Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágúst 1944 ALI>YÐUBLAÐSÐ 5 Innheimtuóregla hjá hitaveitunni. — Vatnssveituverk- fræðingi falið að athuga möguleika á stækkun vatns- veitunnar — Heimsókn til skátanna að Úlfljótsvatni. MíNN KVAHTA ákaflega und- an því hvernig hitaveitan hag ar innheimtu sinni. Menn geta ekki séð vatnseyðslu sína, né livað er fastagjald og hvað sé eyðslu- gjald. Þetta veldur misskilningi og óánægju hjá notendum vatnsins og menn vilja eindregið fá þessa innheimtu á sama liátt og er hjá rafmagnsveitunni. ÉG SÁ í fundargerð bæjarráðs fyrir nokkru að vatnsveituverk- fræðingi bæjarins hefur verið fal- :ið að athuga möguleika á og gera tillögur um* aukningu á vatns- veitu bæjarins. ÍÞetta er orð í tíma taíað. Vatnsleysið víða í bænum er hreinasta plága og úr henni verður að bæta, sem allra fyrst. VINUR MINN M. G. fór að Úlfljótsvatni fyrir nokkru og .heimsótti þar skátana. Hann sendi mér eftirfarandi pistil eftir þessa heimsókn: „Það er fallegt útsýni af veginum, sem liggur frá Skóga fossi heim að Úlfljótsvatni. Ég var nýlega þar á gangi í yndislegu veðri. Bærinn á Úlfljótsvatni blasti við ásamt lítilli kirkju á fögrum hól. Vestan við bæinn er brött og grænleit hlíð. Sunnan við túnið stendur skátaskálinn. Ég hugsaði mér að líta þar heim, enda liggur vegurinn þar rétt hjá.“ „EK ÉG KOM að skálanum voru þar fyrir margir léttklæddir drengir, og ljómaði frá þeim fjör og frískleiki. Foringi þeirra kom á móti mér, og við heilsuðumst. Það var knálegur og drengilegur maður á bezta aldri. Ég spurði hann að nafni. Kvaðst hann heita Jónas B. Jónsson. Kannaðist ég við hann sem kennara í Reykja- vík. Hann spurði hvort ég vildi ekki koma inn og fá brauðbita og kakó. Þeir heföu verið að enda við að fá sér eftirmiðdags hress- ingn, og það myndi vera nóg til eftir handa mér. Ég þáði boð hans og gekk í skálann. Kom ég fyrst í borðsalinn. Þar var langborð og bekkir til beggja hliða, og þar að auki tvö eða þrjú smáborð. Eg tók nú að litast um í skálanum, sem mér leist í alla staði vel og smekk lega á.“ „BOBÐSALURINN var í miðj- um skála, og náði að norður stafni. Þar var stór gluggi fyrir miðju, og blasti þar við hið feg- ursta útsýni. Hið næsta lá túnið með hólum og dældum, vafið í grasi, þar sem ekki var búið að slá. Niður undan lá vatnið speg- ilslétt og hvarf langt inn í dal- inn. A5 baki risu hin fögru Þing- vallasveitarfjöll, sem eru öll mj.ög ,,malerisk“ frá suðri séð.“ „Á GAFLVEGG borðsalsins, gengt stafnglugga, hékk stækkuð ljósmynd af dr. Helga Tómassyni yfirskátaforingja. En á suðurvegg var nýmáluð mynd af Jóni Sig- urðssyni* forseta, gerð af einhverj- um skátanum þarna. Úr borðsaln- um lágu dyr inn í stofu við suð- urstafn skálans, var hún allmikið minni en borðsalurinn. Þar var ýmisle^t inni tilheyrandi hinni daglegu ’starfsemi skátanna. Leik- fimisáhöld og táknmyndir uppi á veggjum ásamt vélrituðum blöð- um með ýmsum fróðleik fyrir skátana. í stofu þessari var einnig iítið iharmonium. Til hliðar við aðalstofurnar voru svefnherbergi, eldaskáli og fl. En þar fór ég hvergi inn.“ „ER ÉG HAFÐI litast þarna um í nokkrar mínútur kom einn af drengjunum, • sem starfaði í eldaskálanum og sagði að nú væri kakóið tilbúið, og ég skyldi koma að drekka. Var þá búið að berá á eitt litla borðið disk með smurðu brauði, og könnu með heitu kakói. Var þetta mjog lystilegur réttur, og hefði nægt hverjum einum, þó að svangur hefði verið. — Voru nú heima við aðeins þrír drengir, sem störfuðu í eldaskála við upp- þvott mataráhalda. Hinir voru allir úti á túni að snúa töðuflekkj um. Ég hélt nú af stað frá skál- anum og gekk að drengjaflokki þeim á túninu, þar sem ég sá Jón- as B. Jónsson í fararbroddi við að snúa töðunni. Hér eru margir að starfi, sagði ég. „Já, margar hend- ur vinna létt verk“, sagði hann. ÉG ÞAKKAÐI honum svo fyr- ir móttökurnar, kvaddi og hélt mína leið. — Ská.tarnir á Úlfljóts vatni hljóta að vera ánægðir með lífið, þó að þeir hafi nóg að starfa. Og það má vænta góðs af þeim í framtíðinni.“ Hannes á horninu. Gústav Svíak©giiiríg8Lir Mynd þessi er af Gú'stav Svíakonungi, en hann er nú 84 lára .gamall. Síðari grein: Verður keisaradæmi! l' IiEin af fórnum stríðsins. Á mynd þessari sést fallinn hermaður bandamanna á strönd Normandie. Andlit hans er í sjó, þar sem hann liggur við girðingu, sem hefur verið komið fyrir til varnar innrásarsveit um bandamanna. Börkurinn hefur fletzt af girðingunni, sennilega eftir einhvern innrásar- bát bandamanna. Flóðið er í þann veginn að skala likinu á haf út. ÞANNIG hefir keisarahyll- • innar gætt í ríkum mæli meðal heldra fólksins í Þýzka- landi, en það telur sérhverjum manni af æðri stéttum skylt að vera jafnframt keisarasinni. Sér í lagi eiga keisarasinnarnir m-ikil ítök meðal foringjaliðs hersins, og á heimavígstöðvun- um eru áhrif þeirra mun meiri en margur hyggur. Og keisara- sinnarnir þýzku hafa lagt mikla áherzlu á það að ná til f jöldans með boðskap sinn um hið verð- andi þýzka keisaradæmi, er eigi að færa þegnum sínum frelsi og mannréttindi að höndum. Þcir leggja mikla áherzlu á það, að endurreisn keisarastjórnarinn- ar muni hafa í för með sér mikl ar umbætur fyrir þjóðina á vett vangi fjármála og félagsmála. Sér í lagi freista þeir þess að vinna fylgi bænda og verka- manna með boðskap þessum. • Keisarasinnarnir reka áróður fyrir því að þjóðstjórn komist til valda í Þýzkalandi. Þ~:- v því, að trúarbragðafrelsi skuli verða komið á að nýju og Gyð- ingaofsóknunum linnt. Þeir vilja hindra það, að Gyðingar fái komið fram opinberlega sem áhrifamenn og valdhafar, en hins vegar vilja þeir gefa þeim kost á að láta til sín taka á vettvangi fjármála og atvinnu- lífsins. Og sannleikurinn er sá, að margir þeirra, sem til þessa hafa fyllt flokk nazistanna, eru nú fúsir til þess að koma til liðs við keisarasinnana. Keisarasinnarnir þýzku hafa eigi aðeins reynt að fá áhrifa- menn og bæridur meðal þjóðar- innar í lið með sér til þess að styðja keisarastjórn til valda að nýju. Þeir hafa og lagt mikla rækt við að reka áróður sinn meðal iðnverkamannanna. Þar eð kjör iðnverkamarm^""" gerzt næsta kröpp á valdatíma Adolfs Hitlers, hafa þeir óspart verið minntir á það, að meöan keisarinn sat að völdum hafi Þýzkaland verið fremst í flokki þeirra landa, sem unnu að fé- lagslegum umbótum. Heilsu- vernd var á háu stigi og slysa- tryggingum, atvinnuleysisstyrkj um og ellistyrkjum var þar á komið. Keisarasinnarnir gera sér miklar vonir um fylgi kaþólskra manna í Þýzkalandi, en þriðj- ungur þjóðarinnar er kaþólskr- ar trúar svo sem alkunna er. Kaþólski flokkurinn hafi stutt keisarann dyggilega áður en Weimarlýðveldið kom til sögu. Keisarasinnarnir eru þess full- vissir, að kaþólskir menn í Þýzkalandi, hvaða stéttar, sem þeir eru, muni vera .fúsir til þess að styðja keisarastjórn, þar eð þeir telji hana líklega til þess að koma í veg fyrir það„ að kommúnistar hreppi völdin í landi þeirra. Einnig gera þeir sér miklar vonir um það að af- staða mótmælenda muni verða áþekk. Það verður ekki um það ef- azt, að margir stóreignamenn þriðja ríkisins hafi ákveðnar fyrirætlanir í huga, hvað fram- tíðina varðar. Adolf Hitler hefir unnið markvisst að því að hafa sem sterkust tök á fjármálum og iðnaði Þýzkaiands. Iðiuhöld arnir hafa því smám saman orð ið handbendi hans og þjónar. Fn þegar valdatími Hitlers er liðinn, munu þeir leggja ofur- kapp á það að ná sinni fyrri að- stöðu í þjóðfélaginu. Þeir óttast lýðræðisflokkana ef til vill ekki síður en kommúnistana og myndu því fagna því af heilum hug, að keisarastjórn yrði end- urreist í Þýzkalandi hið fyrsta. Allt til þessa hefir það háð * hreyfingu - keisarasinnanna mest, að það hefir reynzt mjög örðugt að ná samkomulagi um keisaraefni. En nú fyrir skömmu hafa borizt fréttir um það, að meiri hluti keisarasinnanna muni koma sér sarnan um það að styðja Lúðvík Ferdinand, son ríkisarfans, til valda. — Hann er ungur maður og gervi- legur og virðist vera vel valinn fulltrúi þýzku keisaraættarinn- ar jafnframt því, sem líklegt má telja, að hann eigi fylgi að fagna innan lands og utan. Hann hefir starfað í verksmiðjum víðs veg- ar í Ameríku og Evrópu, og vin átta hans við Henry Ford og Lily Damita hefir valdið því, að blöðin hafa látið mikið með hann. Það er sízt að undra, þótt þessi maður eigi lýðhylli að fagna. Hann er mikillar ættar, hefir ratað í ýmis ævintýri og hefir nýlega fengið göfugs kvon fangs. Skömmu eftir að hann hvarf aftur heim til Evrópu, gekk hann að eiga Kýru, dóttur arftaka kórónu Romanoffánna. Hann er a'lnafni Lúðvíks Ferdin ands prins, sem féll í Napole- onstyrjöldunum —• og hann ber það heiti með sæmd. Hann hef- ir aldrei verið viðriðinn hneyksl ismál. Vissulega virðist mikill ástæða til þess að ætla, að hann sé sá af niðjum He>'— er standi næstur því ad hreppa keisaratign í Þýzkalandi. * SIJMIR hinna þýzku keisara sinna mun þó helzt vilja styðja Vilhjálm, elzta son keis- arans sáluga og fyrrverandi ríkisarfa, tií valda. Én það er ólíklegt, að hann reynist sigur- stranglegur í baráttunni um kórónuna og valda því í senn afskipti hans af opinberum mál um, svo og einkalíf hans. Hubert prins, næstelzti sonur hins látna keisara, er foringi í hernum en hefir engin afskipti haft af stjórnmálum og er talinn alls ólíklegur til þess að hafa hug á því að komast til valda. Þriðji sonurinn, Friðrik, hefir lengst- um dvalizt á Englandi og er talinn stuðningsmaður Lúðvíks Ferdinands. Sá bróðir ríkisarfans, sem Framiiald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.