Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐtO Fimmtudagur 17. ágúst 1044, Hefur hann kastað hanskanum? Olafur Thors varar sjálfstæðis- menn við dagblaðinu Yísi. Blaðíð, sem þykist vera vinveitt Sjálf- stæðisflokknum en er það ekki! SJÁLFSTÆBföFLOKRURINN heldur um þessar mund- ir héraðsmót fyrir kjósendur sína á ýmsum stöðum á landinu. Síðastliðinn sunnudag hafði flokkurinn héraðsmót að Ölver í Vatnaskógi og mættu þar menn af Akranesi, úr Reykjavík, úr Borgarfirði og jafnvel víðar að. Meðal ræðumanna á héraðsmótinu var formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors. Deildi hann í ræðu sinni lítið sem ekki á andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, en ræddi stjórn málaviðhorfið almennt og þá fyrst og fremst þá miklu nauð- syn, sem hann taldi vera á því að alþingi gæti myndað aðra ríkisstjórn. Það vakti mjög mikla athygli, að formaðurinn varaði kjósendur Sjálfstæðisflokksins mjög eindregið við dagblaði, sem þættist vera vinveitt Sjálfstæðisflokknum en væri það ekki.. • Skyldu allir að formaðurinn átti við dagblaðið Vísi, sem undanfarið hefir gagnrýnt Morgunblaðið, sem allt af er hergmál af formanni Sjálfstæðisflokksins. Tveir rifhöfundar í sfríði úf af hifaveifukrana! Halldór Hiljan Laxness og Sigurg. Einarsson Kiljan sigraði fyrir dómaranum og fékk um- ráð yfir hinum umdeilda krana! BORGARFÓGETI kvað nýlega upp úrskurð í deilumáli, sem staðið hefir milli tveggja rithöfunda hér í bænum Halldórs Kiljans Laxness og Sigurgeirs Einarssonar, en deilan stóð um bað, hvort H. K. L. ætti að hafa aðgang að hitaveitustillum hússins, sem hann leigir í hjá Sigurgeiri Einarssyni, Vesturgötu 28. Vildi Sigurgeir auðsjáánlega spara hitann við kollega sinn, en hann aftur á móti kulvís- ari en hinn aldni stórkaupmaður, sem mjög hefir skrifað um heimskautafarir og aðrar svaðilfarir. Um tutfugu nýjar landbúnaðar- vélar fil reynslu væntanlegar fil landsins. Verða vélar þessar sióan fluttar inn \ stórum stsl, reynist þær hentugar. Viðtal við Jóhannes Bjarnason vélaverkfræðing. Nýlega er Jóhannes Bjarnason vélfræðingur kominn heim frá Ameríku, en þar hefir hann dvalið undanfarið til þess að kynna sér, hvað fáanlegt sé vestra af vinnuvél- um, sem hentugar væru til landbúnaðar hér á landi, og til að festa kaup á slíkum vélum til reynslu, svo að hægt verði fyrst að fá vi'ssu fyrir því að hvaða gagni þær koma. Síðan munu vélar þessar keyptar til landsins í stórum stíl, ef þær reynast hentugar. Festi Jóhannes kaup á um tuttugu vélum sem væntanlegar eru til landsins í haust og í vetur. Er hér um mjög merkilegt og athyglisvert mál að ræða, sem alla þjóðina skiptir miklu máli. Borgarfógeti gaf Halldóri Kiljan Laxnes sigur í málinu, og fær hann aðgang að stillin- um. Málsatvik eru í stórum drátt um þessi: Með húsaleigusamningi dags. 22. apríl 1940 tók H. K. L. á leigu húsnæði á efri hæð í húsi S. E. á Vesturgötu 28 hér í bænum. Var þar meðal annars svo um samið, að hitunartæki hússins skyldu vera í góðu lagi, en húsið var þá hitað með kola- kynntri miðstöð, og hélst það þar til æð úr hitaveitu Reykja- víkur . var lögð í miðstöðvar- kerfi hússins seint í desember s. 1. Var þá stillum fyrir heita vatnið til hússins komið fyrir í herbergi þar, sem miðstöð- varketillinn var. Frá því að H. K. L. flutti í mtverandi íbúð sína, hefir S. E. ekki lagt honum önnur hit- % unartæki en miostöð þessa. Meðan miðstöð hússins var kynnt með kolum sá S. E. um kyndingu hennar, að undan- skiidum fáum dögum næst áð- ur en hitaveitan var lögð inn, en þá einn af leigjendum húss— ins. Á þessu virðist miðstöðvar- herbergið jafnan hafa verið op- ið, en ókunnugt er um, hvort leigjendurnir hafa gengið þar um og haft hönd í bagga með kyndingunni. Um það leyti, sem vatni frá Hitaveitunni var veitt í húsið setti S. E. loku fyrir herbergi það sem stillarnir fyrir heita- vatnið eru í og meinaði með því H. K. L. aðgang að þeim. Skömmu síðar komst þó á sam- 'komulag um að H. K. L. fengi frjálsan aðgang að stillunum til að byrja með unz fyrstu reikningar fyrir húsið kæmu frá Hitaveitu Reykjavíkur. Sá H. K. L. um stillingu á hitavatnsleiðslunni til hússins frá því að áðurnefnt samkomu- lag náðist þar til um mánaða- mótin maí og júní s. 1., að S. E. læsti herberginu sem stillarnir voru í og meinaði honum þannig aðgang að þeim. Frá því að þetta gerðist, virðist heitu vatni mjög sjaldan hafa verið hleypt á miðstöðvarkerfi hússins. Frh. á 7. s£8u. Jóhannes Bjarnason fór héð- an 24. júní í vor til New York og hafði aðsetur sitt í skrifstöÆu aðalræðismanns íslands þar á meðan hann divaldi vestra. Það- an koanst hann í samiband við allar iþær verksmiðjur í Banda- ríkjunum og Kanada, sem fram leiða landbúnaðarvélar, þær, sem til greina gátu komið, að keyptar yrðu til íslands. Eftir nokkrar bréfaskriftir til verksmiðjanna, komst Jóhannes að því að ennþá er smíðað nokk uð af mörgum þeim vélum, sem hann hafði hug á. Mapgar vél- arnar höfðu þó ekki verið fram- leiddar frá því að stríðið hófst, og hafa því verið ófáanlegar lengi, og leit ilia út um útvegun þeirra. En hinar stærri verk-' 'smiðjur vissi Jóhannes að rnundu geta skrapað saman eina eða tvær vélar af hverri gerð í ’ vörugeymsluhiúisum sínum. Enda fór svo að honum heppnað ist að fá allar þær vélar, sem hann vildi fá eftir nokkurra erf- iðleika, og kvaðst hann hafa not- ið þar greiðvikni og hjáipar ým- issa málsmetandi manna, er mik ils voru ráðandi í þessum efn- um. Vegna þess, að bezt er að fá aliar vélarnar, sem hægt er frá sömu verksmiðjunni, sökum varahiuta og af fleiri ástæðum ákvað Jóhannes að kaupa allar vélarnar, sem hægt var að fá hjiá International Harvester Co. sem er stórt og þekkt fyrirtæki En Samband íslenzkra sam- vinnuféiaga hefir einkaumboð á Íslandi á vélum f.rá þessari verfcsmiðju og varð hann því að íá leyfi þess til þess að mega kaupa þær þar, enda fékk hann leyifið greiðlega hjá Sigurði Kristinssyni. 'Alþýðulblaðið átti viðtal við Jóhannes Bjarnason gær um þessi mál og skýrði hann því nokkuð frá vélum þeim, sem hann festi kaup á. „Margar vélar þær, sem ég festi kaup á, eru tilbúnar til af- greiðslu nú þegar,“ segir Jó- hannes „og er aðeins beðið eftir útflutningsleyfi, er faast eftir 3—4 vikur. Aðrar verða ekki tiibúnar fyrr en síðar í haust eða vetur, en ættu að komast til íslands fyrir vorið, svo að hægt verði að reyna þær næsta sumar.“ Vélar þær, sem væntanlegar eru, eru þessar: Heyhleðsluvél til að hlaða heyi á vagna, vel meðfærileg tveim íslenzkum hestum, vegur um 450 kg. Kálplöntunarvél til að planta Jóhannes Bjarnason. út káli og öðrum plöntun. Vél til að setja niður spíraðar kartöiflur. Vél þessi er að því leyti nýjung, að þetta er eigin- lega sérstök tegund kálplöntun- arvéla, sem ég sá að mundi vera mjög hentug til að flýta fyrir og létta setningu spíraðra kar- taiflna. Vél tii að setja niður óspírað- aðar' kartöflur. Vél til að sprauta kartöflur gegn sýki. Vél til að taka upp kartöflur sem skilur þær eftir í röð í gar- inum, ofan á moldinni. Vél, sem notuð er í sambandi við þá fyrrnefndu og tekur við kartöflunum og skilar þeim í poka. Vél til að greina og vigta kar- töflur. Mykjudreifari, sem er nokk- urs konar vagn, sem dreifir mykjunni eftir vild á tún og garða. Dráttarvél, útb.úin með sláttu vélargreiðslu og ljá, plóg og herfi. Vél til að brýna sláttuvéla- ljái. Ræsaplógur, sem er áhald, er dregið e1' af dráttarvél og ræsir fram mýrar. Hverí píógur, sem settur er í sambaod við dráttarvél og tæt- ir yfirfó'O ’ðið. Er hentugur til að siétia sniáþýft tún og móa. Stálvagn; það er fjórhjólaður vogn miéð stálgrind og hjólum en léttur. Rafmagnsgirðingarstjóri. Á- hald til að stjórna rafstraumi á rafmagnsgirðingum, sem ger- ,ir þær alveg hættulausar. Sáningarvél, notuð til að sá höfrum. og grasi og sáldra áburði Mjög létt og ódýr og er sett í Frh. á 7. síðu. ♦ ' ■ • VerzlunarjöfnuSar- inn Öhagstæður um 4.9 milljónir. I VERZLUNARJÖFNUÐ- URINN hefir það seiK. af er árinu orðið óhagstæður um 4,9 milljónir króna. Innflutningurinn hefir á þeim 7 'mánuðum, sem liðnir eru numið kr. 137.4 miUIjónum, en útflutningurinn 132,5 millj. króna. Á sama tíma í fyrra nam inn- flutningurinn kr. 137.9 millj. en útflutningurinn 139.8 millj. og var jöfnuðurinn þá hagstæður um 2 milljónir kr. I síðastliðnum j úlímánuði reyndist verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um 5.8 millj. kr„ Nam innflutningurinn í þeim; mánuði 22.8 millj. kr., en út- flutningurinn 17.0 miílj. kr. Kveðjur og jsakkir frá Þjóðræknidéiagi Vesfur-íslendinga Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuney tinu. TANRÍKISRÁÐHERRA barst í morgUn skeyti frá stj órnarnefnd Þj óðræknisfélags íslendinga 1 Vesturheimi, og er skeytið svohljóðandi: ' „Þjóðræknisfélagið vottar Forseta íslands, ríkisstjórn og þjóð hjartfólgnar þakkir fyrir framúrskarandi viðtökur og fyrirgreiðslu í sambandi viði heimsókn fulltrúa síns og Vest- ur-íslendinga á lýðveldis'hátíð- inni. Hugheilar kveðjur.“ Lárusi Pálssyni fagnað á Ákureyri Hefir verið á uppfesirarferðalagl um Horðurland LÁRUS PÁLSSON leikari hefur undanfarið ferðast mikið hér um Norðurland og lesið upp úr leikritum, Ijóðum og sögum ýmissa góðskálda. Lárus Pálsson las upp úr Pétri Gaut, fyrri hluta, hér í gærkvöldi við mikla aðsókn. og ágætar viðtökur. Var hon- um óspart klappáð lof í lófa og bárust honum blóm. Hafr. Knalbpyrnumóf 1. flokks: K.H. sigraði I.R. meS 3:0 Æ NNAR leikur landsmóts 1. flokks fór fram í gær- kveldi og kepptu þá K. H. og í. R. Lauk leiknum með sigri hinna fyrrnefndu með 3:0. í kvöld heldur rnötið áfrarn kl. 8 með leik milli K. R. og Fram. — Klukkan 8 fer einn- íg f'ram leikur í 3. fl. mótinii milli Vals og K. R. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofuK sína ungfrú Þrúður Sigurðardótt- ir, Hringfcraut 180 og GuðmunduH* Bergsson, Laugavegi ; 45.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.