Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. ágúst 1944. ALSÞYÐUBLMKC3 5 \ Aukið grænmetisát í Reykjavík — Heilbrigði og græn- metisframleiðsla — Hitaveitan og gróðurhús — Græn- metið og verðlagið Hvar er maðurinn? — Tjarnar- brúin og Skothúsvegurinn — Flugvélar yfir smáþorpi. GRÆNMETISNEYZLA færist á- kaflega í vöxt með hverju ári sem líður. Mæíti þetta verða til jþess að bæta heilsufar Reykvík- inga, sem virðist vægast sagt vera hálf bágborið. Maður hittir varla svo nokkurn mann, að hann telji sig ekki þjást af taugagigt, maga- kvilla eða öðru slíku góðgæti. Fólk hefur trú á grænmetinu, enda er mikið búið að skrifa um gæði þess fyrir mannslíkamann og það er því eðlilegt að allt sé gert tíl þess að auka neyzlu þess. EN ALLS KONAR grænmeti er ægilega dýrt. Það virðist vera ein- hver dýrasta fæðutegundin. Þetta kemur og í Ijós er maður athugar grænmetissalana. Þeim hefur tek- ist að margfalda framleiðslu sína á fáum árum og gefur það íil kynna hversu arðvænlegur þessi atvinnuvegur er. Vitanlega er ekk- ert nema gott við því að segja, ef jarðræktarmenn og ávaxtafram- leiðendur hafi gott kaup og geti aukið atvinnuveg sinn, ef ekkí er um hreint og beint okur að ræða. En það á verðlagseftirlitið að fyr- irbyggja. UM ÞETTA EFNI fékk ég eftír- farandi bréf í gær frá ,,Kálætu“: „Ég kom í kjötbúð í rnorgun og ætlaði að kaupa blómkál, voru þar til örsmáir hausar á 4.25 stykkið! Það þótti mér nokkuð mikið' verð á -svo litlum hausum og fór því í aðra búð, þar kostaðí stykkið ekki nema 3.25 og voru meir en helm- ingi stærri. Eftir þetta hringdí ég í „Verðlagseftirlitið“, en fékk það svar, að þeim kæmi verð á þess- ari vörutegund ekkert við. Það væri grænmetisverzlunín sem ég ætti að tala við, ég hríngdi þang- að. „Okkpr varðar ekkert um þetta“, svara þeir. „Það er Sölufé- lag garðyrkjumanna, sem ræður því!“ Jæja, ég hringdi þangað ;og ekki stóð á svari: „Maðurinn sem veit um þetta er ekki við.“ Já, Hannes minn! Hvar er maðurinn?“ MIKIÐ HEFUR verið talað um það, að hitaveitan opnaði nýja möguleika fyrir Reykvíkinga til ræktunar grænmetis. Enn er lítil sem engin reynsla fengin fyrir því, en vonandi verða allir möguleik- ar í þessu efni athugaðir, jpví að hér er um 'störkostlegt hagsmuna- atriði að ræða fyrir bæjarbúa. Vel má vera að þeir geti við hús, sín og í húsum sínum ræktað græn- meti, svo að þeir þurfi ekki að kaupa það frá öðrum. , ÉG GEKK um Tjarnarbrúna í gær og sá brúnir Skothúsvegarins beggja vegna. Mér datt í hug hversu þarft verk það væri að hefjast handa um að byggja upp vegarbrúnirnar á smekklegan Mtt. Ætti svo að setja hríslur. beggja vega og blómabreiður. Það myndi gera allt þarna miklu feg- urra og hlýlegra. ‘SVO FINNST MÉR líka að það ætti að steypa allan Skothúsveg- inn frá Fríkirkjuvegi og upp að Bjarkargötu. Vilja hú ekki vega- lagningaryfirvöldin í bænum at- liuga þetta. EYRBEKKINGUR skrifar mér aftur og segir: „Við hérna þökk- um þér fyrir bréfið um daginn um flugvélapláguna. En jíví miður hef ur þetta ekki borið árangur. Flug- vélarnar hendast hérna fram og aftur yfir reykháfunum og stríða okkur og egna til reiði eftir öll- um kúnstarinnar reglum. Það, virð íst sanriarlega svo að það þurfi önnur og bitmeiri vopn en penna til að kenna þessum herrum.“ Hannes á horninu. i Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nerna laugardaga kl. 9—12 f. h. AlþýSuflokksfóBk utan af landi, sem til bælarins kemur, er vinsamlega beði0 að komá tii viðtals á flotkks- skrifstofuina. Bátur fil söhi í Hafnarfirði, tveggja manna far með 2]/2 Göta. Uppl. Suðurgötu 11, Hafn arfirði kl. 6—9 e. h. Nokkur falleg rósótt KJOL 2FNI NÝKOMIN Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Hrísgrjónarækt fyrir bandamenn. .4 mynd þessari sjást kínverskir bændur vinna að hrísgrjónarækt fyrir flugmenn banda- manna, er hafa aðsetur í vestur-héruðum Kína og fara þaðan til árása gegn Japönum. EGAR skuggi hins verð- andi ósigurs Adolfs Hitl- ers, fellur yfir þriðja ríkið, vakn ar ný von í brjóstum þeirra, er hafa háð baráttuna fyrir lýðræðinu sem huldumenn und ir hakakrossfánanum. En jafn- framt mun honum fagnað af öðrum félagsskap, sem hefir enga ást á lýðræðinu eins og við þekkjum það og leggur engan veginn haturshug á Hitler — leynifélagsskap keisarasinnanna þýzku. Enda þótt hreyfing keisara- sinnanna sé svo að segja ó- þekkt utan landamæra Þýzka- lands, er hún elzti og bezt skipu lagði félagsskapur, sem er í andstöðu við Hitler og stjórn hans og efalaust jafnframt sá félagsskapur á Þýzkalandi sem nazistar hafa haft mestan beyg af. Keisarasinnarnir gera sér von um þaðj að þeim muni tak- ast að skipa sér fremst í fylk- ingu þeirra, sem móta framtíð Þýzkalands. Daginn, sem Vilhjálmur ann- ar flýði yfir landamærin og kom sér fyrir á öruggum stað í Hollandi, rann sú stund upp, að keisarasinnarnir þýzku hlutu að velja þann kostinn að láta lítið á sér bera. En margir júnk arar, sem áttu mikil landflsémi, iðjuhöldar og fjármálafröm- uðir tóku þegar að vinna að því að efna til hreyfingar, sem að sönnu hefði það ekki að stefnu máli að styðja Vilhjálm annan aítur til valda heldur að reka áróður fyrir því, að keisara- stjórn yrði aftur komið á í Þýzkalandi. Þeir, sættu sig sæmi lega við Weimarlýðveldið, en reyndu þó að grafa undan því og biðu þess að tími kæmi til þess fyrir þá að koma fram á sjónarsviðið. Þeim tókst að treysta vel aðstöðu sína innan hersins með því að fá mikinn hluta fcringjaliðs hans í lið með sér. Þeim var það mjög að skapi, að lýðræðisflokkarnir ættu í strangri baráltu við kommúnist ana, því að þeir gerðu sér vonir um það, að úrslit þeirrar bar- áttu yrði» feigð lýðræðisflokk- anna og kommúnistanna, og í raun og veru munu þeir hafa -talið sér og hagsmunum sínum stafa mesta hættu af jafnaðar- mönnum. En klíka Hitlers, sem vildi koma á einræði í Þýzka- landi varð keisarasinnunum að sjálfsögðu mjög að skapí, eigi hvað sízt, er það vai'ð Ijóst, að REIN ÞESSI, sem er eft- ir Albert A. Brandt og þýdd úr vikublaðinu TheNew Leader, fjallar um keisara- sinnana þýzku, en þeir hafa með sér skipulagðan félags- skap og stefna að því að end urreisa keisaradæmið þýzka. Keisarasinnarnir gera sér von um það, að þeim muni bjóð- ast íilvalið tældfæri til þess að láta drauma sína rætast, þegar Hitler hrekst frá völd- um, og ef til vill eru þeir sá aðili í Þýzkalandi, sem bezt stendur að vígi að hreppa völdin eftir hrun nazismans. nazistum myndi brátt hlotiiast fjöldafylgi. Og Hitler sannfærði keisarasinnana um það, að keis arastjórn væri hæglega samrým anleg stefnu þjóðernisjafnaðar- 'manna. Þegar ríki Hitlers hrynur að grunni, gera keisarasinnarnir sé vonir um það, að hið mikla og langþráða tækifæri bjóðist þeim. Þeir telja, að bandamenn hljóti að freista þess að hefja viðræðúr og samningaumleitan ir við, einhvern viðurkenndan og áhrifaríkan stjórnmálaflokk í Þýzkalandi að unnum sigri til þess að forða almennu öng- þveiti. En í Þýzkalandi er nú raunverulega aðeins um tvo skipulagða félagsskapi að ræða. Annars vegar er herinn, sem er keisarasinnaður, enda þótt marg ir nazistar séu innan vébanda hans. Hins vegar eru S.S. sveit- ir Hitomlers, Gestaponienn háns og aðrar lögreglusveitir. Þar eð það mun aldrei koma til mála, að bandamenn hafi nokkur skipti við nazista, hlýtur her- inn að verða fyrir valinu. Keisarasinnarnir innan hers- ins eru fjarri því að vera ein- hverjir somadrengir, sem skylt sé að vænta góðs af. Þeir hata ekki Hitler og iðju 'hans. ÖðTu nær. Hið eina, sem ber á milli þeirra og foringjans er það, að Hitler skyldi mistakast það fyr- irheit sitt að leggja heiminn und ir Þýzkaland. Ástæðan fyrir því að þeir eru andvígir skipulagi því, sem Hitler hefir á komið, er fyrst og fremst sú, að Hitler tókst ekki að framkvæma það, sem hann ætlaði sér í skjóli þessa skipulags síns. Mörgum þeirra hefir þó aldrei getizt að skipulagi og stjórn Hitlers. En þeir eru fyrst og fremst Þjóð- verjar og meta hagsmuni Þýzka lands mest af öllu. Þegar þeir réttu fram hægri handlegginn og hylltu hakakrossfánann, hugsuðu þeir lítt um það, að raunverulega var Hitler að stæla stjórnaraðferð hinna fornu Rómverja, sem hugsuðu mest um það að veita fólkinu „brauð og leiki.“ Þeir veittu nazism- hnum brautargengi vegna þess, að þeir töldu að hann væri bezt til þess fallinn að láta draum þeirra rætast, og sá draumur var að endurreisa keisarastjórn á Þýzkalandi. * KEISARASINNARNIR 1 þýzku hafa fundið rnikla hvatningu í síðustu orðum hins gamla stríðsgarps, Paul von Hindenburg. Skoðun hans var sú að Þýzkaland ætti hið fyrsta að verða keisaradæmi að nýju, og hann taldi það skyldu sína sem forseta að vinna að því, að svo mætti verða. „Um þessar mundir,“ skrifaði Hindenburg, „hafa nýjar stjórnmálaskoðan- ir og ný félagsleg viðhorf vald- ið því, að hinu forna þýzka ríki hefir verið hrundið úr sínum fyrri skorðum. Það er engu lík- ara en öllum hinum heilögu þýzku erfðavenjum hafi verið grandað. En þetta mun gerbreyt ast fyrr en síðar. Úr þjóðarhafi voru í komandi framtíð mun ghæfa tignarlegur og traustur klettur, þar sem vonir forfeðra vorra höfðu bjargfestu og fram tíð þjóðar vorrar og ættlands áður fyrr byggðist á. Þessi klett ur er hið þýzka keisaradæmi." Menn geta bezt séð, að nazist- arnir hafa gert sér glögga grein fyrir því, hvers keisarasinnarn- ir máttu sín, á því, að þeir völdu þann kostinn að flytja allar myndastyttur af þýzkum keis- urum burt af torgum landsins. Fyrirskipanir voru gefnar um það, að jarðarfarir fólks úr keis araættinni skyldu fara fram í kyrrþey. En efalaust mun naz- istum það ríkt í minni, þegar milljónir Berlínarbúa flykktust út á stræti borgarinnar daginn, sem Friðrik Vilhjálmur prins, elzti sonarsonur Vilhjálms ann- ars, var borinn til grafar. Og nazistarnir sáu um það af kost- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.