Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 3
á*ti8judaguj 29. ágúst 1944 A mynd þessari sjást þýzkir fangar bíða þess að fara um borð í skip, sem mun flytja þá tii Bretlands. Meðal þessara fanga voru margir Austurríkismenn og Tékkar. Fangar þessir voru teknir í orrustunni um St. Lo á Normandieskaga, en þar voru háðir harðir bardagar . áður en Þjóðverjar gáfust upp. Á leið til fangabúða Á- m. Dí@iðu s Hafa tekið (haleau Thierry og Meaux og sækja til Somme SeiuSið iÞJéðverJa í SV8arseil3es gafst upp í gær, esi SÞjóðverjar verjasf í TouSon " - -*» ■ - • ILKYNNT var í aðalbækistöð bandamanna í Frakklandi í gær, að Vélahersveitir Pattons, sem lítið hefir frétzt af að undanförnu, væru komnar að Marnefljóti á 80 km. breiðu svæði. Hafa þær náð á sitt vald borgunmn Chateau Thierry og Meaux og sækja fram í áttina til Sommefljóts. Bandaríkjamenn hafa fellt um 16 þúsund Þjóðverja og tekið um 65 þúsund fanga. Bretar og Kanadamenn þjarma mjög að þýzkum hersveitum. sem verjast á þrem nesjum á suðurbakka Signu og halda uppi mikl- um loftárásum á þær. Herlið bandamanna streymir nú yfir Signu á mörgum stöðum. ....... Bandamenn hafa nú alla Marseilles á sínu valdi og gáf- u'st leyfar setuliðs Þjóðverja upp i gær. Sveitir úr 19. hern- um ameríska halda áfram sókninni upp Rhonedalinn og hafa tekið borgina Montelimar, 60 km. norður af Avignon. Banda menn eru einnig komnir að úthverfum Nizza, skammt frá landamæmm Ítalíu. Þjóðverjar verjast enn á nokkmm stöð- um í Toulon. 50 þýzkar orusluflug- félar sprengdar í loft upp í Oslo T^T YLEGA varð óskapleg sprengng um nótt í Bjöl- seníhjverifi í norðurhluta Oslo- borgar. Eyðilagðist þarna með öllu geysistór ibygging, þar sem voru sporvagna- og strætisvagna geymslur, verkstæði og viðgerð arstöðvar, sem Osloborg á. Allt virtist ibenda til, að hér væri um skemmdarstarfsemi að ræða og nú hefir komið á daginn, að svo var. Er talið að þarn.a hafi norsk ir föðurlandsvinir valdið Þjóð- verjum meira tjóni, en dæmi eru til í Noregi til þessa. Flestallir íbúar Oslo vöknuðu við sprenginguna. Bifreiðg geymslur þessar og verkstæði voru notuð af Þjóðverjum sem flugyéJ abyrgi, og þar voru einn ig geymdir flugvélaihreytflar og ýmisleg verðmæt verkfæri og áíhöld. í sprengingunni eyði- lögðust annars 50 orrusfuflug- vélar, yfir 100 flugvélaihreyflar, mikið af varalhlutum og verkfær um, sem ómögulegt er að fá aftur. Fólk, sem býr þarna í grend- inni, og vissi hvað það var, sem Þjóðverjar geymdu .þarna, er mjög ánægt yfir þessu áfalLi Þjóðverja. — Annars hefir ver- ið mikið um sprengingar í verk smiðjum í Oslo og nágrennd að undantförnu, meðal annars í efna verksmiðju og geysistórri raf- tækjasmiðju. Borgin Ohateau Thierry sem bandamenn hafa tekið við Marne, er um 45 km. norðvest ur af Reims og um 100 km frá landamærum Belgíu. Þar börð ust Bandaríkjamenn við Þjóð- verja í fyrri heimsstyrjöldinni. Sumar fregnir herma, að fram- sveitir bandamanna hafi brot- izt yfir Marne á nokkrum stöð um. Bandamenn halda einnig áfram sókn norðaustur af Troyes. Þjóðverjar eru enn á hröð- um flótta við neðan verða Signu. Hefur þeim tekizt að koma allmikiu liði yfir fljótið, en orðið að skilja eftir fall- byssur sínar, skriðdreka og önn ur þyngri hergögn. Eru þeir að rhestu einangraðir á þrem nesj um og láta bandamenn skothríð ina dynja á þeim og gera sí- felldar loftárásir á bifreiðar þeirra og pramma á Signu. Tal ið er, að Þjóðverjar hafi enn á syðri foakka fljótsins 3 fótgöngu liðsherfylki og 2 vélaherfylki. Hersveitir Þjóðverja, sem kom ust undan yfir fljótið, hörfa undan i áttina til Afobeville og Dieppi. Róuen má heita í rúst- RÚMENÍA: Rússar brjótast vesfur yfir Dóná og hafa tekið Galafz og Braila Þeir eru komnlr yfir landamæri Ungverjalands samkvæmt óslaðfeslum frétfum RÚSSAR halda áfram sókninni í Rúmeníu og tilkynna hvern stórsigurinn af öðrum. í gær tilkynnti Stalin í dagskipan að Rússar hefðu brotizt yestur yfir Dóná og tekið borgina Braila, mikilyæga samgöngumiðstöð, en borgin Sulina við Svartahaf féll í ihetajdur Iandgöngiuhei-s*vei ta úr Svartah ajf sf $>ta Rúsjsa, áður höfðu þeir tekið borgina Galatz. Þá er borgin Tulcea, austur af Braila, skammt frá Dónárósum, einnig á valdi Rússa. Sumar fregu ir herma, að hersveitir Tolbukins og Malinovskys hafi brotizt inn yfir landamæri Ungverjalands, gegnum skörð í Karpatafjöllum. í gær tóku Rússar 11 þúsund Þjóðverja höndum í Rúineníu. Sókn Rússa er með ódæmum hröð í Rúmeníu og sums staðar hafa Donkósakkasveitir farið 50 km. á dag í Mið-Rúm- eníu. Rússar sækja hratt fram frá Galatz í áttina til Búkarest og olíuborganna í Ploestihér- aði. I sókn þessari tóku þeir borgina Braila, sem er þýðing- armikil samgöngu- og iðnaðar- borg með um 70 þúsund íbú- um. Svartahafsflotinn rúss- neski hefur haft sig mikið í frammi. Gengu sjóliðar á land við Sulina við Svartahaf og tóku borgina með áhlaupi. Fregnin um, að Rússar væru komnir inn í Ungverjaland eru næsta óljósar, en þykja senni- legar, enda hafa Rússar mjög hert sóknina í Karpatafjöllum undanfama daga. LEPPRÍKIN í AUKNUM VANDA Útvarpið í Moskva hefur birt aðvaranir til Ungverja og segir meðal annars, að allir hugsandi menn í landinu hljóti að sjá, að Þýzkaland muni gefast upp í náinni framtíð. Ungverj- um verði að vera það ljóst, að hörmungarnar hljóti að verða æ meiri eftir því, sem þeir styðji Hitler lengur. Þess vegna skuli þeir þegar í stað láta sér segjast og hætta heimskulegri andspyrnu og baráttu með Þjóðverjum. Brezk blöð ræða mikið um hlutleys- isstefnu Búlgara og segja, að það sé óhæfa, að Búlgarar, sem farið hafi ránshendi um lönd nágranna sinna, skuli nú geta skotið sér á bak við hlut- leysisyfirlýsingu, þegar sýnt er, að Þjóðverjar tapi í styrj- öldinni. Bandamenn verði að fá öll afnot af samgöngukerfi landsins og mannvirkjum í baráttunni við Þjóðverja, ef þeir telja sig þurfa þess. Talið er, að bráðlega verði birtir friðarskilmálar þeir, sem bandamenn munu ætla að setja Búlgörum. í PÓLLANDI Harðir bardagar geisa enn víða í Varsjá, og hafa Þjóð- verjar haldið uppi stórskota- hríð á gamla borgarhlutann. Þar hafa Pólverjar náð á sitt vald tveimur varnarvirkjum Þjóðverja. Austan borgrainnar hafa Rússar hrundið öllum á- rásum Þjóðverja og valdið miklum spjöllum í liði þeirra. Við Bialystok halda Rússar áfram sókninni. í Lettlandi hafa Rússar tekið bæinn Gul- bene, sem talinn er hafa miklá hernaðarþýðingu. í gær eyði- lögðu Rússar 83 skriðdreka Þjóðverja og skutu niður 41 flugvél. um. Flugmenn bandamanna hafa gert grimmilegar árásir á járn brautarlestir Þjóðverja að baki víglínunni. í gær eyðilögðu þeir 190 eimreiðir Þjóðverja og 1100 járnbrautarvagna. 36 þýzkar flugvélar voru eyðilagð ar, ýmist i loftorrustum eða á jörðu niðri. Auk þess voru gerð ar loftárásir á járnbrautir allt frá Nijmegen í Hollandi til Frankfurt í Þýzkalandi. 200 eimreið’r voru eyðilagðar í þeim árisum. svo og 1200 járn brautarvagnar. SUÐUR-FRAKKLAND 19. hernum ameríska gengur greiðlega sóknin upp Rhonedal inn og eru komnar til Monte- limar, norður af Avignon. Þjóð verjar játa, að þeir eigi mjög í vök að verjast milli Valence og Lyons, sem er enn norðar. Setulið Þjóðverja í Marseilles gafst upp í gær og er borgin öll á valdi bandamanna. Mikl- ar skemmdir hafa orðið þar í borg og í Toulon, þar sem Þjóð verjar verjast enn af mikilli hörku. í Marseilles er ekki nema þriðjungur borgarbúa, hinir hafa flúið m’ borginni, eða verið fluttir til Þýzkalands. Loks er tilkymit, að banda- menn séu komnir að úthverf- um Nizza. í PARÍS. Lífið í París virðist nú vera eð komast í samt lag. Banda- r~snn eru byrjaðir að fivtia þr.r<-pð matvælí. bæð- með bif r°;ðum o'’ eins lcftleiðis. Eink- er f]”tt mjólk, fiskur og ,ým:s könár hjúkrúiiargögn. Lögð er áherzla á að útvega börnum og konum með ung- böm matvæli á undan öðrum. De Gaulle hefir sent Bretakon- ungi skeyti, þar sem hann þakk ar konungi heillaóskirnar og vinsemd og aðstoð undanfarin fjögur ár. Chiang Kai Shek hefir einnig sent de Gaulle heillaóskir sínar í tilefni af frelsun Parísar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.