Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 7
l»riðjuAagyr 29,. ágúst 1M4 Bœrinn í da<> v x ■ ■ . * Næturiæknir er í Læknavarð- stofunni, simi 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Barátta Germana og Slava um Evrópu, IV. (Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur). 20.55 Hljómplötur: a) Kvartett eftir Suk. b) Kirkjutónlist. Barnaskólarnir. Það eru aðeins böm á aldrin- um 7—10 ára, sem eiga að mæta til náms í barnaskölunum í sept- ember. Ólína Hróbjartsdóttir, Bergþórugötu 61, er sextug í dag. Í.R.mótið að Kolviðar- Frh. á 7. síGu. verið unnið í þeím. Verður að skoða afrekin með hliðsjón af því. Úrslitin í hinum ýmsu í- þróttagreinum voru þessi: A-flokkur: (þeir, sem hafa keppt í mótum áður) 100 m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvalds son 11,2 sek. (persónumet). 2. Kjartan Jóhannsson 11,4 sek. 3. Magnús Baldvinsson 11.4 sek. 800/m. hlaup: 1. Kjartan Jó- hannisson 2,19,4- 2. Sigurgísli Sigurðsson 2,32,0. 400 m ’hlaup: 1. Kjartan Jó- hannsson 57,7 sek. 2. Finnbjörn Þorvaldsson 61,1 sék. 1500 m. hlaup: Kjartan Jó- hannsson 5,8,8. 2. Sigurgísli Siguxðsson 5,23,0. 3. Hörður Björnsson 5,32,2 Hástökk: 1. Finnbjörn Þor- valdsson 1,64 2. Ingólfur Steins son 1,55. 3. Magnús Baldvins- son 1,50. Langstökk: 1. Magnús Bald- vinsson 5,97. 2. Pinnbjörn Þor- valdsson 5,80. 3. Magnús Björns son 5,34. Þrístökk: 1. Magnús Baldvins son 12,08. 2. Hörður Björnsson 11,80. 3. Kjartan Jóhannsson 11.40. * Kúluvarp: Jóel Sigurðsson 13,75 (persónumet). 2. Sigurð- ur Sigurðsson 12,27 (persónu- metj); 3. Magpús Baldvinsson 9.55. Kringlukast: 1. Jóel Sigurðs son 34,60. 2. Sigurður Sigurðs- son 32,40. 3. Finnbjörn Þor- valdsson 32,35. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson 49.40. 2. Finnbjörn Þorvalds- son 46,65. 3. Sigurgísli Sigurðs son 38.55. B-flokkur (drengir). 600 m. hlaup: 1. Atli Steinarsson 9.0 sek. 2. Haukur Jónasson 9,2 sek. 3. Ingólfur Adolfsson 9.4 sek. 100 m. hlaup: 1. Jakob Jak- obsson 12,2 sek. 2. Helgi Ei- ríksson 12,4 sek. 3. Hannes Berg 12.5 sek. 400 m. hlaup: 1. Garðar Sig- urðsson 67,3 sek. 2. Steinar Steinsson 67,4 sek. 3. Ingi Guð mannsson 69,0 sek. 800 m. hlaup: 1. Aage Steins son. 2:35,8. .2. Ingi Guðmanns- son 2:40,0. 3. Steinarr Steins- son 2:42,8. 1500 m. hlaup: 1. Aage Steins son 5:49,0. 2. Steinarr Steins- son 6:09,5. Hástökk: 1. Haukur Clau- sen 1,55. 2. Ingi Guðmannsson 1,50. 3. Örn Clausen 1,50. Langstökk: 1. Helgi Eiríks- son 5,25. 2. Kristmundur Jak- obsson 5,04. 3. Haukur Clausen 4,99. Þrístökk: 1. Ingi Guðmanns- son 11,06. 2. Kristmundur Jak- Frh. &f 2 síðu seti og fylgd hans, utanríkisráð- herra og sendiherra íslands, stóðu við gröfina. Forseti talar vi® blaliamenn Forseti íslads tók á móti blaða mönnum á laug^rdag í Washing ton og sagði: .„Fyrir rúmum þremur árum tóku Bandaríkin að sér her- vernd íslands. Það er óvenju- legt að sjálfstætt ríki. feli stór veldi hervernd sína. Ég get hik laust fullyrt að íslendingar gerðu það vegna þess að þeir báru fullkomið traust til Banda ríkjanna og mér er ánægja að segja að í þessu efni hafa vonir vorar ekki brugðizt. Bandaríkin voru fyrsta stór- veldið, sem viðurkenndi hið end urreista lýðeldi íslands með því að senda sérstakan ambassador til að vera við stofnun lýðveld- isins. Fyrir þetta er mér ánægja að bera fram innilegustu þakkir, fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar til forseta Bandaríkjanna, stjórn ar þeirra, þings og þjóðar. Samvinna Bandaríkjanna og íslands, sem hófst svo myndar- lega fyrir meir en þrem árum, þegar Bandaríkin tóku að sér hervernd íslands, hefir orðið á þá leið að vér íslendingaf met- um Ameríkumenn meir en nokkru sinni fyrr. iÞróunin hefir orðið á þ áleið að samband vort við Bandarík in hefir aukizt stórum á sviði viðskipta og menningar. Vér kaupum nú meira af Bandaríkj unum en af nokkurri annarri þjóð. Flestir ungir íslendingar. sem leita til annara landa, að aukinni menntun eðá menning- arviðskiptum horfa til Banda- ríkjanna. Þegar samband kemst aftur á við önnur lönd mun sam bandið við Bandaríkin samt haldast í ríkum og góðum mæli. ísland liggur við heimskauts- baug, laftslag er breytilegt og erfitt þótt landið sé eigi eins kalt og nafnið bendir til. En vér íslendingar erum ánægðir með land vort, og unnum því mjög. Ættjarðarást vor hefir einnig haldist meðal þeirra sona landsins og dætra, sem fluttst hafa til Vesturheims, þótt þau reyni fyrst og fremst að vera góðir borgarar síns nýja föður- lands. Þótt þjóðir vorar séu ó- líkar á að líta, eru þær þó svip aðar í eðli sínu. Þetta hefir orð ið ljósara með auknum og nán- ari kynnurn. Mér virðist að til grundvallar þessari þróun liggi rótgróin lýðræðisháttur beggja þjóðanna. Þann dýrmæta arf er hvorki hægt að eyðileggja með vopnum né nokkru öðru ver- aldlegu valdi. Af þessum og öðrum ástæð- um er það von vor og ósk að hin tröllauknu átök Bandaríkjanna og fórnir í stríðinu megi bráð- lega leiða til sigurs. íslendingar eiga einnig þær hugsjónir, sem Bandaríkin berjast fyrir: Auk- inni mannúð, betri lífsskilyrði fyrir alla, frelsi í trúmálum og' frelsi fyrir þjóðir' og einstakl- inga til að ráða málum sínúm og skapa sitt eigið lífsviðhorf, obsson 10,75. 3. Jaköb Jakobs- son 10,70. Kúluvarp: 1. Gísli Kristjáns son 14,10 m. 2. Fríðjón Ástráðs son 11,60 m. 3. Örn Clausen 11,10. Kringlukast: 1. Gísli Krist- jánsson 37,80 m. 2. Hannes Berg 33,65 m. 3. Jakob Jakobsson 28,00 m. Spjótkast: 1. Gísli Kristjáns- son 43,40. 2. Örn Clausen 34,80. 3. Haukur Clausen 32,50. ALI»YBUBLAf>l0 og sétja fram skoðanir sínar frjálst og óhikað.“ UmrrsæSi yfanríkís- máiaráðherrans Utanríkismálaráðherra, Vil- hjálmur Þór, átti því næst við- tal við blaðamenn og sagði: ,,í sambandi við blaðaskrif i hér í Bandaríkjunum um fram- tíðarbækistöðvar Bandaríkj- anna á íslandi vil ég gjarnan taka fram þetta: Vér íslendingar höfum nýlega öðlast fullt stjórnmálasjálf- stæði með endurstofnun hins ís- lenzka lýðveldis. Vér höfum ríka sjálfstæðiskennd og vér stofnuðum ekki lýðveldi vort í þeim tilgangi að verða ósjálf- stæðari en áður. Vér ætlum oss að eiga land vort allt og án er- lendrar íhlutunar. Samkvæmt samningi milli Bandaríkjanna og íslands tóku Bandaríkin að sér hervernd ís- lands á meðan á stríðinu stend- ur. Vér erum oss þess meðvit- andi að verndin gegn ásælni hefir gefið oss öryggi. Ég hygg að þér vitið einmg að aðstaða sú, er Bandaríkin hafa hlotið í landi voru, meðan á stríðinu stendur, hefir reynzt veigamik il í því efni að stytta hin ógur- legu átök vðar til að vinna stríð ið. Ég leyfi mér því að benda á að samningurinn hefir orðið til gagnkvæms ávinnings. í samningnum skuldbundu Bandaríkin sig til „að strax og núverandi hættuástand í rnilli- ríkjaviðskiptum er. lokið skuli allur slíkur herafli og sjóher látinn hverfa á brott þaðan svo að íslenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar ráði algj Örlega yfir sínu landi.“ Ég hefi aldrei efast um' þetta atriði. Vér vitum að samn ingurinn mun verða nákvæm- lega haldinn. Þess vegna þykir oss leitt, þegar það er gefið í skyn í blöð um hér, að Bandaríkin eigi -að eignast hernaðarbækistöðvar á íslandi að stríðinu loknu, með leigu eða eignarnámi, einkum þegar slík ummæli eru höfð eft ir stjórnmálaleiðtogum. Mér er ánægja að geta lýst því júir að engar slíkar óskir hafa verið bornar fram við ríkisstjórn ís- lands, og ég hefi þá ákveðnu skoðun að ríkisstjórn Bandaríkj anna hafi engar hernaðaráætl- 'anir í huga gagnvart öðrum löndum og beri enga ósk í brjósti um landvinninga. Það hefir verið oss ánægja að eiga nána samvinnu við land yðar á undanförnum árum. Vér fögnum og vonum að vér getum einnig framvegi's lagt fram skerí á vorn litla mælikvarða ásamt yður og öðrum þjóðum. til að bygja upp nýjan heim á grundvelli friðar, réttlætis og alþjóðasamvinnu. Ég veit að þjóð yðar verður einna fremst í þeim hópi, er að því stórfelda markmiði keppi.“ Að ræðunni lokinni spurðu blaðamenn nokkurra spurninga, þar á meðal þessarar: Mun ísland taka þátt í alþjóða samvinnu um flugsamgöngur? ! Auk þessa var keppt til gam- í ans í pokahlaupi stúlkna, knatt- spyrnu milli knattspyrnuflokks 1. R. og svokallaðra Skussa og reipdrætti milli sömu aðila. Forseti iþróttasambandslns og formaður í. R. afhentu verð laun fyrir beztu afrek í íþrótt- unum, en Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson blaðamaður, sem var þarna staddur afhenti verð- launin fyrir knattspyrnuna, reipdráttinn og pokahlaupið. Var því svarað á þá leið að ís- land óskaði þess vissulega að vera áfangi í framtíðarflugi milli hins gamla og hins nýja heims. Var þá spurt hver þátt- taka íslands í alþjóðasamvinnu væri, og var þá bent á að ís- land hefði sent fulltrúa á mat- vælaráðstefnuna í Hot Springs, á ráðstefnuna um hjálparstofn- un hinna sameinuðu þjóða og nú síðast á fjármálaráðstefnuna í Bretton Woods, íslendingum væri ánægja að því að taka þátt [ í endurreisnarstarfinu að stríð- inu loknu. Þá var spurt um það hvort utanríkisráðherra ís- lands hefði átt viðræður við ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna um framtíðarhernaðarbækistöðv ar á íslandi, og svaraði ráðherr- ann, að á það hefði ekki verið minnst, og að hugmyndin hefði aldrei borið á góma milli ríkis- stjórnanna, heldur hefði hún einungis verið rædd í blöðum. Enn var spurt um það hvort forseti íslands og forseti Banda- ríkjanna hefðu rætt u.m heim- kvaðningu hersins að stríðin> loknu. Forseti íslands kvað nei við því og skýrði frá því að sam tal þeirra forsetanna hefði ver- ið fjörusrt og skemmtilegt. „Við röbbúðum um allt milli himins og jarðar“, bætti hann við. Chordell Hull utanríkisráð- herra hafði hádegisverðarboð fyrir Forseta íslands og utanrík isráðherra á Carltonhóteli og talaði þar mjög hlýlega til ís- lands, en forseti íslands svar- aði og þakkaði. Forseti íslands hafði síðdegisdrykkjuboð fyrir fulltrúa erlendra ríkja að Blair House, en þar dvaldist hann meðan hann var í Washington, að undanskilinni fyrstu nótt- inni, er hann dvaldi í Hvíta húsinu. Mikill fjöldi ambassa- dora og sendiherra voru í boði þessu, þar. á meðal Lord Halifax ambassador Breta, og sendi- herrar Norðurlandanna. Um kvöldið hafði. sendiherra Islands, Thor Thors, boð inni fyrir Forseta íslands, utanríkis- ráðherra og fylgdarlið. Dungal og Hallgrítos- kirfcja Frh. af 6. síðu. rót liðinna alda. Kynslóð eftir kynslóð hefur hún verið at- hvarf þeim, sem minna máttu sín í þjóðfélaginu, þeim, sem höfðu beðið skipbrot í ólgusjó lífsins, þar hafa menn af öllum kynþáttum og öllum stéttum sótt huggun og fengið frið. Þetta er óhætt að fullyrða, hvort sem maður sjálfur telur sig kristinn mann éða ekki, ef maður skoðar málið objektivt. Það skiptir ekki máli,’ hvort maður trúir á hendurnar á sér og skófluna, eins og maður nokkur sagði við mig eitt sinn fyrir mörgum árum, en hann dvaldi langvistum á Litla Kleppi, eða maður ákallar Múhameð og segir Allah-il Allah, játar kaþólska eða lút- herska trú. Menn geta viður- kennt gagnsemi og nauðsyn kirkjunnar sem slíkrar, fyrir þá, sem trúa því, sem þar er boðað. Það mætti líka minnast á, að á vegum kirkjunnar hafa öldum saman verið starfræktir hinir ágætustu skólar óg klaustrin voru oft og einatt menntasetur, þar sem munkar færðu í letur margt það, sem annars myndi gleymt og hefir miðað til aukinn ar þekkingar og sannleika. Get- ur próf. Dungal til dæmis haldið því fram, að kirkjunnar þjó.nar eins og t. d. Jón biskup Ara- son, einhver skeleggasti forsvars maður íslenzks sjálfstæðis cg menningar, Guðbrandur biskup eða Hallgrímur Pétursson hafi verið farartálmi hverjum 'þeim, sem vildi færa heimiinum aukna 7 Námskeið í frjálsum íþróttuaa á Háskólatúninu kl. 7,30. Mjög áríðandi að allir mæti. Stjómi*. Fram og Víkingur 3. og 4. fl. Knattspyrnunámskeið hefst í kvöld kl. 8 e. h. í fimleikasal Austurbæjarskólans. Kennari Axel Andrésson. ♦ ^ I Þ A K A fundur ^ kvöld kl. 8,30. Kosning embættismanna og fleira. þekkingu og nýjan sa<nnleika“? Eg hygg, að það myndi reynast hinum kaldrif jaða (eða svo virð ist hann vilja vera láta) vísinda manni ofraun, og er það ekíki að furða. Þvert á móti 'held ég, að ég fari nokkuð nærri sanni' er ég fullyrði, að kveðskapur Hall- gríms og starf Jóns Arasonar muni síðar fyrnast í vitund ís- lendinga en ormalyf vísinda- mannsins próf. Níelsar Dungals. Svo værd ekki úr vegi að minn ast örfáum orðum á kirkjuna í dag. Stendur hún höllum fæti og er hún eins skaðleg og prófessor Dungal vill vera láta? 'Ef við lítum í kringum okkur á þessum umbrotatímum, þegar allt virðist af göflunum gengið, menn orðnir að djöflum, Vandal ir endurfæddir x mynd hinna arísku villimanna Hitlers, sem sannarlega virðast ætla, ef þeir gætu, að sporna við aukinni þekkingu og rnannúð í heimin- um, hvernig hefir þá kirkjan staðizt iþá eldraun? Kirkjan í Noregi, svo nærtækt dæmi sé tekið, hefir sýnt, að hún á sinn tilverurétt, hún hefir verið í fylkingarbrjósti gegn ómenn- ingu, með framförum og nýjum og betri tíma. Kirkjunar þjónar sem próf. Duhgal reynir af veik um mætti að gera litið úr, hafa hirzt þjóðum sínum á örlaga- stundum sem hetjur, sem hrædd ust hvorki ofsóknir né dauða. Dr. Eivind Berggrav, biskup í Oslo, hefir, svo, eitt nafn sé nefnt, skráð nafn sitt gullnu letri í menningarsögu lands síns, og ibreytir það engu, hvað próf. Dungal álítur um það mál. Kai Munk, presturinn hugdjarfi í Vedersö, hefir með lífi sínu og dauða orðið þjóð sinni og heim- inum öllum fagurt fordæmi, hans mun verða mirmzt meðan menning og manndómur er til. Jafnvel í höfuðvirki villi- mennsku nazismans, Þýzkalandi sjálfu, hafa verið til merm, sem iþorðu að bera sannleikanum vitni, eins og til dæmis séra Nie möller, prestur í Dahlem í Ber- lín. Þessi fáu dæmi munu vænt. anlega nægja að sinni til þess að benda á, að kirkjan og þjónar hennar eru, eða geta verið ann ars eðlis, en þeir birtast próf Dungal í. ofstæki hans. tfýft mef Frh. af 2. síðu. hlaupi og rann hún skeiðið á 18 mínútum, 5,4 sekúndum. Gamia metið var sett af sveit úr Glímiufélaginu Ármanni ár- ið 1942 er rann skeiðið á 18 míníútum, 29,8 sekúndum. Er þetta nýja met K. R. jþví mjög glæsilegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.