Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. sept. 1944. A IÞYÐtTJ frn 3«, Leiffursókn Bandaríkjamanna og Brefa: Vígstöðvarnar í Norður-Frakklandi Myndm sýnár' ýrnsa jþá staði, sem mest heíir verið barizt um í -Norður-Frakklandi undan- faraa daga og sem ibandamenn haifa tefeið. í Jiinni' ihr'öðu sókn sinm. Neðarlega á myndinni sést Amiens við Somme. Suðvestur af 'þairri foorg er Houen, en suðvestur .af ihenni Reims, en jþessar borgir eru nú á valdi ibandamanna. Bandamenn eiga skammt eftir til landamæra Belgíu og svifsprengjustöðvanna á Calais-svæðinu. Sóknio suður á Balkanskaga: A ÞESSUM DEGI, fyrir fimm. árum hóf Hitler grimmilegustu stvrjöld mann kynssögunnar, ex hersveitir hans réðust inn yfir landa- mæri Póllands. Árásin var tilefnislaus með öllu, eins og allir vita, en Hitler tókst samt að fá obbann af þýzku þjóðinni til þess að trúa því, að árásin á Pólland vseri gerð til þess að bæta úr misrétti, og meira segja lét hann Gcbbels og þjóna hans sí og æ nudda á því, að Þjóðverjar í Pólandi sættu illri meðferð, pólskir landamæraverðir hefðu skotið á þýzka her- menn og þar fram eftir götun um. Árásin á Pólland var þeim mun fólskulegri sem Þjóðverjar höfðu undirritað ekki-árásarsáttmála við Pól- verja, sem tryggja átti frið- inn um margra ára skeið. í tilefni af undirritun þess sátt mála sagði Hitler meðal ann ars: „Við viðurkennum pólska ríkið sem land mik- illa föðurlandsvina af skiln- ingi og hjartanlegri vinsemd einlægra þjóðernissinna." Slcyldi Adolf Hitler aldrei verða bumbult, er hann nú les ummæli sín á nýjan leik? SÍÐAR flutti Hitler margar ræður og ætið kvað við í Frh. á 7. síÖu. STAIxIN tilkymiti í dagskipan í gær, að hersveitir úr 2. Ukra- inuhernum undir stjórn Malinovskys hershöfðingja, hefðu haldið inn í Búkarest. Her Tolbukins hershöfðingja heldur áfram hraðri sókn með Svartahafsströnd og var kominn aö landamær- um Búlgaríu er síðast fréttist seint í gærkvöldi. í Slóvakíu geisa harðir bardagar og veitir skæruhermönnum Slóvaka betur. Hafa þeir mestan hluta Slóvakíu á valdi sínu. j í fréttum, sem borizt hafa , frá Búkarest, segir að mikíll mannfjöldi hafi þyrpzt út á ' göturnar, er fyrstu rússnesku hersveitirnar héldu inn í borg- ina og var þeim vel fagnað. Þjóðverjar hafa eyðilagt allt, sem þeir máttu á hinum hraða flótta sínum frá Ploesti og víða loga eldar. Rúmenar 'aðstoða Rússa við að slökkva í olíulind um og brennandi olíuvinnslu- stöðvum. Enn eiga Rússar í hörðum bardögum við dreifða hermannaflokka Þjóðverja, en þeim gengur greiðlega að upp- ræta þá. Rússar hafa enn tekið mikirni fjölda fanga. í fyrradag tóku þeir 7000 fanga, þar á með al enn einn hershöfðingja og á tveim dögum hafa þeir tekið 22.000 menn höndum. Nefnd Rúmena er enn stödd í Moskva til þess að taka við friðarskilmálum Rússa, en búl- görsk nefnd er í Kairo til þess að taka við friðarskilmálum Breta og Bandarikjamanna. Rússum verbur tilkynnt jafn- óðum, hvað þar fer fram. Út- varpið í Moskva og dagblöð þar ræða enn um, að hlutleys- isyfirlýsing Bú'Igara stappi nærri ósvífni og segjast ekki taka hana í mál. —• Menn eru teknir að ókyrrast í Berlín vegna atburðanna í Rúmemu. Berlínarútvarpið 'hefir birt hót anir til Rúmena ef þeir beri vopn á fyrri vopnabræður sína. urleggu T1 IlLKYNNT var á aðalbæki- stöðVum1 Eiseníhow ers í gær, að yfirherstjórn banda- manna í Norður Frakklandi hefði verið endurskipuilögð. Montgomery hershöfðiingi verð- ur ekki lengur yfirmaður alls landhers bandamanna d Norður- Erakklandi, heldur skipta þeir með sér verkum, hann og Omar Frh. á 7. sfiða. Bandaríkjamenn komnir fil Sedan - 15 km. frá landamærum Belgíu Brefar hafa feki§ Arniens, brofizf norður yfir Somme og nálgasl svifsprengjusföðfar ÞjéS- verja við Ermarsund í ^©rÖiir-FrakklasicSi siðasi iíiorásiBi iiófst C1 EÉTTARITARAR, kem erti með vélahersveitum Patt- «>ns skýra svo frá, aS mótspyrna Þjóðverja í Norður- Frakklandi sé algerlega brotin á bak aftur. Bandaríkjamenn geysast áfram að landamærum Belgíu og áttu tæpa 15 km. ófarna þangáð í gærkvöldi. Þeir eru komnir að úthverfum Sedan og eru í námunda við Charleville, skaœmt frá belg- isku íandamærunum. Þá hafa þeir einnig brotizt yfir ána Meuse. Brezkar vélaliersveitir eru einnig í hraðri sókn og hafa þær farið yfir Somme á nokkrum stöðum og sótt fram um 100 km. á tveim sólarhringum og tekið borgina Amiens. Þýzku hersveitirnar á svæðinu frá Le Havre til Dieppe eru nú í mestu úlfakreppu og afkróaðar. Bretar stefna liði sínu til svifsprengjustöðvanna og hafa þegar tekið margar þeirra. Manntjón Þjóðverja og hergagna er óskaplegt. Frá því er innrásin hófst til 25. ágúst hafa þeir misst 400.000 manns í Norð- ur-Frakklandi, þar af eru 200.000 fangar. 1300 skriðdrekar voru ýmist teknir eða eyðilagðir, 2000 fallbyssur voru teknar eða eyðilagðar og loks misstu þeir samtals 3545 flugvélar. Mótspyrna Þjóðverja er öll hin óskipulegasta og undahhald þeirra hefir breytzt í ofboðs- legan flótta eftir því sem véla- hersveitir Pattons æða áfram. Þjóðvejar flýja sem fætur toga við Sedan 'inn í Ardennaskóg. Það var einmitt á þessum slóð- um, sem Þjóðverjar rufu Magi notlínuna árið 1941 og þarna var einnig háð orrustan, sem mestu réði um. úrslitin í ó- friðnum milli Fra,kka og Þjóð- verja 1870. Bandamenn hafa tekið þýzka fanga úr 64 mis- munandi, herdeildum og þykir það vera skýrt tákn þeirrar ringulreiðar, sem nú ríkir í herj um Þjóðverja á þessum slóðum. SÓKN BRETA Annar brezki herinn hefir einnig farið geyst yfir í sókn sinni. Vélahersveitir O'Connors hershöfðingja hafa tekið Ami- ens og halda áfram sókninni norður á bóginn og til svif- sprengjustöðvanna. Meðal ann ars er þess getið, að þær hafi farið 65 km. á 12 klukkustund um. Hvarvetna má sjá leyfar þýzkra bifreiða og skriðdreka á vegunum og Bretar ruddu við stöðulaust burtu torfærum þeim og girðingum, sem Þjóð- verjar höfðu komið fyrir á veg unum á undanhaldinu. íbúar 8 Amiens ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, er fyrstu skriðdrekarnir geystust inn í borgina a hælum Þjóðverja. OSKAPLEGT TJON ÞJOÐ- VERJA Eisenhower hershöfðingi lét biría skýrslu í gær um mann- tjón og hergagnatjón Þjóðverja í Nörður-Frakklandi frá innrás. ard’eginum. 6. júní til 25 ágúst. 5 þýzkum vélaherifylkjum hefir verið gereytt, en 6 hafa orðið fyrir miklu tjóni. 20 fótgön.gu- liðsherfylkjumi var gereytt, en 12 urðu fyrir miklu tjóni. Þjóð verjar misstu 1300 iskrdðdreka,. 500 stórar fallbyssur og 1500 smærri. 2378 flugvélar þeirra voru skotnar niður í loftorrust- um eh 1167 eyðilagðar á flug- völlum. Sennilega misstu Þjóð verjar 270 að auki, en um 1000 löskuðust. Loks misstu Þjóð- ýerjar samtals um 300 herskip, aðallega varðskip og hraðbáta. SUDUR-FRAKKLAND Bandamenn halda áfram sóknin ni, bæði í áttina til landa mæra Italíu og norður Rhone- dalinn. Hafa þær tekið Nizza og eru rúma 20 km frá landa- mærum Ítalíu. Þá hafa þeir einnig náð á sitt . vald borgun- um Montpellier, Béziers og Narbonne, suðvestur af Nimes, Borgir þessar eru allar skammt frá, suðurströndinni. Banda- menn hafa nú tekið 50 þúsund fanga í Suður-Frakklandi, þar af 6 hershöfðingja. Þegar banda menn gengu á land þar, voru til varnar 8 vel útbúin þýzk herfylki. Leyfar þessa liðs eru nú á óskipulegum flótta norð- ur Rhonedalinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.