framsögu- ræðu sinni, að eftir þingið 1879, hefði danska stjórnin ,,eigi verið aðgjörða laus. Hún leitaði eftir til- boðum í Skotlandi, Danmörku og Svíþjóð, í brúarsmíðið, en án ár- angurs, af því að meira verð var sett upp á brýrnar en 100 þús. kr., er stjórnin hafði til umráða.“ Frv. séra Magnúsar var fellt í neðri deild með 13 atkvæðum gegn 9. 1885 felldi n. d. alþingis frv. Þorláks bónda í Fífihvammi um brú yfir Ölfusá, með 12 atkv. gegn 11.“ „1887 VORU LÖG um brú yfir Ölfusá loksins samþykkt af alþingi, með 26 atkv. gegn 7, enda hafði þá orðið sú íhikla breyting é þing- inu frá 1885, að rúmur helmingur þingmanna frá því ári var horfinn, og nýir menn, komnir í staðinn. Lög þessi voru þó mjög ófullkomin að því er fjárhæðina snerti (veitt- ‘ar voru 60 þús. kr. til að byggja brúna, 40 þús. úr landsjóði og 20 þús: lán úr jafnaðarsjóði með 414 % vöxtum til Árnes- og Rangárvalla- sýslna), því ómögulegt 'reyndist að fá tilboð í að byggja brúna fyr- ir þessa fjárhæð — lægstu tilboð- in voru 65—70 þús. kr. — Stóð svo um skeið, að brúarlögin fengu ekki konungsstaðfestingu, af því að þau ætluðu að reynast óframkvæman- leg eins og 1879, vegna aðgerða al- þingis. Þegar allt var að fara í strand, af þessum orsökum, tók Tryggvi Gunnarsson að sér að byggja brúna fyrir 60 þús. kr., „fyrir bænastað þeirra“ (manna), er annast var um að brúin yrði byggð. Tapaði Tryggvi á verkinu, en fékk það endurgreitt síðar úr Frh. aí 6. síðu. tí INN 15. dag ágústsmánað- ar árið 1943, gerðist næsta mikilvægur atburður í Póllandi. Fjórir stjórnmálaflokkar, sem til samans mynda pólska þingið, er starfar með leynd, gerðu þá með sér samning um stjórnmála legt og fjárhagslégt samstarf, unz hægt væri að efna til frjálsra kosninga í landinu. Flokkar þessir munu alls njóta fylgis átta af hverjum tíu kjós endum í Póllandi. Þessir fjórir stjórnmálaflokkar stýðja eigi aðeins pólsku stjórnina í Lund- únum — eins og þeir hafa gert frá. öndverðu — heldur bera þeir ábyrgð á stefnu hennar og starfi. Hver e^r þáttur pólska Alþýðu flokksíns og verkalýðssamtak- anna í þessu samstarfi? Eintök af leyniblöðunum 'pólsku hafa borizt til Lúndúna eigi alls fyr ir löngu, og þar er um þetta rætt. Samstarfsflokkar þessir eru Alþýðuflokkurinn, Bænda- fiokkurinn, Kristilegi verkalýðs filokkurínn og Þjóðernisflokk- urinn. Allir voru flokkar þessir í andstöðu við ríkisstjórn þá, sem isat að völdum á Póllandi f jnrir stríð. En utan við samiband þetta standa ,,Sanacajarnir“, sem voru stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar, er var við völd á Póllandi á árunum 1926— 1930, og Frjálslyndi Þjóðernis- sinnaflokkurinn, sem hefir num- ið starfsaðferðir sínar og mál- flutning af nazistum. — Eitt af leynilblöðum pólskra jafn- aðanmanna kemst þannig að orði urn samfylkingu þessa og viðhorf þau, sem hér um ræð ir: „Reynsla sú, sem stjórnmála- viðburðir liðinna tíma hafa fær.t oss að höndum, svo og skilning- ur á viðhorjlum framtíðarinnar, hefir valdið því, að stjórnmála- flokkar þessir hafa efnt til sam fylkingar þeirrar, er hér um ræðir. Framtíðin mun færa oss sigur lýðræðisins. Þeir stjórn- málaflokkar einir munu eiga sér framtíð, sem starfa á lýð- REIN ÞESSI, sem er eft- ir pólska jafnaðarmanna foringjann Adam Ciolkosz og þýdd úr ameríska vikublað- inublaðinu The New Leader, fjallar um samfylkingu hinna fjögurra pólsku stjórnmála- Elokka, er styðja pólsku stjórn ina í Lundúnum og elja sig bera ábyrgð á stefnu hennar og starfi. Jafnframt gerir greinarhöfundur grein fyrir því, hver séu framííðaráform pólska Alþýðuflokksins, og hvað Pólverjum beri að gera til þess að geta vænzt mikill- ar og farsællar framtíðar. ræðisgrundvelli og vinna að því, að Pólland verði voldugt lýðræðisríki.“ En því fer f jarri, að jafnaðar- mennirnir pólsku teli sig hafa með þessu náð markmiði því, er þeir hafa sett sér. Þeir hvika hvergi frá fyrri stefnumálum sínum, þótt þeir hafi gerzt aðil- ar að þessari samfylkingu hinna umbótasinnuðu stjórnmála- flokka Póllands. Málgagn þeirra Wolnose (Frelsi), sem kemur út mánaðarlega, kemst að orði á þessa lund: „Pólski Alþýðuflokku inn var fús til þess að gerast aðili að þessari samfylkingu og fallast á málefnasamning þann, er stjórn málaflokkarnir gerðu með sér. Hann stefnir að því, að Pólland megi verða frjálst og sjálfstætt og efnt verði til félagslegrar nýskipunar með hinni pólsku þjóð, sem byggð sé á grundvelli lýðræðisstefnunnar. Þet a eru tvö markmið, sem eru þó vissu- lega nátengd hvort öðru. Pólski Alþýðuflokkurinn og verkalýðs hreyfingin getur því aðei'ns starf að, að Pólland verði frjálst og sjálfstætt í framtíðinni. Hins vegar getur Pólland því aðeins orðið voldugt ríki í Evrópu framtíðarinnar, að það verði sterkt lýðræðisríki. Alþýðuflokk urinn pólski gerir sér þessglögga grein, að viðreisnin á Póllandi eftir stríðið getur engan veginn reynst farsæl og auðnurók, ef hún á aðeins að vera endurreisn þjóðskipulags kapitalismans. Þegar innrásarherinn hefir ver- ið hrakinrí brott . af pólskri grund, verður ekki hjá því kpm izt, að mörgu því verðí ger- breytt, sem var fyrir 1939, er styrjöldin hófst.“ Það, sem aðallega vakti fyrir Alþýðuflokknum, er hann gerð ist aðili að samfylkingu þessari og féllst á málefnasamning stjórnmálaflokkanna, var það að fá það staðfest, að þjóðskipu lag kapitalismans skyldi ekki stutt til valda að nýju, svo og að einkarekstur stórfyrirtækja og stórfelldar jarðeignir ein- stakra manna þekkist þar ekki. Verksmiðjur þær, sem Þjóðverj ar ráða nú yfir, skulu þjóðnýtt- ar eftir að landið hefir endur- heimt sjálfstæði sitt. En til þess að unnt verði að koma þessari breytingu á, verðá verkalýðs- samtökin að sjálfsögðu að verða mjög máttug og vel skipulögð. Þjóðin sjálf mun kveða upp úr- slitadóm um það, hvaða stefna skuli tekin í stjórnmálum og fjármálum, þegar unnt verður að efna til almennra kosninga í Póllandi á nýjan leik. Það er hin eina afgreiðsla þessa máls, sem er í samræmi við stefnu lýð ræðisins. — Hver sú nýskipun, sem til verður efnt, verður að styðjast við öruggan meirihluta ltjósenda í landinu. Allt annað væri einræði og brot á sjálfsögð um mannréttindakröfum. „Að samfylkingu þessari standa fjórir stjórnmálaflokkar, sem ná til allra þjóðfélagsstétta. Þeir eru skipaðir verkarnönn- um, bændum, menntamönnum, iðnaðarmönnum og millistétta- mönnum. Vér vitum, að þessa flokka greinir á um margt, og oss kemur ekki til hugar að loka augunum fyrir þeirri staðreynd. Framhald á 6. síðu. Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardag§ kl. 9—12 f. h. Alþýðuflokksfólk ufan af landi, sem til bæjarins kemur, er vinsamiega beðið að koma til viðtals á fiokks- skrifsfofuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.