Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. ágúst 1944. S Afmæli Reykjavíkur. — Uss — hafðu ekki hátt um það! — Borgarstjórinn lánaði flaggstöng^ — og Hótel Borg flaggar fyrir buisness! — Lofsamleg sparnaðar- viðleitni bæjárins. AOIÆLI KEYKJAVÍlvl R var einhvern tíma íyrir helgina. JÞetta vakti enga athygli og eng- inn af forystumönnum í bæjarlíf- inu hreyfði hinn minnsta fingur til þess að efna til hátíffar hjá bæjarbúum. Á tveimur stöffum var flaggaff, á Reykjavíkur-ápó- teki, effa kannske bærinn hafi fengiff. flaggstöngina. lánaffa .í þetta eina skipti, en eins og kunn- ugt e r, er hann leigjandi í apó- tekinu, og Hótel Borg, en þaff var alveg af sérstökum ástæffum. BORGARSTJÓRINN, og hirð- menn hans í bæjarstjórn, hafði nefnilega veizlu um kvöldið að Hótel Borg, svo að von var að Jóhannes bóndi flaggaði. Veizlan var haldin fyrir forseta íslands, og var það vel að höfuðstaðurinn fagnaði forsetanum eftir að hann kom úr ferðalagi sínu um landið, ef til vill hefur það aðeins verið tilviljun að veizluna bar upp á afmælisdag Reykjavíkur. ENGINN, nema fáir útvaldir, vissu um þennan merkisatburð borgarstjórans qg fólks hans að Hótel Borg, enda er borgarstjórinn og formaður bæjarstjórnar hóg- værir menn, sem ekki óska eftir því að verið sé að flagga meðyþví sem þeir gera — að minnsta kosti er farið ákaflega varlega að öllu og öllum þlöðum, nema einu send eftir á svolítil ómerkileg tilkynn- ing um „afmælishátíðina“. Hið eina blað, sem ekki fékk neina tilkynningu, gat hins vegar skýrt nákvæmlega frá ræðu forseta ís. lands og hjali formanns bæjar- stjórnar. \ 1 FÁNASTENGUR voru auðar um allan höfuðstaðinn þennan merkis dag og munu bæjarbúar þó gjarna hafa viljað flagga, því að þeim þyk ir vænt um borgina sína og vilja gjarna sýna hug sinn til hennar þegar tækifæri bjóðast. En borg- arstjórinn og formaður bæjar- stjórnar eru karlar í krapinu, sem ekki vilja að menn séu að flíka tilfinningum sínum, og iþeir vilja haía forystu í því efni eins og öðru í bæjarlífinu, og það er ekki að flíka tilfinningum sínum að sitja í hnapp í dimmum sölum Hótel Borg og hlusta þar á grammófóngarg. ÞAÐ ER VÍST alveg sjálfsagt að fara með afmælisdag Reykja- víkur eins og mannsmorð. Hins vegar er kannske eklti ástæða til þess að ásaka borgarstjórann eða formann bæjarstjórnar fyrir neitt pukur í því sambandi. Enda er vafamál að hægt sé að segja að þarna hafi verið um nokkuð puk- ur að ræða, því að, Morgunblaðið fékk allar upplýsingar, sem það óskaði eftir að fá um atburðinn, og það er þó alltaf nokkuð. — En í alvöru talað, þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn og það lið gefur þessu eina blaði sérréttindi fram yfir önnur blöð, þegar hann efnir til einhvers í um boði bæjarstjórnar. Þetta er ó- venjuleg aðferð og enginn einstak lingur eða nokkurt fyrirtæki hér á landi, annað en Reykjavíkurbær, þykist þess umkomið að haga sér þannig. AÐ LOKUM er þó sjálfsagt að viðurkenna þá viðleitni til sparn aðar á fé bæjarins, sem fram kom í þessu. Það er dýrt að fá vélrit- að um þessar mundir, hvað þá ef það þarf líka að láta fjölrita. Það er ódýrara að vélrita eitt eintak af ræðum sem haldnar voru við þetta tækifæri handa einu blaði, heldur en að láta vélrita þær í 4 eða 5 eintökum og senda öllum bæjarblöðunum. Nóg er bölvuð ( eyðslan samt á öðrum sviðum. ! ■ Hannes á liorninu. Alþýðuflokkurinn Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 f. h. Alþýðuflokksfólk utan af landi, sem til bæjarins kemur, er vinsamlega beðið aó koma til viðials á fíokks- skrifstofuna. vantar tii aó bera Alþýóubiaóió út tii fastra kaupenda víð Ausfursfræfi Snúið yður lil afgreiðslunnar. Sími 4900. » Rústir Cassinoborgar. Þannig Isit Cassino út eftir að bandamenn höfðu Ihrakið Þjóðverja iþaðan brott eftir fjögurra mánaða orrustu. Lofther og stórskotalið bamlamanna liafði lagt ihina fornu og fögru borg gersamlega í nústir. í baksýn er Cassinofjallið,en upp á þtví 'var hið ‘fræga klaustur, sen mjög var um rætt í sambandi við vopnavið;kiptin um iborgina. Barátta norsku skólanna. GREIN þessi, sem er eftir norskan hermann, er komst af landi brott til Bretlands, var upphaflega flutt sem erindi í brezka útvarpið, en er hér þýdd úr brezka út- varpsritinu The Listener. Fjallar liún um hina aðdáunar- %'erðu baráttu norsku skólanna, þar sem nemendur, for- eldrar og kennarar hafa í sameiningu varizt áhrifum Þjóð- verja og norsku föðurlandssvikaranna og unnið marga frækilega sigra eins og kunnugt er öllum þeim, sem fylgzt hafa með fréttum frá Noregi. TF-j EGAR Þjóðverjar komu til ** Noregs, var ég enskukenn- ári við gagnfræðaskóla þar í landi. Ég minnist morgunsins í aprílmánuði árið' 1940, þegar Þjóðverjar réðust á Noreg. Ég hafði farið til skólans og hugð- ist sækja þangað ný blöð. Þegar ég stóð á skólahlaðinu, sá ég skothríðina úr loftvarnabyssum Norðmanna, sem beint var gegn flugvélum Þjóðverja. Þrír eða fjórir drengir voru þarna á ákólahlacíinu. Þeir komu til mín og var meira en lítið niðri fyrir. „Kennári, eigum við ekki að mæta í skólann í dag?“ Ég gat ekki varizt því að brosa að skyldurækni þeirra. Ég sagði þeim, að þeim væri óhætt að fara aftur heim, kennsla myndi áreiðanlega falla niður þennan dag. Og ég gat ekki að því gert að ég bætti við þessum orðum; ’,,Þið sjáið, að bækur, kennsla og menning er dálítið, sem heyr ir liðna tímanum til.“ Ég efast um, að þeir hafi skilið, hvað mér bjó í hug. Og ég efast raun ar um það, að ég hafi sjálfur gert mér glögga grein fyrir því á þessari stundu. Þá þekkti ég ekki Þjóðverja og gerði mér ékki Ijóst, hversu skólar — í venjulegum . skilningi menning arþjóða á því orði — skiptu litlu máli í ,,nýskipan“ Adolfs Hitlers. Átökin milli skólanna norsk— °g Þjóðverja hófust ekki þegar í stað. Það var ekki fyrrr en haustið 1940, þegar Quisling hafði skipað einn málaliðsmann sinn kirkju- og menntamálaráð herra, sem svikararnir og inn- rásarherinn tóku að reyna að láta áhrifa sinna gæta í skól- um Noregs, og viðnám Norð- manna hófst jafnframt. Eitt af handbendum Quislings krafðist þess, að mynd af Quisling yrði fest upp á vegg í skóla okkar. Dag nokkurn, er ég var að kenna nemendum mínum enska málfræði, kom einn af storm- sveitarmönnum Quislings þar á staðnum allt í einu inn í skóla- stofuna. Hann bar stóra mynd af Quisling undir hendinni. Hann steig upp á eitt skólaborð ið og festi myndina upp á vegg. Ég bar kennsl á þennan náunga. Hann var gamall nemandi minn og hafði verið mjög treggáfaður og erfiður lærisveinn. Ég hafði einu sinni orðið að fella hann við pTóf vegna slælegrar frammistöðu hans. Eftir það hafði ég engin kynni af honum haft. Þetta var hefnd hans. Við héldum áfram starfi okkar eirís og þessi piltur væri hvergi nærri. Hann ’stóð þarna uppi á borðinu góða stund eftir að hafa komið myndinni af Quisling fyr ir og horfði storkandi á s-túlk- urnar og drengina í bekknum. „Þið skuluð bara bíða og sjá til,“ hrópaði hann. Því næst stökk hann niður af borðinu og stikaði út úr stofunni, en sló bókina úr höndum mér um leið og hann "fekk framhjá. Þegar hurðin hafði lokazt að baki hon- um, reis ein stúlkan á fætur og mælti: „Við getum ekki haft þessa mynd hér. Pabbi segir, að Quisling sé svikari, og brjál- aður í þokkabót.“ Ég kinkaði aðeins kolli og sagði, að ég myndi ræða mál þetta við hina kennarana og við því næst taka sameiginlega ákvörðun. En þ’eg ar ég kom aftur inn í skóla- stofuna í næstu kennslustund, var myndin á brott. Ég gat margt lært af þess- ari heimsókn hins gamla nem- enda míns, sem nú hafði gerzt einn af stormsveitarmönnum Quislings. Ég taldi mig hfa lært meira um stríðið af þessari einu heimsókn en öllu því, sem ég hafði lesið um hana í blöðum og bókum. Ég sá fram á það, að hinum varnarlausu myndi sýnd miskunnarlaus grimmd. Ég sé enn þennan atburð fyrir mér eins og hann hefði gerzt í gær, sigri hrósandi stormsveitar- manninn uppi á skólaborðinu og myndina a!f Quisling á veggnum. Brjáluð grimmd, hat- ur á menntún, skipulögð hefnd smámennisins, sem taldi sig hafa yfirhöndina, það var þetta, sem mín beið. Haustdaga þessa fyrir fjórum árum, ræddum við kennararnir um það, hvað við skyldum til bragðs taka. Við vildum gera okkur ■ glögga grein fyrir því, hvað fyrir okkur vekti í starfi okkar, og við vermdumst hug- sjónum, sem við höfum til þessa haft lítið af að segja. Við spurð- um sjálfa okkur þess, að hverju við hefðum stefnt með mennt- unar- og fræðslustarfi okkar í Noregi. Mér virðist það aug- ljóst, að Norðmenn hafi verið lýðræðissinnar í skólamálum sínum í tvíþættum skilningi þess orðs. Öll börn í Noregi voru sem sé skyld til sjö ára skólagöngu. Sjötíu af hverjum hundrað börnum, sem lokið höfðu fullnaðarprófi við barna- skóla, hófu svo nám við iðn- skóla eða aðra sérskóla. Þrjátíu fullnaðarprófsbörn af hverjum hundrað stunduðu hins vegar fimm ára nám í gagníræðaskól- um landsins. Þessi tilhögun fræðslumálanna hafði marga kosti og merka. Það er engan veginn eirís ríiikið djúp staðfest milli atvinnuveitandans og Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.