Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. águst 1M4 _____________ALÞYDUlflLA0>Ð __________________;___________________5 Um sveitamann og bréf hans. — Um áætlunarbifreið og bilanir — Börnin í strætisvögnum — Bréf um gamla fólkið fyrrum og nú af gefnu tilefni — Áhyggja íbúa í Fossvogi og á Kópavogshálsi. Þegar innrásin var að hefjast. , ; ' *> ’JM Myndin sýnir Bandaríkjahermenn streyma, með fullum útbúnaði, um íborð í eitt af þeim fjög ur iþúsund skipum, sem fluttu innrásarherinn frá En.glandi yfir Ermarsund til Frakklands, og ihófu þar með síðasta þátt styrjaldarinnar, sem nú stendur yÆir. Eftir fimm ára styrjöld, UM ÞESSI MÁNAÐAMÓT eru fimm ár liðin frá því að styrjöldin hófst með hinni fyrirvaralausu árás Hitlers á Pólland. í tilefni af þessum tímamótiun hefur hinn góðkunni, ónafngreindi sérfræðingur Alþýðublaðsins um hernaðarmál skrifað yfirlitsgrein um stríðið, sem hefst í blaðinu í dag. BÆJARBÚI SKRIFAR: „Þegar Alþýðublaðið kemur á morgn ana, í'Iettum við upp á Hannesi til þess að vita hvort þar er nokkur, sem maður vill tala við. Ekki er- um við alltaf jafn skemmtileg, heldur ekki Hannesinn okkar. Sveitamaðurinn í Hannesi um dag inn var skemmtilegur, þó eru ekki allir honum sammála. Fólkið er svo ólíkt. „Hann er hægur“ e r hrós, það er nefnilega ekki víst að hann sé æííð hægur, við erum ekki ætíð til í glettur eða áhlaup — enginn veit hvað undir ann- ars stakki býr, þess vegna er hátt prýði bezt — gakktu hægt um gleðinnar dyr — þel, skilningur á einstaklingsfrelsi er sem sé svo nauðsynlegur. Mundi sveitamaður inn ekki vera sammála um slíkt? og þá dettur manni í hug hvað hin síbrosandi . andlit sumra er- lendra blaða eru þreytandi — tannbros — óþolandi, annars eðlis en hin hýru andlit, sem brosa 811, þótt þau raunar brosi ekki, glist- inn í angann. Getum við ekki ver ið sammála?“ „VÍÐFÖRULT fólk getur borið saman starfsfólkið í ólíkum lönd- um saman við ólík samgönguskil- yrði. Ferðamaður, sem varð að nota Kinnarstaða bílinn fyrir skömmu sat einmitt og bar þetta saman og komst að þeirri niður- stöðu, að þessi „rúta“ á engan sinn líka erlendis. Bíllinn er garm ur, sem ekki er hægt að koma í gang fyrr en eftir tveggja tíma „stífasta púl“. Farþegar ráfa eyrð arlausir og kaldir um, sumir hlaupa til þess að halda á sér hita, Loks verður að sækja bíl til þess að draga kvikindið af stað. Þá byrjar ballið, bílstjórinn reykir við stýrið, slíkt ætti að varða við lög, með háum sektum eða starfs- missi. Sá hluti farþeganna, sem til múgsins heyrir reykir líka, en eins og allir vita er fjöldi fólks bíl- veikur og engin meðöl eða mixtúr ur eru á við hreint loft eða að vel fari um íarþegann. En flestir íar- þegar hér virtust engar kröfur gera. í dag fór sami farþegi í prí- vatbíl frá B. S. í. í stutta indæla ferð, sem mikið var bílstjóranum að þakka, og hafði tækifæri til að rifja upp hve rnikill munurinn getur verið. Akureyrarbílarnir eru góðir. Fáorðir, hreinir og þokkaleg ir bílstjórar, sem ekki reykja o. s. frv. Vegirnir íslenzku eru svo önnur saga, en eiga fyrir sér að batna, en eðlileg nærgætni og kurteisi fólksins kostar ekkert.“ „NIÐURSTAÐAN verður því þessi: Bilaður bílgarmur, reykjandi bílstjóri og önnur fífl, útvarpslaiJS bíll til 12 tíma ferðar er hneyksli sem ekki á að þolast. Um leið má geta þess að Strætisvagnar Reykja víkur eru svo óhreinir að það er 'heilsusipjllandi að ferðast með þeim, og framferði barnanna í þeim tíðkast hvergi nema hér. f sporvögnum erlendis eru börnin ætíð siðprjúð, annars væru þau rekin ut, börn eru ætíð látin standa upp fyrir fullorðnu fólki, nema sérstaklega standi á, oft er setið undir þeim. Hér eru börn bæði í strætisvögnum og á götum, í skólum og á heimilum foreldr- um til skammar, siðprýði er und- antekning því er ver, veg'na þess að sumar fóstrur eða foreldrar eru svo mikil flón, að þeim finnst gam an að fávitahætti barnanna." „VÍGLUNDUR" skrifar: „Leng- ur en ég ætlaði hefur það dregist að þakka þér og jafnframt gera þrjár stuttar athugasemdir við er- endið, sem birtist í blaði þínu: „Bölsýni og' bjartsýhi". Bölsýnis- bréfið þar hefur- vissulega ofur- lítið af sannleika að geyma, þó að þar sé óneitanlega hlaupið yfir margar góðar undantekningar." „ÓSTUNDVÍSI er átumein. Á- girnd, eigingirni, svik og ásælhi í annarra fjármuni til nautna og munaðar fyrir sjálfan sig, er ekki aðeins „rót alls ílls“ í þessu lífi, helur líka sjálfum sér smíðað písl- arfæri og heimkynni á dapurlendi næsta lífs. Villigötur eru það á leiðinni til sólarlanda og sælu- staða.“ „ÞEGAR MAÐUR gengur hjá mönnum, er vinna 1 eða 2 saman, eru þeir sívinnandi, annar hvor a. m. k. En þegar 6 eða 8 eru í hópi, er oft algengt að einungis 1 eða 2 sép eitthvað að gera, en að hinir horfi á, tali saman, eða sitji hjá. Og spáir það ekki góðu, að ung'u ólúnu mennirnir eru fremur með- al þeirra síðarnefndu. Verkdrýgra verður það því áreiðanlega að sem Framh. á 6. síðu. EINS og í hinum fyrri grein um höf. um heimsstyrjold ina verður í grein þessari lögð megináherzla á þróun stríðsins i heild en ekki á einstaka at- burði í styrjöldinni. Reynt verð ur að spá nokkru um áhrif síð- ustu atburða á þróun stríðsins á næstunni. Þetta er einmitt nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr, því að atburðir ger- ast með ofsahraða. Það, sem sagt er um aðstöðuna á ein- stöku vígstöðvum í dag, er orð- ið úrelt á morgun. í greininni „Heimsstyrjöld í fjögur ár“. sem birtist 'hér í blað inu ofyrir ári síðan, var því lýst hvernig stríðsgæfan hefði snú- izt. Möndulveldin (og er þa að allega átt við Þýzkaland og Jap an) hefðu í fyrstu unnið geysi mikla sigra, en aðstaða þeirra væri nú orðin svipuð aðstöðu bandamanna framan af styrjöld inrii. Því var einnig lýst, hvers vegna svo hlaut að fara. Ver munum nú í bili sleppa Jap- önum, en ræða hernaðarp ð- stöðu Þjóðverja og banda- manna, eða réttara sagt lepp- ríkja þeirra. Árásin á Rússland er sú reg- invilla Þjóðverja, sem ómögu- legt er að bæta úr. Húri var fyr irskipuð af Hitler, sem stjorn- aði bæði hermálum og utanrík ismálum Þýzkalands. Vegna þessa tfltsökis (sem engin nauð- syn var á) urðu Þjóðverjar að heyja stríð á tvennum vígstöðV um. iBismarck hafði alltaf var- að þjóð sína við sííkri stvrj- öld, 'og í 1. heimsstyrjöldinni kom þetta Þjóðverjum í koll. Að vísu unriu Þjóðverjar í fyrstu (1941—42) mikla sigra á austurvígstöðvunuim og l'ögðu undir sig gríðarmikil land- l'læmi. Hrun Rásslands virtist, yfirvofandi. En Rússum t'ókst að þvælast fyrir, þar til þeir gátu faríð að nota sér að fullu hinn geysimikla mannafla og auðlindir lands síns. Birgðasend ingar Breta og Bandaríkja- manna komu Rússum einnig að miklu haldi. Rússar fóru að auka heri sína og búa þá æ betri vopnum. Þeir hættu að hyggja á vörn og hófu sókn. Þýzki herinn fór stórkostlegar ihrakfarir við Stalingrad, og aðrir ósigrar sigldu í kjölfar þeirra. Þjóðverjar gerðu sí og æ sömu villuna. Þeir reyndu að verjast i stöðvum, sem ógern- ingur var að verja, í stað þess að yfirgefa þær í tæka tíð. Hitl er gaf ætíð fyrirskipanir um að verjast meðan nokkur maður stæði uppi. Þessar blóðfórnir Þjóðverja reyndust árangurslausar. Um þetta leyti í fyrra voru Rússar búriir að vinna aftur mikinn hluta lands þesss, er þeir höfðu misst til Þjóðverja. Rúgsneski ,,valtar.inn,“ eins og komizjt var að orði, hélt stöðugt áfram í vesturátt. Þannig var aðstaðan fyrir ári síðan. Aðstaða Þjóðverja versn aði enn við ósigra hinna þýzku og itölsku herja í Norður-Af- ríku, hrakfarirnar miklu í Tún is, innrás bandamanna í Sikiley og S.-ltalíu og uppgjöf ítala. Það þurfti • því enga spádórns- gáfu til að sjá fyrir, hvernig fara myndi. Aðstaða Þjóðverja og bandamanna þeirra hélt á- fram að 'versna. Sigrar ‘banda- manna á fyrra helmingi 5. styrj aldarársins voru þó ekki svo stórkostlegir, að þeir réðu úr- slitum. Sóknin á Ítalíu gekk hægt; Enn voru engar vesturvíg stöðvar tii. Þjóðverjar gátu því beitt megin 'herstyrk sínum á austurvígstöðvunum eða notað hann til að 'halda herteknu þjóð unum í skefjum. Þannig var á- standið, er höf. ritaði siðustu yfirlitsgrein sína í Alþýðublað ið fyrir einu misseri. Síðan hefir mikil breyting á orðið. Vér skulum því næst drepa á tvo aðalviðburði síðasta miss- eris. Þeir eru (auk hinna sí- auknu loftárása) innrás banda manna í Frakkland og áfram- haldandi sókn Rússa. Menn höfðu lengi búizt við landgöngu bandamanna í Vestur-Evrópu. Hún var ákveðin á Téheran-ráð stefnunnni milli þeirra Chur- chills, Roosevelts og Stalins. Síðan lýsti Churchill því yfir hvað eftir annað, að ráðizt myndi verða á Þjóðverja úr austri vestri og suðri. Dráttur- inn, sem varð á innrásinní, er mjög skiljanlegur. Það er mjög áhættusamt fyrirtæki að setja mikinn her með öllum útbún- aði á land á rammlega víggirtri strönd, án þess að hafa yfir neinni hafnarborg að ráða. Hvert smáatriði verður að vera vandlega undirbúið. Við þetta bætist, að hermennirnir í inn- rásinni voru flestir óvanir bar- dögum, en margir verjendanna — bæði foringjar og óbreyttir liðsmenn — voru þaulvanir hernaði. Það, sem gerði innrásina mögulega, voru alger yfirráð bandamanna á sjó, og það, að flugher þeirra var miklu öfl- ugri en þýzki flugherinn.. Loft- árásir bandamanna á strand- héruð Frakklands og aðdrátt- arleiðirnar þangað áttu mikinn þátt í því að greiða götu innrás arhersins. í öllum hernaði er það mjög mikilvægt að koma óvinunum að óvörum. Oft getrir það ráð- ið úrslitum. Bandamönnum héppnaðist þetta við innrásina i Frakkland. Landgangan hófst 6. júní í vondu veðri og um | fjöru. Neðansjávarsprengjur og aðrar tálmarnir, sem Þjóðverj- ar höfðu lagt fyrir ströndum Framh. á 6. síðu. Happdræffi Háskéla Islands i y Happdrættið óskar eftir umboðsmanni frá miðj- % um september til þess að taka við umboði því, sem nú er á Klapparstíg 17, en var áður í Al- þýðuhúsinu. Umsóknir sendist skrifstofu happ- drættisins í Vonarstræti 4 fyrir 9. september, og gefur skrifstofan nánari upplýsingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.