Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 6
Laugardagur 26. ágúst 1944. I___________________________________fttÞTBUBl»g;g Ónnur var öldin ... J*etta eru þýzkir stríðsfangar, sem fallið hafa í hendur banda- asaanna. Sennilega mega þessir þýzku stríðsmenn muna aðra öld, þegar þeir unnu hvem sigurinn öðrum glæsilegri. Nú eru þeir geymdir innan gaddavírsgirðnga og eru að vonum súrir á svip. Thórolf Smith: Dungal og Hallgrímskirkja » Vigslöðvarnar í Hormandie Frh. af 5. síðu. 3andið. Rykskýin sýna, hvert leið þeirra liggur. ❖ * * MEÐAL VEGANNA, sem flestir eru nýlagðir, hafa Þjóðverjar komið fyrir jarð- sprengjum sínum. Bandamenn hafa þó fyrir löngu hreinsað vegi og stígi af jarðsprengjum og öðrum farartálmum óvin- anna, svo að flutningarnir geta farið fram með öruggum og sikipulegum hætti. Þo kemiur það fyrir, að jarðsprengja springi eins og til þess að minna mann á það, að landganga inn- rásarhersins á meginland Evrópu kostaði fjör og blóð margra hraustra og gervilegra æskumanna. En sæju Þjóðverj amir það, sem ég hefi séð þessa daga, myndu þeir, jafnvel æsku mennirnir, sem áróður nazista virðist hafa staurblindað, ef dæma skal eftir afstöðu jafn- aldra þeirra jneðal stríðsfang- anr.a, sannfærast um það, að ósigurinn bíður þeirra óhjá- kvæmilega. Þeir munu verða ofurliði bornir á austurvígstöðv tinum og vesturvígstöðvunum í senn. Þeim verður það að litlu liði, þótt þeir skjóti flugsprengi um á varnarlausa íbúa Lund- únaborgar, þegar hver skipalest bandamanna kemst heilu og höldnu frá Bretlandi til Frakk lands og kemur farmi sínum hér á land án þess a£ Þjóðveri- ar fái nokkuð að gert En óp' f >t borið um það, að eftir að kom hingað hafa bandamer -' flutt hingað lið, hergögn og birgðir í stríðum st-aumi, án þess að Þjóðverjar fengju hið minnsta viðnám veitt. Hernaðaryfirvöldin hér í Normandie hafa tekið mér með kostum og kynjum, og yfirfor- ingi nokkur hefir haft mig með sér til vígvallanna. Við ókum í einni hinna frægu amerísku torfærubifreiða, sem eru mjög hraðskreiðar, auk þess sem eng ar torfærur hefta för þeirra. Við ókum hvern kílómetrann af öðrum eftir frönsku þjóðveg,- unum, og ég fletti blöðum hinn ar lifandi myndabókar stríðs- ins, er birtir ógn og skelfingu, en þó jafnframt leyndar hug- sjónir. • » • E1 G HEFI séð þýzka stríðs- fanga, sem er vissulega eftirminnileg sjón. Þeir voru hafðir á grasvelli bak við gadda vír — en bak við gaddavír ætti að búa öllum þýzkum liermönn um stað. Ég hefi séð brotin hús og bóndabæi og vel yrkta akra, sem sprengjur ‘hafa breytt í gígi, er minna helzt á lands- lagið i tunglinu. En svo sé ég líka franskan bónda koma ak- andi í kerru sinni eftir þjóðveg inum. Ég sé hús sem bæft hef- ir verið sprengju, svo að þak- ið hefir feykzt burtu. En -allt í einu sé ég konu rétta hönd sína, er heldur á vatnskrukku, út um gluggann og vökva blómin. Þ'að er barizit af harðfengi um þorp og bæi. Skemmdirnar eru miklar eigi síður en í Lundún- um af völdum flugsprengnaárás anna. Enda þótt sprungur geti að líta í húsveggjunum, sitja konurnar, ú.ti á gangstéttununi, prjóna og spjalla saman. Börn- in leika sér úti við þjóðveginn, og ungu stúlkurnar veifa veg- farendunum. * * * ERLÖGREGLUMENN stjórna 'hvarvetna umferð inni, og bifreiðastjórarnir fylgja nákvæmlega fyrirfram settum reglum. Langar bifreiðalestir þjóta framhjá, og skriðdrekar aka áleiðis til vígvallanna með miklum fyrirgangi. „Við leggjum það ekki í vana okkar að skjóta á kirkjuturna'1. segir förunautur minn’ og bend ir á kirkju, sem hefir verið lögð i rústir. „En þýzkar leyniskytt ur höfðu kornið sér fyrir þarna uppi og höfðu vélbyssu að vopni.“ Við þjótum framhjá hverri herbúðinni af annarri og hverjum vagnagarðinum af öðr um, sem fyrir hefir verið kom- ið á ökrum eð'a í eplagörðum, er ægir saman á þessum slóðum. Við leggjum leið okkar gegn- um Bayeux og Caen, sem banda menn höfðu þá einmitt náð á vald sitt fyrir nokkrum dög- um. Við erum staddir nokkur hundruð metra frá víglínunni, og sprengikúlunum regnir nið- ur hvarvetna umhverfis okkur. “It is pretty hot just now. We have had some casualties". (Það er barizt grimmt núna. Við höf um beðið allmikið manntjón), NÍELS PRÓFESSOR DUNG AL ritar all-langa grein í Morgunhlaðið í gær, og fjall- ar greinin um ræðu þá, er séra Sigurbjörn Einarsson flutti á SkólavÖrðuholtinu á dögunum. Auk þess ræðir prófessorinn nokkuð um Hallgrimskirkju, sem væntanlega verður reist þar á holtinu, nauðsvn þess, að hún verði reist, eða ekki reist, og um kirkjuna og trúmáí al- mennt. Fer Dungal óvægilegum orðum um kirkjuna, einkum fyrr á öldum og harmar, að því er manni skilst, að nú sé farið að gæta þrönsýni með prestum okkar og telur hennar hafa gætt í ræðu séra Sigurbjörns. Grein próf. Dungáls mun vafalaust ’vekja nokra athygli og ber tvennt til. í fyrsta lagi er hér um að ræða mál, sem mikið hefir verið rætt og ritað um og miklar deilur hafa sþunn izt út af og í öðru lagi er grein in eftir þjóðkunnan lækni og vísindamann, sem ætla mætti, að hefði mikið til síns máls, enda skal það ekki rengt hér. A1 menningur mun vafalaust þaul- hugsa það, sem þar var sagt, því ekki fer maður eins og próf. Dungal af stað til þess að rita eitthvað í blöðin, ef ekki ber brýn nauðsyn til. Prófessorn- um hefir auðsjánlega verið mik ið niðri fyrir, er hann brá sér á bak Pegasusi. því hann þarf þrjá dálka ‘til þess að gera gein fyrir andspymu sinni gegn hinni fyrirhuguðu kirkjubygg- ingu, og hann 'hefur máls á orð unum: „Mér hnykkti við“, sem sagt, þama var þá eitthvað. sem raskaði sálarró hans, hann get- ur ekki örða bundizt, nú verður hann að fara af stað og vara menn við þessari óhæfu, að reisa kirgkjuna og jafnframt að fræða almenning nokkuð um skemmdarstarfsemi kirkjunnar á liðnum öldum.Rök prófessors ins eru misjafnlega haldgóð, en auðskilin, eins og vera ber. Ég ætla að leyfa mér í þessum línum, sem hér fara á eftir, að athuga ofurlítið sumt af því, sem próf. Dungal setur fram í nefndri grein, ekki af því, að ég telji, að það breyti nokkm um endanlega af- greiðslu kirkjubyggingarmáls- ins né heldur vegna þess, að það geti einhverju áorkað um framtíð kirkjunnar í þessu landi, heldur geri ég það sem leikmaður, fáfróður leikmað- ur um þessa hluti og vona, að mér verði ekki legið á hálsi fyr ir það, né brigslað um ofiátungs hátt, því grein þessi er ekki, eða á ekki að vera skrifuð í þeim tón. II. Það virðist einkum vera tvennt, sem mestu máli skiptir í grein próf. Dungals. Annars vegar hvort ekki sé gersamlega ónauðsynlegt að reisa Hall- grímskirkju og hins vegar, að kirkjan sé að nokkru leyti hættuleg stofnun, að jninnsta kosti hafi hún verið það" áð- ur fyrr. Skuíu þessi tvö atríði tekin til nokkurrar athugunar og málið rætt, eins og það horf ir við frá mínum bæjardyrum En áður en lengra er haldið er rétt að leiðrétta rangfærslu, eða mísskilning í grein prófess orsins, þar eð það skiptir tals verðu máli. Próf. Dungal tekur upp nokkrar setningar úr ræðu sr. Sigurbjörns og segir síðan: segir fyrirliði •úr herlögregl- unni. Við ökúm inn í Caen. Sum • borgarhverfin eru rústir einar. Áin er millum okkar í torfærubifreiðinni og hinna stríðandi þýzku hefsveita. „ÞesSi tilfærðu orð prestsins eru þótt í smáum stíl sé, bannfær- ing til handa öllum þeim mönn um, sem eru á móti jbví að Hall grímskirkja sé reist jyrir opin- bert jé, samkvæmt teikningu Guðjóns Samúelssonar“ (letur- br. mín ThS.). Mér er kunnugt um, að hið opinbera hefir ekki lagt einn einasta eyri til’Hall- grímskirkju; að minnsta kosti ekki enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Það fé, sem þegar hefir safnazt, hefir feng- izt með gjöfum og happdrætti. Menn hafa af frjálsum vilja látið fé af hendi rakna ti.I kirkj unnar, án þess, að ríkið eða bæj arfélagið hafi komið þar nærri. En nú komum við að þessu: Til hvers á að reisa kirkju? Er nokkur nauðsyn á því? Próíess or Dungal álítur, að því er manni skilst, að það sé mesta fásinna og væri 'hægt að reisa margar nytsamari byggingar. Meira að segja télur hann, að það væri fullgott, að sr. Sigur björn og aðrir prestar flytji und ir beru lofti guðsþjónustur, „með jörðina undir fótum og himingeiminn allt í kring um sig“, enda hafi það verið alsiða í Palestínu til forna. Að vísu láðist prófessornum að geta þess, að einhver munur hljóti að vera á loftslaginu hér í Reykjavik á Skólavörðuholt- inu eða undir skuggsælum trjám á Olíufjallinu í Landinu helga. En sleppum því, enda, þótt vel gæti svo farið, ef leið- beiningar prófessors Dungals um þetta efni næðu fram að ganga, að læknar bæjarins fengju ærið að starfa er kvef pest og lungnabólga tæki að á- sækja gervalla Hallgrímssókn vegna vosbúðar og kulda við hinar vinsælu útjguðsþjónustur á Holtinu. Nú er það einu sinni svo, að ríki og kirkja erp ekki aðskilin hér á íslandi. Mikill meiri hluti manna í Reykjavík og jafn- framt um landt allt, er í Þjóð- kirkjunni. Þetta fólk vill kirkj- ur, eða að mirnstta k* s.ti verð- um við að áxykta svo, meöan annað liggur ekki fyrir. Dóm- kirkjan í Reykjavík Var reist fyrir tæpum 100 árum, eða árið 1847, í þeirri mynd, sem hún er nú. Þá voru íbúar í Reykja- vík um 1100 að tölu. Nú munu íbúar Reykjavíkur vera tals- vert yfir 40 þúsund manns ,en aðeins ein kirkja hefir bætzt Lúterstrúarmönnum Fríkirkjan (Að vísu er ein í smíðum, Laug arneskirkja) Maður skyldi þvi ætla, að það væri tímabært, að hér yrði reist önnur kirkja í viðbót, vegleg og fögur kirkja, sem samsvarar kröfum tímans. Auk þess' verður Hallgríms- kirkja ekki aðeins kirkja í venjulegum skilningi, hún á jafnframt að vera Öbrotgjarn minnisvarði um eitt mesta mik ilmenni þjóðarinnar, sem mann fram af manni hefir verið einna ihugþekkastur álþýðu þessa .lands, Hallgrím Pétursson. III. Próf. Níels Dungal spilar svo gamla grammófónplötu og tefl ir fram rökum, sem ætla mætti að farið væri að slá í. Það er eins og hann haldi að hann hafi fundið einhvers konar Kolum- búsaregg, þegar hann dettur of an það, að réttara væri að reisa t. d. íbúðir fyrir húsnæðislaust fólk, sem nú verði að hýrast í héilsuspillandi íbúðum. Þá bendir prófessorinn á, að rétt væri að byggja dagheimili íyrir börn. Að sjálfsögðu á að byggja íbúðir, góðar íbúðir fyrir það fólk, sem nú verður að hafast við í bröggum, skúrum og and- styggilegum kjallara'holum. Um þetta eru allir hugsandi menn sammála. En úr þyí að pró- fessorinn minnist á opinbert fé, hvers vegna getur ekki hið op- inbera, bærinn eða ríkið, eða báðir þessir aðilar í samein- ingu, lagt fram ríflega fúlgu til þess að hrinda þessum þarfa- málum í framkvæmd? Ekki þyrfti það að koma í bág við Hallgrímskirkju, sem engan styrk hefir fengið frá því op- inbera. Ef ég væri í sporum próf. Dungals, myndi ég rita skoðanabræðrum hans í bæjar stjórn (Sjálfstæðismönnum) og segja sem svo: Frá heilsufræði legu sjónarmiði séð er húsnæðis ástandið í bænum óþolandi og úr því verður að bæ-ta þegar í stað. Ég legg því til, að bærinn láti' byggja þegar í stað nægi- 'lega margar nýtízku íbúðir handa húsnæðislausu fólki. En þetta hefir prófessorinn ber- sýnilega ekki gert til þessa og bæjarstjórnarmeirihlutinn hef ir ekki verið sérlega viðbrags fljótur þegar um var að ræða íbúðir handa efnaminni stéttum þessa bæjarfélags. Um þetta atriði er óþarfi að ræða, hvað þá heldur deila. Próf. Dungal hefir vakið máls á þessu vandamáli, húsnæðis- eklunni, sem er bænum okkar tii háborinnar skammar og þáð væri vel, ef þessi ábending pró- fessorsins gæti orðið til bess að öldungadeildin í bæjarstjórn- inni gæti vaknað af Þyrnirósar svefni sínum, áður en það er um seinan. í annarri grein verður vænt- anlega vikið að menningar- fjandskap kirkjunnar i sam- bandi við grein próf. Dungals. Svar viðskiplaráðs Framhald af 4. síðu. Þá telur félagið Iþá staðhæf- ingu ráðsins ranga, að í skýrsl- um [þess og áætlunum hafi rekstrarkosnaðnr verði talin hærri en hann varð. í áælun- um félagsins í marz 1943' er gert ráð fyrir, að meðalflutn- ingskosnaður á smálest verði um 800 krónur, en isamkvæmt reikn ingi hefur hann orðið um 540 krónur og hefur kosnaðurinn þannig verið áætlaður nær 50% hærr|i en hann hefur reynst. Þess íber þó að igæta, að á ár- inu var flutt mun meira en á- ætlun ifélagsins gerði ráð fyrir, en kosnaðurinn vex ekki að •sama skapi, og á. þessi stór- kostlegi munur að nokkru leyti rót sína að rekja til þessa. í svari sínu ræðir félagið um áhrif flutningsgj aldalækkunar- inar á vísitöluna. Þótt ráðið telji það, sem féLagið segir um þetta mál, mjög villandi sér það ekki ástæðu til þess að ræðá það nánar hér, en sambandið milli flutningsgjaldanna og dýr- tíðarinnar er vissulega mun nánara og með örum hætti en félagið vill vera láta. Af þiví, isem hér hefur verið sagt er Ijóst, að Eimskipafé- lagið ihefur ekki í svari sínu Ihaggað neirm í hinni fyrri grein argerð ráðsins. Það er óhrakið, að félagið varð ekki við marg- ítrekaðum tilmælum að - veita uipplýsingar um rekstur þess og afkomu síðari hluta ársins 1943, upplýsingar, sem voru skilyrði þess, að hægt væri að gera sér í hugarlund hverju fram yndi um af komu félagsins, — a ð það beitti sér af alefli gegn lækkun flutnmgsgjaldanna síð- ast iá árinu 1943, iþótt því hlyti þó að vera orðið Ikunnugt um hina óvenjulegu afkomu ársins, og að rekstrarniðurstöður ársins 1943 eru all frábrugðnar þeim skýrslum og áætlunum, sem ráðið haði fengið frá félaginu í marz 1943.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.