Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 7
Líuigardagur 26, ágúst .1944. ALÞYÐUBLAPIO i Bœrinn í da^ Næturlæknir er í Læknavarð- stöfunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. 8.30 12.10- 15.30- 19.25 19.50 20.00 20.45 21.15 21.50 22.00 24.00 Morgunfréttir. -13.00 Hádegisútvarp. -16.00 Miðdegisútvarp. Hljómplötur: Samsöngur. Auglýsingar. 'Fréttir. ,■ Upplestur: Sögukafli (Guð- mundur G. Hagalín rithöf- undur). Hljómplötur: a) tónverk eftir Mozart og Haydn. b) Svíta nr. 3 eftir Bach. Fréttir. Danslög. Dagskrárlok. Sjötugur í cfag: Björn Björnsson verkamaður Hallgrímssókn. Messa í Austurbæjarbarnaskól- anum kl. 11 f. h., séra Sigurbjörn Einarsson. Hjónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hulda Valdís Þor- steinsdóttir, Laufásvegi 24 og Þor- steinn Erlingsson, sjómaður í Hafn arfirði. Frá Mæðrastyrksnefnd. Konur þær sem eiga að fara á vegum Mæðrastyrksnefndarinnar innar að Laugarvatni, mæti mánu daginn 28. ágúst í Þingholtsstræti 18 kl. 9.30 árd. Samúðarverkfall Frh. aí 2. síöu. með Framsókn en Dagsibrún. Félagskonur Framsóknar vinna í Niðursuðuverksmiðju S í. S. I>ar vinna ekki félagar úr Iðju og hafa eklki unnið. Félagskon ur Framsóknar hafa ekki unnið í öðrum fyrirtækjum, sem í deil unni standa. í sambandi við þessa ákvörð- un, sem Dagsbrún ihefir verdð neydd til að taka, til þess að bjarga iðaðarverkafólkinú, enda má svo sem segja að ýmsir félag ar í stjórn Dagsbrúnar beri á- byrgð á handapati Björns Bjarnasonar, imiá .benda á það, að öll þessi deila væri nú leyst, ef farið ihefði verið að náðum Alþýðublaðsins — og þá hefði Dagslbrún ekki þurít að grípa til þessa óyndisúrræðis. Ef Iðja hefði verið lögð niður og félag- arnir gengið í Dagsbrún og Framsókn, þá væru þeir nú farn ir að vinna samkvæmt samning um beggja þessara sterku og gömlu félaga — og tfyrir hærra kaup, en Iðjufólkið mun fá, þó að Iðja fengi öllum sínum kröf- um fullnægt og þó að Dagsbrún , takist að knýja fram samninga fyrir iðnaðarverkafólkið. Og að mun hefna sin að leysa þetta vandræðamál ekki á þennan hátt, það mun ekki aðeins hefna sín fyrir iðnaðarverkafólkið heldur og tfyrir Dagsibrúnar- menn, því miður — og jafnvel alla verkalýðshreyfingun a hér í Reykjavík. Bröltið og handa'- patið, þetta óhjákvæmilega flan Björns Bjarna.sonar hetfir jafn- vel spillt fyrir þeirri baráttu, sem járnsmiðir og prentarar eiga í vændum. Björn Bjarnason, fylgihnött- ur Brynjólfs Bjarnasonar — og málpípa hans í valdabaráttunni , jnnan kommúnistatflokksins, nýt ur, einskir trausts jafnvel ekki meðal flokksfélaga sinna, sem taka þátt í verkalýðsmálum ann arra stéttarfélaga. Hann hefir sjálfur skapað sér þessa einangr un með tflani sínu í málefnum þess verkalýðsfélags, sem hon- um hefir verið trúað fyrir að stjórna, en sem hann hefdr sýnt og sannað að hann hetfir verið ófær til. BJÖRN BJÖRNSSON verka- maður er fæddur í Bakkar- holtspai'ti í Ölveisi 26. ágúst 1'874 og er því 70 ára í'dag. Björn fluttist til Reykjavík árið 1908 og hefur unnið ýmist sjó- og landvinnu en nú allmörg síðasliðin ár hjá Eimskipafé- iaginu. Hver sem sæi þennan aldna eljumann taka mat sinn að morgni og fara niður að höfn til vinnu, mundi vart geta trúað að hann ætti sjötíu ár að baki sér. Þrátt fyrir það þó hin gengna braut hafi oft verið ströng og mikið átak hafi þurft til að sjá fyrir framfærslu sex barna, þá hefur Elli kerling enn þá ekki tekizt að þreyta við hann þau fangbrögð, sem hann hefur ekki staðizt. Ég, sem þessar línur rita, hef ekki þekkt Björn nema síðastliðin sex ár, svo ég hef ekki aðstöðu til að færa í letur hér æviágrip hans. Vænti þess að það verði gert af mér kunn- ugri og færari manni. Björn er maður vinsæll svo af ber og hrókur alls fagnaðar í vinahóp. A það rót sína að rekja til sérstaklega góðrar og léttrar lundar, enda býr Björn yfir allmikilli kímnigáfu, sem hann notar þó aðeins innan takmarkaðra vébanda. Ef ég væri spurður • hvað væri sérkennilegast í fari Björns og myndi hafa bægt árafjöldanum frá að rista sínar ferlegu rúnir í skapgerð hans og útlit, þá myndu tvö svör vera efst í huga mér. Það fyrra að hafa tileinkað sér lífsreynslu Benjamíns Franklíns, að tala aldrei illa um nokkurn mann, en segja allt gott um hann það ég veit. Því að festa hugann einungis við það bezta og göf- ugasta í fari samborgara sinna hlýtur að lyfta sérhverjum yfir meðalmennskuna og útiloka skilyrði til að þroska það. lága innra með sér. Hitt svarið væri það, að Birni hefði ávallt auðnazt að taka sínum örlagadómi með réttsýni á hverjum tíma. Því vitað er að enginn siglir öllum skipum drauma sinna þöndum seglum, án þess að eitthvert þeirra brotni á hörðum klett- um veruleikans og ná því aldrei strönd hins fyrirheitna lands. Þá er það ekki skipbrot- HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN P'rh. aí 4. sihu. þingmaður ekki viljað kannast við að hafa framsett þau ummæli, sem eftir honum voru höfð. Með því er þetta atriði úr sögunni ,og verður að líta á það sem ýktan fréttaflutning amerískra blaða- manna. En þótt þingmaðurinn hafi ekki viðhaft þessi ummæli, sem ek1 skal efast um, þá er ástæða til aö minna .á, að ummæli svipuð þess- um hafa áður komið fram opin- berlega í Bandaríkjunum og sætir furðu, að slíkar bollalegggingar um ráðstöfun á landi fullvalda þjóðar, skuli fram koma opinber lega hjó vinveittu og lýðfrjálsu 'landi. Virðist óstæða til að láta það í Ijós í fullri aivöru, í eitt skipti fyrir öll, að íslendingar hafa ekki hugsað sér að afsala landi eða réttindum á landi til nokk- urrar þjóðar, eftir að núverandi herverndarsamningur er útrunn- inn og útlendur her horfiim úr landinu, samkvæmt ákvæðum þess samnings.“ Undir þetta geta allir tekið, nema þá sú fámenna klíka, sem vill allt til vinna að efla á'hrif austræns einræðisríkis hér á landi. ið sjálft, heldur frá hvaða sjónarmiði litið er á hinn orðna atburð, hvort heldur eru veik- indi eða vinamissir, þá hefur hann fundið og tileinkað sér þá staðreynd, að: Bak við heilaga harma er himininn ætíð blár. Björn er giítur Margréti Jónsdóttur frá Heiði í Holtum, sérstakri myndar- og ágætis- konu. Hafa þau hjón verið gift í 36 ár og orðið átta barna auð- ið, en tvö þeirra dóu í æsku. Auk þess hafa þau alið upp einn dótturson sinn. Ég veit að færri en vildu eiga þess kost að þrýsta hönd þessara ágætu hjóna í dag og óska þeim til hamingju með daginn, en þeir hinir sömu senda þær óskir samt eftir þeim leiðum, sem fjarlægðin fær ei aftrað. Vinur. Leikkonan og sjóliðinn Aðaífundur Læknafé- Satjs ísiands stendur yfir IGÆRDAG kl. 4 hófst aðal- fundur Læknafélags ís- lands í fyrstu kennslustofu Há- skólans. Ýms viðfangsefni og vanda- mál læknastéttarinnar verða rædd á fundunum auk venju- legra aðalfundastarfa. Kosin verður nefnd til að fjalla um bréf, sem borizt hef- ir frá landlæbni varðandi fóstur eyðingar. Þá verður og rætt um kjör héraðslæknu og ann- arra embættislækna og samn- inga héraðslækna við sjúkra- samlögin. Þá flytur Sigurður Sigurðsson erindi um berkla- smit á íslandi, og Páll Sigurðs- son mun ræða um nýskipan læknishéraða og læknisskort í sveitahéruðum. Ennfremur mun rætt um sjúkrahússskort og sjúkrahúss þörf og frú Sigríður Eiríksdótt ir mun ræða um hjúkrunarmál. Ðagsbrún efnir til berjaferða fyrir félaga sína T^AGSBRÚN hefir ákveðið að efna til berjaferða fyr ir félagsmenn sína og konur þeirra. Hetfir félagið útvegað sér leyfi til berjatínslu í Heiðar- bæjarlandi í Þingvallasveit, en þar er sagt mjög gott berjaland. Dagsbrún ráðgerir að þessar berjaferðir hetfjist um miðja næstu viku og geta félagsmenn snúið sér til skrifstotfu félagsins þessu viðkomandi. Hér á myndinni sést sjóliði í ameríska flotanum og kvikmynda- leikkonan Alixis Smitih, sem er mjög vinsæl meðal sjóliðanna og hefir verið kjorin „uppáhaldsstúlka“ skipshafnar á einu herskipd Bandaríkjaflotans SLANNES A HORNINU Frh al 5. siftu bre“ framar, heldur lent á ,„Sprengisandi“ og komið við á Borginni til þess að fá sér iðraró eftir allt hnjaskið ög hið ,,holla“ ket, auðu seðlana og sönglistina í bílunum að norðan. Hvílík bless- un með nýfengið lýðræðið upp á vasann, er sýndi. það, að nú gæti hver búið að sínu án þess að að'ra varðaði nokkuð um það. Því mið- ur hafði mikil pappírsekla verið á suðurleiðinni, því enginn sá ér í bílunum hafði verið, •• átti neinn „auðan seðil“ til þess að bjarga sér við undir rimabörðunum og eftirlitsmaðurinn og_ félagi hans, ,,vertinn“, voru ekki betur á vegi staddir en hinir. „Auða seðla“ má oft nota sér til ýmissa þæginda og einkum til þess að afla sér að- dáunar og virðingar samborgara sinna. Menn ættu að hafa nóg af þeim í vösum sínum, ef .þeir eiga von á aþ koma á Þingvöll eða fara norður.“ „ÁÐUR EN ég yfirgæfi fasta- landið og leggði út á Faxafenið fékk ég vel að borða hjá þingmann inum og kaffi með kleinum á eftir, en það undraði mig, að ó svo fín- um bæ, þar sem matseðill fylgir hverri máltíð, að matseðillinn (Menu) var „auður seðill“. Þegar yfir Fenið var komið þótti rriér nú gauragangurinn, dynkirnir og skruðningurinn ætla að verða nokkuð mikill: Katla var að gjósa, eld^læringarnar sáust úr hólunum að heiman frá mér og skruggur heyrðust úti fyrir, svo að ég fór að hugsa sem. svo: „Nú hvað er þetta? Eru bílarnir að norðan komnir hingað með alla kjötsjúk- lingana að norðan?“ En svo sá ég í blaðinu einu að þetta var bara venjuleg prentvilla í blaðinu eða línubrengl handa lesndunum til að skenimta sér við og ráða fram úr eins og. væri það „fró öðrum stjörnum", sem snarvitlaus heimsk ingi væri að spreyta sig á, eins og að flétta reipi úr sandi, og vita allir hversu það er þroskandi fyr- ir skilning marina að vera að dútla við það.“, „J'ÆJA,, ÉG VARÐ feginn að ekki var „eldur kominn upp“ í Rauðhólana mína. Hitt. var lítið gleðiefni fyrir mig, að nú var all- ur ,,Svarti-dauði“ þrotinn. Einhver í útvarpinu hafði náð í hann með- an ég var ekki við, og gert svo útaf við hann, að setja þurfti alla skrúfnagla, sem til voru á staðn- um í flöskustútana, svo að eitt- rvað bjargaðist af öllu því „synda flóði“, er þá ætlaði að flæða yfir landið hérna í kringum Hólana.“ „ÞAÐ HEFUR áreiðanlega ver- ið sama „forsjónin“, sem bjargaði ,,foringjanum“ og sem hlífði mér við öllum þessum árásum: Ketinu, auðu seðlunum, Kötlugosinu og ljósaganginum, stjörnublindunni og allri þeirri vitleysu, sem hún hefur valdið. Ég læt því engan hengja, engan grafa upp og engan skjóta, heldur „náða“ þá alla, að minnsta kosti alla stórsyndara, það er að segja ef ég ætti ráð á því, en þau fæ ég nú bráðum „úr austri“, enda hefur sólin allt af komið upp í þeirri átt. Fer ég þá í ,,sólardans“ á Ðorginni að lokinni ,,þjónustu“ í dómkirkjunni, eins og plagar að vera áður en gengið er til Lögréttu og þar drýgðar allar mestu dáðirnar fyrir þjóð- ina. — Það verða nú dáðir, ef að vanda lætur.“ Hannes á horninu. Gróðurhúsin Frh. af 2. síðu. þeim á annað borð sköpuð þau skilyrði, sem með þarf til þess að slíkar byggingar, en þær reynast oft kostnaðarsamar, geti borgað sig, en verði braut- ryðjendunum ekki fjárhags- baggi, sem erfitt kynni að verða að rísa undir.“ — Hvað má svo rækta' í þessum smágróðurhúsum? „Allt þaðj sem ræktað er annars staðar á landinu við sömu aðstæður, fáist aðeins nægjanlegur hiti. T. d. tómata, melónur, ertur, baunir og vín- ber. Einnig sojabaunir, en þær í eru álitnar og eru eflaust frá- bærlega holl fæða og innihalda mjög mikil fjörefni. Seinni part vetrar má svo rækta salat og .hreðkur og enn fremur plöntur til gróðursetningar í garða að vorinu.“ Messur á morgun. Fríkirkjan kl. 2, séra Árni Sig urðsson. Úfbreiðið Álþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.