Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.08.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. ágúst 1944. ALÞÝPUBLAÐIÐ 7 Sfríðið um hifaveifukrann Konan mín og móðir okkar, Guðrún Ágústa Rögnvaldsdóttir, verður jarðsungin föstudaginn 18. ágúst. Athöfnin hefst kl. 1 með bæn að heimili hinnar látnu, Mýrargötu 5. Athöfninni í Dómkirkjunni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og barna minna. Ólafur Pétursson. Leiðrétting. 1 Bœrinn í da<> i_________________________i____ Næturlæknir er í Læknavarð- stofuni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. , Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.00 Útvarpshljómsveitin (Þórar inn Guðmundsson stjórnár): a) Forleikur að „Töfraflaut unni“ eftir Mozart. b) „Saga úr Vínarskógi11 — vals eftir Stráuss. e) Mansöngur eftir Max Bruch. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franz son). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Upplestur: Smásaga (Sig- urður Magnússon kennari). 21.35 Hljómplötur: Spönsk þjóð- lög og dansar. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mæðrastyrksnefnd býður konum eins og að undan- förnu til vikudvalar á Laugarvatni um mánaðamótin ágúst-september. — Ronur, sem ekki hafa verið óð- ur á vegum nefndarinnar verða látnar ganga fyrir. — Þær konur, sem vilja sinna þessu boði snúi sér til skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, Þingholtsstræti 18, frá 14.—20 þ. m. alla virka daga milli kl. 3 og 5. Gólfklúbbur íslands. Undirbúningskeppni um Olíu- bikarinn (handicap-bikarinn) hefst laugardaginn 19. ágúst kl. 2. síð- degis. Þátttakendur skrifi nöfn sín á lista í Gólfskálanum fyrir hádegi sama dag. Frá vitamálastjóra. Kyeikt verður á ný á Hríseyjar vita, Hjalteyrarvita, Grímseyjar- vita, Brimnesvita og Hafnarnes- vita 15 ágúst n. k. Ljósmagn og ljóseinkenni óbreytt, eins og óður. Breiðfirðingafélagið fer um næstu helgi skemmtiför um Borgarfjörð. Lagt verður af stað kl. 14 frá Búnaðarfélags- húsinu. Ekið verður um Kalda dal og tjaldað í Húsafellsskógi. Á sunudag verður ekið um Hálsasveit, á Hvalfjarðarveg og til Reykjavíkur. Farmiðar fást í Hattabúð Reykjavíkur, Lauga vegi 10. Kveðjuhljómleikum Eggerls Stefánssonar freslaS. HLJÓMLEIKUM Eggerts Stef ánssonar og aðstoðarmanna hans, sem ákrveðnir höfðu verið á sunnudagskvöld næstkomandi í Trípolileikhúsi ameríska hers ins, verður frestað fram í sept- emberbyrjun. Margir vina Eggerts og hljóm listarunnendur hafa undanfarið komið að máli við undirbún- ingsnefndina og óskað frestun- ar, sakir þess að þeir yrðu fjar- verandi úr bænum. Auk þess hefur skipsferð hans tafizt og fer hann ekki fyrr en undir miðjan september. Miðarnir sem út hafa verið gefniir fyrir konsertinn, gilda að sjálfsögðu áfram, en þeim, sem eigi geta notfært sér þá á hinum nýja tíma, er auðvitað heimilt að skila þeim aftur. Konsertinn verður nánar aug lýstur innan skamms. Framhald af 2. síðu. H. K. L. byggir kröfur sínar á því, að hann hafi. húsnæði sitt á leigu með hitunartækjum, en þau séu ekki önnur en hin margnefnda miðstöð, sem fái nú heitt vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur. Telur hann sig samkvæmt húsaleigusamningnum eiga þá kröfu á hendur S. E., að hann veiti sér aðstöðu til að nota hitunartæki þau, sem húsnæð- inu fylgja, svo sem honum þóknast og hann þykist þurfa við, en skilyrði þess sé, að hann hafi frjálsan aðgang að hita- vatnsstillum hússins. Er því mótmælt af hálfu H. K. L. að S. E. sé sem húseigandi rétt- hærri til að ráða yfir hitaveitu miðstöðvarkerfisins en aðrir af notahafar þess. Eins sé vatn það, sem í kerfið er veitt, ekki eign húseiganda né fremur undirorpið umráðum hans, en annarra íbúa hússins. H. K. L. hefir fyrir réttinum tjáð sig fúsan til að greiða allan hitakostnað hússins, sem er umfram áætlaða meðal- eyðslu í því, samkvæmt mati Hitaveitu Reykjavíkur, gegn því, að hann fái framgengt þeirri kröfu sinni að hafa frjáls an aðgang að hitaveitustillun- um. Mótmæli sín gegn framgangi gerðarinnar byggir S. E. á því: I fyrsta lagi, að grundvöllur- inn fyrir kröfu H. K. L. sé ekki nægilega skýr til að mál þetta megi sæta úrlausn fógeta- réttarins. í öðru lagi, að íbúð- in sé leigð H. K. L. með mið- stöðvartækjum, en það þýði aðeins að honum sé veittur möguleikar til að kaupa þann hita af húseigenda sem hann vill láta í té og notfæra sér hann. í þriðja lagi, að þótt svo verði litið á að H. K. L. eigi kröfu á að fá heitt vatn í húsriæði sitt, þá eigi hann engan rétt á að- gangi að hitavatnsstillum alls miðstöðvarkerfisins og geti ekki krafizt að fá ótakmarkao umráð þess, hve miklum hita sé hleypt á það. Þau umráð hljóti að vera í sínum höndum, sem húseiganda. Þá telur S. E. að samkvæmt húsaleigusamn- ingi geti sér aldrei borið skylda til að veita meiri hita til H. K. ’L. en sem svari venjulegum hita í íbúðarherbergi. Því er sérstaklega mótmælt af S. E., að það gefi H. K. L. rétt til að krefjast umráða yfir hitavatnsstillunum, að hann býðst til að greiða þann kostn- að, sem ætla má að leiði af því að hann geri kröfu til meiri hita en aðrir íbúar hússins. I áliti réttarins segir svo meðal annars: ,,— Verður ekki fallist á annað en fógetaréttur sé bær að úrskurða um þessi atriði, enda má telja að málsatvik séu nægilega skýr. Verður því ekki synjað um framgang gerðar- innar af þeirri ástæðu, að rétt- urinn sé ekki fær flm að skera úr um kröfur gerðarbeiðanda. Miðstöðvarofnarnir í íbúð gerðarbeiðanda eru samtengdir miðstöðvarkerfi alls hússins og verður ekki hleypt á þá hita með öðru móti en að opnað sé fyrir allt miðstöðvarkerfið með stillum þeim er áður getur. Hinsvegar má ætla að aðrir í- búar hússins geti lokað fyrir hitann í herbergjum sínum með því að loka fyrir ofnana, þótt opið sé fyrir hitavatnið til miðstöðvarkerfisins. Verður því ekki séð að öðrum í húsinu þurfi að vera það verulega tii. baga þótt gerðarbeiðanda sé veittur aðgangur til að nota heita vatnið að vild sinni ef full greiðsla kemur fyfir af hans hálfu. Gerðarþoli tókst á hendur með leigusamningi 22. apríl 1940 að veita gerðarbeiðaanda hitunartæki í íbúð hans, en önnur tæki en miðstöð hefir hann ekki lagt til. Er augljóst mál, að fullt notagildi mið- stöðvarinnar fyrir gerðarbeið- anda er undir því komið að hann eigi þess kost að fá af henni þann hita, sem hann tel- ur sig þarfnast. Þessu verður því aðeins náð, að hann eigi frjálsan aðgang að því að veita heitu vatni á miðstöðvarkerfið. Verður ekki fallist á að gerðar- þoli hafi sem eigandi hússins og þar með miðstöðvarkerf- isins rétt til að ráða yfir heitavatnsrennslinu um kerf- ið fram yfir þá, sem hann hefir leigt afnot þess og þar sem ekki verður séð af því sem að framan greinir, að frjáls af- not gerðarbeiðanda af sínum hluta miðstöðvarkerfisins þurfi að valda gerðarþola sérstökum baga, fells rétturinn á að leyfa beri framgang hinnar umbeðnu gerðar á ábyrgð gerðarbeið- anda. Rétt þykir að gerðarþoli greiði geroarbeiðaanda kr. 130 í málskostnað. Því úrskurðast: Hin umbeðna fógetagerð skal fram fara á ábyrgð gerðarbeið- anda. Gerðarþoli Sigurgeir Ein- arsson greiði gerðarbeiðanda Halldóri Kiljan Laxness kr. 130 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. Ákurnesingar sigruðu Víking meS 2:0 Kmattspyrnulandsmót 1. flokks hófst hér í bæn- um sl. þriðjudagskvöld. Reykja víkurfélögin öll, K. R., Fram, Víkingur, Valur og í. R. taka þátt í mótinu og auk þess tvö félög úr nágrenninu, K. H., sem er úrýal beggja knattspyrnufé- laganna í Hafnarfirði og í. A. (íþróttaráð Akraness), sem er úrval úr báðum Akranessfélög- unum. Er þetta því eitt hið fjöl- sóttasta knattspyrnumót, sem háð hefur verið. Fyrsti leikur mótsins var milli I. A. og Víkings, fóru svo leikar að í. A. sigraði með 2:0, voru bæði> mörkin sett í seinni hluta síðari hálfleiks. Samkv. skipulagi þessa landsmóts, er þátttöku Víkings, með tapleik þessum, lokið í mótinu, þar sem þetta er útsláttarkeppni, þann- ig að það félagið sem leik tap- ar er úr sögunni. , Leikurinn var allfjörugur á sprettum, átti í. A. ýmis góð tækifæri í fyrri hálfleik, til að skora mark, en vegna fums og fljótræðis nýttist ekkert þeirra. Yfirleitt var leikurinn drifinn fram með löngum og ónákvæm- um loftspyrnum, en þó brá ein- stöku sinnum fyrir leiftrum af samleik, en hraðinn var alltof mikill og hvergi nærri í sam- ræmi við leiiinina. Ýmsir leik- menn í báðrim liðum sýndu all góðan leik, t,d. markvörður, h. bakv., miðh. og h. úth. í liði í. A, léku oft laglega og með góð- um skilningi, einn.g markvörð- ur, miðfrv. og' miðh. í liöi yík- ings. Þetta landsmót 1. flokks er siður en svo ómerkara en önn- ur knattspyrnumót sem hér eru háð. Ber því félögunum að und urbúa þátttöku sína í mótinu af fullri alvöru og tryr'^’a lið- um þeim er þau senda fram‘ til þátttöku nauðsynlega æfingu og annan undirbúning, sem þar til heyrir. Ebé. Landbúnaðarvélar Frh. af 2. sí®u. gaflinn á venjulegum vagni og er snúið með keðju, sem er drif in frá hjólinu. Vél, sem herfar og sáir korni um leið. Vél til kornuppskeru og þresk ingar. Vél til að snúa og þurrka korn. Fóðurmylla. Lítil mylla til að mala hafra og annað kornmeti. Mjaltavélar af nýrri gerð, sem ég var beðinn að útrvega handa nokkrum bændum. ^ Fyrir öllum þessum vélum fékk ég aukaútflutningsleyfi, svo að þessi vélakaup skerða á engan hátt kaup á öðrurn land búnaðarvélum, sem okkur voru leyfð í Bandaríkjunum. En þau var ekki hægt að fá aukin frá því, sem nú er, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir mínar. Hins vegar mun möguleiki á, að fá til viðbótar eitthvað af vélum frá Kanada, þar sem framleiddar eru flestar þær tegundir véla, sem hér eru mest notaðar og jafn góðar og jafnvel sömu gerðir og hér þekkjast, því að International Harvester Oo. rekur einnig verksmiðjur þar. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. á 4. síðu. irnar voru þær, sem ég sagSi og vel það, og eins hitt, að skemmd- irpar eru miklu meiri en ég upp- haflega vissi, svo í hvorugu tilfell- inu hef ég sagt of mikið. En hitt skal ég játa, að mér finnst furðu- legt margt sem þér segið, og eins það yfir hverju þér þegið. T. d. hvað verði gjört við þetta kjöt þarna norður frá, sem að vísu var selt, en ekki útflutningshæft, eða það af því, sem ekki er útflutn- ingshæft. Um þetta viljið þér ekk- ert tala, en vaðið hins vegar elg- inn um mig persónulega, sem ekk- ert kemur þessu máli við. Ég vil nú að lokum beina til yðar þessum spurningum: 1. Var yður það ekki ljóst fyrir nokkuð löngu, að ekki yrði úr Englandssölunni nema á nokkrum hlutá á Biönduósskjötinu? 2. Hvað mikill hluti af því kjöti er talið skemmt? 3. Hvað mikið er talið alveg ó- nýtt? 4. Hvað mikið nothæft? 5. Ilvar verður það nothæfa selt? 6. Hver borgar tjónið? \7. Hvaðan er það skemmda kjöt, sem nokkuð hefur orðið vart við hér í bænum í sumar? Þér hljótið að viðurkenna, að upplýsingar um þessa hluti séu ekki síður fróðlegar og nauðsyn- legar,'en af yður tilbúnar upplýs- ingar um mig persónulega.“ Ingólfur ásakar Sigurð m. a. fyrir það, að hann sé ,,að telja Reykivíkingum trú um, að mjólk in sé vond og óheilnæm“! Reyk- víkingar þykjast nú víst ekki þurtfa áð láta segja sér neitt um ágæti neyzluimjólkurinnar, sem hér er á markaði. Þeir munu telja sig hafa reynsluna. IKLAUFALEGA skrifaðri orlofs- (eða grín-?) grein um Óskar Halldórsson í síðasta hefti ,,Víkingsins“ finnur Sveinn Benediktsson ástæðu til að kasta að mér nokkrum hnútum og rangfærslum, sem ég sé ekki ástæðu til að láta óleið- rétt, þó um ómerkan höfund sé að ræða, enda myndi ég nú, eins og endranær hafa látið heimildarfalsanir hans óleið réttar, hefði hann ekki bland- að inn í rangfærslur þessar málefni, er snertir minningu látins heiðursmanns, Magnús- ar Kristjánssonar, alþingis- manns, og afskipti hans af byggingu síldarverksmiðju rík- isins, sem Sveinn nú að öllu leiti eignar Óskari Halldórs- syni. Það verður erfitt fyrir rit- peð eins og Sv. B. að draga þann heiður af Magnúsi Krist- jánssyni, að hann sé höfundur að síldarbræðslum ríkisins og get ég vel um það borið, því ég var eindreginn fylgismaður Magnúsar í því máli, og átti oft samræður við hann um það, og það er einnig rétt, að Osk- \ar Halldórsson fylgdli því einnig fast eftir, að ríkið léti byggja síldarbræðslur, en þar skildu leiðir þeirra tveggja, — eins og eðlilegt er, því Magnús vildi láta starfrækja verk- smiðjurnar á samvinnu grund- velli, og greiða sannvirði síld- arinnar í hlutfalli við afurða- verðið, og taldi að með því móti myndi verða hægast að halda bræðslusíldarverðinu sem hæstu. Óskar Halldórsson aftur á móti vildi láta ríkið leigja eða selja útgerðarmönnum verk- smiðjurnar, eða þá að öðrum kosti kaupa síldina kostnaðar- verði á hverjum tma. Tilfærð ummæli um Óskar Halldórsson eru því ranglega eignuð mér, þar sem ég var fylgismaður þeirra Magnúsar og Óskars í þessu máli, en aft- ur á móti minnist ég þess, að Jón heitinn Ólafsson lét um- mæli falla á umræddum fundi, sem skilja mátti á þennan veg, þó ég muni ekki nákvæmlega nú hvernig vorU orðuð. Með þökk fyrir birtinguna. Kr. Bergsson. Ferðafélag íslanðs biður þátttakendur í Hagavatns ferðinni er verður farin yfir næstu helgi um að taka farmiða fyrir kl. 6 á föstudag. Farin verður göngu- för um Heiðmörk á sunnudaginn og lagt af stað kl. 10 árdegis frá Lækjartorgi. Farmiðar sækist fyr- ir kl. 12 á hádegi á laugardag. XXXXXXXXXXXX r Alþýðublaðið /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.