Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 6
6 Þrifijudagur 22. ágúst 1944. 4MLS»YÐUBl*B;a Baráfta norsku skólanna Bölsýni eða bjarfsýni Frh. af 5. síöu. verkamannsins, ef þeir hafa ef til vill verið bekkjarbræður í barnaskóla um sjö ára skeið. Nær því allir skólar í Noregi voaru reknir af hinu opinbera. Skattgreiðendur landsins lögðu fram fé til skólanna, og að sjálf- sögðu vildu þeir og höfðu íhlut unarrétt um stjórn þeirra og rekstur. Og vegna þess, að norska þjóðin var fámenn, að minnsta kosti miðað við ýmsar' aðrar þjóðir, gafst hverjum og einum þegna hennar kostur á því að fylgjast af kostgæfni með fyrirkomuíagi skólamálanna og fræðslustarfseminnar. Skólar Noregs störfuðu og á grundvelli lýðræðishyggjunnar að því leyti, að þar var leitazt við að haga kennslunni þannig, að hún yrði til þess að fá nem- endurna til þess að hugsa og starfa sjálífstætt. Það var til dæmis ekki hlutverk mitt sem enskukennara að fá nemendur mína til þess að læra enskar málfræðireglur utan bókar. Hlutverk mitt var að hjálpa þeim að finna reglurnar sjálfir, iæra þær og æfast í að nota þær. Því fer alls fjarri, að hér hafi verið um einhver ný kennslu- vísindi að ræða. Þýzkir kenn- arar tóku upp þennan sið við tungumálakennslu fyrir hálfri öld. — Landflótta ítali, Montes- sori að nafni, efndi til merkra nýjunga í þessum efnum. Og auk þessa höfðu Norðmenn margt lært á þessum vettvangi af Bretum og Bandaríkjamönn. um.. Norðmenn fóru að dæmi annarra menningarþjóða um það að leggja áherzlu á það að gera hvej?t barn að sem nýtust- um þjóðfélagsþegni. Við lögð- um mikla áherzlu á það, að gera ibörnin í Noregi líkamiega hraust. En við vorum ekkert að bisa við að kenna þeim gæsa ganginn, sem lætur þýzku her- mönnunum svo vel. í skólum okkar lögðum við eigi síður á- herzlu á það að móta skaphöfn barnanna en efla þeim þekk- “ ingar og fræðslu. En við létum okkur ekki til hugar koma að vekja norskri æsku árásarhug né orrustufýsn. Við vildum um fram allt, að norsk æska yrði sjálfstæð og dugmikil í hugs- un sem starfi. Þegar Þjóðverjar og föður- landssvikararnir norsku hófu sekn sína til þess að þröngva skólum okkar inn í „nýskipun- ina“, þá sást þeim yfir það að gera sér grein fyrir því, hvaða afstöðu norsku skólamennirnir þegar höfðu tekið. Hér efndu þeir til baráttu um málefni, sem þeir báru ekki skyn á. Ég mun aldrei gleyma því, þegar eitt handbendi Quislings kom til skóla okkar til þess að flytja fyrirlestur um hið rotna þjóð- skipulag lýðræðisins. — Þegar hér var komið sögu, hafði nýr skólastjóri verið skipaður við skólann. Nýi skólastjórinn hafði komáð jþví til leiðar, að fyrir- rennari hans væri handtekinn og krækti sér því næst í stöðu hans. Þessi vegsauki hans mun hafa átt að vera honum eins konar uppreisn fyrir það, að honum hafði aldrei tekizt að halda uppi aga í bekkjum þeim, er 'hann kenndi, né komast tií mannvirðinga meðal stéttar sinn ar, enda þótt hann Ihefði fengizt við kennslu um áraskeið. Ræðu- maðurinn flutti langloku, þar er hann fjölyrti um það, að norska þjóðin væri orðin langþreytt á hinu svo nefnda lýðræði. „Við þörfnumst ekki úrkynjaðs lýð- ræðis. Við þörfnumst leiðtoga. Og leiðtogar okkar eru mikil- hæfir menn, sterkir menn!“ Þegar hér var komið ræðu hans, sneru allir drangirnir og stúlkumar sér við í sætum sín um og liitu ó nýja skúiastjór- ann. Ákafur hlátur yfirgnæfði orð ræðumannsins, og skömmu síðar var fundurinn í algerri upplausn. Það var ómetanlegt fyrir okk ur kennarana að vita það, að nemendur okkar voru óðfúsir að veita okkur lið sitt í barátt-' unni. Yfirvöldin kröfðust þess, að við féllumst á það, er þau nefndu „jákvæða þjóðernis- stefnu,“ en það þýddi það, að við ættum að bregða trúnaði við konunginn og telja nemendum okkar trú um það, að stjórnar- skró okkar væri stórgölluð en bera lof á Quisling. En við lét- um slíkt aldrei henda okkur. Quisling gerði allt hvað hann mátti til þess að sigrast á við- námi okkar. í febrúarmánuði árið 1940 gaf hann út tilskipun um það, að allir norskir kenn- arar skyldu gerast félagar í kennarasambandi hans og taka upp samvinnu við æskulýðs- fylkinguna, sem hann hafði lát- ið stofna. Tólf þúsundir hinna fjórtán þúsunda kennara í Nor- egi neituðu að hafa nokkur skipti við kennarasamband Quislings. Mánuði síðar vörp- uðu þýzkir lögreglumenn þús- und norskum kennurum í fanga búðir. Skömmu síðar voru fimm hundruð kennarar fluttir til Norður-Noregs og Finnlands til þess að vinna þar nauðuhgar- vinnu fyrir Þjóðverja. Þegar kennarar þessir komu aftur heim til sín eftir hálft annað ár .eftir að .hafa Verið látnir lausir, höfðu þeir unnið merkan sigur í baráttu sinni. Þeir hafa ekki enn gerzt félagar kennarasam bands Quislings, og æskulýðs- fylking hans á sér litla sögu. Börn, foreldrar oog kennarar um gervallan Noreg hafa lagt fram sinn þátt þess að kennar- arnir sigruðu í baráttu sinni. Og Quisling reyndist mega sín íítils í viðureigninnni við hk' samfylkingu. Þó' voru nokkrar undartekn- ingar. í einum bekknum, sem ég kenndi, var piltur úr æsku- lýðsfylkingu Quislings. Hann var gersamlega einangraður, og skólasystkini hans hötuðu hann öll og fyrirlitu. — Stundum endurtó'k hann í kennslustund- um slagorð þýzkra óróðursm. um lýðræði Breta, Gyðinga og marxista, sem hann nefndi svo. Annars kvað lítið að pilti þess- um. Hann bar jafnan vasabók á*sér og í hana færði hann öll þau ummæli mín, er hann hugði stefnt gegn flokki hans eða Þjóðverjum. Yfirboðurum hans mun þó hafa fundizt þetesar bókanir hans of heimskulegar til þesss að áræða að sakfella mig á grundvelli þeirra. En ann ars þurftu Þjóðverjar og norsku föðurlandssvikararnir ekki skrifleg sönnunargögn til þess að sækja menn til saka. Þeir handtóku til dæmis einn stétt- arbróður minn og fundu hon- um það að sök, að hann hefði viðhaft ummæli, sem hann hafði aldrei látið sér. jim munn fara. En það, að ég hafði þenn- an pilt úr æskulýðsfylkingu Quislings að nemanda, olli því, að ég komst í kynni við mar- tröð þá, sem fylgir Gestapo og hefir ásótt 'Evrópu fró því árið 1941. Annars er næst að halda, að aldrei hafi kennslan verið ánægjulegri en einmitt þessi hernámsár. Aldrei höfðu tengsl in milli kennara og nemenda verið nánari. Ég minnist þess, að nemendur mínir báðu mig iðulega að leiðrétta fréttir, sem þeir höfðu skráð eftir brezka útvarpinu. Þó voru lögð hin þyngstu viðurlög við því að hlusta á útvarp bandamanna. Nú er ég kominn til Bret- lands og tfæ notið öryggis og frelsis og þarf ekki að óttast Frh. af 4. síðu. framtaks. Þetta sést ekki sízt ó geysilegri aðsókn að skólum landsins. Það kemur einna best fram í því, hvernig foreldrarnir vilja leggja grundvöllinn að framtíð barna sinna. Og þá kem ég að síðasta atrið inu, sem ég vil gera að umtals- ■efni í þessu sambandi: Fyrir nokkru hitti ég iðnaðar- mann hér í bænum. Hann sagði .við mig: „Þú hefir aldrei gert að umtalsefni eitt fyrirbrigði þessara ára, sem er að eyðileggja fjölda barna. Sumir foreldrar virðast álíta að þeir séu að leggja góðan grunn að framtíð barna sinna með þvi að láta þau hafa mikið fé handa á milli. Ég á 11 ára gamlan dreng. Hann kemur til mín um hverja helgi og biður mig pm peninga til að skemmta sér fyrir. Þegar ég sker mjög við nögl mér pening ana til hans, segir hann: „Hvern ig stendur á þessu pabbi? Þú ert ekki verr staddur en pabbi þessa dxengs eða hins. Þeir fó 15 krónur, 25 krónur, eða mjm vel upp í 50 krónur um hverja' helgi til að leika sér með. Af hverju fæ ég svona lítið? Hvað á ég að gera? Ég veit að þetta er bölvun fyrir börnin. Þetta eyðileggur framtíð þeirra. Ég reyni að segja drengnum mínum allt af létta. Ég sagði honum að þó að ég væri milljón er myndi ég ekki láta hann fá svona mikið fé. Ég reyndi að skýra þetta fyrir honum. Svo er það undir skilningi hans og fyr- irhyggjuviti komið, hvort hann sættir sig við þetta. En ég sé að hann getur ekki verið með, þegar hinir fara kennske þrisv- ar í kvikmyndahús sama sunnu daginn.“ Þessi ummæli þarfnast ekki neinna athugasemda frá minni hálfu. Þau eru nægileg lexía í sjálfu sér og ég hygg að marg ir foreldrar kannist við þetta. * Já, það er verið að skamma mig fyrir bjartsýni, en er þessi bjartsýni þá ekki yfirleitt ein- kenni okkar íslendinga? Er það yfirleitt ekki ákaflega mikil bjartsýni að ætla sér að lifa miklu menningarlífi í þessu hrjóstuga landi? Höfum við ekki verið furðulega bjartsýn á undanförnum áratugum? Aldrei í sögu íslands hafa orðið hér eins stórkostlegar framfar- ir og til dæmis síðast liðin 30 ár. Menn, sem nú eru um fimm- tugt, segjast ekki þekkja landið, þjóðarbúskapinn og aílt líf okk ar, er þeir beri það saman við það, sem tíðkaðist fyrir 30 — 40 árumi! Við erum rúmlega 120, þúsuhdir. Við lifum í landi, sem er og hlýtur að vera dýrt að lifa í af því að það er svo gróð- urlaust, svo stórt, svo erfitt yfir ferðar og svo strjálbyggt. Við heimtum að geta lifað full- komnu . menningarlífi. Við byggjum fagran háskóla, marg- ar vísindastofnanir, glæsilega skóla, sem við erum sífellt að það, að Gestapomenn séu komnir til þess að handtaka mig í hvert sinn, sem kvatt er dyra minna. En endurminning in um stúlkumar og direngina, er voru nemendur mínir ihe.ima í Noregi, er mér þó rík í minni. Þau hafa sannað mér það, að starf okkar, kennaranna í Nor- egi, hefir ekki verið fyrir gýg unnið. Þjóðverjar tóku Suður- Noreg herskildi á fjórum vik- um. Þá var viðnámsþróttur norska hersins, sem hugðist verja ættland sitt, þrotinn og varnir hans rocfnar. En skól- arnir í Noregi hafa háð aðra styrjöld við Þjóoverja í fjögur ár. Og í þeirri baráttu veitir Norðmönnum greinilega mun betur. endurbæta. Við tökum öll okk- ar mál í okkar eigin hendur, stofnum okkar eigin utanríkis- þjónustu, efnum til stórfeldra breytinga í samgöngum á landi, á sjó og í lofti. Við viljum lifa eins og stórþjóð! Við endur- bætum húsnæðiskost okkar, við kaupum fullkomnustu vélar til allra starfa, við virkjum hita landisins, við beislum fossana — við gefum út dýrustu bækur í hundraðatali. Svona væri lengi hægt að telja. — Sumir segja að þessar kröfur okkar til lífsins muni setja okkur að; síðustu á hausinn! Þetta var sagt fyrir 1918 og það var sagt, áður og þetta hefir alltaf verið sagt! Hvers vegna gerum við þetta? Hvers vegna búum við ekki í sömu moldarkofunum og áður? Hvers vegna förum við ekki sömu vegleysurnar og áð- ur? Hvers vegna notumst við ekki við sama skólafyrirkomu- lag og áður? Já, hvers vegna felum við ekki öðrum forsjá mála okkar eins og áður? | Við gerum þetta af því við er urtí' hjarts.ýn, af því- við gerum KRÖFUR til lífsins, af því að það er TÖGGUR í okkur — og af því að við GETUM þetta, þrátt fyrir 'salla erfiðleika. Menntaður erlendur maður sagði einu sinni við mig: „Ég undrast mest dugnað ykkar ís- lendinga. Hér er allt svo full- komið og á framfaraleið — og þó er landið svo einangrað og það hlýtur að vera erfitt að búa í því.“ — Eigum við ekki að láta þennan dóm nægja? * Þessi viðleitni okkar kemur fram á mörgum sviðum. — Ég skal drepa á eitt. — Ég man eftir fjórum stórbygginguni, sem nú eru ýmist að verða full- gerðar, eru að rísa af grunni eða eru í undirbúningi. Þjóðleikhús ið verður fullgert innan nokk- urra mánaða. Það á að verða miðstöð leiklistar í landinu, en leiklistinn er ætíð brautryðjandi margskonar menningarstrauma. Sjómannaskólinn er að rísa upp á einni hæðinni í Reykjavík, glæsilegur og voldugur óg sést utan af hafi og ofan af fjöllum gnæfa yfir þessari sjómanna- borg. Hann á að verða miðstöð þeirrar menntunar, sem nauð- synleg er þessari siglingaþjóð. Skammt fyrir utan borgina á innan skamms að rísa vinnur heimili herklasjúklinga með mörgum- smáhúsum, gróðurhús- um og vinnustöðvum. Þar eiga þeir, sem sjúkir hafa verið, en fengið bót af einhverri ægileg- ustu plágu, sem þjakað hefir þessa þjóð, að fá griðland, hvíld og vinnu við sitt hæfi, meðan þeir eru að styrkjast, svo að þeir geti orðið virkir þátttakend ur í hinni daglegu önn. Ög nú er hafinn undirbúningur að því að koma upp tónlistarhöll hér í bænum, sem á að verða mið- depill hljómlistarlífsins í land- inu, einnar göfugustu listar, sem mannkynið á. Við stofnuð- um tónlistarskólann af ein- skærri bjartsýni og trú á fram- tíðina — og hann er nú orðinn, þrátt fyrir þröngan stakk og léleg húsakynni, einhver full- komnasti skóli landsins 'að því er fróðir menn telja, en Tónlist- arfélagið, skipað bjartsýnum á- hugamönnum, hefir rutt honum braut. Og samgöngurnar. Við byggj- um vegi og brýr, viljum eignast fleiri og betri skip, — Og við er- um að eignast fleiri og fleiri flugvélar Um þessar mundir und irbúa f jölmargir ungir menn sig undir nám í fluglistinni og ýmsu, sem að henni lýtur. Og nú er talað um að við þurfum að fara að hugsa um það að kaupa eitt af þessum miklu flug virkjum, sem farið er að smíða vestur í Ameríku og erú éins og þriggja hæða hús að stærð — og flytja í þeim nýjan fisk okkar á markaðinn í Englandi og á meginlandinu, eins til tveggja sólar'hringa gamlan — eftir stríðið. Já, það, er von að þið hristið höfuðið yfir öllu þessu. Þið lát- ið það þó nægja. í því efni er- uð þið þó íbetri en forfeður okk- ar. Það var ekki mikil bjartsýni í gamla daga, þegar galdra- brennueldamir loguðu, þegar maðkað mjöl og brennivín var aðalfæðan, þegar hindurvitnin og hjátrúin réðu lögum og íof- um. Þá var svartsýnin kostur og bölvunin sjálfsagður hlutur. * Við skulum vera bjartsýn. — Það mun reynast bezt í barátt- unni fyrir því að skapa hér fram farir og vaxandi menningu. En við skulum jafnframt vera fyr- irhyggjusöm. í þessu efni er bezt að fara hinn gullna meðal- veg, eins og í öðru. Bölsýni mun drepa úr okkur kjarkinn, gera okkur hikandi og fálmandi — þá eru mistökin viss. Reglan á að vera sú, sem ég sagði um dag inn, gera kröfur til sjálfs síns um að standa vel í stöðu sinni, hver sem hún er — og lífsreglan sú að jafnt skuli yfir alla ganga. Það getur vel verið að okkur mistakist margt af því sem við ráðumst í, en enginn vinnur neitt, sem engu hættir — og ég vil enda þessar hugleiðingar mínar um bjartsýni og bölsýni dagsins og vegarins með þess- um erindum úr „Brautinni“ eft- ir Þorstein Erlingsson: „Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hér muni í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, unz ibrautin er brotin til enda. Og kvíðið þið engu og kornið þið þá, sem kyrrir og tvíráðir standið, því djarfmannlegt áræði er eld- stólpi sá, sem eyðimörk harðstjórnar leiddi okkur frá, og guð, sem mun gefa okkur landið.“ Þorsteinn var bjartsýnn! Skáldin okkar haf a verið bjart- sýn! Þau hafa sungið í okkur hug og dug! Við skulum láta söngva þeirra um bjartsýnina efla okkur til drengskapar og dáða. HVAÐ SEGJA HIN blöðin Fraxnliald af 4. síðu. tjáir ekki að bera annars vegar saman laun fyrir auka-starf og hins vegar fyrir aðalstarf. Né held ur tjáir að bera saman styrki, sem einstakir ^óvinnufærir menn fá til að lifa á, eða -laun, sem fullvinnu færir menn fá og verða að fram- fleyta fjölskyldu sinni af. Það væri móðgun við ritstjóra Þjóðviljans, að ætla, að þeir vissu ekki allt það, sem nú er sagt, en samt verða þeir að láta svo, sem -þeir viti ekk er.t af því til að gefast ekki alveg upp í málsvörn sinni.“ I er nauðsynleg ölium þeim er vinna tímavinnu. Fæst í skrifstofu verkalýðsfé laganna, í bókaverzlunum og hjá útgefanda. FULLTRÚARÁÐ VERKALÝÐSFÉLAGANNA Hverfisgötu 21.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.