Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.08.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. ágúst. 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bœrinn í daft Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10-—13.00 Hádegisútvarp . 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Préttir. 20.30 Erindi: Barátta Germana og Slava um Evrópu, II. (Sverr ir Kristjánsson sagnfræðing ur). 20.55 Einsöngur (frú Sigríður Sig urðardöttir frá Akranesi): a) Dalvísur eftir Árna Thor steinsson. b) „Ljúfur óm- ur“ eftir Bortniansky. (c ,,Þú ert móðir vor kær“ eft- ir Lange-Möller. d) Lof- söngur eftir Beethoven. 21.10 Hljómplötur: a) Klarinett- kvintett eftir Holbrook. b) kirkjutónlist. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Leikir þriðja flokksmótsins, sem byrja áttu í gærkveldi, var frestað af sérstökum ástæðum, en fara fram á fimmtudagskvöldið kl. 7.30. Leika þá Fram og Víkingur og KR ogiValur. Lagfæring. Eins og prófarkalestur á íslenzk um bllöðum gerist nú á dögum, væri fráleitt sanngjarnt að fást um prentvillurnar í grein minni hér í blaðinu á laugardaginn. En marg- ar voru þær. Tvær eru svo þkað- legar að ég get ekki látið þær ó- lagfærðar. I Ameríku er bókaút- gáfa ennþá svo mikil að varla væri umkvörtunarefni þó að við fengj- um ekki nema aðra hvora bók, er prentuð er. Ég hafði skrifað pöntuð, ekki prentuð. Líka hafði ég skrifað, að það væri ekki ólík- legt, að Ameríka sæi brýnni þörf annars staðar en hér, þegar loks verður unnt að hjálpa hinum kúg- uðu þjóðum. Þessu var snúið við, og ég látinn segja hið gagnstæða. Sn. J. Sextíu ára afmæli á í dag, 15. ágúst, Árni Magnús- son, Fríkirkjuvörður, Freyjugötu 25 E. Agúsf Jósefsson sjöfugur Kominn heim Karl Jónsson læknir. I Plastic-vörur: Ávaxtahnífar 1,25 Smjörhnífar 1,25 Kökuhnífar 3,25 Tertuspaðar 4,00 Kökuspaðar 3,25 Salatsett 1 ; 3,25 Tesíur 1,25 K. Einarsson & Björnsson ■ AGÚST .J ÓSEFSSCXN heil brigðisfulltrúi varð sjö- tugur í gær. Hami er einn af þekktustu hrautryðjenduni alþýðuthreyfingarinnar hér í bænum og var um áratuga skeið'í fremstu röð forystu- manna hennar. Sat hann í bæjarstjórn Reykjavíkur sem fulítnúi Aiþýðuflokksins í 16 ár og var kosinn bæjarfuli- trúi fyrstur ailra Alþýðu- flokksmahna. Hann gekk í prentarafélagið árið 1905 er hann kom heim að afloknu prentnámi í Danmörku, 1907 gekk hann í Dagsbrún og í báðum. þessum félögum var hann í fremstu röð í fjölda ár og gengdi í þeim báðum belstu trúnaðarstöðum. Hann átti sæti á sambandslþingum frá því fyrsta og þar til fyrir nokkrum lárum, í Fulitrúaróði verikálýðsfélagan.na var hann Dg í stjórn Allþýðusamibands- ins átti hann sæti mjög lengi. Ágúst Jósefsson er fæddur að Belgstöðum á Akranesi, en ár- ið 1880 fluttist hann hingað til» Reykjavíkur og vann ihér al- genga verkamannavinnu. Um skeið starfaði hánn við Hótel ís- land, en 1890 byrjaði hann að læra prentiðn. 5 árum síðar fór , hann svo til framíhaldsnáms til ! KaUpimannahafnar og þar drakk I hann í sig hugsjónir jafnaðar- ! stefnunnar, sem þá voru að ryðja sér til rúms í Danmörku, en prentarastéttin ihefir alla tíð verið ein af helstu forvígisstétt- um þeirra hugsjóna. Árið 1918 lét hann af störfum sem prent- ari og var þá skipaður heilbrigð -isfulltrúi í Reýkjavík og því starfi gegnir hann enn. Það ár vann hann störf sem lengi eru í minnum höfð, en þá var hanh bjargvættur og hjálparhella mikils fjölda sjúklinga, sem tóku spönsku veikina. Eins 'Og að líkum lætur hefir Ágúst Jósefsson komið mjög við sögu allra þeirra mála sem snert hafa alþýðuhreyfinguna. Hefir hann til dæmis næstum frá fyrstu tíð átt sæti í stjórn Al- þýðuíbrauðgerðarinnar og einn- ig í stjórn Stórafejóðs, .slysasjóðs verkalýðsféiaganná, sem þús- undir verkamanna hér í ,bænum hafa notið góðs af. Það getur engum til hugar komið, se'm sér Agúst Jósefsson að þar sé á ferðinni sj'ötugur maður, gvo léttur er hann á fæti og unglegur. Hann er og allt af glaður og kátur og hróku-r alls. fagnaðar, en slíkir menn eldast oftast vel. Hann er enn i fullu fjöri og prýðilega starfshæfur, enda gengur hann daglega að störfum sínum eins og ungur væri. Það mun og vera óhætt að segja að leitun mun vera á manni sem nýtur jafn óskoraðs trausts og álits samverkamanna sin'na og hann og hefir hann þó til dæmis haft samstarf við mik inn f jölda verkamanna á úrnliðn um áruim. Það var og einmitt þetta sem á sínum tíma, iþegar alþýðuhreyfingin átti erfiðast uppdráttar, gerði ’hann að sjálf- kjörnuim forystumanni -— og þó að gagnrýni dyndi oft í þá daga á forystúmönnunum ekki síður en nú, iþá tók Ágúst henni með glöðu 'brosi og vinsemd, svo að gagnrýnin Ihjaðnaði eins og dögg fyrir sólu. Allþýðan í Reykjavik á Ágústi Jósefssyni mikið að Iþakka — Hún er heldur ekki búin að gleyma því. Allir vinir Ágústs Jósefsson- ar og samverkaimenn óska hon- um ihjartanlega til hamingju með afmæli hans og þakka hon- um allf sem hann hefir unnið fyrir samferðamenn sína. VSV. Ágúst Jósefsson. Meisfsramóf f.S.L Framhald af 2. síðu kringlunni þannig 73.34 m. Fyrra metið, sem Gunnar átti einnig, var 71.11 m., sett í fyrra. 100 metra hlaup. Finnbjörn Þorv., í. R. 11:3 sek. Oliver Steinn, F. IJ. 11.4 sek. 110 metra grindahlaup. Skúli Guðm., K. R. 17.4 sek. Brynj. Jónss., K. R. 19.7 sek. ' . . " '\ : • • ' ' ; Sleggjukast. ’ Gunnar Huseby, K. R. 36.83 m. Símon Waagf jörð K. V. 35.31 m. Helgi Guðm., K. R. 35.10 m. Stangarstökk. Guðjón Magnúss., K. V. 3.40 m. Torfi Bryngeirss., K. V. 3.40 m. Þork. Jóhanness., F. H. 3.40 m. Afrek þeirra Torfa og Þorr kels eru nýtt drengjamet. Fyrra drengjametið var 3.33 m., sett af Torfa á þjóðhátíð Vestmannaeyja í byrjun þessa mánaðar. 400 metra hlaup. Kjartan Jöh.„ Í. R. 52.3 sek. Brynj. Ingólfss., K. R. 53.5 sek. Árni Kjartansson, Á. 54.9 sek. Tími Kjartans er hinn sami og mettimi hans frá því á alls- herjarmótinu 12. júlí s. 1. Þrístökk. Skúli Guðm., K. R' 13.61 m. Jón Hjartar,' K. R. 13.39 m. Halld. Sigurgeirss., Á. 12.62 m. Áður hafði verið keppt í boð- hlaupum og fimmtarbraut. K. R. vann boðhlaupin og Jón Hjartar, K. R. firnm+— ina. Éftir er að keppa í tíu kíló- metra hlaupi og tugþraut, en þær keppnir fara fram n. k. mánudagskvöld og þriðiudass- kvöld. K. R. hefir að loknum þessuin aðalhluta meist?’-- ins fengið tíu meistara, í. R. sex, og F. II. og K. V. einn hvort. GJímuíelagið Ármann hafði stjórn mótsins á hendi. Mikill fjöldi áhorfenda sótti mótið báða dagana. Feiðafélag: fslands biður pátttakendur í 8 daga ferð inni vestur á Breiðafjörð og Barða strandasýslu um að taka farmiða fyrir kl. 6 þriðjudaginn 15. þ. m. í skrifstofunni Túngötu 5, verða annars seldir þeim næstu á bið- lista. Föðursystir mín, Ænbnía Jónsdóttir, sem' lézt 7. þ. m., verður jarðsungin fimmtudaginn 17. þ. m. Jarðarförin hefst kl. 1 frá heimili hennar, Njálsgötu 76. Athöfn- inni í kirkjunni verður útvarpað. F. h. ættingja. Sigríður Valdemarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför öiafs Pétyrs Svelnssonar. Vandamenn. verða Þvottalaugarnar lokaðar frá miðvikudeginum 16. ágúst og út vikuna. ‘ \ ' 'v ' ' ’’ w ’ '"’W* *”"**''*• ' BæJarverkfræÓingur För forsetans 1 Frh. af 2. síðu. ið heim til bæjarfógeta. í barnaskólahúsinu hélt bæjar- stjórnin forseta kaffisamsæti, og héldu meðal annarra ræð- ur bæjarstjóri, forseti bæjar- stjórnar og alþingismenn sýsl- unnar. í skrúðgarði bæjarins ávarpaði forseti síðan mann- fjöldann. Lítil stúlka afhenti honum blómvönd, og söngkór söng. Kl. 17 steig forseti á skipsfjöl og var kvaddur með söng og húrrahróum. Til Seyðisfjarðar kom for- seti á sunnudagskvöld kl. 19. Var gengið undir fánum að húsi bæjarfógeta. Þar hélt bæjarstjóri ræðu, en forseti svaraði. Söngkór söng. Síðan heimsótti forseti bæjarfógeta, en að því loknu var gengið til kvöldverðarveizlu, er bæjar- .stjórn og sýslunefnd héldu í barnaskólahúsinu. Ræður héldu bæjarstjóri, bæjarfógeti, Karl Finnbogason, Vilhelmína Ingi- mundardóttir, Björn Hallsson að Rangá, Gunnar (funnarsson rithöiundur, Gísli Helgason í Skógargerði, Halldór Jónsson, og Gunnl. Jónasson, forseti bæjarstjórnar. Hófinu var lok- ið um miðnætti, og gekk þá forseti til skips. Skoriur á skófafnaði Frh. af 2. síðu. hafa staðið svo klukkustundum skiþtir við dyr verzlananna, en orðið að fara heim án þess að ná í nol^kuð, halda því fram, að sumar konur komi með fullt fangið af þessari nauðsynja- vöru. Og það er vitanlega illt. En það er heldur ekki hægt að áfellast verzlunarfóllcið eða skó kaupmennina. Er þó alveg brýn nauðsyn á því, að þeir seni þess um málum ráða athugi alla möguleika á því að finna ein- hverja lausn, því að ástandið er bókstaflega óþolandi. Sundkeppni milli Péf- urs Eirékssonar og átta Siglfirðinga Frá fréttaritara Alþýðu- iblaðsins á Siglufirði í gær. ITILEFNI af því, að átta ár eru liðin frá því að Pétur Eiríksson syniti frá Drangey til lands, var efnt til sundkeppni í sundlaug Siglufjarðar. Synti Pétur þar 1500 metra á móti átta Siglfirðingum. Sveit Sigl- firðinganna synti vegarlengd- ina á 27 mínútum og 44 sekúnd um, en Pétur varð 28 mín. og 52,3 sek., sem er góður tími. Ahorfendur munu hafa verið um sex ihundruð. Að afloknu sundinu, hylltu áhorfendur sundkappann o.g sundmennina með ferföldu húrrahrópi. í gærdag var ’haft orð á þrví við Pétur Eiríksson, hvort hann mundi ekki fáanleg- ur til þess að synda yfir Siglu- fjörð einhverntíma í sumar, og tók hann vel í það. Pétur hefir einnig fullan Ihug á því að mæta áttmennin'gunum aftur innan skamms. Mikill áhugi hefir ver- ið fyrir sundi í sumar á Siglu- firði. Viss. flvítar BLÚSSUR úr Satini og prjónasilki koranar áftur. H. Toff. SkólavörOustíg 5. Sími 1035. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.