Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 2
ALÞYDUBLAÐiÐ ' ::'■■■' ■ .■ '' V; :'■■ x ■ ;•■■'■.. ■ Hið fræga þinghús Bandaríkjanna, Capitol í Washington. Miðbyggingu iþess var lokið 1827, en hjálmihvolfinu 'jpó ekki að fullu fyrr en 1862 og er líkan frelsisgyðjunnar ofan á því, 9314 metra ofar jörðu. 'Hliðarálmur þinghússins voru byggðar á árunum 1861—1865. Báðar deildir þingsins halda tfundi sína í Capitol. Ameríkuför forsefans: Forsefinn heimjótli rikjaþingið og búsf Tók ásamf ufanríksmálaráÓSierra á mófi blaða- mönnum á laugardaginn UtanríkismálaráSherra vítir amerísk blaða- skrúf um hernaðarbæklstöðvar hér eftír strsS, en segir 2$ engar óskir um þær hafi borizt íslenzku stjórninni FORSETI ÍSLANDS 'heimsótti s. 1. föstudag þing Banda- ríkjanna í hinni fögru höll Capitol í Washington. Síðar um daginn heimsótti haryi búgarð Georgs Washingtons, Mount Vernon, —■ og lagði eftir það blómsveig á gröf ó- þekkta hermannsins í Arlington við Washington. Á laugardaginn ræddu forsetinn og utanríkismálaráðherrann við ameríska blaðamenn og sagði Vilhjálmur Þór utanríkismála- ráðherra við það tækifæri að hann væri sannfærður um að samn- ingar Bandaríkjanna við ísland yrðu haldnir út í yztu æsar, að íslendingar hörmuðu það, að fram kæmu ummæli á þá átt að Bandaríkin hefðu herstöðvar á íslandi að stríðinu loknu, sér- staklega þegar slík ummæli vséru eignuð pólitískum foringjum, en hann kvaðst geta gefið þá yfirlýsingu að engar slíkar óskir hefðu borizt íslenzku ríkisstjórninni. Ðómnefnd um dósenfs v embættið við guð- •+ fræðideifdína S AMKVÆMT 9. grein reglu gerðar um Háskóla íslands hefir nú verið skipuð dómnefnd til að dæma um vísindastörf, ritsmíðir og rannsóknir og skýrslur um námsferil, sem um sækendur um dósentsembættið við guðfræðideild Háskólans hafa lagt tfram með umsóknum sínum um. embættið. Dómnefndina skipa fimm menn, tveir eru tilnefndir af kennslumólaráðherra, tveir af Háskólaráði og einn af guðfræði deild Háskólans. • Kennslumálaráðherra hefir tilnefnt Sigurgeir Sigurðsson 'bikúp og séra Bjarna Jónsson, en Háskólaráð þá séra Árna Sig- urðsson og séra Friðrik Rafnar, og guðfræðideild Háskólans hef ir 'Valið Ásmund Guðmundsson prótfessor. Mun nefndin taka til starfa næstu daga, en eins og kunn- ugt er, þá hetfir hún um þrjá presta að velja, iþá séra Sigur- björn Einarsson, Reykjavík, séra Bjöm Magnússon að Borg á Mýrum og séra Gunnar Áma- son á Æsustöðum. Sveit úr KR sefur nytf met í boðfilanpi 1VT ÝTT íþróttamet var sett * * hér í bænum á laugar- dagrnn og var það boðhlaups sveit úr K. R., sem setti það. Sveitin, sem skipuð var þeim Páli Halldórssyni, Brynjólfi Ingólfssyni, Indriða Jónssyni og Haraldi Bjömssyni hafði keppni á innanfélagsmóti K. R. ;í fjórum sinnum 1500 metra Frtt. A 7. sfStt. í tilikynningu frá utanríkis- ráðuneytinu í gær segir svo: Föstudaginn 25. þ. m. heim- sótti Forseti íslands þing Banda ríkjanna. Formaður utanríkis- málanefndar neðri deildar þings ins, Mr. Sol Bloom kom til móts við hann fyrir utan þinghúsið og fylgdi honum um bygging- una. Hann kynnti forseta meðal annars forseta neðri deildar þingsins, Mr. Sam Rayburn og nefndarmönnum í utanríkismála nefnd þingdeildarinnar. Sátu þeir að viðræðum um stund. Síðan fylgdi Mr. Bloom Forseta íslands til senatsins og tók Mr. Tom Connally, formaður utan- ríkismálanefndar þess, á móti honum og kynnti hann fyrir ýmsum senatorum. Var gert hlé á fundi senatsins meðan forseti og föruneyti hans skoðaði þing- salinn. Síðar um daginn var Forseta íslands ekið til Mount Vernon, búgarðs Washingtons, fyrsta for seta Bandaríkjanna, skammt frá höfuðborginni, þar sem hann er grafinn. Forseti íslands lagði blómsveig á gröf þessa fyrsta forseta Bandaríkjánna. Að þessu loknu var ekið til hins mikla minnismerkis ó- þekkta hermannsins að Arling- ton gegnt Washington. Um leið og Forseti íslands kom þangað, var honum fagnað með 21 heið ursskoíi. Lewis, hershöfðingi tók á rnóti honum og fylgdi hon um um bogagöng minpismerkis ins og að gröfinni. íslenzkur fáni var borinn á undan þeim. Þegar að gröfinni kom, var þjóð söngur íslands leikinn, en síðan lagði forseti blómsveig á leiðið. Að því loknu var leikinn þjóð- söngur Bandaríkjanna. Þótti það mjög hátíðleg stund, meðan for Frfe. é 7. ð&n Þriðjudagur 29. ágúst 1944 ---- ' ' '■ '■■■. ■ - ’’ - •'.IX'r-rr-v.'l Hætta ffyrir öil verkalýössamtök: - • í; ■ Misnotkun kommúnisfa á alls- herjarsamfökum alþýðunnar Flagga með naffn þeirra s vörn ffyrir mestft hrakfallabálk samtakanna C TJÓRN Alþýðusam- ^ bandsins hefir sent Al- þýðublaðinu. „greinargerð“ sína um Iðjudeiluna. Er hún eins og áður hefir verið sagt samin af Birni Bjarnasyni sjálfum og samþykkt af hon- um,. ásamt þremur. öðrum kommúnistum og hvað sem skrifstofa sambandsins segir um það, mega menn almennt ekki skella skuldinni fyrir þetta furðulega plagg á herð- ai- . Alþýðusambandinu. sem heildar. Greinargerðin er svar Bj. Bj. við gagnrýni Alþýðublaðsins á hendur 'honum og aðalefni hennar er það, að það nái ekki pokkurri átt að leggja til að félag sé lagt niður meðan það stendur í deilu. En Björn, þessi alkunni hrak fallabálkur í verkalýðsmálum gengur alveg fram hjá þeirri staðreynd, að ef Iðja hefði ver- ið lögð niður og félagarnir gengið í Dagsbrún og Fram- sókn þá væri deilan leyst með fullum sigri iðnaðarverkafólks ins, en hins vegar með ósigri verkstjórans í Smára! Björn Bjarnason er búinn að fara svo illa með Iðju, að fé- lagið er ekki orðið hæft sem baráttutæki verkafólksins. — Það má ef til vill segja, að ef Iðja fengi nýjan, hæfan for- mann, sem hugsaði fyrst og fremst um hag verkafólksins, en ekki einhverja annarlega klíkuhagsmuni, pólitiska og fjárhagslega. Þá myndi vera hægt að bjarga eirihverju af því, sem Björn hefur eyðilagt, en það er annað mál. Biörn Biarnason hefur siálf- ur lýst yfir því, að hann telji sig orðinn óhæfan til þess að leysa þá illa skipulögðu deilu. sem hann hefur leitt iðnaðar- verkafólkið út i. Hann gaf þessa yfirlýsingu um leið og hann leitaði á náðir Dagsbrún- ar og undirstrikaði hana uaas leið og hann leitaði á náðir Al- þýðusambandsins. Og fyrst hann veit þetta í hjarta sínu. og kastar sér upp á náðir annarra í von um hjálp og björgun, hvað þá uffl okkur öll hin, sem höfum fyr- ir löngu séð hvert Bjöm stefndi með málefni iðnaðaiv verkatfólksins og hvar hanrs hlyti að leda, ef ekkert yrði að gert? — Við höfum aðeins sagt það sem jafnvel Björn sjálfur er farinn að sjá, en vill bara ekki viðurkenna í hofmóði sín- í um — nema óbeint ■!■ Iðjudeilan er — og hefur frá upphafi verið — svo illa skipu lögð að undrun sætir, og hefði Alþýðusambandið þurft að grípa inn í málið og leiða það á rétta braut Það mun óheppi- legt fyrir allsherjarsamtök verkalýðsins að gefa hverjum glópalda syndakvittun, eftir að hann hefur leitt málefni um- bjóðenda sinna út í kviksyndi. Það er að vísu nauðsynlegt fyrir Alþýðusambandið að deild ir þess hafi sem me$t frelsi um sín innri mál, en það er Iíka nauðsynlegt fyrir það að koma því á að deildirnar taki tillit til þess og annarra deilda þess, þegar þær leggja út i erfiða deilu og verkföll. Það hefur Björn Bjarnasón látið undir höfuð' leggjast svo freklega að einsdæmi er í sögu íslenzkra verkaiýðssamtaka og nú stafar mörgum ‘vel skipulögð um og fyrirhyggjusömum verka lýðsfélögum, sem eru að hefja nauðsynlega baráttu fyrir bætt um kjörum meðlima sinna, stórhætt af framkomu þessara undarlega mistaka manns — svo að það er ekki aðeins Iðju- fólkið, sem líður fyrir fálm hans og handaslátt. Eina vonin nú er að Alþýðu sambandinu og Dagsbrún tak- ist að leysa málið. En það fer bezt á því að um gréinargerð Björns verði sem minnst talað. Myndarleg hálíðahöld IR a5 Kolviðarhóll fþróttakeppnir og ýmiskonar aBrar ágætar skemmtanir IÞRQTTAFÉLAG Reykja- víkur efndi til hátíðar að Kolviðarhóli um síðustu helgi. -Veður var mjög óhag- stætt, en gistihúsið var full- skipað æskufólki, sem bjó þar við glaum og fögnuð, söng og leiki frá því um rniðj an laugardag og þar til myrkt var orðið á sunnudag. Næstumí allt þetta unga fólk voru piltar og stúlkur úr í. R. og fóru hátíðahöld þess frarh með hinum mesta glæsib^ag, enda varð það ekki fyrir ónæði ókunnra gesta, sem stundum koma aðvifandi, þegar slík mót eru haldin og spilla saklausum skemmtunum heilbrigðs æsku- lýðs. Auk æskufólksins var þarna sem gestur forseti í. S. í. 0g auk hans forystumenn í. R., formaður þess Þorsteinn Bern harðsson, íþróttakennarinn Da víð Sigurðsson, sem jafnframt var mótstjóri og Guðmundur Sigurjónsson sem er þjálfari og umsjónarmaður knattspyrnu- flokks í. R. Formaður í. R. setti hátíðina með stuttri ræðu, en síðan hóf ust íþróttaleikir á völlunum fyrir neðan Hólinn. Þarna eru miklir og fagrir vellir, en lítt til íþróttaiðkana fallnir enn sem komið er, enda hefur ekM Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.