Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 8
8 ALÞYDUBLAÐIO Föstudagur 18. ágúst 1944 iTJASMftKSSé, I Saga lil næsia bæjarS (Something to Shout About) Skemmtileg og íburðarmikil söngva- og dansmynd. Don Ameche Janet Blair Jaek Oakie Sýnd klukkan 5, 7 óg 9. „VEI ÞEIM, SEM HNEYKSL- L'NUM VELDUR“. í Tímanum frá 1874 er harð orð ádrepa um ættarnöfnin og þau talin óþjóðleg og ósmekk- leg. Segir í grein þessari m. a. -á þessa leið: „Kaupstaðirnir hafa það ver ið, sem í þessu sem öðru hafa atað og svívirt þjóðerni vort og tungu. Reykjavík hefur og trú- lega gengið í brqddi fylkingar, og að flestu, sem óþjóðlegt er, jafnan verið „sú spillta Babý- lon“, enda er þar flest stór- menni landsins saman komið. Það er Reykjavík, sem vill kallast höfuðstaður landsins, sem í þessu, sem svo mörgu öðru, hefur gert sig að úr- þvætti landsins. Og maður skyldi stundum halda, að allt, sem er íslenzkt og þjóðlegt, mundi verða útlægt þaðan. En það er í þessu máli vert að taka eftir því, gð það er hér sem oftar hinn hégómlegi part ur mannkynsins, kvenþjóðin, sem hneykslunum veldur að miklu leyti. Því að beri svo ó- líklega til, sem fátítt er, að nokkrum karlmanni hafi tekizt að halda kristilegu skírnarnafni sínu, m.eðal Reykjavíkurbúg., þá má hann þó eiga þess vísa von, að það helzt ekki nema um stund. Því að gangi hann að eiga eina af Adamsdætrum, íra, sem horfði öfundaraugum á eftir þeim. „Þetta er fínt fólk,“ sagðú hann við isjálian sig. „Þau hljóta a*5 vera rík.“ SEXTÁN'DI KAFLI Meðan á dvöl Drouet í Chicago stóð fór hann að rækja betur skyldur sínar við leyniregluna, sem hann var í. Á síðustu ferð sinni hafði hann fengið nýtt álit á mikilvægi hennar. „Ég ska'l segja íþér,“ sagði starfsbróðir (hans, „þetta er svo lítils virði. Lítt'u á Hazenstab. Hann er ekkert sórlega dugleg- ur. Auðvitað vinnur Ihann ihjá góðu fyrirtæki, en það hefir minnst að segja. Hann er nefni— lega háttisettur ifrímúrari, og það er það sem gildir. Hann • hefir eitthvert leynimerki, og það opna.r honum alls staðar leið.“ um,“ sagði hánn fjörlega og reis é fætur. „Gott og vel,“ sagði Carrie. Þau gengu fram hjá ungum Droute ákvað strax, að hann skyldi hugsa meira um þess háttar mál eftirleiðis. Þegar hann kom aftur til Chicago, fór hann strax á fund í sinni stúku. „Heyrið þér Drouet,“ sagði Harry Quincel, sem var mjög áberandi maður í „Elgsdýra- stúkunni11. „Þér eruð einmitt maðurinn, sem getur hjálpað okkur.“ Þetta var eftir sjálfan fund- inn, og nú ræddust félagarnir við í bróðerni. Drouet rölti á milli manna og rabbaði við kunningja sína. „Hvað er á seyði?“ spurði hann fjörlega og brosti til reglu bróður síns. „Við erum að hugsa um að færa upp leikrit eftir hálfan mánuð, og okkur langaði til að er nokkuð sé að manni í Reykjavík, þá — já, þá vei þeim kviði, sem hann bar, og þeim brjóstum er hann mylkti, þá er úti um ærlegt skírnar- nafn hans. Þá ganga allar „te- vatris“kerlingar bæjarins á kjaftaþing, til að ráðgast um, hvað nefna skuli nýju ,,maddömuna“ eða frúna. Og að því má sá ganga vísu, sem fyrir þessu verður, að þaðan sleppur nafn hans ekki óspjall að aftur.......“ vita, hvort þú þekktir enga unga stúlku, sem gæti leikið eitt hlut- verkið — auðvelt hlutverk.“ „Já,“ sagði Drouet. „Hvers konar hlutverk er það?“ Hann var ekkert að brjóta heilann um, hvort hann þekkti nokkra, en hin meðfædda alúð hans gerði það að verkum, að hann gaf jákvætt svar. „Jæja, ég skal segja yður, hverju við erum að brjótast í,“ hélt herra Quincel áfram. „Við ætlum að reyna að fá ný hús- gögn hér í salinn. Við eigum ekki nægilegt fé sem stendur, og við ætlum að reyna að vinna okkur eitthvað inn með kvöld- skemmtun." „Prýðileg hugmynd," greip Drouet fram í. „Margir af bræðrunum hafa dálitla hæfileika. Harry Bur- beck er ágætur í gamanhlut- verk. Mac Lewis er góður líka, en það er frekar í alvarleg hlut 'verk. Hafið þér aldrei heyrt hann lesa upp ,Qver the Hills‘?“ „Nei aldrei.“ „Hann gerir það stórfeng- lega, skal ég segja yður.“ „Og ykkur vantar kvenmann í eitt hlutverkið“, sagði Drouet, sem var ákafur að binda enda á þetta umræðuefni og taka upp eitthvað annað. „Hvað ætlið þið að leika?“ „ ,í bjarma gasljóssins', “ sagði herra Quincel. Drouet hafði séö þetta leik- rit fyrir nokkru. „Já, það er ágætt,“ sagði hann. „Það er gott leikrit. Það dregur til sín áhorfendur. Þið getið grætt heilmikið á því.“ „Við vonum það líka“, s'var- aði herra Quincel. „Gleymið bessu nú ekki,“ sagði hann að lokum, þegar Drouet sýndi á sér fararsnið. „Við verðum að fá kvenmann í hlutverk Láru.“ „Já, já, ég skal sjá um það.“ Hann fór og gleymdi þessu öllu í sömu andránni. Hann hafði ekki einu sinni spurt um stað eða tíma. Nokkrum dögum seinna var hann minntur á þetta loforð sitt, þegar hann fékk béf, sem tilkynnti, að fyrsta æfingin færi fram "á föstudagskvöldið, og hann var beðinn að gefa strax upp heimilisfang ungu stúlkunnar til þess að þeir gætu sent hlutverkið til hennar. „Hverja í ósköpunum get ég bent á?“ sagði hann við sjálfan sig og klóraði sér bak við eyr- að. „Ég þekki enga sálu, sem mm NYJA Blð FI ó f I a f ó I k („The Pied Piper“) Monty Woolley Anne Baxter Roddy McÐowall Sýnd klukkan 9. „Hi, Buddy“ klúbburinn Skemmtileg dans- og söngvamynd, með: Harriet Hilliard, Robert Paige, Dick Foran. Sýnd klukkan 5 og 7. veit nokkuð um svona áhuga- leikara.“ Hann fór í huganum yfir nöfn kvenmanna, sem hann þekkti, og loks einsetti hann sér að tala við eina þeirra, aðallega vegna þess, að hún átti heima á svo þægiiegum stað í vesturhluta borgarinnar. Hann ákvað að fara til hennar um kvöldið. En hann gleymdi þessu einu sinni enn, en var minntur á van- rækslu sína af smá pósti í „Evening News“, þar sem til- G&MLA 520 bkj ást og hneykslismál (Design for Scandal) Rosalind Russell Walter Pidgeon Sýnd klukkan 7 og 9. Draugaskipið (The Ghost Ship) Richard Dix Edith Barrett Sýnd kl. 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. kynnt var í dálkinum um leyni- félög, að Custer stúkan í „Elgs- dýrareglunni11 ætlaði að sýna leikrit í Avery Hall þann 16. og leikið yrði „í bjarma gas- ljóssins.“ „Hamingjan góða,“ kallaði hann up yfir sig. „Ég stein- gleymdi þessu.“ Þau sátu við litla horðið í ,,Hverju?“ spurði Carrie. herberginu, sem mátti nota sem eldhús, og það kom fyrir, að Carrie útbjó þar máltíð. Þetta BJORMNN eftir HENRIK PONTOPPIDAN FJÓRÐI KAFLI. Þegar áður en klukkurnar tóku að kalla byggðarfólk- ið til tíða, var kirkjan þéttsetin fólki. Söfnuðurinn hafði hvert sæti kirkjunnar önnur en þau, sem ætluð voru bisk- upnum og fylgdarliði hans. Allir biðu með eftirvæntingu og óþreyju eftir því, sem dagur þessi myndi bera í skauti sínu. Margir sátu með spenntar greipar og horfðu í gaupn- ir sér eins og þeir væru að rannsaka samvizku sína. Og þeir, sem kunnugir voru í sókninni, gátu um það borið,. að nokkrir helztu vinir og formæiendur séra Miillers létu sig vanta. Biskupsheimsóknin hafði og verið undirbúin af hálfu ■kirkjuyfirvaldanna og auðsjáanlega þannig að át-ti að skjóta söfnuðinum skelk í bringu. Ruggaard aðstoðarprest- ur og skólastjórinn í sókninni höfðu gengið á milli manna alvarlegir á svip eins og þeir byggju yfir einhverjum meiri háttar tíðindum. Það var sagt, að biskupinn myndi ekki aðeiis heimsækja kirkjurnar og skólans í sóknum séra I JU5T SAIP THAT IF WE WERE THE GESTAPO WE'D PROBABLY HAVE PAPERS TO PROVE WE’RE AMERICAN5 ! WHAT'S 50 FUNNY ABOUTTHAT?/ NOT FUNNY BUT QUITE LOGICAL / WHAT YOU'VE UTTERED IN JEST HAS 5AVEP YOUR LIFE/ NOW IDO BEUEVEYOU ARE t AMERICAN5 / HUH \ WELL OF ALL... / SIT DOWN, FRIENPS/ I THINK NOW WE CAN ARRANGE A WAY TO GET YOU BACKTO YOUR LINES/ 5-291 w. «.5. 0. 5 *«*. o« 'lm. AU C - ~ - SWELL/ CAN'T WAIT TILLI GET MY HAND5 ON A PLANE AGAIN...HOW LONG DO YOU FIGURE IT'LL TAKE US TO GET BACK ? T MYNDA SAG A ÖRN: „Ég sagði bara að ef við værum Gestapomenn þá mynd um við haifa skjöl til að sanna að við værum Ameríkanar. Af hverju verðið þér svona hissa á því!“ FORENGINN: „Ég varð ekkert hissa. Þetta er mikil sönnun. Það, sem þér sögðuð hefur ibj'argað lífi yðar! Nú trúi ég iþví að þér séuð ameríkanar.“ ÖBN: „Það var sannalega gott,, FORINGINN: „Fáið ykkur sæti, vinir mínir. Ég hugsa að við munum geta komið því svo fyr ir að þið'komist aftur til bæki stöðVar ykkar/ ÖRN: „Það er gott, því að mér mun líða bölvanlega, þar til ég get aftur fengið að fara hönd- um um flugvél. Hvað haldið þér að langt verði þangað til við kotnumst aftur heim?“ FORINGINN: „Ekki mjög langt, með tilliti til erfiðleikanna, svona 2 til 3 mánuðir . . .“ ÖRN: „Hvað segið þér — tveir til þrír mánuðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.