Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 2
ALMTÐUBLAÐBD Þriðjudagxir 22. ágúst 1944» Verkfall hefst í dag hjá olíu Ekkert flutt til bensíntankanna en það sem í jþeim er selt meöan endist VERKFALL hefst í dag hjá olíufélögunum þremur, Olíu- verzlun íslands h.f., Hf. Shell á íslandi og Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi. Nær verkfallið til allra verkamanna sem vinna hjá olíufélögum þessum svo og bifreiðastjóra, en bensín- sala í smásölu mun halda áfram meðan þær byrgðir endast sem eru nú á tönkum, en bensín til viðbótar verður ekki flutt til tankanna meðan verkfallið stendur. Samnngar þeir, sem Dagsbrún hefur haft við olíufélögin eru útrunnir í dag. Hafa samkomulagstilraunir staðið undan- fama daga með aðstoð sáttasemjara ríkisins, en upp úr þeim slitnaði í gærkveldi. Kröfur Dagsbrúnar voru þær að grunn- kaup verkamanna hækkaði um 25 krónur á mánuði og hif- reiðastjóra um 40 krónur á mánuði og auk þess að hlunnindi þau sem verkamenn hafa notið og ekki hafa verið samnings- bundin yrðu bxmdin í hinum nýju samningum. Olíufélögin neituðu þessu. — Það skal tekið fram að Nafta h.f. hefir gert samning við Dagsbrún og gengið að kröfunum. Nær því verk- fallið ekki til þess félags. Börnin koma af sumardvalarheim ilunum fyrsfu vikuna í sepfember Börnin frá Reykholti koma fyrsf og börnin frá Silingapolli siöasf SUMARDVALANEFND hefir nú ákveðið heim- flutningsdaga fyrir þau böm, er dvalið hafa á barnaheimil- um nefndarinnar í sumar. Að öllu forfallalausu koma bömi í bæinn eins og hér segir: 1. sept. Börnin frá Reykholti, Borgarfirði. 3. sept. Börnin frá Staðarfelli, Dalasýslu. 4. sept. Börnin frá Mennta- skólaselinu. 4. sept. Börnin frá Löngu- mýri, Skagafirði. 5. sept. Börnin frá Brautar- holti, Skeiðum. 6. sept. Börnin frá Sælings- dalslaug, Dalasýslu. 7. sept. Börnin frá Silunga- pollli. Bifreiðarnar, sem flytja börn in og farangur þeirra, nema staðar við Iðnskólann. Nauð- synlegt er að aðstandendur barnanna taki þar á móti börn- um sínum og farangri þeirra, sem mun koma samtímis þeim. Nefndin hefur ekkert húsnæði til þess að geyma þann farang- ur, sem skilinn verður eftir, og lekur því enga ábyrgð á bon- um. Skrifstofan mun reyna að gefa upplýsingar um komutíma bifreiðanna í bæimi, eftir því sem hægt verður, að hafa sam- band við þá, komudaginn. Sími skrifstofunnar er 2648. Nefndin óskar þess, að þeir aðstandendur, sem enn hafa ekki sótt stofna af skömmtun- arseðlum barna sinna, vitji þeirra sem fyrst til skrifstof- unnar í Kirkjustræti 10, opið frá kl. 2 til 6 e. h. Þar sem dvalartími barn- anna er nú fullráðinn, er þess vinsamlega óskað, að aðstand- endur hafi lokið greiðslu á Um sömdum dvalarkos'tnaði barna sínna, þegar þau koma heim. Heilsufar barnanna hefur verið mjög gott í sumar, að því er framkvæmdarstjóri sumar- dvalarnefndrainnar, Gísli Jón- asson, sagði Alþýðublaðinu í gær. Kostnaðurinn við dvöl barnanna hefur verið mjög mik ill, og er þegar séð að hann fer fram úr hámarksgjaldinn. úSpphaflega var ákveðið fyrir. hvert barn, en það var 200 kr. á mánuði. Valur vann handknafl- lelksmótið í 3. sinn Handknattleiksmótinu lauk í fyrrakvöld með því að Valur vann mótið. Úrslitaleikirnir hófust kl. 8 með leik milli Vikings og Hauka. Fór leikurinn svo að Víkingur vann með 10 mörkum gegn 4. Að þessum leik loknum hófst leikur milli Vals og Ármanns. Vann Valur þann leik með 8 mörku mgegn 4 og vann þar með mótið og hlaut bikar þann sem Ármann hafði gefið til að keppa um. Valur vann þennan bikar í fyrstu tvö skiptin, sem keppt var um hann, Víkingur vann hann í fyrra og Valur vann hann nú. Engiti lausn í löjudeitunnis Sagf er að 40 prósenf af verkafólki í iðnað- inum sé að slarfi hjá. fyrirfækjum sínum Mörg stór fyrirtæki eru rekin af fullum krafti y og önnur að nokkru ieyti VERKFALL IÐJU, félags verksmiðjufólks hefir nú staðið í rúmar þrjár vikur og engin lausn hefir fengizt í mál- inu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sáttasemjara ríkisins til þess að koma á sáttum. — Iðja stendur að minsta kosti ekki betur að vígi nú en hún stóð er verkfallið hófst. Ástæðan fyrir því er sú að fjöldi atvinnufyrirtækja í iðnaðinum er í rekstri og sum í fullum rekstri. Báðar,ölgerð- irnar eru reknar, báðar kexveksmiðjurnar, Niðursuðuverk- smiðja SÍF, tvær smjörlíkisgerðir, Ljómi og Smári, Blikk- smiðjan og f jölda mörg önnum smærri fyrirtæki, sem annað hvort eru í fullum rekstri eða að nokkru leyti. Það hafir komið •áþreifanlega í Ijós í Iþessari deilu hversu ó- heppilegt það er fyrir alla aðila að félögin skuli vera mörg, sn lástœðan fyrir því er hins vegar sú að á sínum tíma reyndu kommúnistar að ná yfirráðum yfir hópum verkafól'ks með 'því að kljúfa félög og stöfna mörg ný til þess að auka fulltrúatölu sína á þingum Alþýðusam- bandsins. Verkakvennafélagið Fram- sókn ihefir hærri samninga en Iðja hafði. Verkamannafélagið Dag'sbrún hefur einnig hærri samninga fyrir verkamenn en Iðja ihafði fyrir sína félaga. Menn úr báðum þessum félög- um, konur úr Framsókn og karl- menn úr Dagsbrún vinma nú samkvæmt isamningum félaga sinna í iðnfyrirtækjum sem Iðja hefir gert verkfall hjá fyrir hönd sirina félaga. Þetta er vitanlega óþolandi á- stand tfiyrir félagsfólkið í Iðju — og það verður að segjast af því að það er rétt, þó að forystu- menn Iðju sumir hverjir að minnsta kosti, kunni við það að þjóta upp á nef sér, að heppileg- ast væri fyrir iðnverkafólkið að Iðja væri lögð niður, að félag- arnir gengju í Dagsbrún og Framsókn- og síðan hafið vinnu að riýju samkvæmt samningum þessara stóru félaga. En það er ekki líklegt að f or- ystumenn Iðju, sem að lang- mestu leyti eru kommúnistar, enda sést það á skipulagi þess- arar deilu, muni taka þessa skynsamlegu leið. Þar stendur persóna þeirra í vegi — og jafn vel pólitískir hagsmunir þess flobks sem þeir starfa fyrir og hugsa meira um en láfk'omiu heimila iðnaðarverkafólksins. Ef það á að takast að leysa iðnað- arverkafólkið úr þeirri sjálf- heldu, sem hinir kommúnistísku foringjar þess hafa sett það í, verður það ’sjálft að taka í taum- ana. Það er eina lausninl Nokkrar konur geta komizt á ín :t ðraheimilið í Þingborg í Flóa síð» ta starfstíma bilið í ágúst. Konur snúi sér nú þegar til skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar, Þingholtsstræti 18, kl. 3 til 5. Séra Árni Sigurðsson Fríkirkjuprestur er kominn heim úr sumarleyfi sínu. dokfor í lögunt vi háskóla í Banda- ríkjimum Tilkynning frá xdanríkis- ráðuneyíinu. HERRA THOR THORS sendi herra íslands í Washing- ton var á laugerdaginn útnefnd ur heiðursdoktor í lögum við Rider College, Trenton, ásamt herra Walter Edge, ríkisstjóra New Jersey. Það sjá það allir sjálfir að það er erfitt að leysa deilu, sem er byggð upp frá upphafi eins o,g þessi deila. Fjöldi manna vinnur fyrir hærra kaup annara stétt- arfélaga og gert er ráð fyrir að •allt að 40% af því verkafólki, sem hefur atvinnu í iðnaðinum, sé við vinnu sína samkvæmt samningum stéttarifélaganna Dagsbiúnar og Framsólknar. Verkafólkið þarf nauðsynlega að skipuleggja samtök. sín ibet- ur — og það verður að gerast •nú, síðar verður það erfiðara. Dæmið um aðstöðu iðnaðar- verkfólksins ætti að vera nægi- leg lexía. Mikill mannfjöldi fók þált í guðsþjónust- unni á Skólavörðu- hæð á sunnudaglnR UTIGUÐSÞ J ÓNUSTAN á Skólavörðúhæð á sunmi-, dag var mjög fjölsótt. Var holtið þéttskipað fólki, allt frá Frakkastíg og Njarðargötu upp fyrir Leifstyttu, en þar hafði verið komið fyrir ræðustól, þar sem báðir prestar Hallgríms- prestakalls, þeir Sigurbjöm Einarsson og Jakob Jónssoa fluttu ræður, og minntust þrjú hundruð ára prestvígsluafmæl- is sér Hallgríms Péturssonar, og þeirrar þakkarskuldar, sem ís- lenzka kirkjan stæði í við hann. Lúðrasveit Reykjavikur und ir stjórn Albert Klahn lék und- ir söngnum, en kór Hallgríms- sóknar söng, en mannfjöldinn tók undir. Sungnir voru sálm- ar eftir Hallgrím Pétursson. Fór athöfnin fram með mikl um helgiblæ og ágætri þátttöku hins mikla mannfjölda. Milliþ.nefnd í skólamálum undir- býr framlíðarskipan fræðslumála Starfaði í sumar að Laugarvatni ©g mun halda störfum áfram hér í bænum MILLIÞINGANEFND í skólamálum er nýkomin aftur til bæjarins frá Laugar- vatni, þar sem hvin hefir starf- að undanfarnar sex vikur. Gat hún fengið þar húsnæði út af fyrir sig og tryggt ágæt starfs- skilyrði og fullan vinnufrið. Nefndin hélt sameiginlega fundi flesta dagana, en skifti að öðru leyti með sér störfum. Var það mikið verk að fara yfir öll þau svör, er nefndinni höfðu borizt. Að vísu voru þau færri en hún hefði kosið, en skifía þó mörgum hundruðum. Og enn eru svör að koma. Nefndin hefir þegar samið drög' að nokkurum frumvörpum til laga, og eru þessi hin helztu: I. Um skólakerfi og fræðslu- skyldxx. II. Um fræðslu barna. III Um gagnfræðanám. IV. Um mejnníaskóla. Mun nefndin væníanlega ganga til fulls frá þessum frum- vörpum nxi í haust. Enn er of snemmt að rekja tillögur nefndarinnar, en þeíss má ge.ta, að hún hefur í ýmsu stuðst við fræðslulöggjöf Breta frá þessu sumri. Höfuðverkefni, sem nefndinni var falið, var að samræma skóla kerfi íslands og gjöra það hag- felldara. Hyggst nefndin að leggja til,»að skólar þeir, sem. kostaðir eru eða styrktir af al- ! mannafé, myndi samfellt skóla kerfi, er skiptist í þessi fjögur sig: 1. barnafræðslustig, 2, gagnfræðastig, 3. menntaskóla- og sérskólastig, 4. háskólastig. Fræðsluskyld séu börn og ung lingar á aldrinum frá 7 til 15 ára. Barnafræðslunni er ætlað að ljúka ári fyrr en nú er, eða á því almanaksári, er barnið verð ur 13 ára. Fræðsluskylda barna hefjist á sama aldri og verið hefur. Gagnfræðaskólanám á að taka við að loknu fullnaðar- prófi barna, en skólar gagn- fræðastigsins greinist í tvenns konar deildir, bókanámsdeild og verknáms eftir því, á hvort námið sé lögð meiri áherzla. Tvö fyrstu árin á nám þetta að vera skyldunám unglinga á aldrinum 13 til 15 ára. Þriggja ára gagnfræðanámi í bóknáms deild ljúki með landsprófi, er veiti rétt til inngöngu í mennta skóla og ýmsa sérskóla. Enn er gjört ráð fyrir gagn- fræðanámi hið fjórða ár. Aðalbreytingin á menntaskól unum á að verða sú, að þeir verði semfelldir fjögurra ára skólar og gangfræðanámið greint frá þeim. Aðstöðumun- ur til inngöngu í þá á að verða minni en verið hefur ujidanfar ið, en þó í engu slakað á náms krþfunum við þá. Nefndin þakkar mörg ágæt svör og tillögur og biður þá, sem enn eiga ósvarað spurning um hennar, að láta það ekki dragast lengur að senda svör. FrtSi. á 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.