Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 6
c Hvenær hefir bólað á virkileg- um vilja á meðal vor, með hug- rekki til þess að kref jast ein- hvers af þessari þjóð?“ Og Kaj Munk gerir þessá játningu: „Ég get ekki tekið þátt í þakk lætinu fyrir það, að „vér kom- umst hjá styrjöldinni“. í fyrsta lagi komumst vér ekki hjá henni. Land vort er hernumið. Enginn veit hvað það kann að hafa í för með sér af blóði og bruna vegna sprengjuárása og innrásar. Og í öðru lagi er ekki unnt að þakka guði fyrir, að hann hafi hjálpað til að pretta í hestaprangi. Guð krafðist bar- áttu af oss. Vér svikumst undan boði hanS, vér svikum heit vor sjálfra og ákvörðun. Það á ekki að þakka guði fyrir það, að Skrattinn er sínum skjól. Tek ég of mikið upp í mig? Nei. Sá sem svíkur guð, felur sig gæzlu djöfulsins. Vér sneiðum hjá köllun vorri og ákvörðun þessi árin. Danmörk hefir reiði guðs yfir sér. Það er þess vegna sem oss líður svona vel.“ Þetta segir enginn nema sá, sem þorir að segja sannleikann, hverjum sem í hlut á. Og enn segir Kaj Munk í þessar-i sömu ræðu: „Vér höfum skrópað frá skyldunni. Vér látum aðra út- hella blóði fyrir oss og afdrif vor. Vér höfum selt illum anda hrossakaupanna sálu vora og skrifað undir samning með blóði annarra. Það er þess vegna sem oss heppnast allt.“ Og hann bætir við. „Hver er barátta þessarar þjóð ar fyrir þeirri trú, sem hún hef- ir hingað til borið fyrir sig? Hvað leggur hún af mörkum til sigurs þeim hugsjónum, sem hún vill þó að sigri?“ V. „Reikningsbók Chr. Hansens og reikningsbók guðs eru ekki gefnar út af sama forlagi,“ seg- ir Kaj Munk í upphafi ræðu sinnar um „faríseann og toll- heimtumanninn“. Mörgum mun verða það á að hugsa til þessara orða hans, þegar þeir bera þenn an spámann og postula sann- leikans saman við „alla hina“, sem ýmist eiga enga sannfær- ingu eða skoðun eða eru þá svo „varkárir“, að þeirþora ekki að láta á henni bera. I „reiknings- bók“ Kaj Munks eru dæmin í lífinu „sett upp“ á allt annan hátt en í reikningsbók „Hansen anna“, og útkoman verður líka allt önnur. Þar sem venjulegir menn telja, að bezt eigi við alls- konar ,,taktik“, undirhyggja og jafnvel slægð, gengur Kaj Munk hreint til verks og stimplar allt slíkt sem verk djöfulsins, er á- vallt leiði til glötunar. Hann vill, að menn berjist heiöarlega, beiti heiðarlegum vopnum í bar áttu sinni, og hann fyrirlítur alla lygi, undanbrögð og svik. Hann er ekki „tækifærissinnf', Kaj Munk. Hann er ekki með Þjóð- verjum í dag, Englendingum á morgun og Rússum næsta dag, eins og komið hefir fyrir, að ýmsir væru í landi einu, sem ísland nefnist. Hann er með sannleikanum, en móti lyginni, hvar sem er. Eftir rerjlrnum þeim eru öll dæmin reiknuð í reikningsbók Kaj Munks. — Þetta er orðið lengra mál en ætlað var, og þó er svo ótal margt eftir. Hér verður ekki minnzt á ein- stakar ræður í bók Munks. Þær eru hver annarri snilldarlegrí, frá hvaða sjónarmiði, sem á þær er litið. Ein ræðan finnst mér þó um ýmislegt bezt. Það er ræðan um Pétur postula. Sú ræða mun áreiðanlega vekja margan mann til umhugsunar. Til þess að vekja forvitni manna á að kynnast þessari ræðu og til þess að sýna, hversu sjálfstæð- ar skoðanir þessi prestur leyfir sér að hafa á viðteknum „sann- upp fáeinar línur úr þessari indum“ kirkjunnar, tek ég hér * * I mmm ■■■ ■ '»'**•'*" • Framhald af 4. síðu. Babylonsfljót" „Vi8 ræðu. — Þar stendur „Jesús valdi Símon vegna þess, að hann bjó yfir viss- um göllum. Það bjó naumast nokkurt efni í leiðtoga í fiskimanninum frá Betsaida. Hann var framur nokkuð og fljóthuga, en hvernig var með hitt, sem er ekki síður mikilvægt „að kunna að bíða? Seiglan og þolið, fyr- irlitningin á hverskonar kaupslagi um sannfæring- una, hin örugga festa, sem aðrir gætu byggt á, — það vottar ekki fyrir neinu af þessu hjá honum, nei, minna en engu. Kipling hefir skrifað nokkur aðalsorð um það að fylgja þeim höfðingja gegnum þykkt og þunnt, sem einu sinni hefir heillað mann til fylgdar við sig. Símon var alveg laus við hríf- andi hetjuskap af því tagi. í staðinn var hann þannig gerð- ur, að hann brást þegar mest lá við. Þegar kreppti að, þegar á það reyndi í alvöru, hvort hann ætti þrótt til alls þess, sem hann var kjörinn til, þá reyndist ’hann tuska. Hann varð frægur í veraldarsögunni sem afneitarinn mikli. Eiginlega er ekki tækilegt að taka hann til meðferðar í ræðu í K.F.U.M. því síður í K.F.U.K. Þegar far- ið er að tala um fyrirmynd í sambandi við Símon Jónasson verður heldur en ekki að lækka flugið.“ Svona sérstæður er Kaj Munk í ræðum sínum. Ég tek þetta aðeins sem'sýnishorn svo menn megi sjá, hve einstakur hann er og gerólíkur öllum öðrum. Hugsum okkur, að prestamir hér færu almennt að tala svona um hina helgu monn kirkjunn- ar. Út yfir tæki þó, ef þeir létu sér annað eins um munn fara og það sem hér fer á eftir: „Jesús segist vera sá, sem býður til veizlu hins mikla konungs, en þeir, sem boðn- ir eru, kjósa heldur að gamna sér heima. Þeir eru mjög hæverskir, en því miður svo önnum kafnir, — ég bið þig, haf mig afsakaðan. Hin gamla, kristna Evrópa má .ekki vera að því, að sinna um kristindóminn sinn.. Hún hefir keypt sér jarðeign, náð sér í nýlendur, verður að skreppa og líta eftir þeim, hún hefir keypt sér fimm pör akneyta, — þ. e. a. s. nú eru önnur dráttardýr notuð, nú eru það brynvagnar og sprengjuflugvélar. Eða menn segja: „Ég er nýgiftur“, — já, þá var nú þá. Nú er sagt: „Ef ég get komið skilnaðin- um í kring, þá kem ég með nýju konuna mína, þakka yð- ur kærlega fyrir“. Nútíðarmaðurinn vildi halda veizluna sjálfur í stað þess að sækja hátíð andans. Fé hans og fýsn átti að gefa honum gæfuna. Hvað varð síðan úr þessari gæfu? Ég segi það umbúðalaust: Það hefir enginn sá tími verið í allri sögunni, að maðurinn hafi verið gæfulausari. Það himnaríki, sem vér ætluðum að skapa handa sjálfum oss, hefir orðið að helvíti. Vér for smáðum hátíð hins mikla . konungs- og gerðum oss glatt sjálfir, og það varð líka held- ur er ekki glatt á hjalla — !“ Hafa menn heyrt öllu rétt- mætari ádeilu. Sumir prestar hafa verið að reyna að segja þetta með varkárum orðum og hálfum hug. Því hefir enginn tekið eftir. En hér verður ekki hjá því komizt. Lítið á spila- borgina, sem þið hafið byggt, lítið á menninguna, sem þið hafið skapað, lítið á gleðina!! í heiminum í sambandi við all- ar „framfarir“ efnishyggjunn- ar! Það tókst að skapa hreint helvíti, miklu verra og djöful- legra helvíti en kaþólsku kirkj- unni tókst að skapa hér á vei- magtartímum sínum. Hún megnaði þó aldrei að láta „rigna af himni“ eldi og brennisteini yfir saklaus börn, gamalmenni og konur, eins og hin mikla menning okkar nú megnar. Hún komst aldrei svo langt að geta sent mannlausar vítisvélar um háloftin til þess að láta þau granda öllu lifandi á stórum landssvæðum, þar sem tilviljun in lætur þær falla niður. Nei,' helvíti- miðaldanna var hreint himnaríki samanborið við okk- ar miklu menningartíma. VI. Ég hefi þá dregið hér upp lauslega miynd af Kaj Munk, eins og hann birtist mér í þess- um ræðuim sínum, sem hann sjálfur mun hafa gefið nafnið „Við Babylons fljót“. Og mér finnst, að hér fyrir framan mig standi einn mesti uppreisna.r- maður, sem ég nokkru sinni hefi heyrt getið. En uppreisnar- maður á hvern hátt? Hann trú- ir ekki á stjómmiálamenhina, ekki á kirkjuna eða prestana, ekki á skáldin, ekki á „meiri- hlutann,“ ekki einu sinni á „fólkið“, sem þó flestir þykj- ast trúa á nú á dögum. Hann rís gegn þessu öllu; sýnir skýr- um dráttum, hve ófullkomið, sjúkt og svikið þetta er allt sam- an og að af því er einskis að vænta. En er hann þá hinn al- geri bölsýnismaður? Eygir hann enga von í þessu mikla myrkri, sem grúfir yfir mann- kyninu og nístir það inn í bein? Jú — hann sér aðeins eina einustu leið út úr ógöng- unum — hann á aðeins eina von um að takast megi að bjarga manhkyninu. Sú skoðun kemur fram í niðurlagi ræðunn- ar um „Hátíð hins mikla kön- ungs.“ Þar segir svo: ,;Þá varð húsbóndánn reið- ■ur,“ segir Ritningin. Vér kristnir menn teljum, að það sé reiði húsbóndans, sem vér verðum áskynja í öllu því sem við ber í kringum oss. Vér höfum hugboð um, að nú gangi dómur yíir þann heim, sem var boðinn til há- tíðar lífsins, en kaus heldur glettur og götudufl hjá sjálf- um sér. Og vér vonum að ný heimsskipan eigi eftir að rísa upp úr öllum þessum kvölum. Hinum gcimlu goð- um, „stríði“ og ,,fýsn holds- ins“ skal steypt af stalfli. Ó- brotnir og réttlátir tírnar skulu hef jast. Félagslegt rétt læti skal afnema mismun stétta og kynflokka, og hin sanna ást með heilbrigð heimili og hraust böm að fylginautum og tryggð sem öruggan iburðarás hússins, skal skapa sterk þjóðfélög og trausta menn, í stað þeirrar upplausnar og umróts, sem nú liggur eins og mara á menningunni. Hvaðan á slík breyting að koma? Það er aðeins xun eitt að ræða: Frá lifandi Guði. Hinar kristnu þjóðir skulu um síðir snúa sér frá sjálfum sér og þiggja boð hans til hátíðar lífsins. Með öðrum orðum: Verða kristnir í alvöru.“ En hvaða þjóð er tilbúin að leggja inn á þessa braut? Eng- in! — Engin þjóð sér enn hvað raunverulega er að í heimin- um, og fyrr en menn koma auga á onsökina, verður afleiðing- unni ekki afstýrt. Og sannleik- urinn er sá, að mannkynið þarf á æðri hjáíp að halda til þeSs að sigrast á sjáffu sér. Verður því veitt sú hjólp gegnum þrengingar þær, sem það nú gengur í gegnum? — Við skul- um vona það. VII. Þá skal lokið þessum hugleið- ingum um 'hinar merkilegu ræð ur Kaj Munks, ræðumar, sem hann lét lífið fyrir að flytja í litlu kirkjunni sinni á Jótlandi lþe;gar siðmenning efnishyggj- unnar stóð á hátindi sínum. • Hvers vegna þagði hann ekki? Hvers vegna var hann, valda- laus maður og umkomulítill sveitaprestur, að halda þessar ræður? Gat hann vænzt þess að þjoð hans færi nokkurn hlut eftir kenningum hans? Varla. Sá hann það virkilega ekki, að þessi ræðuhöld gerðu ekki ann- að en esþa nazistana, sem öllu réðu, upp á móti honum og af þeim rnátti alLs ills vænta? Sá hann ekki, hversu það var lik- legra til „ávinnin,gs“ fyrir sjáLf- an hann, heimili hans og jafn- vel sveit hans og land, annað hvort að 'þegja alweg, eða þá að tala eins og bezt átti við 1 það og ,það skiptið? Iíafa það t. d. eins og eitt aðalblaðið hef- ir haft það héma á íslandi, að skríða fyrir Þjóðverjum, með- an þeir óðu yfir og áður en Bretum tókst að stöðva þá, skríða svo fyrir Bretum, þang- að til Bandaríkjamenn komu og búa sig nú undir það af kappi að geta skriðið nóg fyr- ir Rússum, þegar iþeir koma hingað — eftir pöntun mjög bráðlega. Það em nú menn, sem „kunna lagið á tilverunni,“ og vita, hvað við á. En Kaj Munk var ekki af því sauðahúsi. Hann só vel hætt una, sem fylgdi bersögli hans og hátterni. En hann vildi ekki lifa lífi lygarahs og aumingj- ans, sem skríður fyrijr þeim sterka, er óréttinn fremur. Hann vildi heldur deyja en lifa slíku lífi, sem er þó hlutskipti flestra. Hann segir í einni ræðu sinni: „Og iþér, landar mínir, sem varpað hefir verið í fangelsi ríkisvaldsins vegna þess, að jþér funduð, að á yð- ur kaliaði með raustu sann- leikans“----------,J?ér skul- uð vita, að Hann mun dærna yður eftir því, að þér vor- uð múlsvarar sannleikans með fullum drengskap, með- an aðrir lugu og aðrir þögðu, og þér hafið tekið þátt í því - að drýgja iþá dáð, sem ein getur alið af sér heilibrigða framtíð.“ Hinn ágæti búningur, sem séra Sigunbjöra Einarsson hef- ir gefið ræðum Munks á ís- lenzkunni, gerir þær aðlaðandi og líklega enn „sterkari“ en þær hafa verið á dönsku. Hann á þökk og heiður fyrir að‘ hafa gefið íslenzku þjóðinni þessa ógleynoanlegu dýrgripi. Hann hefir sýnilega la,gt aila siál sínj í þýðinguna og því njóta ræð- umar sín svo vel á ofekar fagra móðurmáli. En sem sagt — á okkar „sið- menntuðu“ öld má ekki halda svona ræður — það er dauða- sök. Só, sem það gerir, verð- uæ leiddur út og myrtur. Kaj Munk elskaði sannleikann meira en allt anriað, meira en sjálfan sig, meixa en konu og börn, meira en Danmörku, sem hann elskaði þó takmarkalaust. Gegnum hina skíru sól hans skein sól sannleikans of skæort til þess, að það yrði þolað — Finuntudagur 17. ágúst 1944- Yerður Þýzkaland keisaradæmi! Frh. si 5. siSu. gæfni, að Eitel Friðrik prins, næstelzti sonur Vilhjálms ann- ars, væri borinn til hinztu hvíld ar í kyrrþey, án þess að fólki því, sem kynni að lifa enn í endurminningunni um „hina gömlu góðu daga,“ gæfist kost- ur á að fylgja honum til grafar. Keisarasinnarnir þýzku hafa rekið þann áróður, að konungs- stjórn þyki gefa góða raun í ýmsum löndum Evrópu. Þeir minna á það, að konungsstjórn sé vinsæl á Bretlandi pg Norður löndum, svo og f Hollandi og Belgíu. Jafnframt minna þeir á það, að ýmsir séu þess óðfúsir, að konungsstjórn verði. endur- reist á Spáni og konungsstjóm sé áfram ríkjandi á Ítalíu. Þeir halda því fram, að keisarastjórn á Þýzkalandi myndi gera þýzku þjóðina máttuga og færa henni frelsi og mannréttindi. Auk þess telja þeir líklegt, að banda menn telji vel á því fara að keisarastjórn ríki á Þýzkalandi, unz tími sé til þess kominn að gera það að lýðveldi. Og loks halda keisarasinnar því fram, að keisarastjórn á Þýzkalandi myndi orka miklu til þess að friður ríkti í Evrópu næstu mannsaldra að minnsta kosti og hið nýja Þýzkaland geti ekki val ið sér annað tákn betra en mik- ilhæfan þjóðhöfðingja, sem njóti fulltingis merkrar ættar og hafi hlotið völd sín og frægð í arf frá sögufrægum forfeðmm. Keisarasinnarnir þýzku hafa haft með sér skipulagðan félags skap allt frá því Weimarlýðveld ið kom til sögu.. Bund der Auf- rechten er nú orðinn fjölmenn- ur félagsskapur þótt hann teldi innan vébanda sinna í fyrstu að eins örfáa fyrrverandi foringja í hernum og konur þeirra, sem komu saman til funda og áttu sér það stefnumál helzt, að keis arastjórn mætti komast á í Þýzkalandi að nýju. Félagsskap ur þessi hafði ekki sérstaklega hug á því að styðja Vilhjálm annan til valda eða einhvern sona hans heldur hitt að endur- reisa stjórnarform það, sem hefði reynzt þýzka ríkinu bezt í fortíðinni og ýmsar merkustu erfðavenjur þýzku þjóðarinnar væru tengdar. Að undanskildu Bund der Aufrechten, var Thule Gesells- chaft sá félagsskapur þýzkra keisarasinna, er mátti sín mest. En Bund der Aufrechten hefir verið alger leynifélagsskapur vegna hinna ákveðnu og yfir- lýstu stjórnmálastefnu sinnar, þegar Thule Gesellschaft hefir aftur á móti verið eins konar félagsskapur heldra fólksins á Þýzkalandi. Rudolf Hess taldist til félagsskapar þessa og var raunar einn af helztu áhrifa- mönrtum hans. - < Keisarasihnarnir urðu svo fjölmennir, er dagar lýðveldis- ins tóku að styttast, að félög þeirra rúmuðu ekki þann f jölda lengur. Keisarasinnarnir inn- byrtu því smám saman Deutsch nationale Volkspartei. Flokkur þessi hafði upphaflega talið inn an vébanda sinna gamla íhalds menn á þeim tímum, þegar keis arastjórnin var talin heyra for- tíðinni til og bar sér í lagi fyrir brjósti hagsmuni jarðeigenda. Hann þóttist viðurkenna lýð- veldiö, en frá því árið 1930, var það raunvemlegt stefnumál hans, að keisarastjórn yrði á komið að nýju í Þýzkaland. (Niðurlag á morgun). þess vegna dó Kaj Munk —^ og það varð dauði hans, sem kannske fyrst og fremst vakti þjóð hans á ný til dáða. Þá fýnst, þegar 'haim var dáónn beyrði hún hið háa hróp sann- leikans tfrá litlu kirkjunni í Vedersö á Jótlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.