Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 6
Qi.ÞTÐUBl*38Ð Kínverskar stúlkur. Mynd iþessi var tekin á æskulýðsdegi Kínverja og sýnir ungar stúlkur í Cíhungking standa heiðursvörð. / Föstedagur 18. ágúst 1944 Arnljótiir Guðmundsson: Sleifartag og sleggjudómur VerSur Þýzkaland keísaradæmi! Frh. af 5. sithi. jafnan hefir verið talinn standa næstur sem eftirmaður Adolfs Hitler, er Ágúst Vilhjálmur prins. „Auwi“ eins og hann er jafnan nefndur í daglegu tali, hefir árum saman verið eindreg inn samherji nazistanna. Fyrir nokkrum árum var það á orði haft, að Hitler myndi styðja Hohenzollana aftur til valda með því að gera Auwi, sem er góðvinur hans, að keisara yfir- Þýzkalandi. En ekkert hefir þó af þessu orðið, svo að þetta tal hefir verið látið niður falla með öllu utan Þýzkalands að minnsta kosti. Þó mun Auwi eiga nokkra stuðningsmenn meðal nazista, sem nefna sig ,,Auwisinna.“' Allmikill hluti hreyfingar þýzku keisarasinnanna hafa það að stefnumáli, að hlutar ríkis- ins eins og Bæjaraland og Sax- land verði sjálfstæð ríki að nýju. íbúum Bæjaralands hefir jafnan fundizt þeir lúta yfirráð- um Prússa, og nú gera þeir sér miklar vonir um það, að sjálf- stæðisdraumur þeirra rætist, ef keisarasinnunum auðnast að ná því markmiði, er þeir bafa sett sér. Þrátt fyrir ægivald Gesta- po er starfandi f jölmennur leyni félagsskapur í Bæjaralandi, sem hefir aðalaðsetur sitt í Múnchem þar sem vagga nazismans stóð, er vinnur að því, að Bæjara- land verði sjálfstætt konungs- , ríki í framtíðinni. Fyrir honum vakir að styðja til valda Rupp- recht ríkisarfa, sem hefir engin afskipti haft af stjórnmálum. Svohljóðandi flugritum hefir verið dreift út á Bæjaralandi að undanförnu samkvæmt áreið fOOOOOOQOooot ÚibreiSið Alþýðublaðið anlegum heimildum: „Vér er- um reiðubúnir til þess aö berj- ast fyrir yður, keisaralega tign, og hið ástkæra ættland okk- ar, Bæjaraland, en vér erum ófúsir til þess að berjast fyrir Prússland og Adolf Hitler.“ Sá hópur manna er næsta fjöl mennur í Þýzkalandi, sem tel- ur það vel farið, ef keisari eða konungur verði stucldur til valda í Þýzkalandi, sem stjórni landinu með þann ásetning í huga, að þar megi ríkja friður og farsæld og skipi Þýzkalandi í sinn forna sess meðal menning- arþjóða og færi því að höndum virðingu og aðdáun annarra ríkja. En meirihluti þýzku þjóð arinnar mun þó enn minnast þess, sem áfátt var við keisara- stjórnina forðum daga. Hann vill ekkert hafa með keisara- stjórn að gera og vonar það, að áróður keisarasinnanna verði ekki alvarlega tekinn af þeim, sem eiga að leggja á ráðin um það, hver verða skuli framtíð hins sigraða Þýzkalands. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. á 4. síðu. tjöldum á ýmsum stöoum öðrum, hafði allt sömu sögu að segja, og víða annars staðar mun ástandið sizt hafa verið betra en á þeim slóðum, sem hér hefur verið leit- ast.við að lýsa.“ Við þessa frásögn bætir Mbl. svofelidum .orðum: „Þessi frásögn sannar nákvæm- lega það sama, sem aðrar greinar hafa gert, er sjónarvottar ófagn- aðarins á Þingvöllum hafa ritað. Stúdentaráð hefur skorað á yfir- völdin að láta hér til sín taka, en þögnin ein hefur enn verið þeirra svar. En áður en langt líður munu raddirnar um það að afmá van- sæmd þessa, verða orðnar svo há- vserar og áskoranirnar svo marg- ar, að við þeim verður ekki þagað lengur. En þessi þögn og afskipta leysi yfirvaldanna í máli, sem varðar svo mjög sóma þjóðarinn- ar, ber ekki vitni um það að hjá þeim lifi enn andinn frá 17. júni s. l.“ Já, hvað ætla stiórnarvöldin að þegja lengi? Una þau því vel, að helgistaður biéð--' ar sé vanhelgaður og Bvívirtur eins og nú á sér stað? / Gunnar Björnsson hehir selt blað siff NÝLEGA urðu eigenda- skipti á blaðinu „Minne- otaMascot“, sem Vestur-íslend- ingurinn Gunnar Björnsson hefur verið eigandi að síðast- liðin 50 ár. Núverandi eigandi blaðsins er einnig Vestur-ís- lendingur, Ragnar Guttorms- son að nafni. Ragnar starfaði við blaðið sem unglingur og var síðastliðið ár ritstjóri þess. „Minneota Mascot“ er frægt meðal íslendinga vestan hafs sökum þess að fjórir afbragðs blaðamenn af íslenzkum ætt- um, þeir Gunnar Björnsson og synir hans Valdimar, Hjálmar og Björn, hófu starfsferil sinn við það. Gunnar * Björnsson festi kaup á blaðinu ásamt öðrum manni árið 1895, en varð brátt einn eigandi og rit- stjóri þess. Er synir hans, sem störfuðu við blaðið á skólaár- um sínum, höfðu lokið námi við Minnesota University, sneru þeir aftur til blaðsins og gerðust ritstjórar þess hver á fætur öðrum. Við „Minneota Maseot“ hlutu þrír synir Gunnars fyrstu til- sögn í blaðamennsku. Hjálmar er nú ritstjóri „Minneapolis Star Joumal", Valdimar starf- ar sem blaðafulltrúi Banda- ríkjahers á íslandi og er vel kunnur hér og í Minneapolis fyr ir útvarrpéfyrirlestra sína, Björn, sem var prófessór í blaða- mennsku við Grand Forks í Norður-Dakota, starfar nú sem fréttaritari NBC í Stokkhólmi. 1. flokks mnófið: Knaffspyrnufélag Hafnarfjarðar vann Í.R. með 3:0 LANDSMÓT 1. flokks hélt áfram s. 1. miðvikudags- kvöld með leik milli K. H. og Arnljótur Guðmxmdsson, bæjarstjóri á Akranesi hef: ir beðið Alþýðublaðið fyr- ir eftirfarandi athugasemd við grein, sem nýlega birt ist hér í blaðinu um ferð- imar milli Reykjavíkur og • Akraness. IALÞÝÐUBLAÐINU 10. ág. birtist grein undir fyrir-' sögninni „Furðulegt sleifarlag á ferðum milli Reykjavíkur og Akraness“, auk tveggja undir fyrirsagna! í upphafi greinar- innar er þess getið að farþega flutningum milli umræddra staða sé mjög ábótavant og nefnt til dæmis það, að laugar- daginn 5. ágúst hafi verið seld- ir „miklu fleiri farseðlar en menn komust uppeftir“, éins og blaðið orðar ,það. Svo sem skýrt hefur verið frá áður í blöðum bæjarins rekur Akraneskaupstaður m/s Víði, sem annast hefur fram- angreindar ferðir, og sáý sem þetta ritar, sér um rekstur skipsins. Er mér því skylt að svara til sakar um sleifarlag- ið, enda vil ég ekki að öðrum verði um það kennt. Akraneskaupstaður hefur nú annats ferðir milli Akraness og Reykjavíkur í rétta þrjá mán- uði. Á þessu tímabili hafa ver-’ ið íarnar 457 ferðir með far- þega. í 456 ferðum hafa allir farþegar, sem kömnir voru að skipshlið á réttum tíma, verið fluttir, en eins og blaðið tekur réttilega fram var þetta ekki unnt í eitt skipti. Á umræddu tímabili voru fluttir samtals 28.865 farþegar, og mun slíkt einsdæmi hér á landi. Aldrei hefur það komið fyrir, að áætl unarferð hafi fallið niður, þótt tvívegis hafi þeim seinkað nokkuð, i annað skipti sökum þess, að fyrirvaralítið þurfti skipið að fara aukaferð vegna míkilla fólksflutninga og seink aði því skipinu um 20 mínútur. í hitt skipið bilaði vél sfcipsins á leiðinni, og varð þvi að fá annað sxip til fararinnar, og seinkaði einni ferðinni af þess- ari ástæðu um 2J/á klst. Allt hefur verið gert til þess að farþegaflutningurinn gæti farið svo vel úr hendi sem unnt er. Skipið hefur þannig ekki flutt vörur þennan tíma, neitað hefur verið með öllu að flytja bifreiðar, enda þótt þrá- faldlega sé óskað eftir því, farn ar hafa verið þrjár ferðir dag- lega til þess að forðast of- þrengsli o. s. frv. Þrátt fyrir þetta er því ekki að neita, að við ýmsa örðugleika er að etja, fyrst og fremst vegna þess, að í. R. Fóru svo leikar að K. H. sigraði með 3:0. Voru öll mörk in skoruð í seinni háVleikn- um. Leikur bessi var miklu lé- legri en leikurinn milli í. A. og Víkings. Þarná sást tæpast tilraun gerð til samleiks, en ins vegar mikið um ónákvæ’-*’ ar loft- og langspyrnur og stefnulaus hlaup fram og aftur. Enginn vafi er á því, að báðir >essir flokkar geta lei'kíð «<i>" betur en hprna varð ra”n á, ef þeir láta ekki hraðann f""" " sig í gönur, en hann var > tilfelM margfaldur á borð við þá tækni, sem báðir flokkar hafa yfir að "'iv- Sama kvöld fór leikur í 3. flokki milli Fram og Víkings, þar sem Fram sipraðí með 2:0 Ebé. skipið er ekki nægilega stórt, og vel má vera að „eitthva* standi til bóta um fyrirkomu- lag ferðanna, þótt mér virðist óhætt að fullyrða, að ferðir milli Akraness og Reykjavíkur hafi gengið stórslysalítið und- anfarna þrjá mánuði. Þegar ég las umrædda grein í Alþýðublaðinu, varð ég forvit inn að vita, í hverju hið al- menna sleifarlag \lýsti sér, því blaðið nefndi aðeins eitt dæmi þess, sem síðar verður að vik- ið. En upplýsingar um það hef ég ekki getað fengið hjá bla&- inu. Er ég því lítið fróðari en ég var áður um sleifarlagið. Réttmætar aðfinnslur um fyr- irkomulag ferðanna verða þegnar með þökkum og bætt úr því, sem að er, eftir því sem föng eru á. Laugardaginn fyrir frídag verzlunarmanna tókst svo illa til, að ekki var hægt að flytja alla þá menn, sem þess óskuðu, svo sem blaðið tékur fram. Fá- um mönnum mun hafa þótt þetta jafnleitt og mér, og verð ég að biðja þá, sem fyrir óþæg indum hafa orðið, afsökunar á þeim mistökuin, sem ég kann að eiga sök á í því efni. Hér skal skýrt frá því, sem gert var af hálfu útgerðarinnar til þess að anna fólksflutningunum þessa ferð. Á undanförnum árum hef ur verið um mjög mikinn fólks flutning að ræða laugardaginn fyrir fridag verzlunannanna, og mun ekki alltaf hafa verið auðið að flytja alla, sem þess óskuðu. Til þess að koma í veg fyrir þetta að þessu sinni, var þess farið á leit við Skipaút- gerð ríkisins, að hún leigði út- gerðinni skip umræddan dag. Forstjórinn tók þessu vel, og var afráðið að varðskipið Þór færi frá Reykjavík kl. 2 síð- degis ásamt m/s Víði, en Víðir færi aðra ferð frá Reykjavík kl. 6 síðdegis. Með þessu móti virtist ferðunum vel borgið. Á síðustu stundu tilkynnti for- stjóri Skipaútgerðarinnar, .að Þór hefði orðið fyrir óvæntum töfum og útilokað væri, að 'hann gæti komizt til Reykjavíkur 'í tæka tíð. Þótt skammur tími væri til stefnu, var reynt að útvega annað skip, m. a. hjá eftirgreindum aðilum: Skipa- útgerð rkisins, Reykjavíkur- höfn (Magna), brezka setulið- inu, ameríska setuliðinu, auk einstakra útgerðarmanna, sem líklegt þótti, að hefðu umráð yfir skipi þennan dag. Allt reyndist þetta árangurslaust. Þegar ekki virtist unnt að flytja alla, sem þess óskuðu, hafði skipstjórinn á m/s Víði tal af afgreiðslumanni þeirra áætlunarbifreiða, sem bundnar voru við umrædda ferð m/s Viðis, um það, á hvern hátt væri hægt að láta þá, sem pant að höfðu far með áætlunarbif- reiðum sitja fyrir öðrum far- þegum. Á því voru annmark- ar, sem stöfuðu af því, að far- seðlar voru einungis seldir fyrir bifreiðar, sem fóru til Stykkishólms, en fai'þegar, sem ætluðu með öðrum áætlunar- ferðum, höfðu engin skilríki í höndum. Úr því sem komið var, var það ráð tekið að flytja fólkið í tveimur ferðum, kl. 2 og 6 siðdegis, og var áætlunar- ferðum bifreiða hagað sam- kvæmt því. Hins vegar stóð út gerð Víðis ekki að því að vísa fólki í 1/v Sigríði, sem fór með allmargt fólk til Borgamess. , Amljótur Guðmundsson. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.