Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 6
Risaflugvirkin, sem ráðast á Japan > BANNES A HORNINTJ Frh. aí 5. síöu. feestir vinni saman, og sérstakir hver frá öðrum. Sjást þá bezt af- köstin að kvöldi. Þetta ætti bæj- arstjórn og verkstjórar að at- huga, og hagnýta ákvæðisvinnu hvar sem mögulegt er.“ „í BARTSÝNIS-VELSÆLU ,,allra“ núna í peningaveltunni, gleymdist alveg í erindinu að geta um gamla, örvasa fólkið. Fólkið, sem oft hefur unnið nótt með degi, meðan heilsa og orka leyfði, og aldrei díegið af vinnuþreki sínu, fólkið, sem neitaði sér um allan munað og skemmtanir þær, sem aura kostuðu, fólkið, sem ekki þekkti það og var ekki kennt það eins og nú — í blöðum, félögum og fundum — að heimta hærra kaup, styttri vinnutíma, fleiri leiki, meiri þægindi, án verulegs framlags frá sjálfu sér, fólkið, pem sparaði alla hluti, geymdi litla kaupið sitt og ávaxtaði það. (Vinnukonur árskaup sitt 12 kr. og vinnumenn 40 kr., auk fata og fórra kindafóðra, er var algengt á Suðurlandi fyrir 60 — 70 árum). Fólkið sem ávaxtaði aflafé sitt, þó lítið væri og geymdi það sér til lífeyris og ellistyrktar.** „HALDA MENN nú að fólk þetta, konur og karlar, „allir“, geti velt sér í peningum, lítilsvirt þá og kastað þeim eins og skarni í allar áttir? Nei, þetta fólk hefur núna í dýrtíðinni etið upp aura sína. Því er ekki iboðið á almenn- ingskostnað ! ferðalög og dýrar veitzlur eins og þeim sem hæst laun hafa. Er nokkur furða þó að fólk þetta sé heldur bölsýnt á fram tíðina og blöskri mismunurinn á öllum sviðum? Fólkið, sem enn hefur þann gamla hugsunarhátt, að vilja heldur hátta án kvöldverð ar, en vakna skuldugur. Fólkið, sem fyrr gengur tötrum búið og líður, af fæðuskorti, en það' get- ur sætt sig við að gefast upp á annarra kostnað eða almanna fé.“ „NÁGRÁNNI“ skrifar: „Við, sem búum hér í Kópavogshálsi og Fossvogi, höfum um tveggja til þriggja óra skeið nuddað á því við forráðamenn rafmagnsveitunn ar og bæjarstjörnina í Reykjavík, að við fengjum að verða aðnjót- andi þeirra þæginda, að lýsa upp hfbýli okkar með rafmagni frá Soginu. Og ekki vantar að hinir háu herrar hafi tekið vel bænum okkar. En framkvæmdimar hafa' bara orðið á annan veg.“ „RAFMAGN var hér lagt í þau hús, er fyrst voru reist, og liggja því raflagnir víða um þetta svæði, svo að ekki þyrfti nema tiltölulega stutta spotta til þess að koma öll- um húsurn hér í rafmagnssamband. Vera má, að hinn mikli rafmagns skortur, sem verið hefur í Reykja vík nú að undanförnu hafi dregið þessar framkvæmdir á langinn, höfum við huggað okkur við það til þessa, en sá annmarki á nú að vera sögunni, og kunnugir menn telja, að efni sé einnig nægilegt fyrir hendi. Þó virðist sem ekk- ert líf ætli að færast í framkvæmd irnar á þessu hausti.“ „MANNI VIRÐIST þó, sem bæj- arstjórnarmeirihlutinn í Reykja- vík gæti haft hér tækifæri til þess að láta eitt af kosningaloforðum formanns Sjálfstæðisflokksins og þingmanns okkar, Ólafs Thors, rætast. En hver er meiningin með þessum drætti? Ætla forráðamenn irnir að lána Ólafi málið til áróð- urs við einar kosningar enn?“ „ÉG TEL SAMT að það sé til- gangslaust Við kjósendur í Gulí- bringu- og Kjósarsýslu látum ekki blekkja okkur oftar með innan- tómum loforðum einum Við rriun- um sýna það við næstu kosningar að við treystum ekki Ólafi Thors til þess að fara með umboð okkar í framtíðinni. Enda virðist nú Ólaf ur ekki muna neitt af sínum gömlu kjósendum, nema nokkrar fáar hræður í Keflavík og Njarðvík- um.“ Flokkaskiptingin og lýðræðið Framhald af 4. síöu. reglu var dyggilega fylgt af kommúnistum. En þannig mynd uðu þessar tvær einræðis- og ofstækisfylkingar geigvænlegr- og gjörspillandi undantekning- ar í stjórnmálabaráttu lýðræðis landanna. Sem betur fór voru á- hrif þessara flokka lítil í lönd- unum, sem hér að framan voru nefnd. En tilvist og barátta þess ara samtaka, voru samt alvar- legt fyrirbæri í stjórnmálalíf- inu, er hætta gat verið á, að sýktu út frá sér. En menning pg menntun þjóðanna var hið bezta vopn í baráttunni gegn þessum fimmtu herúeildum í stjórmnálunum. Hdð háa stjóm málamenningarstig víða um lönd, varðist þessum faraldri. Og stjórnmálabaráttan á milli flokkanna var yfirleitt háð eftir drengilegum leikreglum siðaðra manna...... Þannig var þá ástandið í flestum lýðræðislöndum álfunn ar, áður en stríðið skall á. Stjórn málaflokkarnir, að fráteknum tiltölulega litlum einræðisklík- um, börðust fyrir áhuga- og stefnumálum sínum ai festu, og stundum með nokkurri hörku, en undantekningarlítið eftir velsæmisreglum, er hæfir þjóð- um, er hlotið hafa stjórnmála- þroska og standa á háu ipenn- ingarstigi. Sú stjórnmáláskipt- ing er ekki aðeins eðlileg heldur og sjálfsögð nauðsyn hverju lýðræðisþjóðfélagi. Menn skyldu því sízt af öllu harma það að þjóðin skiptist í stjórnmála- flokka. En hitt er aðalatriði, er endurbóta þyrfti hér á landi, að flokkarnir berjist með rökum og drengskap og á grundvelli mál- efna og mismundandi hagsmuna og lífsskoðana. (Önnur grein á morgun). Þriðjudag-ur 29. águst 1944 Síðari grein Thorolf Smith: Dungal og Hallgrímskirkja IGREIN MINNJ, sem birt- ist í þessu blaði siðastliðinn laugardag, vegna hvatvíslegrar árásar prófessors Dungals á ræðu sr. Sigurbjarnar Einars- sonar og Hallgrímskirkju sér- staklega og kirkjuna almennt, ræddi ég nokkuð um andspyrnu prófessorsins gegn þessu kirkju byggingarmáli og annað, sem hann hafði fram að færa í þessu sambandi. Ég tel mig að nokkru hafa bent á ráð, sem verða mættu til úrbóta í húsnæðisvand ræðunum, sem prófessorinn er nú fyrst að reka augun í og no.t- aði sem átyllu til þess að láta Ijós sitt skína og jafnframt tefja framgang kirkjubyggingarinnar og benda fáfróðum almenningi á hættu þá, sem hann telur stafa af slíkum musterum, eins og hann orðar það. í því, sem hér fer á eftir, verður þetta tek ið til ofurlitillar athugunar, þar eð sumar staðhæfingar próf. Dungals og skoðanir virðast hæpnar og frekar vanhugsaðar, sem í sjálfu sér er ekkert undar legt, svo mörgum hnöppum, sem hann hefir að hneppa. Áður en legra er farið, þykir mér rétt að skýra dálítið mína afstöðu í þessu máli, enda þótt það komi því , sjálfu sér ekki . við, en það er gert til. þess að forðast ónáuðsynlegan misskiln ing. Sumir kunningjar mínir hafa komið að máli við mig, sumir í gríni, og raunar flestir, en aðrir í alvöru, og spurt mig, hvort ég hefði fengið einhverja vitrun eða opinberun og hvort ég hyggist að fara að flytja smáræður á Lækjartorgi, veg- farendum til uppbyggingar, skemmtunar og hneykslunar. Ónei, — því er ekki þannig far ið. Ég hefi ekki breitt feld yfir höfuð mér næturlangt til þess að þaulhugsa dýpstu rök tilverunnar, eins og sumir forn menn gerðu með svo góðum árangri, ég hefi heldur ekki far ið í neina sálgreiningu ' og ég hefi því síður hafzt við í myrk- um hellisskúta til þess að þaul- hugsa andleg mál. Skoðanir mínar á kirkju og kristni, Hall- grímskirkju, nauðsyn íbúða og dagheimila, hafa ekkert breytzt upp á síðkastið, hvorki við ræðu sr. Sigurbjarnar né ritsmíð prófessorsins. Ég býst við, að ég sé álíka kristinn eða heiðinn, eftir atvikum, eins og geris og gengur, fer í kirkju við einstaka jarðarfarir og jafnaðarlega um jólin. Sið- an ekki söguna meir. Þetta er nú að vísu útúrdúr, en þó að nokkru leyti nauðsynlegur í þessu sambandi. En, svo ég taki mér orð próf. Dungals í munn, ,,mér hnykkti vjð", ekki þegar ég las ræðu sr. Sigurbjarnar, heldur grein hins fyrrnefnda. Mér fannst það einhvern veginn koma úr hörðustu átt, er prófessorinn fer að væna sr. Sigurbjöm og aðra klerka um þröngsýni, þegar hann (Dungal) virðist bókstaflega hafa fengið kirkj- una á holtinu og kirkjuna al- mennt á heilann og rembist eins og rjúpa við staur að spyrna fæti við því irtáli og læða því inh hjá almenningi, að prestar og kirkja séu ein- hverjir menningarfjendur. — V. Um staðhæfingu próf. Dun- gals „í sjálfu sér er ekkert verk gott eða illt“ hlýt ég að verða fáorður, enda gæti af því spunnizt slík regin heim- spekistæla (enda þótt ég sé næsta ókunnur þeirri fræði- grein og prófessorinn sennilega líka), að þeir Spinoza, Sehop- enhauer og Kant mundu bylt- ast við í kistum sínum. Á hinn bóginn má segja, að það sé næsta hæpið að halda þessu fram. Einhvers staðar hlýtur þó almenn skynsemi, réttlætis- vitund og samvizka að setja einhver mörk. Annars væri bað einkar þægileg kenning fyrir misindismenn og glæpalýð. Það gæti tæpast talizt „gott verk“, , ef til dæmis einhver dóni bryt- ist inn á rannsóknastofu próf. Dungals um hánótt, mölvaði smásjár hans, hellti niður ým- is konar vökvum og hleypti út tilraunadýrunum. Mér þætti næsta ósennilegt, að prófessor- inn myndi velta vöngum og segja ofboð spekingslega og með mestu rósemi að hætti Stóumanna: „í sjálfu sér er ekkert verk gott.eða illt.“ Þetta er nú að vísu hálfgerður útúr- snúningur hjá mér, en hann skýrir þó dálítið, hvað fyrir mér vakir. Síðan segir próf. Dungal og gerist all bungorð- ur og hyggst að rétta' út sinn armlegg og slá kirkjunnar menn í duftið: „Úr þeim must- erum (kirkjunum) hefur mönn- um stafað meiri hætta en al- menningi er ljóst, því að heim- urinn væri mun lengra á veg kominn en hann er, ef kirkjan hefði ekki staðið sem sífelldur farartálmi fyrir hverjum þeim manni, sem vildi færa heimin- um aukna þekkingu.“ Þessi staðhæfing er að nokkru leyti rétt, en aðeins að nokkru leyti. Hér leyfir próf. Dungal sér að „generalísera“ hlutina á þanu hátt, að það fær ekki staðizt. Staðhæfingar sem þessar voru afar vinsælar með skólapiltum í öðrum bekk gggnfræðadeild- ar, ef ég man rétt, og þóttu okkur þær þá næsta lystug fæða. Það er alveg rétt, að kirkian áður fyrr, sér í lagi kaþólsk kirkja á miðöldum, reyndist oft, alltof oft, þrándur í götu þekkingar og meira að segja mannúðar. Lærisveinar Igna- tiusar Loyola voru ekki sérlega viðmótsþýðir eða samvinnu- liprir menn, enda er það í frá- sögur fært, að þeir hafi steikt ýmsa menn yfir hægum eldi, sér til dundurs og afþreyingar. Þeir tímar eru löngu liðnir, sem betur fer. Kirkjan hefur tekið framförum eins og annað og það er í meira lagi hæpið og stappar nærri ósvífni, ef svo mætti segja, að kirkjan sé skaðleg, vegna þess, að sumir þjónar hennar hafi misskilið hlutverk sitt á hrapallegan og sorglegan hátt. Ég þykist vita, að til dæmis læknar geti farið villir vegar í fagi sínu, greint sjúkdóm skakkt eða eitthvað þess háttar. Einhvers staðar las ég í erlendu blaði, að kona ein hefði verið flutt í sjúkrahús þar eð hún væri vanfær, að því er læknir hennar sagði. Síðan kom upp úr dúrnum, að svo var ekki, heldur hafði hún sull. Söguna, sem sennilega er tóm vitleysa, sel ég ekki dýr- ara en ég keypti, en á hinn bóginn hef ég aldrei heyrt menn með fullu viti halda því fram, að læknavísindin væru einskis nýt, þótt einn og einn læknir fari villur vegar, eða geri sig að fífli. VI. Saga kristinnar kirkju er ævaforn og í sögu hennar skipt- ast á skin og skúrir. Þar hafa starfað þröngsýnir menn, jafn- vel glæpamenn, menn, sem þekktu ekki umburðarlyndi, misskildu hlutverk sitt og reyndust mannkyninu hinir ó- þörfustu. En kirkjan hefur einnig verið hús reist á bjargi, sem hefur þolað ólgur og öldu- Frh. á 7. síðu WIKISBWS Ægir Héðan kl. níu í kvöld til Bíldu- dals og Þingeyrar. Fólk, sem óskar að fara með skipinu, láti skrá sig fyrir hádegi í dag. Eftir Simm ára slyrjöld Frh. aí 5. síðu. Frakkland, sáust því greinilega og komu þeim að engu haldi. Þýzka herstjórnin hafði treyst á þessar tálmanir og á „Atlants hafsvegginn1*, sem hún taldi ó- vinnandi. í framstöðvum Þjóð verja á ströndinni var því að- eins fámennt setulið. Reyndin varð sú, að „Atlantshafsvegg- urinn“ stóðst ekki skothríð brezku herskipanna né hinár miklu loftárásir bandamanna. Fór þar líkt og um Máginot- línuna frönsku fjórum árum áður. Vamargarðuinn um Ev- rópuvirki Hitlers var rofin. ❖ Hér verður ekki lýst nákvæm lega hemaðaraðgerðunum á vesturvígstöðvunum. Banda- menn unnu hina ramnageru kastalaborg Cherbourg eftir stutta umsát, hernámu Bret- agne-skaga og sóttu síðan fram til suðurs og austurs, aílt til Parísar. Þjóðverjar gerðu á síðustu stundu tilraun til gagn- sóknar i Normandie, en sú til- raun var gerð of seint og þá skorti flugher. Þetta leiddi til algers ósigurs 7. þýzka hers- ins. Er þetta í annað skipti, sem Rommel marskálkur fer hinar mestu hrakfarir — fyrra skipt- ið var í Túnis. Talið er, að Þjóðverjar hafi misst þarna allt að 400.000 manns. í ágústmán- uði hófu bandamenn innrás í Suður-Frakkland. Hún gekk miklu greiðlegar en innrásin í Norður-Frakkland. Strandvirki Þjóðverja voru þar ekki nánd- ar nærri eins öflug og mót- spyrna þeirra reyndist fremur veik. Allmikið af þýzka setu- liðinu í Suður-Frakklandi hafði verið flutt til vígstöðvanna í Norður-Frakklandi. Starfsemi franska heimahersins, hinna svonefndu ,,maquis“, auðveld- aði mjög hernaðaraðgerðir bandamanna. Þrátt fyrir fjög- urra ára miskunnarlausa kúg- un hafði frönsku heimaþjóð- inr\i tekizt að skipuleggja öfl- uga andstöðuhreyfingu gegn Þjóðverjum og útvega sér vopn. Þegar merki var gefið, hé , ,maqui s-“ sveitirnar allsher i ar- árás á Þjóðverja. Brýr voru sprengdar í loft upp, járnbraut arlestir settar af teinum, vegir skemmdir, ráðizt var á hersveit ir Þjóðverja og..setulið þeirra í mörguim bæjum og þorpum neytt til uppgjafar og af- vopnað. Eftir fjögurra daga götubardaga var Paris leyst úr viðjum. Þetta er sérstaklega at hyglisvert vegna þess að mikill hluti vopnfærra Frakka er nú í Þýzkalandi, annað hvort sem stríðsfangar eða í nauðungar- vinnu, því að Vichystjórnin sendi fjölda franskra verka- manna til Þýzkalands. Þetta sýnir ljóslega, að ekki er hægt að bæla niður frelsisást frels unnandi þjóðar, hvaða kúgun- arráðstöfunum sem beitt er. Kúgun vekur ávallt mótspyrnu. Framhald á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.