Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 3
I Mmmtudagur 17. ágúst 1944. ALimS'w'ELAÐIU s Maðurinn, sem Bndirbjó innrásina. Frederick Edgworth Morgan LÖNGU ÁÐUR en Eisen- hower var skipaður yfirhershöfðingi banda- manna í Vestur-Evrópu í tilefni af væntanlegri innrás að vestan, var annar maður að verki og vann sleitulaust að undirbúningi hinna miklu hemaðaraðgerða. Winstön Churchill skýrði frá þessu 2. ágúst síðastlið- inn. Maður þessi heitir Fred- erick Edgworth Morgan og er hershöfðingi (major-gen- eral) í brezka hernum. Hann er fimmtugur að aldri og tók þátt í fyrri lieimsstyrjöld- inni og var þá stórskotaliðs- foringi. Morgan hafði am- erískan hershöfðingja sem aðstoðarmann, auk foiingja úr landher, flugher og flota til ráðuneytis. [ Honum var tjáð, hvei; tæki og gögn bandamenn | hefðu til umráða og hann var beðinn um að útbúa ítar- íega greinargerð um mögu- leika á innrás. Hann lagði á- ætlun sína fyrir Quebec- ráðstefnuna og var hún sam bykkt. Morgan er nú aðstoðar- maður W. Bedcll-Smith hershöfðingja, sem er yfir- maður herforingjaráðs Eisen howers. Miklar loflorrustur yfir Þýzkalandi í gær. BA'NDAMENN héldu áfram lioftsókninni í gær og var ekkert liát á árásiun þeirra. Um 1000 stórar, araerískar sprengju flugvélar, sem hafa bækistöðvar á Bretlandi, fóru tii árósa á 9. iðnaðarborgir í Þýzkalandi. Þær voru varðar álíka mörgum orr- ustufl ug'vélum af Mustang-, Thundei'bolt- og Ligh tning- gerð. Aðalá •• .sunum var beint gegn stöðvum í og í grennd við Magae burg, Leipzig og Halberstadt. Sprengjum var varpað á olíu- vinnslustöðvar, flugvélasmiðj- ur, flugvelli og ýmsar aðrar iðn aðarstöðvar. Mikið tjón hlauzt aif áalásun/um. Að iþessu sinni veittu Þjóð- verjar 'harðfengilegt viðnám og sendu mörg hundruð orrustu- flugvélar • gegn flugvélum Bandaríkjamanna. Kom til snarpra bardaga. Sumar þýzku flugvélanna voru kniúnar rak- ettum. Orrustuflugvélar Banda ríkjamanna skutu niður 32 þýzkar flugvélar. 24 sprengju- flugvólar komu ekki aftur til foækistöðva sinna, auk nokkurra orrustuflugvéla. Er amerísku flugvélarnar voru á heimleið gerðu þær árásir á jámsbraut- arlestir og járnbrautarstöðvar. 24 eimreiðir voru eyðilagðar svo og nokkur hundruð jám- brautarvagnar. í fyrrinótt réð- ust hraðfleygar Mbsquiito-fiug- vélar Breta á Berlín. Bandamenn eru nú komnir 13 km. inn í land milli Toulonog Cannes Þeir hafa náð ölium stöðvum, sem til var ætlazt í hyrjun. Haldið áfram a'ð skipa á land mönnum &g hergögEium dag og nóft. ‘0 REGNIR frá London í nótt hermdu, að bandamenn hefðu komið sér örugglega fyrir á innrásarsvæðinu í Suður-Frakklandi, milli Toulon og Cannes alít að 13 km. upp af ströndinni. Mótspyma hefir verið lítil af hálfu Þjóð- verja, nema á einxun stað, við Fréjus, suður af Cannes. Bandaménn hafa tekið 2000 Þjóðverja höndum. Tilkynnt er, að Alexander Patch, hershöfðingi í Bandaríkjahemum, stjómi fótgönguliði bandamanna á þessum slóðum. Mikl- ar Ioftárásir hafa verið gerðar á samgönguleiðir Þjóðverja að baki víglínunni. Velkomnir gesfir. Hér sjást hersveitir bandaauanna ganga fylktu liði yfir eitt aðaltorgið í Qheribourg á Bastilludaginn, 14. júlí s. 1., en það er þjóðminningardagur Frakka. Fjöldi manns horfir hug- fanginn á skrúðgönguna o,g virðist kunna betur við þessa hermenn en þá, sem nýlega voru hraktir úr borginni. Miklar breytingar virðast ekki hafa orðið á innrásarsvæð- inu í Suður-Frakklandi undan- gengið dægur. Þjóðverjar hafa enn ekki veitt neina teljandi mótspyrnu, nema þá helzt við hafnarbæinn Fréjus, sem er skammt suður af Cannes. Banda menn hafa nú lokið við að „hreinsa til“ á allri strandlengj unni milli herskipáhafnarinnar Toulon og Cannes og geta ó- hindrað skipað mönnum og her gögnum á land. Veður hefir ver ið með eindæmum gott, logn og stilltur sjór og hefir það verið tii mikils hagræðis fyrir banda menn. Er unnið að því dag og nótt að skipa mönnum, vistum og hergögnum og ýmis konar farartækjum og vegavinnuvél- urn, skurðgröfum og öðru slíku á land. í aðalbækistöð bandamanna er lýst yfir því, að víða séu her- sveitir bandamanna komnar 13 km. upp frá ströndinni og hafi þær náð á sitt vald öllum þeim stöðum, sem þeim hafi verið ætlað að ná. Vinna þær nú að því að koma sér sem bezt fyrir, meðan liðsauki er fluttur á land, en síðan er talið, að bandamenn muni halda liði sínu til vesturs og niorðurs. Bandamenn hafa enn látið mikinn fjölda fallhlíf arhermanna svifa til jarðar og flutt mikinn liðsafla loftleiðis í svifflu|um. Er hér einkum um að 'ræða ameríákar og franskar hersveitir. Samtímis hafa flugvélar bandamanna, sem hafa enn sem fyrr alger yfirráð í lofti, gert margar og harðar árásir á stöðvar Þjóð- verja lengra inn í landi til þess; að koma í veg fyrir gagnárásir þeirra. N KUNNUGT UM INNRÁSINA. Fangar, sem bandamenn hafa tekið, upplýsa, að Þjóðverjum hafi verið (kunnugt um, hvað til stóð, 7 klukkustundum áður en bandamenn gengu á land, en þeir bafi verið of fáliðaðir til þess að veita verulega mót- spyrnu og hafi því hörfað und an og er það nokkur skýring á því, að fangar eru ekki fleiri en raun ber vitni. Þá munu Þjóðverjar frekar hafa búizt við því, að innrásin yrði gerð þar sem ströndin er sendnari, en víða er klettótt á innrásar- svæðihu. Víldngasveitir Breta og Bandaríkjamanna (Comm- andos og Rangers) sem fyrstar 'fóru í land, segja, að Þjóðverj ar, sem fyrir þeim urðu, hafi fljótlega gefizt upp, þar eð að- staða þeirra var vonlaus og engin von á liðsauka. YFIRMABUR LÁ.NDHERSINS. Patoh, ameríski hersböfðing- inn, sem er fyrir fótgönguiiðinu á innrlásaiisvæðinu, barðist á Guadalcanal, er Japanar voru sigraðir þar og gat sér mikinn orðstír sem bardagamaður og herstjórnandi. Þá barðist hann síðar í Tuni's, þegar bandamenn rtáku flótta hersveita Rjommels í fyrra. LOFTHERINN ATHAFNA- SAMUR. Stórar sprengjuflugvélar bandamanna gera mikinn usla é brúm o,g vegum, sem Þjóð- verjar nota til liðflutninga. Með al annars bafa þær varpað sprengjum á brýr yfir Rlhone- fljót og eyði'lagt margar þeirra. Einnig var varpað sprengjum á vegi, járrubrautir og jámbrautar mannvirki í Rihonedahlum og er samgöngukerfi Þjóðverja á þessum slóðum í hinurn mesta ólestri. Þýzkar flugtvélar reyndu | að hindra áhásir bandamanna, en árangurslaust. 3 þýzkar flug vélar voru skotnar niður. CHUECHILL Á KORSÍKU. Það er nú upplýst, að Ohurc- bill var á Korsíku á mánudag- inn var og einnig var hann um borð'í tundurspilli og sá er her mennirnir gengu á land í Suður Frakklandi síðar. Um 12.000 franstkir sjómenn tóku þátt í að flytja hermenn til Suður-Frakk lands. Engar breytingar hafa orðið á afstöðu herjanna á Ítalíu svo teljandi sé. Bandamenn halda áfram að senda matvæli og hjúkrunargögn inn í borgina. Undankomuleið 7. hersins þýzka 9 km. breið og þrenglsf óðum ASstaða 49 þúsund þýzkra hermanna er talin nær vonlaus. AÐSTABÁ 7. þýzka hersins í Normandie, eða leifa hanS, versnar æ meir. Eru nú um 49 þúsimd menu jnær innikróaðir á svæði, sem er um 50 km. langt og 12 km. breitt, cn einasta xmd- ankomuleið þeirra er mjótt bil milli Falaise og Argentan og er það nú um 9 km. breitt og þrengist óðum eftir því, sem bandamenn sækja fram. Kanadamenn hafa brotizt inn í Falaise og geisa þar götubardagar. Flugmenn bandamanna hafa varpað niður tveim milljónum fregnmiða á bardagasvæðið. Er skorað á Þjóðverja að gefast upp og þeim heitið að fá að fara öruggir ferða sinna til stöðva bandamanna. iMaquishersveitimar (franskir föðurlands- vinir) Iáta æ meir til sín taka og valda Þjóðverjum miklu tjóni. Aðstaða Þjóðverja í „pokan- um“, sem svo er nefndur, fer hniðversnandi og þess sjást merki, að mikil upplausn er í liði þeirra. Mikil ringulreið er komin á margar herdeildir og hafa menn dreift sér út um bar dagasvæðið og horfið frá stöðvum sínum. Bilið milli Kanadahersveitanna, sem nú sækja frá Falaise og Banda- ríkjamanna er nú aðeins 9 km breitt og þjóðvegir allir á þess um slóðum liggja urtdir skot- hríð bandamanna. Argentan er enn í höndum Þjóðverja, en Bandaríkjamenn kreppa að borginni úr öllum áttum. Harð ir bardagar geisa einnig vest- ur af Argentan, við borgina Flers og samkvæmt þýzkuin fregr’im er einnig barizt í greruid við Le Mans og Chart- res. Borgin Dinan á Bretagne- skaga er nú á valdi banda- manna, en Brest, Lorient og ISt. MaSlo enu' enn í höndum Þjóðverja, sem verjast þar af miklu kappi. Koenig hershöfð- ingi, er stjórnar frönsku her- sveitunum, skýrir frá því, að Maqui-liðar tefli nú fram véla hersveitum gegn Þjóðverjum. Maquihersveitirnar hafa verið mjög athafnasamar í Savoi- héraði. Meðal annars er þess getio, að í einum bæ hafi þær stráfellt allt setulið Þjóðverja og ein herdeild Þjóðverja var hrakin inn yfir landamæri Ítalíu. Lofther bandamanna er enn sem fyrr einráður í lofti og eru gerðar harðar árásir á stöðvar Þjóðverja og herflokka hvenær sem færi gefst. Rússland: ÞJéðverjar herða gagnáhlaupin. JÓÐVERJAR herða gagn- áhlaup sín víða á austur- vígstöðvunum, en hefir enn sem fyrr orðið litið ágengt. Þó er það tilkynnt í Moskva, að fyrir austan landamæri Austur-Prúss lands, hafi Rússar yfirgefið smá bæ einn, er Ostow heitir, en ekki er þess nánar getið, hvar sá bær er. Þarna tefla Þjóð- verjar fram SS-vélahersveitum. í Litháen hafa Þjóðverjar gert mörg gangáhlaup, en þeim var öllum hrundið við mikið manntjón í liði þeirra. Rússar halda hins vegar áfram sókn- inni á landamænim Eistlands og Lettlands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.