Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 3
íuaugardagur 26. ágúst 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ i farsjá í björtu báli Tártu á valdi Rússa ,___ RÚSSAR tilkynna, að þeir hafi umkringt 12 þýzk her :£ylki suðvestur af Kichinev í ; Bessarabíu. 13 þúsund menn hafa þegar gefizt upp, en upp- gjöf bíður hinna, eða tortím- ing, að því er fréttaritarar telja. Fyrir austan Yarsjá hafa Rúss- ar hrundið öllum gagnáhlaup- um Þjóðverja og norðaustur af . iborginni tóku Rússar 40 bæi og þorp. Fregnir frá Moskva herma, að Varsjá standi í björtu báli og eru Þjóðverjar sakaðir um að hafa kveikt í heilum ÍLverfum. Pólverjar hafa beðið Rauða krossinn um skjóta fcjálp. Tilkynnt er í Moskva, að Tar :fcu í Eistlandi sé á valdi Rússa. Borgin er mikilvæg samgöngu- miðstöð vestur af Peipusvatni og þar höfðu Þjóðverjar komið sér upp öflugum virkjum. Und anfarna 5 daga hafa Rússar tek ið.tim 100 þúsund fanga á víg- stöðvum 2. og 3. Ukrainuherj- f Parfs gafsf upp í De Gaulle kom lil Parísar í gær og lýsti yfir stofnun 4. franska lýðveldisins ------ -------- ) Gífurlegur mannfjöidi hyllti hershöfðingjann hvar sem hann fór Bandamenn skjófa á Le Havre PAKÍSAltBORG er nú með öllu á valdi franska heimahersins og handamanna. Yfirmaður setuliðsins í borginni gafst í gær upþ fyrir Leclerc, yfirmanni frönsku vélahersveitanna. Þar með er allri mótspyrnu Þjóðverja lokið í borginni. De Ciaulle kom til Parísar í gærkveldi og var ákaft fagnað af aragrúa fólks. sem hafði þyrpzt út á götumar. Hann tilkynnti stofnun 4. franska lýðveldisins, við gífurleg fagnaðarlæti mannfjöldans. Milli ánna Risle og Signu hefir 11 þýzkurn herfylkjum verið þjappað saman á litlu svæði og er verðið að eyða þeim. Bandamenn gefa sér vart tóm til að telja fangana. Bærinn Honfleur, gengt Le Havre er á valdi bandamanna. Þjóðverj- ar hörfa undan í áttina til Dieppe. Hersveitir Pattons eru sagðar sækja að Marne-fljóti. Til vinstri er Gharles de Gaulle ihershöfðingi, ytfirmaður stríðandi Frakka, en til hægri Dwiglht D. Eisenhower Ihershöfðingi, sem er fyrir ölluon innrásarherafla bandamanna. Hann mun hafa æðstu stjórn í Frakklan.di fyrst um sinn. anna. Rússar halda áfram sókninni í Rúmeníu í áttina til Galatz ■og Ploesti. Víðast hvar eru Rúm enar hættir bardögum, en sums staðar hafa þeir ekki frétt um atburði síðustu daga. • í gærmorgun var megnið af vélahersveitum Leclercs hers- -höfðingja komið út í Ile de la Cité, þar sem voru 'aðalstöðvar franska heimahersins. Var svo barizt á nokkrum stöðum í borginni. Síðan beiddist yfir- máður þýzka hersins viðtals við Leclerc og skyldi rætt um uppgjöf þýzka setuliðsins. Ræddust þeir við á Montpar- nasse-brautarstöðinni og urðu ásáttir um uppgjöfina. Var svo ákveðið, að þeir Þjóðverjar, sem ekki legðu niður vopn þegar í stað, yrðu ekki látnir sæta sömu meðferð og venju- legir stríðsfangar, heldur skotnir sem leyniskyttur. París var gersamlega á valdi heima- hersins og bandamanna í gær- kveldi og ríkti óumræðilegur fögnuður í borginni. DE GAULLE KEMUR Um kl. 19 í gærkveldi kom de Gaulle hershöfðingi til Par- ísar. Fréttaritarar segja, að því verði vart með orðum lýst, með hve miklum fögnuði hon- um var tekið af íbúum borg- arinnar, sem höfðu þyrpzt út á göturnar til þess að fagna hers- höfðingjanum. De Gaulle átti þegar í stað tal við meðlimi þjóðfrelsisnefndarinnar. Mann- fjöldinn vildi, að hann flytti ræðu, en hann -kvaðst eiga óhægt með það á þessari stundu, en sagði aðeins: Lengi lifi París, lengi lifi Frakkland, lengi lifi lýðveldið. Síðan til- kynntj de Gaulle af þrepum ráðhúss Parísarborgar, að 4. franska lýðveldið hefði verið sett á stofn. BARDAGAR í BORGINNI Fyrr um daginn höfðu Þjóð- verjar varizt í Luxembourg- garðinum, en fljótlega tókst að brjóta mótspyrnu þeirra á bak aftur. Þegar hersveitir frá Senegal grnigu fylktu liði frá Place de la Concörde til Champs Elysées, aðalgötu borgarinnar, heyrðist skothríð frá Place de l’Étoile. Voru þég- ar sendir brynvarðir bílar á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum þýzkra her- manna, sem reyndu áð verjast þar. SKOTIÐ Á LE HAVRE Brezkar og belgiskar sveitir, sem sóttu til Signuósa, hafa uppi skothríð þaðan á virki tekið bæinn Honfleur og halda Þjóðverja í Le Havre. Þjóð- verjar reyna með öllu hugsan- legu móti að koma hersveitum sínum undan yfir á eystri bakka Signu, en verður lítið ágengt. Bandamenn taka mik- inn fjölda fanga og streyma fangarnir svo ört til • stöðva þeirra, að ekki gefst tími til að kasta tölu á þá. Gizkað er á, Sókn bandamanna • gengur enn sem fyrr að óskum og full komlega samkvæmt áætlun. Borgin Cannes, sem mikið hefir verið barizt um er nú á valai þeirra og þeir hafa sótt aust'T fyrir Arrfhes, scn er .!'y:c r ::rt an C - -. rdr r;r- • ■ -•} •’ • fram aö C'/ór Ó;' 'ö'rv. 1...- mannahopum, sem enn vr 'r t á nokrun stöðum í Marseilles. Þar hafa þeiv tekið 5000 fanga, meðal þeirra tvo hershöfðingja. Þjóðverjar veðra að viður- kenna í íréttum sínum, að þeir hörf’ undan norður Rhonedal- inn og rfta þeir í veðri vaka, að þeir íiytji lið sitt skiplega til r áttina tl lyons, en sá bær er nú á valdi franska heima- hersins, að því er tilkynnt hefir að bandamenn hafi nú tekið um !4 milljön þýzkra her- manna höndum, þar af 10 hers- höfðingja. FLÝR LAVAL TIL SVISS? Sumar fregnirherma, að þeir Laval, Darnand, lögreglumála- ráðherra hans, og de Brinon, sendiherra Vichystjórnarinnar í París áður fyrr, hafi leitað fyrir sér um landvist í Sviss. verið. Þetta hefir þó ekki verið staðfest í London. t Tculón verj ast Þjóð.vcr'jár énn v!c> v pn ■- búr’fl tans, er. 'trJóð " ' :rn þeirra sé á þrctr-m IC’- •'::•• pj ' rrura. r loraá skipum sínum a : r-.'.. ú. v.'f--*- um í Suður-Frakklandi. Tveir þýzkir tundursjillar, sem voru í höfn í Bordeaux, reyndu að komast þaðan, en flugvélar bandamanna, búnar flugelda- byssum, réðust þegar á þá og sökkti þeim. Nokkrum þýzkum smá skipum var sökkt, er þau reyndu að komast frá Le Havre. Rúmenía segir Þýzkalandi stríð áhendur Rúntenar hröktu Þjoðverja úr Búkarest í gær og umkringja þýzkl lið í Ploesfi ------------------.... . ■».. FREGNIR frá Búkarest í gær hermdu, að Rúmenar hefðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur og séu bardagar þeg- ar byrjaðir víða í landinu milli rúmenskra og þýzkra her- manna. Búkarest er með öllu á valdi Rúmena og er það þriðja höfuðborg álfunnar, sem leyst er undan oki Þjóðverja. Þýzka setuliðið hefir annaðhvort verið hrakið á brott úr borg- inni eða verið fellt. Noklcrir setuliðsmenn voru þó teknir höndum. f nánari fregnum af þessum atburðum, sem vakið hafa mikla athygli segir meðal annars, að yfirmaður þýzka setu- liðsins hafi samið við rúmensku stjórnina um, að hermenn hans fengju að fara á brott úr borginni í friði og lofaði hann fyrir sitt leyti, að Þjóðverjar skyldu ekki beita vopnum, né spilla eignum manna. En Þjóðverjar rufu samningana og reyndu að ná á sitt vald hernaðarlega mikilvægum stöðunx | í borginni. Gripu Rúmenar þá til vopná, en stjórnin lýsti yfir því, að Rúmenar teldix sig eiga í styrjöld við Þjóðverja. Víða í landinu hefir komið til bardaga og á mörgum stöðxmx hafa þýzkir herflokkar gefizt upp. Svissneskur frétta riíari greinir frá því, að rúmenskar hersveitir séu að um- kringja þýzkar SS-sveitir í Ploestihéraðinu og í Konstanza við Svartahaf, hafa rúmenskir hermenn átt í bardögum við Þjóðverja. Fregnir frá Kairo herma, að þýzkar flugvélar séu byrj- aðar loftárásir á Búkarest, en ekkert hefir verið látið uppi um það í London enn sem komið er. Atburðimir í Rúmeníu hafa vakið mikla athygli í Búlg- aríu, sem nú er sögð í þann veginn að semja frið við banda- menn. Rússar hafa útvarpað áskorun til Búígara um að hætta þegar í stað liðveizlunni vi<> Þjóðverja og segja, að þeirra bíði ekkert nema ósigur og Búlgarar vei-ði að taka afleiðing- unum, ef þeir haldi upp teknum hætti. SUÐ U R-FRAKKLAN D: Bandamönnum miðar vel áfram í sókninni upp Rhonedalinn Haía fekið (anaes, Grasse og Antibes, en Þjóðverjar verjasl énn í Touion —............ BANDAMENN tilkynntu í gær, að þeir hefðu tekið borgimar Cannes, Grasse og Antibes á suðurströnd Frakklands. Þá hefir það verið staðfest, að franski heimaherinn hafi farið inn í Lyons. í norskum fréttum 'seint í gærkveldi var einnig fullyrt, að iðnaðarborgin St.Etienne væri gengin úr greipuxn Þjóðverja. Þjóð verjar verjast énn á nokkrmn stöðum í Toulon. Vichysinnar reyna að flýja til Spánar. Bantíamönnum miðar vel áfram í sókninni upp Rhonedalinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.