Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐiÐ Þriðjuclagur 22. ágúst 194L Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 40C1 og 4902. Símar afgr-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Bvað er IranudaB? ÞAÐ er almenn skoðun, að örlagarík tímamót fari í hönd í gervöllum heiminum. Menn þykjast nú sjá fyrir úr- slit þess blóðuga hildarleiks, er hefur þjakað gervallt mann- kyn um fimm ára skeið. Fyrir Í>ví er nú tekið mjög að fjöl- yrða um þá veröld, er rísa mun úr rústum ófriðarbálsins. * Fyrir okkur íslendinga er hér um að ræða tímamót í tvenn- um skilningi. Annars vegar stöndum vér við dyr nýrrar aldar í sögu vorri. Siðustu menjar aldagamallar yfirdrottn unar hafa nú verið þurrkaðar brott. íslendingar hafa stofnað lýðveldi í landi sínu og vilja hér eftir standa á eigin fótum. Hversu til tekst um það, er kom ið undir tvennu: getu íslend- inga til að stýra málum sínum af eigin rammleik og viðhorfi stórþjóðanna til þeirra. Hins vegar er það öllum ljóst, að aldahvörf þau, sem menn vænta að styrjöldinni lokinni, muni ekki með öllu fara fram hjá íslandi. Heimurinn er ekki lengur stór og eiginlega enginn staður afskekktur lengur. Allra meiri háttar breytinga og um- skiptinga hlýtur að verða vart um heim allan. Það gegnir svipuðu máli um okkur íslendinga og flestar aðrar þjóðir um það, að okkur er það harla óljóst, hvað fram- tíðin ber í skauti sínu. Hver verður hún,. þessi veröld, sem rís yfir blóðvelli styrjaldarinn- ar? Svo er nú spurt víða um héim — og einnig hér á ís- landi. Eitt virðist mönnum vera Ijóst, og þeir vera sammála um: að með styrjöldinni líði gamall heimur undir lok og annar nýr — og væntanlega betri — rísi upp. Það er farið að setja fram ýrnsar kröfur ,er hin nýja ver- öld eigi að uppfylla. Méðal Breta er krafizt jöfnunar á kjörum manna, efnahagslegs öryggis, útrýmingu atvinnuleys is og aukinna mannréttinda. Og mjög víða munu kröfur sem þessar finna hljómgrunn og eignast formælendur, ekki síður á íslandi en annars stað- ar. Yfir minningunni um gamla heiminn hvílir dökkur skuggi skorts, öryggisleysis og neyðar. Hundruðum manna um heim allgn mun því að vonum verða efst í huga, að sá kaleik- ur verði frá þeim tekinn. * íslendingum mun yfir höfuð vera sú spurning ríkust í huga, hvernig takast muni að tryggja efnahagslega framtið þjóðarinn ar. Fyrir styrjöldina ríkti hér atvinnuleysi og skorturinn sat að völdum á mörgum heimil um þessa lands. Á sú saga að endurtaka sig? Það er að von- um harla áleitin spurning. Hitt vita allir jafn vel, að hér eru verk að vinna fyrir allar starfandi hendur, og það þó fleiri væru. Spurningin er því aðeins um það, hvort okkur auonast að hagnýta okkur þá Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Bölsýni eða bjartsýni. FYRIR mörgum árum stóð kunnur rithöfundur í blaðadeilum við landskunnan mann. Ég man fátt úr þessum blaðaskrifum nema það, að þeir kunningjarnir tóku að ræða um norska skáldið Knut Hamsun, og var rithöfundurinn mjög gagnrýninn á ritverk þess. Man ég að hann gerði að umtalsefni þá nýútkomna skáldsögu Ham- suns, Konerne ved Vandposten. Eina setningu lét rithöfundur- inn falla, sem mér fannst þá hálfgerð opinberun fyrir mig og var hún þó ekki margbrotin. Hann sagði eitthvað á þá leið, að fólk yrði ekki hreinna af því, þó að því væru núin þess eigin óhreinindi um nasir. Þetta datt mér í hug, er ég fékk svohljóð- andi bréf eftir að ég hafði flutt síðasta útvarpserindi mitt um daginn og veginn. Það er frá „Borgara11 í Reykjavík. „Þú ert of bjartsýnn — allt of hjartsýni! Fólk er latt og svikult! Forstjórar og yfirmenn telja það skyldu sína að lifa letilífi og sinna ekki embætt- um sínum, en hirða aðeins laun sín fyrir ekki neitt! Verkamenn og iðnaðarmenn hugsa ekki um annað en að fá sem mest kaup fyrir sem styztan vinnutíma og þó að þeir hangi við vinnuna skila þeir sem minnstu starfi — tírninn eyðist í sígarettureyk- ingar og kjaftæði. Fólkið er ekkert nema eigingirni og sín- girni! Það sér ekki út yfir disk- inn sinn! Það vill lifa munaðar- lífi! Það hugsar ekki um fram tíð sína, en eyðir og spennir öllu, sem það vinnur sér inn, eða svíkur sér inn, ef svo mætti að orði komast. Það er ekki þjóð rækið, því að það apar allt eft- ir útlendingnum, eltir hann, knékrýpur ihonuim — og jafn- vel sleikir hann. Það er ekki trú að, því að það sækir ekki kirkj urnar, það trúir ekki neinu og treystir ekki neinu, !því að það hugsar aldrei um framtíðina, en álpast áfram fyrirhyggju- laust og andvaralaust. Með svo'ha fólk sem kjölfestu er sannarlega ekki bjart framund- an fyrir hið endurreista lýð- veldi, eða neitt af því sem við íslendingar tökum okkur fyrir hendur. Svona fólk á ekki ati vera sjálfstætt eða frjálst. Þið, sem talið til fólksins eða skrifið fyrir það eigið að taka 1 hnakka drambið á því, hrista það og skekja — gefa því ,utanundir.“ Ég tek þetta bréf hér til upi- ræðu vegna þess, að það á rétt á sér, og má að nokkru til sanns vegar færast — o’g þó fyrst og fremst vegna þess að efni þess er prédikun til varnaðar, lýs- ing, sem sker í augun og öllum hlýtur að hrylla við, en myndir sem segja: Svona á það ekki að vera, eiga alveg eins mikinn rétt á sér og þær, sem segja: „Svona á það að vera.“ Það væri rangt af mér að segja við þennan bréfritara minn; ’ Þú hefir algerlega á röngu að standa. Én það er líka og ekki síður rangt af honum að halda því fram, að ég hafi á röngu að standa og að ég hafi í síðasta erindi mínu hér verið of fejart- sýnn! Ég er sannfærður um að mér ihefir ekki missýnzt Það er nýr hugur í fqlki. Það er nýr vilji til framíaks. Það hefir ERINDI það sem hér birtist flutti Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson í útvarpið fyrir nokkru í þættinum um daginn og veginn. — Blaðið hefir fengið áskoranir um að feirta þetta erindi og vill hér með verða við þeim áskorunum lesenda sinna. skapazt ný áibyrgðartilfynning. Mér finnst eins og segir í hinu snjalla erindi Sigurðar Einars- sonar: „Ylur í lofti og ilmur af vori, andar nú fjær og nær. Það er festa í augum og fjör í spori, því fóíkið var nýtt í gær. Og þessi nýja, náttgamla sveit fær nýjan hreim í sitt mál, nýjan íhinjin og nýja jörð, nýja hugsun og sál.“ En ég geng þess heldur alls ekki dulinn, að ákaflega mörgu er áibótaivant. Það eru til fyrir- menn, sem svíkjast um í stöðum sínum og eru sannkölluð átu- mein í hinum starfandi þjóðar- líkama. Það eru líka til verka- menn, sem draga undan í við- skiptum sínum við samfélagið. Það eru til samtök, sem ekki er hægt að semja við, vegna þess að þau svíkja alla samninga, og að í stjórnmálalífi okkar ríkir margskonar öngþveiti. — En iþetta er ekki heildarsvipur þjóð liís okkar, sem betur fer. Heild in ber svip iðandi lífs og starfs, framtaks og láræðis — og þetta er fyrir öllu. Við skulum segja, að við séum að ala upp ungling, kenna honum að vinna, láta ihann gera tilraunir. Hvort hald- ið þið að sé heppilegra í þessu uppeldisstarfi að draga ætið fram sem mest mistök, hans. núa honum þeim um nas- ir en veita honum aldrei viður- kenningu fyrir það sem hann gerir vel? — Haldið þið að fólk ið verði hreinna af því að sletta í sífellu óhreinindum þess yfir það? Bjartsýni er betri en böl- sýni, ef hún gengur ekki út á það að sýnast allt gott hversu ó- hæft sem það er. Með sífelldu nuddi um það sem miður fer, er hætt við að vantrú og von- leysi skapist, sem drepur niður framtak og starfsvilja — og að því vil ég ekki stuðla með þessu rabbi mínu við ykkur' við og við. Ef það mætti nokkurs, þá vildi ég að það væri hvatning til drengskapar og dáða. Að lýsa hlutunum eins og þeir eigi að vera og um .leið að segja hvernig þeir eiga ekki að vera. Það er mjög haft á orði að hin mikla atvinna og hinar miklu tekjur alls almennings séu að eyðileggja okkur. Þetta er sleggjudómur, enda væri ann að furðulegt. Atvinnan og þar af leiðandi bætt afkóma almenn ings ihefir fereytt íheimilum hans, lifnaði hans og viðhorfi til lífs- ins/ Heimili alþýðunnar fyrir stríð voru skriðnakin, rúin feg- urð og sneydd hlýleika. Þar sat öryggisleysið í veldisstóli og kastaði skuggum inn í hvern krók og kima. Skuldirnar þjök uðu heimilisföðurinn —- og litl- ar sem engar vonir voru tengd- ar við framtíðina. Allir menn hafa bætt hag sinn, heimili þeirra hafa tekið stakkaskipt- um, þar er nú meiri hlýleiki, meira öryggi. Þar er miklu bjart ara yfir. Þeir eru teljandi al- þýðumennirnir nú, sem ekki hafa einhver plön uppi um imenntun barna sinna. Ég hygg að Iþeir séu líka teljandi, sem skulda — og ég hygg að pen- ingastofnanirnar í landinu gætu gefið fróðlegar upplýsingar um innlög verkamanna, sjómanna, feænda og yífirleitt allra stétta. . Þó að nokkrir menn hafi grætt stórfé — og ef til vill getað dreg ið til sín meira en góðu hófi gegnir af arði undanfarandi ára, þá vei ég, að þessi veltiár hafa náðtil allra að nokkru. Það væri að loka augunum fyrir stað reyndum að neita þessu — og það gera ekki aðrir en þeir, sem vilja skapa falskan grund- völl til að .geta haldið fram ann- iarlegurrj skoðunum í einhverju sérstöku augnamiði. iHitt er svo • I Auglýsingar, , sem birtast eiga Alþýðublaðicu, verða að vem komnar til Auglýa- ia gaskrif stofunnar í Alfeýðuhúsinu, (gengið i(— frá Hverfisgötu) ffyrir kl. 7 a« kvöSdi. Sími 4906 allt annað mál, að það eru til ein staklingar, sem peningarnir hafa eyðilagt, það eru til æsku menn, sem ekki kunna að meta það fé, sem þeir hafa fengið. Það eru til unglingar, sem nú vita varla sitt rjúkandi ráð, en umgangast féð eins og skít. Þetta Ikemur þeim á koll síðar, þegar atvinnan minnkar og það fer að fjara út afur. En heildar- svipurinn er: Bætt afkoma, vax andi trú á framtíðina, stórkost- lega aukið öryggi — og vilji tilf Frh. á 7. síöu. ' möguleika, sem landið og fiski miðin við strendur þess hafa að bjóða. Það virðist ekki álita mál, að við höfum einmitt nú meiri möguleika í þeim efnum en nokkru sinni fyrr. Notfær- um við okkur þá möguleika, eða látum við tækifærin renna út i sandinn? Svörin við þeim spurningum ráða meira um framtíð okkar en nokkuð ann- að. FFRÁSÖGN Alþýðublað’sins af ,,Falkur“ — útgerð kommúnistaflokksins hefur a$ vonum vakið mikla athyggli og umtöL og þó ekki síður hinar aumu afsakanir kommúnista- iblaðsins. Blaðið ,,Dagur“ á Ak- ureyri gerði þetta mál nýlega að umtalisefni í forystugrein og segir meðal annars: „Þessar uppljóstranir Alþýðu- blaðsins hafa að vonum vak- ið mikla atkygli alls staðar þar, sem þær hafa fregnazt. Og for- svarsmönnum kommúnista hefur vafizt tunga um tönn, er þeir hafa reynt að skýra þetta óhugnanlega fyrirbrigði. Það breytir litlu í þessu sambandi, þótt þeir reyni t. d. að halda því fram sér til afsök- unar, að þessi útgerð sé einkafyr- irtæki flokksforingjanna, en ekki rekin á vegum flokksins sjálfs. -—■ Væntanlega er nú meira tómahljóð í flokkssjóð þeirra en oft áður, þar sem Rússar munu telja sig hafa í fleiri horn að líta en svo — eins ag sakir standa -— að þeir j geti séð fyrir öllum þörfum þjjón- ustumanna sinna hér. En þá láta bara þessir „alþjóðlegu verkalýðs vinir“ færeysku sjómennina taka við forsjá „kærleiksheimilisins" á þennan einkar viðfelldna hátt! Og nokkrum fúkyrðum Þjóðviljans og Verkamannsins verður svo ætlafi að jafna baggamuninn á orðum og athöfnum þessara herra, eins og svo oft áður.“ Jlá, ekki imun skorta á fúk- yrðin, því að þau eru oft ein- asta flikin, ef flík skyldi kalla, sem kommúnistar reyna að skýla sér með. * Morgunfolaðið gerir á sunnu- daginn að umtalsefni mismun- inn á laununum í Rússlandi og segir m. a. „Hér í blaðinu var fyrir nokkru skýrt frá frásögn Taborsky, fylgd armanns Benes, forseta Tékkóslóv akíu, til Rússlands, af mismuni á jlífskjörum þar í landi. Þessi mað- ur, sem er Rússum mjög vinsam- legur, hefur nýlega skýrt frá ,því, að í Rússlandi séu til menn sem hafa meira en tuttugu föld laun á við það, sem gengur og gerist um launakjör þar í landi. Þjóðviljinn reyndi fyrst að láta þessa áreiðanlegu frásögn þegjandi fram hjá sér fara. í vikunni sem leið 'sá hann sér það þó ekki leng- ur fært. Ekki treysti hann sér þó að bera á móti, að svo gífurlegur munur sé á lífs- og launakjörum í jafnaðarríkinu rússneska, sem þess ar upplýsingar gefa til kynna. Heldur fer hann að sýna fram á, að munurinn sé miklu meiri hér, en það tekst þó óhönduglega hjá blaðinu.“ Ennfremur seglr blaðið: „Enginn skildi þó halda, að' rit- stjórar Þjóðviljans vissu ekki bet- ur en ætla mætti af þessari mál- færslu þeirra. Þeir vita t. d. ósköp vel, að í Rússlandi rekur ríkið at- vinnuvegina, en á íslandi eru það einstakir menn sem þá reka. I Rússlandi þurfa einstaklingarnir þess vegna ekki að verja fé sínu til atvinnurekstrar, og mega það heldur ekki. Á íslandi þurfa at- vinnurekendur aftur á móti að verja vissum hluta, oftast mestum hluta af tekjum sínum til að halda við og endurnýja atvinnutæki sín, leggja í varasjóði til vondu ár- anna o. þ. h. Ritstjórar Þjóðvilj- ans vita líka ofur vel, að a m. k. getur Brynjólfur Bjarnason frætt þá á því, að í Rússlandi er skatta- málum allt öðru vísi hagað en hér. Á íslandi þarf ríkið að fá tekjur sínar að verulegu leyti meö bein- um éða óbeinum skötttum af ein- staklingum og fyrirtækjum þeirra. í Rússlandi getur ríkið tekiö þarf ir sínar af atvinnufyrirtækjum sjálfs sín. — Þess vegna segir Brynjólfur Bjarnason, að þar séu engir eða mjög litlir beinir og ó- beinir skattar á borgurunum, og þeir haldi mestum hluta launanna því til eigin þarfa. Ritstjórum Þjóðviljans er auðvitað kunnugt, að þegar borin eru saman laun, þá Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.