Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 4
4 A8-$>ÝÐUBL&ÐIÐ Föstudagur 18. ágúst 1944 Páll Kdstjánsson: nm Hitaveitn Reykjaviknr. Ötgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: og 4902. Símar afer-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Halda stjórnarvöldiD verndarhendi yíir ósómannffl ? ÖGN stjórnarvaldanna varð andi ófrémdarástand það, sem skapazt hefir á Þingvelli er almenningi hið mesta undrunar efni. Blöðin hafa flett ofan af því óþolandi ástandi, sem nú ríkir á helgasta sögustað lands- ins. Það hefir verið skorað á ríkisstjórnina að skerast í málið og fá því til vegar komið, að her menn hafist ekki við ''á Þing- velli. Almenningur vill, að Þingvöllur sé hreinsaður. Kröf urnar um það verða æ hávær- ari. En ríkisstjórnin virðist ekk ert af þessu heyra né sjá. Hún forðast að láta málið til sín taka eða gefa á nokkurn hátt til kynna, að hún viti af því, sem fram fer á Þingvelli. * Það hefir verið slegið her- búðum á Þingvelli. Naumast hef ir það verið gert nema í sam- ráði við innlend stjórnarvöld. Hefir ríkisstjórnin gefið leyfi tij þess? Þeirri spurningu væri fróðlegt að fá svarað. Það er jafnframt vitað, að hópar kvenna hefir tekið sér fasta bækistöð á Þingvelli um lengri og skemmri tíma til þess að gera hermönnunum lífið bæri legra á helgistað þjóðarinnar. Aðrar fjölmenna á Þingvöll um helgar og á frídögum til að leita stundarkynna við menn í ein- kennisbúningum. Allt fer þetta fram með þeim hætti, að helzt Virðist sem um fast ákveðið skipulag sé að ræða. Hermenn- irnir bíða þess að áætlunarbif- reiðir komi með farma af kven- fólki til afnota fyrir þá. Hafa innlend stjórnarvöld stuðlað að því að koma á þessu skipulagi? Sú spurning liggur mörgum á vörum og væri æski legt, að henni fengist svarað. Hafi ríkisstjórnin gefið leyfi sitt til að herbúðir væri settar upp á Þingvelli, er sök hennar mikil í þessu efni. Hún hefir þá óneitanlega stutt að því á á- hrifaríkan hátt, að Þingvöllur væri gerður að vændiskvenna- markaði og öllu sómasamlegu fólki byggt þaðan út. * Það ér hætt við, að margir ó- mildir dómar verði felldir yfir íslenzku þjóðinni og forráða- mönnum hennar, þegar ljósi sögunnar verður síðar meir brugðið yfir/ hernámstímabilið: Ríkisstjórnin, sem^ lagði nið- ur ungmennadóminn og gerði lögboðið eftirlit með ungmenn- um að dauðum bókstaf, hefir fyrir nóg að svara í þeim efn- um, þó að það bætist ekki við að hún afhendi umyrðalaust helgasta sögustað landsins un$- ir pútnahverfi. Það væri þess vegna ekki úr vegi fyrir núver andi ráðuneyti að sýna í þess um efnum snefil af sómatilfínn ingu, meðan það enn hefir tæki færi til þess. Nokknr orð IMORGUNBLAÐINU 23. júlí þ. á.’, stendur eftirfar- ' andi: „í nýgerðri skýrslu um hitaveituna eftir Helga Sigurðs son forstjóra hennar segir m. a.: að fastagjöldin hafi reynzt á- kaflega nálægt helmingur af gjöldum þeim, sem bæjarbúar hafa greitt fyrir hitann, en svo var til ætlast í upphafi, að helmingur kostnaðarins yrði fastagjald. Eftir þessu hefir það komið í ljós, að verkfræðingarnir hafa reiknað hitaþörf húsanna og væntanlega eyðslu á vatninu alveg rétt‘.. Hér að ofan er því raunveru- lega slegið föstu, að fastagjald- ið sé helmingur hitakostnaðar- ins og hafi átt að vera það, en því miður er ég hræddur um að fjöldi bæjarbúa hafi aðra sögu að segja af hitaveitureikn- ungunum en það, að fastagjald- ið sé 50 '/< á móti eyðslu. Þessu til sönnunar ætla ég að setja hér nökkrar tölur er sýna hið gagnstæða í þessu máli: 1. Húsið Njálsgata 6. Fastagjald frá 27. des. til 30. júní kr. 513.87 Notkun frá 27. des. til 30. júní — 330.82 Hér er fastagjaldið 155% á móti notkun. 2. Húsið Njálsgata 8 A. Fastagjald frá 24. marz til 30. júní kr. 146.11 Notkun frá sama tíma — 39.28 Hér er fastagjaldið 372% á /móti notkun. 3. Húsið Barónsstígur 18. Fastagjald frá 14. des. til 15. maí kr. 410.99 Notkun frá sama tíma — 271.28 Hér er fastagjaldið 152% á móti notkun. 4. Húsið Njálsgata 2. Fastagjald frá 17. des. til 30. júní kr. 354.98 Notkun frá sama tíma — 215.90 Hér er fastagjaldið 174%' á móti notkun. 5. Húsið Njálsgata 4 A. Fastagjald frá 27. . des. til 15. maí kr. 417.04 Eyðsla frá sama tíma — 249.35 Hér er fastagjaldið 167% á móti notkun. Mælisleiga er hvergi talin með fastagjaldi, sem þó ætti að vera. Á þessum fimm húsum, sem hér eru tekin, af mörgum, sem svipað er ástatt um, sýna tölurn ar, að fastagjaldið er frá 152% og upp i 372% á móti eyðslu. og getur víst enginn sanngjarn maður sagt að verkfræðingarnir hafi reiknað hitaþörfina og fasta gjaldið „nákvæmlega rétt“ á þessum húsum og öllum þeim sem svipað er ástatt fyrir. Nú er það svo, að það virðist að timburhúsin verði yfirleitt miklu verr úti með fastagjaldið en steinsteypu húsin. Mér er sagt, að það komi til af því, að þau séu kaldari en steinhús. Ef svo væri, þá verður að eyða miklu meira vatni ti-1 upphitun- ar á þeim, en steinhúsunum og þar af leiðandi borga miklu meiri vatnseyðslu, virðist því engin ástæða til að láta þau hús borga meira fastagjald og refsa þeim þannig sem eru svo ólánssamir að húa í köldum hús um. En nú er það oft svo, að timb- urhús eru alls ekki kaldari en steinhús, t. d. get ég sagt það um húsið Njálsgötu 6, að ég . hefi aldrei búið í hlýrra húsi; frá 1940 hefir kolaeyðsla þar aldrei farið fram úr 800 kr. á ári, en fastagjaldið eitt saman er nú á húsinu um 960 krónur, auk mælisleigu. Það, sem ég og fleiri telja, að gera beri nú þegar, er, að af- nema fastagjaldið með öllu, en hækka verðið á heita vatninu um helming eða eftir því, sem þörf þykir; með því móti kem- ur eyðslan réttilega niður; þeir, sem spara vatnið, borga lítið, og þeir, sem eyða miklu, borga mikið; og svo á það að vera. En svo er mesti hagnaðurinn fyrir hitaveituna sá, að menn myndu frekar spara vatnið svo fleiri gætu notið þess; því þegar vet- urinn kemur, tel ég líklegt að hitaveitan verði ekki aflögufær nema menn gæti hófs í eyðslu. Það eru takmörk fyrir því hvað lengi menn borga ósanngjarna reikninga. Gæti það ekki verið hnekkur fyrir hitaveituna, ef fjöldi manna neitar að borga og lokar fyrir vatnið og tekur upp kolakyndingu? Þetta er ökki ósennilegt, ef lagfæring ekjki fæ'st. Méii persónulega þætti það miður farið, því ég tel 'hitaveituna vera mikið menningarfyrirtæki. Svo að lokum langar mig að minnast lítið eitt á heimtauga- gjaldið. Eins og menn muna, er það reiknað út eftir rúmmetr- um húsanna og er heimtauga- gjaldið kr. 2.50 á rúmmetra, er ekkert við því að segja? Öll hús, sem eru portbyggð skulu reiknast á ytri brún súðar; en svo hefir forráðamönnum hita- veitunnar, þóknazt að láta mæl ingamennina mæla 90 gráðu vinkilhorn út frá súðinni; borga því allir þeir, sem eiga port- byggð hús, mikið af loftrúminu fyrir utan húsið. Hér á Njáls- götu 6 er loftrúmið reiknað fyr ir utan súðina 20 teningsmetrar á kr. 2,50 eða 50.00 kr. Ef allir sem eiga portbyggð hús, greiða þessa reikninga, þá ætti þetta að vera nokkur fjárupphæð, sem hitaveitan fær fyrir loft- rúmið í Reykjavík! Þegar reikn að er út portbyggt hús í rúm- metra, getur þaksúð aldrei náð lengra út en á ytri brún þak- skífu eða bárujárns. Páll Kritsjárisson. Slysavarnafélagið óskar eftir unglingum. Eins og áður hefur verði frá sagt hér í blaðinu, hefur verið efnt til happ- drættis um sumarbústað í Dag- verðardal við ísafjörð, til ágóða fyrir björgunarskútu Vestfjarða. Sala happdættismiðanna hefur ver ið í fullum gangi, en nú fer að líða að því að dregið verði, en það verður 1. september. Óskar því Slysavarnafélag íslands eftir unglingum til þess að taka að sér Tyj'ORGUNBLAÐIÐ birtir í gær lýsingu á ástandinu á Þingvelli eftir „fjóra Þingvalla vini“. Er þar lýst noþkru af því, sem bar fyrir aup" 1 manna, þegar þeir dvöldust nokkra daga á Þingvelli í sið- asta mánuði. — Héi- -p-~- ' ir kaflar úr þessari grein: „Þriðjudagskvöld eitt í júlí- mápuði lögðum við undirritaðir af stað í skemmtiför til Þmgvaila í áætlunarbíl frá B. S. í. Bíllinn var þvínær fullskipaður og var meirhlutinn ungar stúlkur. Þegar til Þingvallar kom, stanz aði bíllinn við tjaldbúðahverfi við vegamótin á völlunum. Nokkrir hermannabílar höfðu staðnæmst á veginum og virtust hafa beðið eft ir áætlunarbílnum. T,vær ungar stúlkur fengu farangur sinn af- hentan r sama mund og við. Þær gengu með byrði sína nokkur spor frá bílnum, en í Sömu svifum ók einn heímannabíllinn upp að hlið þeirra og hermennirnir gáfu sig á tal við þær. Að vörmu spori stigu stúlkurnar inn í hermanna- bílinn og ók hann með þær eitt- hvað út í búskann og höfum við ekki séð þær síðan. Við lögðum farangur olckar við veginn og nóp ur ungra stúlkna lagði tjaldút- búnað sinn og pjönkur á næstu grös og gengu síðan út í liraunið til þess að skyggnast eftir tjald- stað. Hermenn, jafnmargir þéim, komu í sömu svipan á vettvang og héldu vörð um dótið þangað til þær komu aftur. Buðust þeir svo til að bera dótið og hjálpuðu stúlkunum að tjalda. í mörgum tjöldunum (í nágrenn- inu við fjórmenningana) voru hjón, en í öðrum lausafólk. í a. m. k. 6 tjöldunum voru „ástands- stúlkur“. Rétt hjá okkur voru þær Aucflýsingar, sem birtast eiga f Alþýðubíaðicu, verða að yera komnar til Augiýa- ingaskrifstofimnay í Alþýðuhúsinu, (gengið íl_ frá Hverfisgötu) ffyrir kl. 7 eð kvöidl. | MaÖur í fastri stöðu, sem j er að byggja, óskar eftir sumarbústað, 2 herb. og eldhúsi í vetur, sem næst bænum. Ábyrgð tekin á húsinu. Tilboð sendist blaðinu strax merkt „X“. sölu miða þar til dregið verður, og eru þeir beðnir að gefa sig fram við skrifstofu félagsins í Hafnarhúsinu. 6 í tjaldi. Þær sáust ekki við tjaldið fyrr en komið var fram yfir miðnætti. Þá komu þær í her mannabíl og óku burt í hermanna bílum eftir hádegi. Þess á milli sá um við þær stundum á daginn í námunda við Valhöll, oftast með hermönnum. í öðru tjaldi nálægt okkur voru tvær stúlkur. Tveir sjóliðar voru hjá þeim fyrsta ikvöídið. Da^inn eftir sáum við þær þrisvar sinnum fara inn í tjaldið með hermenn, tvo og tvo í einu, aldrei þá sömu. Um kvöld- ið hurfu þær á brott úr tjaldinu og stóð það síðan lokað á meðan við dvöldum þarna. Uppi í hraun inu nokkuð frá okkur stóðu tvö tjöld, hermannatjald með tveimur hermönnum og í hinu voru tvær stúlkur. Þessar manneskjur fjór- ar bjuggu áreiðanlega alveg sam- an. Eina nóttina heyrðum við gól mikil og háreisti frá tjaldinu og voru þá hjúin mikið drukkin. Um miðnætti nóttina eftir komu þau akandi að tjaldinu í ærmmaa- bíl og virtust stúlkurnar vera að sækja þangað eitthvað smávegis, en síðan var ekið áleiðis inn á Leirur. Eina barnunga stúlku, tæplega meira en 14 óra gamla, «áum við eitt sinn slangra sýnilega ólvaða um vellina. Stúlku þessa sáum við oftar, ýmist eina eða með her mönnum. Við giskuðum á, að hún héldi til í hermannatjaldborginni, sem sögð var vera inni á Leirum. En þangað komum við aldrei. í áttina þangaö var stöðugur siraum ur hermannabíla, en sár uítið sást þar af íslenzkiim bílum. Það, sem við sáum til hermanna félagsskapar kvenfólksins, var á- reiðanlega ekki nema lítið brot af því, sem átti sér stað á Þingvöll- um þessa daga. Fólk, sem lá í Frh. «f C. sStku Alþýðuflokkurinn Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9-—12 f. h. Alþýðuflokksfólk utan af landi, sem til bæfarins kemur, er vinsamiega beðið að koma til viðtals á flokks- skrifstofuna. AUGLÝSIÐ f ALÞÝDUBLAPINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.