Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 4
é ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 26. ágúst 1944. fl )t|örbleí>iÖ Otgefandi: Alþýðuflokkurínn. .Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: og 4902. Símar afgr_iðslu: 4900 og 4906. Verð í laysasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fðheyrð blaðaskrif. T VÖ DAGBLÖÐ hér í bæn- um hafa hagað sér mjög furðulega í sambandi við vest- u/rför forsetans og föruneytis hans. Skrif þeirra um útanríkis málaráðherrann í því sambandi eru furðulegt hneyksli og lýsa slíkum skorti á háttvísi og sið menningu, að hreinustu undr- ún sætir, „ , •t f * '/ Þjóðviljinn hóf þessi ófrægi legu skrif, en Morgunblaðið lét ekki lengi á sér standa að bæt- ast í hópinnn. Blöð þessi býsn ast mikið yfir því, hvert geti verið erindi utanríkismálaráð- herra vestur um haf. Komast þau bæði að þeirri niðurstöðu, að hann hljóti að vera í póli- tískum erindagerðum, og þá helzt þeim að taka upp einhvers konar samninga eða viðræður við Bandaríkjastjórn, sem gera megi ráð fyrir að frelsi og sjálf stæði íslands stafi hætta af. Er þetta ýmist sagt berum orðum eða dylgjað um það. Slík blaðask^if sem þessi lýsa öðru af tvennu: furðulegri fá- vizku eða óvenjulegum skorti á siðmannaðri framkomu. For- seti íslands fór þessa för sína til Vesturheims í boði forseta og stjórnar Bandaríkjanna. Hann var boðinn þangað með föruneyti og hefir vitaskuld enginn haft hönd í bagga með því, hverja hann valdi sér til fylgdar. En það er ofurskilj- anlegt, að forsetinn tæki með sér ábyrgan ráðherra í ferðalag ið, enda algild venja, þegar um slíkar ferðir þjóðhöfðingja er að ræða. Var þá vissulega ekk- ert eðlilegra en utanríkisniála- ráðherrann yrði fyrir valinu og getur enginn haft neitt við það að athuga, nema til sé að dreifa vanþekkingu eða eindæma tuddaskap. Óvild sú, sem Þjóð viljinn og Morgunblaðið bera til utanríkisráðherra, ætti ekki að blandast inn í þetta mál, nema til sé að dreifa serstökum skorti á háttvisi og siðmenn- ingu hjá þessum blöðum. Skrif þeirra um utanríkismálaróð- herrann í tilefni af því, að for setinrf hefir kvatt hann til ferð ar með sér vestur um haf, eru til þess fallin að setja leiðin iegan blett á þjóðina. Enn um flutningsglöldin: Viðskiptaráð svarar stjórn Eimskipafélagsins SÍÐAST í júlímánuði birti Eimskipafélag íslands 'h.f. svar við greinargerð Viðskipa- ráðsins um lækkun flutnings- gjalda þess 9. mai s.l. Viðskipa- ráðið hefur margt við skýrslu þessa að athuga, og yrði það of lagt mál; ef sérhverju atriði hennar væri svarað. Mun hér því aðeins rætt um það, sem telja verður mestu máli skipta. í hinu langa svari sínu leiðj ir félagið í rauninni a-lveg hjá sér eitt aðaiatriðið í greinargerð \ ráðsins, sem sé, að félagið varð ekki við marg ítrekuðum til- mælum um að láta ráðinu í té skýrslur um reksturinn og af- komuna á síðari hluta ársins 1943 og að það með því, mð beita sér mjög eindregið gegn fyrirhugaðri lækkun flutnings- gjaldanna í desemberbyrjun, gaf ákveðið til kynna, að af- koman mætti ekki við neinni slíkri lækkun. Staðhæfingar ráðsins um framkomu félagsins að þessu leyti standa því óhagg aðar. Félagið hyggst sýna fram á, að skýrslur þær og áætlanir, sem það lét ráðinu í té í marz 1943, ha'fi verið algerlega á- byggilegar, með þvi, að ráðið játi, að „samkvæmt skýrslum þeim, sem fyrir liggi“ hafi „reksturinn á fyrstu mánuðum ársins gefið tilefni til hækkun- ar á flutningsgj öldunum' ‘. Fé- lagið fór í marz 1943 fram á hækkun, sem nam 55%, 85% og 200% eftir vöruflokkum, og rökstuddi þá kröfu með um- ræddum skýrslum. Ráðið komst við athugun að þeirri niður- stöðu, að með tilliti til reksturs afkomunnar á fyrstu mánuðum ársins væri 50% hækkun nauð- synleg á öðrum vörum en mat- vörum og ýmsum fleiri nauð- synjavörum, og er vandséð, hvernig í því á að felast viður- kenning á umræddum áætlun- um félagsins. Annars er auð- veldast að mynda sér skoðun á kröfum félagsins í marz 1943 og þeim áætlunum, sem þá fylgdu til rökstuðnings með því að minnast þess, að ef mála leitun félagsins hefði verið sinnt og. byggt að öllu leyú á áætlunum félagsins, hefði ágóð- inn í síðasta ársreikningi orð- ið 33—34 milljónir króna í stað þeirra 18 milljóna króna, sem hann er talinn þar, eða 15—-16 miljón krónum hærri en hahn varð. Þá telur félagið það óbilgirni að krefjast af því upplýsinga, sem ráðið sjálft telji sig ekki geta látið löggiltan endurskoð- anda sækja í bækur þess, þar eð nokkur hluti reikningshalds ins fari fram í New York. Það Félagið telu^ það stefnubreyt- ingu hjá ráðinu að hafa lækk- að farmgjöldin svo mikið í vor, að ekki séu líkur til þess, að um ágóða verði að ræða á þessu ári, því að það hafi áður viður- kennt nauðsyn þess, að félagið endurnýjaði og yki skipastól sinn. íSú ákvörðun, að lækka flutningsgjöldin svo rækilega, að ekki væri líkindi til ágóða á þessu ári, var -byggð á því, að ágóði ársins 1943 hefði verið ó- eðlilega mikill og að félagið mætti yþví vel við þvi nú, að græða lítið eða ekkert. Þótt viðurkennt sé að aukning skipa stólsins sé nauðsynleg, er auð- vitað fjarstæða, að í því sé fólg ið samþykki á því, að Eimskipa- félagið megi græða nær ótak- markað á óeðlilega háum flutn ingsgjöldum. Ráðið 'hefur getið þess, að meðan þjóðin ætti hundruð milljóna í erlendum gjáldeyri, ætti ekki að þurfa að örvænta um eflingu flotans. Félagið skopast að þessari stað hæfingu og telur ráðið ekki geta ávísað því á þessar inneign ir. .Það hlýtur að vekja furðu, að forráðamenn Eimskipafélags ins skuli 'bresta skilning á því, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði er efling skipastólsins fremur komin undir gjaldeyriseign þjóðarinnar en sjóðum í íslenzk um krónum, og það þótt gildir séu, og. mætti Eimskipafélagið vissulega muna, að það var gjaldeyrisskortur fyrst og fremst, sem hamlaði/ eflingu skipastóls félagsins fyrir styrj- öldina, en ekki bágur hagur þess sjálfs. , í svari sinu segir félagið, að ráðið hafi veitt innflutnings'- leyfi og ksipsrúm fyrir miklu meira af vörum með háum farmgjöldum en gert hafi verið ráð fyrir og hafi það haft í för með sér 10 milljón króna hækk un á ágóða félagsins. Það er rangt, að veiting innflutnings- leyfa á árinu 1943 hafi hér haft þá þýðingu sem félagið gefur í skyn, þar eð mestur hluti þeirra vara, sem fluttar voru inn á síðari hlu-ta ársins, var ýmist þegar keyptur eða jafn- vel lá tilbúinn í vörugeymslu erlendis í byrun ársins, og er félaginu auðvitað jafnkunnugt um þetta og ráðinu. Því er og kunnugt um, að ekki fékkst allt það magn af „lágtaxtavöru“ (fóðurvöru), sem gert hafði ver ið ráð fyrir, og var þá auðvitað ,,hátaxtavara“, sem beið flutn- ings, flutt í staðinn, en auk þess voru farnar fleiri ferðir en búizt hafði verið við, og aukning flutningsmagnsins varð þá auðvitað eingöngu á ,,há- taxtavörunni", þar eð „lág- taxtavörunni allri hafði áður verið ráðstafað. Það er þvi væg Eitt er þáð enn í sambandi við skrif Mbl. og Þjóðviljans um utanríkismálaráðherrann, sem gefur leiðinlega mynd af forráðamönnum þessara blaða. Hugsanagangur þeirra er ber- sýnilega sá, að þjóðhöfðingjar og stjórnmálámenn geti ekki átt önnur erindi til erlendra þjóða og þjóðhöfðingja en þau. að taka þar við úrslitakostum líkt og þegar menn hafa verið kvaddir til Berlínar eða Moskva. Allur þorri íslendinga mun þó bera meira traust til Bandarikjaþjóðarinnar og fyrir svarsmanna hennar. Þeir telja sig hafa allgr ástæður til að vænta þess, að kurteisis- og 'vin áttuheimsókn fyrsta innlenda þjóðhöfðingjans til hins vold- uga lýðræðisríkis handan hafs ætti þó vissulega ekki að þurfa að skýra það, að þótt ráðið geti á skömmum tíma sent endur- skoðanda í skrifstofu félagsins í Reykjavík, á það ekki við um skrifstofuna í New Yofk. Aðal- skrifstofan hér getur auðvitað hvenær sem er fengið upplýs- ingar í bréfum og símskeytum frá útibúi sínu, en' fara - má nærri um hvern árangur það hefði borið, að ráðið hefði kraf ið útibúið í New York um skýrslur, ef minnzt er undir- tekta aðálskrifstofunnar hér í Reykjavík undir slíkar málaleit anir síðari hluta ársins 1943. ast sagt villandi að tala í þessu sambandi um ,stefnubreytingu‘ hjá ráðinu. Viðskiptaráðið gerði sér auðvitað Ijóst, að þetta myndi hafa áhrif á af- komu félagsins til batnaðar, en það gat ekki vitað, hversu miklu hagnaðaraukinn næmi án skýrslna frá félaginu. Ein- mitt þess vegna krafðist ráðið hvað eftir annað upplýsinga um reksturinn og afkomuna óg einmitt þess vegna ætlaði ráð- ið seint á árinu að lækka flutn- ingsgjöldin, jafnvel þótt engar ins sé enn eitt merki þess, að . þjóða, sem nú berjast gegn kúg okkur muni verða unnað fulls I uninni og ófrelsinu í heimin- réttar og frelsis af hálfu þeirra I um. Alþýðuflokkurinn Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. ( ' . Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 f. h. Alþýðufloklksfélk utan af landi, sesn fil bæjarins kemur, er vinsamlega beéiS aé koma fil viðtals á flokks- skrifsiofuna. skýrslur hafi fengizt frá félag- inu, þótt sú lækkun hafi dregizt til áramóta og orðið minni en fyrirhugað var, sökum mjög eindreginnar andstöðu félags- ins gegn henni. Sem dæmi þess hversu erfitt það hlaut að vera fyrir ráðið, án nýrra upp- lýsinga frá félaginu, að mynda sér rétta skoðun á því, hversu mikla þýðingu þessi breyting á flutningsmagninu hafði fyrir afkomu félagsins, má geta þess að í skýrslum félagsins i marz 1943 kemur það fram, að með- alflutningsgjald á „ýmsum vöir um“ (þ. e. a. s. öllum öðrum vörum en matvöru, fóðurvöru, áburði og timbri) hefur verið áætlað um 600 krónur, eða um 900 krónur miðað við hækkun þá, sem leyfð var, en það reynd ist um 1200 krónur. Vegna þessá eina atriðis munar því um 6 milljónum króna á þess- um áætlunum og því, sem raun. varð á, eða um þriðjungi bók- færðs ágóða félagsins á árinu. ■ 'ramhald á 6. síðu. TÍMINN gerir í gær að um- talsefni fregn þá, sem fhing að barst varðandi ummæli Tom Connally, og borin var til baka í fyrradag. Eftir að Tíminn hef ir skýrt frá þessum málavöxt- um segir blaðið m. a. á þessa leið: ,,En engu að síður gefur fregn in og það umtal, sem út af henni hefir spunnizt, fulla ástæðu til, að það sé látið koma fram,skýrt og ótvírætt, að ísiendingar munu aldrei samþykkja það, og aldrei sætta sig við það, að nokkur þjóð hafi eftir að styrjöldinni linnir her bækistöðvar innan íslenzkrar land helgi. Þetta er bezt að segja strax, af fullri einurð og hreinskilni, og gervöll þjóðin væntir þess og treystir því, að forsvarsmenn henn ar hviki aldrei um hársbreidd frá eindregnum vilja hennar í þessu efni. Þessi afstaða íslendinga breytir engu um þann innilega vinarhug er þeir bera í brjósti til Bandaríkja N.-Ameríku, og engilsaxneskra þjóða yfirleitt, og því síður orkar hún á óskir þeirra og vonir um ákjótan sigur Bandamanna. Þeir óska þess, að gagnkvæm vinátta haldi áfram að þróast milli íslend inga og enskumælandi þjóöa og samskipti þeirra aukist og eflist. En þeir geta ekki fórnað hiuta af frelsi sínu og rétti til þess að ráða einir landi sínu, enda hafa engir ábyrgir menn meðal vinaþjóða vorra farið fram á og munu von- andi aldrei fara fram á neina slíka skerðingu frelsis og réttar við okk Hér eru þessi mál alveg rétti lega túlkuð. íslendingar sætta sig aldrei við það af fúsum vilja að forræði þeirra í því landi, sem þeir einir eiga, verði skert í einu eða neinu, en þeir óska þess eins að ástunda góða og friðsamlega sambúð við aðræ þjóðir, ekki sízt engilsaxneku stórveldin tvö. Yísir gerir hin óviðurkvæmi legu blaðaskrif varðandi för for setans til Bandaríkjanna að um talsefni og segir m. a. á þessa leið: ,,Um fórina er annars þáð að1 segja, að hún er aðeins kurteisis- og vináttuheimsókn, og ,pólitísk viðhorf koma alls ekki til umræðu og því síður til nokkurra aðgerða, eins og sumir virðast álíta, vegna þess að utanríkisráðherra er í för með forsetanum. Þegar þjóðhöfð- ingi fer i slíka ferð sem þessa, er það algiki regla, að ábyrgur ráð- • herra fylgi honum, venjulegast ut- anríkisráðherra. Hér hefir því ekk. ert gerzt í þessu efni annað en það, sem tíðkazt hjá öðrum þjóð- um við slík tækifæri. í leiðara Morgunblaðsins í dag er þetta tekið til umræðu á svo fávíslegan og fruntalegan hátt, að furðu sætir. Er þar fyllilega gefið í skyn, þótt ekki sé berum orðum: , sagt, að utanríkisráðherrann ætli að ræða um stórpólitísk mál vest- ur í Ameríku í trássi við vilja þings og þjóðar. Þetta er svo barna leg, en þó illkvittnisleg staðhæf- ing, að furðulegt er að nokkurt blað skuli þera slíkt á borð fyrir lesendur sína. Blaðið spyr einnig hver hafi boðið ráðherranum!! Slíkri einfeldni brosa menn,að, en svara ekki.“ Hin hvatvíslegu skrif Mbl. og Þjóðviljans um þetta efni vekja í senn undrun og fyrirlitningu allra sæmilegra manna. Ávítur Vísis til Mbl. í þessu tilefni eru því sízt meiri en efni standa tiL I tilefni af þeim ummælum,. senr höfð voru éftir Tom Conn ally, segir Vísir m. a. í sam- bandi við skrif Þjóðviljans og Morgunblaðsins: „Þjóðviljipn hefir líka reynt að gera utanríkisráðherrann og rík- isstjórnina tortryggilega í sam- bandi við förina vestur og þá sér staklega útaf ummælum Conn- ally’s u mnauðsyn þess að hafa bækistöðvar á íslanai. Samkvæmt fíegn frá utanríkisráðuneytinu, sem birt var í gær, hefir nefndur Frh. á 7. sí5u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.