Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 5
 Laugardagur 26. ágúst 1944. #gLÞYSL'SL*£?g** Rúnki í Rauðhólum bregður sér norður og skrifar mér pistil um ferðarlagið og samferða fólkið Áður en innrásin var gerð. Hér sést ifloti innrásarbáta í íhSín á Englandi áður en innrás bandamanna á meginland Ev- rópu hófst. Nú 'haífa bátar þess r flutt lið, hergögn og birgðir yfir Ermasund til 'Frakklands- stranda og þannig lagt grundvö'll að hinni múklu sókn bandamanna á vesturvígstöðvunum Emil Blytgen * Petersen: A dönsku kaupskipi til víg~ stöðvanna í Normandie. I ---—... ...i. ...... , -------- GR.EIN ÞESSI er þýdd úr málgagni frjálsra Dana í Lundúnum, Frit Danmark, og lýsir heimsókn höfimd- arins til vígstöðvanna í Normandie skömmu eftir innrás bandamanna. Skipið, sem greinarhöfundurinn fór á yfir Ermarsundi, hafði tekið þátt í tveim innrásum áður, eða leiðangrinum til Norður-Afríku og innrásinni á Ítalíu. Er greinin glögg lýsing á viðhorfunum í Normandie um þess- ar mundir svo og þætti danska kaupskipaflotans til bar- áttunnar gegn nazismanum. RUNKI í RAUÐHÓLUM brá sér norður nýlega og hefur hann skrifað mér bréf um þetta ferðalag. Ég 'gef honum orðið í' dag. Hann segir: „Einn míns liðs og öllum óháður skrapp ég norð- ur í flugvél til átthaganna gömlu. Við voru 6 farþegarnir, ^.llir í eft- irlitsferð og tók hún mig 3 vikur. Vegna þoku nyrðra fór ég ekki suður aftur í neinni flugvél, en komst í áætlunarbíl, eldsnemma einn morguninn. Voru það tveir bílar, sem samferða urðu suðm- og 43 sálir voru í þeim báðum, allir því nær fastandi og glorhungraðir er á veitingahúsið kom. Þangað fór ég ekki því frændi minn bauð mér heim til sín upp á lax og silung. Hinir farþegarnir fóru all- ir í veitingahúsið og sögðu þeir mér, að þeir hefðu fengið ólseigt rollukjöt úr íshúsinu að éta, mál- tíðin hefði kostað 15 krónur fvrir manninn og allir hefðu þeir feng- ið molakaffi með teskeið í bollan- úm og kostaði hann 5 krónur aukreitis." „ALLA LEIÐINA að norðan heyrðist ekki mannsins mál fyrir söng þeirra er í bílnum voru. Það var „Potpourri“, eða samsteypu- lög af öllum þeim slögurum sem sungnir hafa verið hér í revyun- unum í Reykjavík að undanförnu, sem „þjóðkór þessi söng, hjáróma mjög og ramfalskan, tvö eða þrjú lög samtímis í hvorum bíl og sá ég eftir því þá, að hafa ekki tekið með mér steriliserað vatt í lyfja- búðinni nyrðra og hafði nú ekki annað en blauta vettlinga mína til að troða í eyrun, því fólkið söng eiginlega ekkí öðruvísi en það er vant að syngja í bílum, heldur „hafði hátt“, eins og K. N. sagði um hjónin forðum, er þau voru að rífast.“ „SÍÐAN VAR ferðinni haldið á- fram og' söngnum fyrst framan af, því nú voru allir fallega saddir, en heldur dró úr söngnum þegar fram á heiðarnar kom, því þá þurftu bílarnir að staldra við hér og þar, svo farþegarnir, allir nema ég, fengi að bregða sér út og kom ast undir eitthvert rimabarðið. Tók það langan tíma að allir gætu lokið sér þar af, rúmir 40 að.tölu og nú var söngurinn hættur og „annað hljóð komið í strokkinn" (eða skrokkinn), „ósamkynja radd ir“ og þá orðinn að nokkurs kon- ar „Marche funébre“, einróma og fremur óheyrilegur, eins og gömlu rollur'nar væru teknar að jarma í stekkjartúni undir fráfærur að vori til, Ágerðist söngurinn er kom niður undir Fornahvamm, því þá „bættust þeir í hópinn, mað urinn að norðan, sem þeir nefndu ,,vert“ og ,,eftirlitsmaðurinn“ að austan, því að þeir höfðu ekki komist lengra vegna kjötátsins nyðra, sem hafði reynst þeim eins og samferðamönnum mínum „meinholt h.........“ og hafði hinn síðarnefndi ehgan „auðan seðil“ á sér, þvi hann hafði skilað honum af sér á Lögbergi meðan hann var. ,,í gildi“ eins og frímerk j,n forðum, samkvæmt hollustu- eið sínum gagnvart þjóðinni og „eigin samvizku“, er öllu á að ráða og ræður, hvort heldur er á þingi eða Þingvelli." ÞEIR VORU látnir í sinn bílinn hvor, því saman gátu þeir ekki verið, og voru alltaf að rífast, ann ar útaf slælegú eftirliti, en hinn út af því, að verijð væri að bera ketið .á borð nyðra, því að það væri ætlað neytendum einum syðra, en alls ekki almennilegu ferðafólki, sem ekki vissi hvað það væri að leggja sér til munns, og fengi „skömm í mag- ann“, sem nú hefði sýnt sig á samferðamönnum mínum, er nú fagnaði eftirlitsmanninum með húrrahrópum, eins og væri það allt á meistaramóti hnefaleika- manna, sem fagnaði „náðim“ sinni og sett hefði nýtt „íslenzkt met“ í íþrótt sinni og þannig fylgt dagskrá þeirri, er auglýst hafði verið í útvarpinu kvölds og morgna, um hádegi og nón um nokkurra vikna skeið og hljóðaði þannig: „Guðsþjónusta, hnefaleik ar og dans á eftir.“ „SKIPIÐ LÁ við bryggjuna og var komið miðnættiv hornablástur inn að.hefjast, því nú höfðu nokkr ir jökulfarar bætzt í hópinn, og nú tóku eftirstöðvar kjötsins aðra stefnu er út á sjóinn kom. — Og nú var ekkert ,Potpourri að heyra og engan „Marché Fune- Frh. k 1. síSa GREIN ÞESS.I er rituð í aðal- bækistöðvum bandamanna í Normandie. Ég kom hingað á dönsku .kaupskipi, er sigldi í skipalest, sem lét úr brezkri 'höfn. Tilgangur farar minnar er sá að fylgjast með flutningum á sjó, sem skipta svo miklu máli í baráttunni til frelsunar löndum þeim, er Þjóð verjar hafa herníumið. Dönsk kaupskip taka þátt í þessum flutningum. Danski fáninn blaktir við sigluhnokka sumra skipanna og ber vitni um hinn mikilvæga þátt Dana til þessar ar baráttu. Ég hefi fylgzt vel með her- flutningunuim í hinni brezku höfn, á Ermarsundi, við land- göngusvæðið og á þjóðvegun- um, en eftir þeim eru hergögn in og hermennirnir fluttir á- leiðis til vígvallanna. Ég liefi troðið hina miklu blekkingu Hitlers „vesturvegginn óvinn- andi“ undir fótum mér. Undan „vesturveggnum11 liggja nú hundruð skipa og af þeim hefir verið skipað á land ógrynni her liðs, hergagna og birgða, án þess að nokkurri mótspyrnu hafi verið að mæta af hálfu Þjóðverja í lofti eða á legi. Her lið þetta, hergögn og birgðir ef komið hingað frá Stóra-Bret landi. I fjögur súmur 'hafa Bret ar búizt við því, að Þjóðverj- ar freistuðu innrásar í land þeirra. En nú er málum þann ig komið, að fúá Stórá-Bret- landi er lagt upp í hina miklu innrás á meginland Evrópu og hin mikla sókh bandamanna í Vestur-Evrópu hafin þaðan. Það sýnir gleggst, hvi'lík straum ihvörf hafa gerzt í hildarleik þeim, sem nú er 'háður. ♦ * • E G hefi séð liðsforingja banda manna stjórna uppskipun á ströndinni, þar sem „vestur- vegginn óvinnandi“ átti að vera fyrir að firma. Þýzku fallbyss- urnar vinna innrásarhernum ekkert grand. Draumur Þjóð- verja um það að drottna yfir gervöllum heiminum, er nú minning ein. Ég er staddur uppi á höíða nokkrum, og þaf blasir við sjónum mínum eitthvert hið sérstæðasta útsýni, sem saga þessarar styrjaldar mun kunna frá að greina. 'Ég sé skip, svo langt sem augað eygir. Skip liggja hlið við hlið fyrir akker- um u-tan við ströndina. Siglu- trén minna á þéttan skóg og yfir þeim sveima blikandi loft- belgirnir, sem verið hafa trygg ir förunautar skipalestarinnar frá því að lagt var úr höfn á Bretlandi. Skip koma og fara, og úti við sjónarrönd allra átta. getur að l'íta skip og skipareyki. * * * ETTA er þriðji innrásar- leiðangur dánska skipsins, sem ég kom á hingað til Nor- mandie. Það tók þátt í ieiðangf inum til Norður-Afríku og inn rásinni á ítalíu. Það liggur hér meðal franskra, norskra, ho'l- lenzkra, belgiskra, pólskra og þá að sjálfsögðu brezkra og ame- rískra skipa. Þetta er efalaust stærsti kaupskipafloti, sem komið hefir saman á einum stað frá því að sögur hóf'- hlingað hafa þau lagt leið sína í góðu veðri og vondu; öllum stundum ffá því að innrásin hófst. Veðrið, sem í sumar hefir ver ið hið versta í mörg ár, er nú betra en verið hefir lengi. Allt er svo vel skipulagt og hagan- lega fyrir komið við landgöngu svæðið og á ströndinni, að upp skipunin gengur álíka greitt og í venjulegri hafnarborg á frið- artímum. Þetta er eitt hið mesta afrek innrásarinnar, og mun það eig-i sízt að þakka far- kosti þeim, sem nefnist „öndin“. Það úir ög grúir af þessum ,,önd um“ meðal skipanna, sem ver- ið er að afferma. ,,Öndin“ renn- ur af ströndinni út í sjóinn eins og bifreið á hjólum, en þegar þangað kemur skiptir hún um gír, og skrúfa tekur til starfa. Þessu næst stefnir þessi furðulegi farkostur út til skipsins, sem verið er að af- ferma. Þegar ,,öndin“ hefir ver ið fullfermd, en 'hún ber fimm til sex smálesta farm, stefnir hún til lands í löðurflaumi mikl um. Þar hristir hún sjóinn af sér og heldur áfram för sinni, án þess að nema staðar, unz komið er á umhleðslustaðinn. Þar lyftir krani farminum upp á vöruflutningabifreið, sem ek- ur því næst eftir þjóðveginum, er liggur upp hæðirnar, inn í Framh. á 6. síðu. Yerð á síldarmjöli Ákveðið hefir verið að verð á síldarmjöli á innlendum markaði verði kr. 52,19 per 100 kg. frítt um borð, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. september næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir 15. september bætast frá þeim tíma vextir og bruna'bótatryggingarkostnaður við mjölverðið. Sé hins vegar mjölið greitt fyrir 15’ september, en ekki tekið fyr ir þann tíma, þá bætist aðeins brunatryggingarkostnaður við mjölverðið, ef kaupandi’hefir ekki tilkynnt síldarverksmiðj- * urn ríkisins fyrir þann tíma, að hann hafi sjálfur vátryggt mjölið á fullnægjandi hótt, að dómi síldanverksmiðjanna. Sama ákvæði viðvíkjandi brunatryggingu gildir einnig fyrir það mjöl, sem ekki er greitt né tekið fyrir 15. september næst komandi. Allt mjöl verður þó að vera pantað fyrir 30. sept- emþer næstkomandi og greitt að fullu fyrir 10. nóvember næstkomandi. Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst. Siglufirði, 24. ágúst 1944. Síldarverksmiðjur ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.