Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIP Þrlðjudaguj- 22; ágúst 1944. m Bandamenn iara yfir Signu norðan og sunn- an borgarinnar mótspymulítið Harðir götybardagar voru háðir í París í gær ÞJÓÐVERJAR virðast ætla að sleppa París úr höndum sér orrustulaust. í gær sáu flugmenn bandamanna fjölmargar bifreiðir hlaðnar hermönnum fara frá borginni. Þá eru Þjóðverjar einnig farnir að flytja á brott fallbyssur og skriðdreka. Miklar óeirðir eru hvarvetna í borginni og víða hefir komið til snarpra bardaga milli maqui-liða og þýzkra hermanna. Bandamenn eru enn ekki komnir til Parísar, en bardagar eru sagðir háðir í grend við borgina, í Versailles og Fontainebleau. Bandamenn hafa farið yfir Signu bæði fyrir norðan og sunnan borgina, án þess að hafa mætt verulegri mótspyrnu. í Normandie er haldið áfram að eyða þý2íka liðinu, sem innikróað er 1 námd við Falaise og voru 10 þús. 'hermenn teknir höndum í 'fyrradag. Kanadamenn eru tæpa 3 km. frá Lisieux og Bretar hafa brotizt iftSi' í bMiin Cabou við ósa Dives-árinnar. Sumstaðar eru bandamenn komnir að ánni . Austurvígstöðvamar: iý sókn haiin við Varsjá "^/fflKLAR skriðdrekaorrustur * •“ eru nú háðar í Eistlandi og Lettlandi. Rússar eru í sókn og ®ru komnir mjög nálægt borg- snni Tartu (Dorpat) í Eistlandi. Þjóðverjar hafa gert mörg snörp gagnáhlaup í Litháen,, en orðið lítið ágengt. í Lettlandi hafa Rússar orðið að yfgefa borgina horgina Tukums, skammt frá Rigafló. Rússar hafa byrjað ný áhlaup fyrir austan Varsjá. Fyrst hrundu þeir mörgum gagná- hlaupum Þjoðverja, en síðan sóttu þeir fram og tóku meðal annars tvo bæi, sem eru við járnbrautina milli Varsjár og Bialystok. Þá hafa Rússar stækkað brúarstæðið við Sando mierz í Suður-Póllandi. Undan fárna daga hafa Rússar fellt 12.000 Þjóðverja á þessum slóð mn, tekið 1500 fanga og mikið lierfang, þar á meðal 20.fallbyss rar af ýmsum gerðum. Loks segir í tilkynningum Rússa, að/þeir hafi sökkt fjór- um tundurspillum Þjóðverja á Rigaflóa. Tundurspillar þessir voru 1200 smálestir að stærð, allt nýleg skip. Rússar hafa gert harðar loftárásir á Konstanza í Rúmeníu. P ULLTRÚAR frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og Rússlandi komu saman á ráð- stefnu í gær í smábæ skammt frá Washington. Á ráðstefnu þessari er rætt um öryggismál- ih að styrjöldinni lokinni. For- maður brezku sendinefndarinn ar, Sir Alexander Cadogan Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna lagði á herzlu á, að öryggi yrði ekki tryggt nema með því að hafa Öflugt herlið á takteinum til þess að gæta þess. Sendiherra Rússa í Washington, formaður rússnesku nefndarinnar tók í sama streng og sagði, að óhjá- kvæmilegt væri að hafa liðs- afla til taks, ef þörf krefði. Toocques. Veður var óhagstætt til loft- árása í Normandie í gær. helli- •rigning og þokusúld. Landher bandamanna sækir fast á eftir Þjóðverjum, sem hörfa austur á bóginn. Undanhald þeirra er enn sæmilega skipulegt, en þeir verða fyrir miklu tjóni og eiga i erfitt með að verjast sífelldum árásum bandamanna, sem unna þeim einskis friðar. Alls hafa bandamenn tekið um 25.000 fanga í Falaisekvínni svonefndu en miklu fleiri hafa fallið í orr- ustunum. Þó er ekki um alls- herjar uppgjöf að ræða, enda þótt stórskotahríðin dynji á varn arliðinu, sem á sér ekki undan- komu auðið. f í PARÍS Miklar viðsjár eru í París og víða hafa borgarbúar gripið til vopna gegn Þjóðverjum. Hefir víða komið til götubardaga og allmargir menn hafa beðið bana. Þjóðverjar hafa sett umferðar- bann á og hefir kvikmyndahús- um, veitingahúsum og öðrum skemmtistöðum verið lokað. Segja Þjóðverjar í tilkynningum sínum að „ábyrgðarlausir menn hafi gripið til vopna.“ Hafa Þjóðverjar lagt bann við því, að fleiri en þrír menn nemi staðar á götum úti, en fólk hefir bann ið að engu. Óstaðfestar fregnir herma að Þjóðverjar hafi boðið maqui-liðunum, að þýzka setu- liðið skuli flutt frá borginni, ef það sé tryggt, að það fái að fara í friði og ekkert verði gert til þess að torvelda brottflutn- inginn. — Bandaríkjamenn sækja fram fyrir austan Orle- ans og hafa sótt fram um 30— 40 km. DAGSKIPAN MONTGOMERY S Montgomery hershö‘fðingi birti í gær dagskipan til herja sinna í Norður-Frakklandi. Seg ir þar meðal annars, að nú hafi Þjóðverjar beðið algeran ósigur í orrustum undanfarinna daga og viðnámsþróttur þýzku herj- anna í Frakklandi sé svo lamað ur, að þeir muni trauðla bíðá þess bætur. Brátt sé öllu lokið. Montgomery minntist á að hann hefði fyrir 10, dögum hvatt her- menn sína til þess að ganga sem bezt fram og þaðhefðu þeir gert. Manntjón Þjóðverja og her- gagna hefði verið óskaplegt og þær fáu hersveitir, sem undan hefðu komizt, yrðu óvígfærar næstu mánuðina. Þá fór Montgomery mjög lof- samlegum orðum um flugher bandamanna og kvaðst efa það stórlegá, að nokkur flugher hefði nokkru sinni gengið eins vasklega fram og beitt sér j_afn hlifðarlaust. Hann lofaði einn- ig amerísku hersveitirnar, sem hefðu rofið vinstri fylkingar- arm þjóðverja í júlílok og síðan sótt fram nær alla leið til Par- ísar. Loks minntist Montgo- mery á harðfengi og þrek brezku, kanadísku, frönsku og pólsku hersveitanna,sem sóttu fram úr vestri og sagði að starf þeirra yrði auðveldara úr þessu. Að lokum sagði Montgomery, að nú sæi fyrir endann á styrj- öldinni, en þó væri margt ó- gert. En bandamenn myndu knýja Þjóðverja til uppgjafar svo skjótt sem unt væri. Þjéðveriar búasf við nýrrl inn- rás, segir ,Svenska Dagbladef —.......& ... .. BREZKIR fréttaritarar í Stokkhólmi greina frá því, að nýlega hafi „Svenska Dagbladet“ birt brein, þar sem segir, samkvæmt upplýsingum háttsetts þýzks embættis- manns, að Þjóðverjar búizt við nýrri innrás bandatnanna í Norður-Frakkland, eða landgöngu í Belgíu, Holland, Vest- ur-Þýzkalandi eða jafnvel Danmörku. Segir í greininni, að hinar heiftarlegu Ioftárásir, sem gerðar bafa verið á stöðvar Þjóðverja í Belgíu að undanfömu sé undirbúningur innrásar og sé sennilegt, að bandamenn mimi neyta liðsmtmar og freista þess að Ijúka styrjöldinni áður en vetur gengur í garð. Telur blaðið, að líklegt se, að bandamenn hefji nýjar árásir um svipað leyti og Rússar brjótast inn í Austur-Prússland. Blaðið getur þess, að und- anfarnar vikur hafi Þjóðverjar flutt 100 þúsund manns af setuliði sínu brott frá Danmörku og séu þar nú aðeins um, 100 þúsund manns eftir, aðallega unglingar eða rosknir menn. Þá hafa Þjóðverjar fækkað mjög setuliðinu í Noregi. Myndin sýnir Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna ræða við Charles de Gaulle hershöfðingja, forseta bráðabirgða- stjórnar franska lýðveldisins. De Gaulle er þarna staddur í Wash- ington, en þangað fór hann í mánuðinum sem leið til viðræðna við Roosevelt forseta og aðra áhrifamenn Bandaríkjanna. Hull og de Gaulle Sii9ur>Frakkland: Bandamenn bruffusf inn í Toulon í gær og voru 9km. frá Marseilles Maqui-sveitir hafa náð Toulouse og nær öllu Lyons-héraði HERNAÐARAÐGERÐIR í Suður-Frakklandi ganga samkvæmt áætlun. Bandamenn eru nú um 9. km. frá Marseilles. Franskar hersveitir hafa haldið inn í Toulon, eftir að herskip bandamanna höfðu skotið á vamarvirki borgarinnar. Skæruliðar hafa sig mjög í frammi og samkvæmt tilkynningu Koenigs hers- / höfðingja hafa þeir nú nær allt Lyons-hérað á valdi sínu, svo og marga bæi nálægt landamærum Spánar. Auk þess hafa skæru- liðarnir náð borginni Toulouse á vald sitt. Alls hafa bandamenn nú tekið 14.000 fanga í Suður-Frakklandi síðan þeir gengu þar á land. Borgin Aix í Provence er á valdi bandamanna. Bandamenn halda áfram að skipa liði og hergögnum á land í Suður-Frakklandi ög gera Þjóðverjar ekkert til þess að trufla það. Þeir sækja fram norð ur af Toulon og í sumum fregn um segir, að framsveitir þeirra séu komnar allt að 80 km norð ur fyrir horgina. Bandamenn sækja fram til borgarinnar Avignon og verður veí ágengt, enda veitir flugher- inn landhernum mikilvæga að- stoð, en þýzkra flugvéla vorZvr tæpast vart. í Toulon hcfðu sex beitiskip, þar á meðai hið nyja beiti i iþ „Black Prince“ og orrustuskip haldið uppi heiftarlegri skothríð á varnarvirki Þjóðver ja og tókst fljótlega að þagga niður í þeim. Norðvestur af Cannes sækja bandamenn fram til Grenoble, en maquiherinn franski situr um þá borg. Þar munu Þjóð- verjar hafa um 15.000 manna setulið. Bandamen hafa nú tekið sam tals 14.000 fanga í Suður-Frakk landi, þar á meðal 3 hershöfð- ingjar. Einn þeirra er Schuber hershölðíngi og gafst hann upp með öllu foringjaráði sínu. Mað ur þessi var sagður alræmdur fyrir grimmdarverk og mun hann hafa verið sendur til Suð- ur-Frakklands til þess að ráða niðurlögum skæruflokkanna þar. Skæruliðar láta æ ra•' •• 'fil sín taka í Frakklar.di og hafa nú. rm elr.n briðja 'Huta lands irs r valfrsír--, Meísl. anrtars er þe?s get’ð ?ð Jíeir rAði ellii á lahdamæ.:' ög geti hlvdrað hý-ka hermenn í því aj komasfc 'undan þa leið. ‘T’ILKYNNT er í Lcndcn, að ■*• samkomulag hafi nú náðzt milli júgúslavnesku stjórnar- innar í London og stjórnar- valda Titos marskálks. Júgó- slavneska stjórnin heitir Tito fullum stuðningi sínum og hvetur Júgóslava til þess að táka höndum saman við her Titos til þess að hrekja Þjóð- verja úr landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.