Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. ágúst 1944 , w ALÞÝÐUBLAÐIÐ n IT-I rrnrw t Iðja fapar máli fyrir Félagsdómi Hér með tilkynnist að hjartkær sonur minn og bróðir okkar, Hatlgrímur Pétur Helgason, Stórhotti 26, andaðist í sjúkrahúsi 15. þ. m. \ Karólína Káradóttir og systkini. Til farþega á E.s. Þór frá Akranesi sunnudagskvöld \ Einhver ykkar hefir í misgi-ipum tekið ferða- tösku um borð í Þór er hann kom til Reykja- víkur. Taskan er merkt ,,Nína Jóhannesdóttir, Akureyri“. Vinsamlegast skilist á Hringbraut 145 eða tilkynnist í síma 2066. Sóknin í liormandie Frh. af 3. síðu. Bœrinn í dan Næturlæknir er í Læknavarð- sfcofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- ar»óteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19A5 Hljómplötur: Harmoniku- 20.00 Fréttir. 20.30 íþróttaþáttur í. S. í. 210.50 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 17 í F-dúr eftir Mozart. 21.05 Upplestiir; „Leikhús og helgidómur“, bókarkafli eftir Önnu Larsen-Björner (séra Sigurður Einarsson). 21,35 Hljómplötur: Amelita Calli Curci syngur. 21J»0 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) ítalskur konsert ftir Baeh. b) Cello-konsert eftir Boccherini. c) Harpsi cord eftir Haydn. 23.00 Dagskrárlok. Fertngur «« varð í gær Kristinn Þorkelsson, bifreiðstjóri hjá Kol og salt. i Kona biur bana af brunasárum AÐ slys vildi til að Bakka- bæ í Ólafsvík í fyrradag,, að kona skaðbrenndist svo er hún var að kveikja upp í elda- vél, að hún beið bana af. Kona þessi hét María Guð- mundsdóttir. Var hún að ' kveikja upp í eldavél og not- aði olíu við uppkveikjuna, en sprenging varð í olíunni, og læsti eldurinn sig í föt kon- unnar. Sængurkona, sem alið hafði barn fyrir þrem dögum, þegar þetta varð, og María var hjá, fór til og gat slökkt eld- inn í fötum hennar, en þá var líkami Maríu orðinn mjög brenndur. Læknis var strax vitjað til Stykkishólms, og var María flutt þangað sjóleiðis, en þar andaðist hún í sjúkrahúsinu um hádegi í gær. Sængurkon- unni líður vel eftir ástæðum. KappreiSar Fáks á sunnudaginn kemur NÆSTKOMANDI sunnudag efnir Hestamannafélagið Fákur til síðari kappreiða sinná á skeiðvellinum við Elliðaár kl. 3 e. h. Keppt verður í 350 m og 300 m stökki og 250 m skeiði. I 350 m stökki keppa 5 hestar. Margir þeirra eru gam- alkunnir á vellinum, svo sem Kolbakur frá Gufunesi, Hörð- ur frá Melum á Kjalarnesi o. fl. I 300 m stökki keppa einnig 5 hestar, flestir nýir hér á vell inum, eru það mjög efnilegir hlaupagarpar. Þá verður og keppt i skeiði, 250 m, og munu 5 hestar verða í þeirri keppni. Þeirra á meðal ér Randver frá Varmadal og Roði frá Gufunesi. Eftir að keppnin hefur farið fram milli. hestanna í hverju hlaupi: keppa fyrstu hestarnir til úrslita eins og venjulega. Þarf ekki að efa að þarna verði ' skemmtileg keppni. Frh. af 2. síöu. hefur boðað verkfall, þar sem þær vinni á starfssviði Iðju, og með því að gera slíkt hafi stefndi gerzt brotlegur við nefnda lagagrein, því Fram- sókn sé í Alþýðusambandinu, en það standi að verkfallinu. Heldur stefnandi samkvæmt framansögðu því fram, að tak- mörk verkfalLsins eigi að mið- ast við það, sem kalla megi starfssvið Iðju, en sé ekki að- eins bundið við félagsmenn þess félags. Stefndi krefst sýknu á þeim grundvelli að umrætt verkfall nái ekki ' til annarrar vinnu í umræddri verksmiðju S.Í.F. en þeirrar, sem áðurnefndir tveir menn unnu, en hún sé nú unnin af ófélagsbundnum mönnum, og sé slík fram- kvæmd ekki refsiverð. Hins vegar hafi, er verkfallið hófst, önnur almenn störf þar veríð unnin af konum úr verka- kvennafélaginu Framsókn. Þær vinni samkvæmt samningi milli þess félags og Vinnuveit- endafélags íslands frá 14. sept. 1942 og viðbótarsamningi frá 10. maí 1944, svo og samningi milli Framsóknar og Niður- suðuverksmiðjunnar frá 9. okt. 1942 og hafi Iðju verið kunn- ugt um samninga þessa. Hann kveður að verkfall Iðju sé stúlkum þessum algerlega óvið komandi. Þær fari ekki á neinn hétt inn á starfsvið þeirra tveggja manna úr Iðju, er lagt hafi niður vinnu. Telur hann að ekki verði að þessu leyti byggt neitt á ákv. framan- nefndrar 24. gr. áðurgildandi samnings, því Iðju hafi verið fullkunnugf um, að konur úr öðru félagi unnu í verksmiðj- unni og hún samþykkt það með þögninni. Verkfallsákvörð- un Iðju, segir hann, nær að- eins til félagsfólks í því félagi, en getur ekki náð til fólks í öðrum verkalýðsfélögum, að því er varðar venjulega vinnu- þess. Forráðamönnum niður- suðuverksmiðjúnnar hafi því verið fullkomlega heimilt að halda áfram' rekstri hennar á þann hátt, sem gert var, og ekki með því á neinn hátt gerzt brotlegir vði 18. gr. laga nr. 80/1938. Starfskonur þær, er nú vinna í niður suðuverksmið j u S.Í.F. og um ræðir í máli þessu, eru félagskonur í Verkakvennafé- laginu Framsókn og taka laun samkvæmt samningi við það félag. Þær eru ekki félagskon- ur í Iðju og hafa ekki tekið þátt í ákvörðun þess félags um að hefja verkfall það, er nú stendur yfir. Það er upp komið í málinu, að sú regla hefur að staðaldri viðgengizt í niður- suðuverksmiðjunni, að þar ynnu aðallega félagskonur úr Framsókn. Hefur þetta verið með vitund og þegjandi sam- þykki forráðamanna Iðju og höfðu þeir ekki meðan enn var í gildi samningur milli þess félags og Félags ísl. iðn- rekenda heimt sér rétt þann, er þeir byggja á 24. gr. þess samnings, að allt verksmiðju- fólk í niðursuðuverksmiðjunni væri félagsfólk í Iðju. Að þessu athuguðu verður ekki talið að verkfalísboðun Iðju hafi eins og á .stóð átt að leiða til verk- falls hjá þeirn félagskonum Framsóknar, er unnu í verk- smiðjunni, er verkfallið hófst. Var forráðamönnum hennar því vítalaust að láta þær halda áfram sömu störfum og þær áður unnu og hafa ekki með því gerzt brotlegir við 12. gr. 1. nr. 80/1938. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefn- anda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 300,00,. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Vinnuveitendafélag íslands f. h. Félags ísl. iðnrek- enda vegna Niðursuðuverk- smiðju S.I.F., á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðu- sambands íslands f. h. Iðju, fé- lags verksmiðjufólks í Reykja- vík, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 300,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum.“ Rannsóknarieiðangur á Mýrdalsjökul Q UMARIÐ 1943 hófu þeir ^ Jón Eyþórsson og Stein þ)ór Sigurðsson rannsóknir á Mýrdalsjökli, Tilgangur rann sóknanna er sérstaklega sá, að finna orsakir jökulhlaup- anna og samband þeirra við eldsumbrot. í fyrra voru settar um 20 merkisstenigur á ‘hjarnjökulinn, sem hefir afrensli í Höfða- brekkujökul. Var stöngunum dredft um 60 ferkílómetra svæði. Staðarákvarðanir voru gerðar á stöngunum 'og ætlunin að mæla hreyfingar þeirra og snjódýpt. Ókunnugt er um hreyfingar á hjarnjökli og munu þær ekki hafa verið mældar. Fyrsta ágúst fór sex manna leiðangur af’stað héðan úr Rvík til þess að halda rannsóknunum áfram. Þátttakendur voru þeir Jón Eýþórsson, Steinþór Sigurðs hon, Einar B. Pálsson, Franz Pálsson, Árni Þ. Árnason og Árni Stefánsson. 4. ágúst var farið á jökulánn. Sá Sigurður Högnason í Sól-heiimakoti um ílutninginn upp. Var farangur fluttur á 8 hestum allt upp að stað þeim, þar sem Kötlugjá er undir jöklinum. Dvalið var á jöklinum til 13. ágúst. Veður var stiilt og hlýtt allann tímann og oft sólskin. Aðaltilgangur leiðangursins var að mæla hreyfingar mæli- stanganna frá s. 1. ári og snjó- dýptina. En við' athugun kom það í ljós, að stengurnar, sem verið höfðu 5 m. upp úr snjó (og ein 7 m.) voru allar í kafi nema ein, sem stóð á hrygg. Lengd stanganna hafði verið miðuð við snjólagið veturinn 1942—43, en það var um 4 metr ar. Við gröft kom það í ljós, að snjólag s. 1. vetur var um 8 metrar að þykkt og mun óvíða snjóa meira. Var því horfði að því riáði að reyna að byggja nógu há og sterk merki. Byggð ar voru tvær gerðir, annað þrí- strendur turn, sem stóð lllú m. upp’úr snjónum og var hann grafinn 2V2 metra niður og stag aður vandlega. Hitt merkið var nokkuð lægra, einföld stöng vel stöguð. Var mikið verk að ganga frá merkjum þesum og á'kveða stað þeirar nákvæimlega. Þá var hallamœkl um 8 'km. löng lína yifir upptök Höfðabrekkujökuls. Síðari mælingar geta þá leitt í Ijós, 'hvort jökulldnn hefir hækkað eða lækkað. Nokkrar athiiganir voru og gerðar á bráðnun og vatnsgildi og vatns magni í snjónum. Á Mýrdal'sjökli má heita að allt sé undir jökli. Á einum stað sér á fast berg í miðjum jöklin um. Kötlugjá sjálf er undir jökii og eru þar aðeins lægðir í jökulinn þar sem gosstöðvarnar munu vera. Föstudagskvöldið 11. ágúst en sókn Pattons varð þeim of- viða. í Orléans höfðu ekki orðið mjög mikil spjöll, meðal annars er hin víðfræga dóm- kirkja óskemmd með öllu. I MANNTJÓN ÞJÓÐVERJA Bandaríkjamenn tilkynna, að í sókninni undanfarna daga hafi Þjóðverjar misst um 100 þús. hermenn, fallna, særða og fanga. Af þeim léllu 11 þús- und menn, 47 þúsund særðust, en 41 þúsund voru teknir höndum. Auk þess féll mikið herfang í hendur Bandaríkja- mönnum. VIÐSJÁR í PARÍS Neðanjarðarlestir í París eru hættar að ganga. Rafmagns- straumur er aðeins IV2 klukku- stund á kvöldin og víða er ekk- ert gas. Víða hafa verkamenn lagt niður vinnu, svo og lög- reglumenn borgarinnar. Þeir eru í verkfalli vegna iþess, að maður nokkur, sem þeim líkar ekki við, hefur verið settur í þýðingarmikla stöðu í löggæzl- unni. Þá hafa járnbrautar- starfsmenn við norður- og austurbrautarstöðina lagt nið- ur vinnu. Um þessar stöðvar fara lestir til Þýzkalands og svæðið frá Belgíu til Calais. Lóðir fyrir bæjarspíi- afa og ftelfurvemdar- stöð ¥ ANDLÆKNIR hefir skrii- •®-1 að bæjarráði og farið fram á að bærinn mæli lóðir und- ir bæjarispítala og heilsuvernd- airstöð. Vill hann að heilsuvernd arstöðin fái lóð í Gróðarstöð- inni, en bæjarspítalinn í Daug- arnesi, þar sem áður var Laug- arnesspítali. var bjart veður á jöklinum, en Ijósagangur nokkur í suðri og mun það valda sögum þeim sem. upp hafa komið um Kötlugos nú. Rannsóknirnar 1943 voru kostaðar af rannsóknaráði ríkis- ins en nú af menntamálaráði. Þátttakendur í leiðangrunum hafa unnið kauplaust. Bandaríkjaf lugherinn færisf í aukana T GÆR voru Iiðin 2 ár frá því að amerískar flugvélar gerðu fyrstu loftárásina á stöðvar Þjóðverja. Þá var ráðizt á stöðvar við Rouen í Frakklandi og varpað niður 16 smálestum sprengna. Síðan hafa amerisk- ar flugvélar varpað niður samt tals 267 þúsund smálestum sprengna á Þýzkaland og her- teknu löndin.. Nú fara amerísk- ar flugvélar svo þúsundum skiptir á degi hverjum til árása á stöðvar Þjóðverja hvar sem er í Evrópu. Rússland Frh. af 3. aíðu. leg gagnáhlaup Þjóðverja, sem tefldu fram miklu liði og •mörgum skriðdrekum. Rússar eýðilögðu í gær 30 skriðdreka Þjóðverja á þessum slóðum, en urðu sjálfir fyrir litlu tjóni. í Lithauen geisa harðar orr- ustur og gera Þjóðverjar hörð gagnáhlaup. Rússar halda stöðv um sínum. Á landamærum Eistlands og Lettlands verður Russum vel ágengt og þar tóku þeir 150 þorp og hyggð ból í fyrradag. Þeir éru nú aðeins 40 km. frá Tartu (Dorpat), sem er mikilvæg járnbrautarmið- stöð í Eistlandi. Rússar hafa brotizt inn í borg ina Sandomir í Suður-Póllandi og geisa þar nú götubardagar. Sú borg stendur við Weiehsel og var þýðingarmikil varnar- stöð Þjóðverja. Suður-Frakkland Framh. af 3. síðu. minntist hann á, að brátt yrði samið við de Gaulle um inn- anlandsmálefni Frakklands, hvernig stjórnað yrði þar í landi er Þjóðverjar væru hraktir úr landi. Maquihersveitir láta mjög til sín taka og veita Þjóðverj- um þungar búsifjar. Meðal annars er sagt, að þeir séu einna skæðastir í héraðinu Haute Savoie, en þar hafa þeir borginni Annecy á sitt vald. Sú borg er skammt frá landamær- um Sviss.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.