Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. sept. 1944. A LÞYÐUBLAQIO 5 Siðspillandi — heilsuspillandi og ólöglegir íbúðarskúr- ar — Anatole France og frelsið — Hvað á að gera — Bréf um nýbyggingar við Tryggvaslcála. Cherbourg fagnar frelsinu. Hafnarborgin Cherbourg í Normandie var fyrsta borgin í Frakklandi, sem innrásarher bandamanna frelsaði. Mikill var fögnuður borgarbúa og kom hann fram á margvíslegan hátt. Á myndinni sést þegar fyrstu hljómleikarnir voru haldnir undir beru lofti í borginni við gífurlegan fjölda áheyrenda, en borgin er skreytt fánum bandamanna. A að iáta Þjóðverja greiða pungar stríðsskaðabætur? G1 E I N S Ú , sem hér fer á eftir, birtist upphaflega í brezka blaðinu “The Economist.” Hún fjallar um það, hvort skynsamlegt muni vera aað leggja á herðar Þjóðverja þungar stríðsskaðabætur, brjóta niður hagkerfi þeirra, eyði- leggja verksniiðjurnar og flytja þýzka karlmenn í nauðung- arvinnu hjá þjóðum bandamanna. Kemst höfundur að gagnstæðri niðurstöðu, enda þótt það sé fjarri honum að vilja, að tekið verði á Þjóðverjum með neinum silkihönzk- um, eftir að þeir hafa beðið ósigur fyrir vopnum banda- manna. NÝLEGA VAR í blaði minnst á það, hversu mikil hætta stafaði af því, að hér í Reykja- vík væru að rísa upp nokkurs konar íatækrahverfi. Bygginga- fulltrúi talaði mjög um þá ósvinnu, að eínstakir menn væru í úthverf um bæjarins að koma sér upp í- búðarskúrum, sem væru óleyfileg ir, heilsuspillandi og siðspillandi. Síðan var spunninn lopinn um það hversu óþolandi þetta væri allt saman. ÉG EFAST EKKI um að þessir •skúrar eða kofar eru heilsuspill- andi, að þeir eru ólöglegir og að 3>eir eru jafn vel siðspillandi. En ég spyr: Hvað á fólkið að gera? Eru. . ekki . . húsnæðisvandræðin heilsuspillandi, ólögleg og siðspill andi? Það munu flestir vera sam- málá mér um það að svo sé. Ég hef nú í tuttugu ár tekið þátt í baráttunni fyrir því að hið opin- bera byggði heilsusamlegar íbúðir, ekki til þess að gefa neinum þær heldur til þess að leigja þær fyrir sannvirði eða selja þær. Allir vita hvernig þessi barátta hefir gengið og hvað manni hefir orðið ágengt. Við höfum séð það hvað illar og ó- hæfar íbúðir hlytu. að hafa í för með sér og þó að það sé einhver ný uppgötvun fyrir suma, þá er það engin ný uppgötvun fyrir okk ur. EN HVAÐ ÞÝÐIR að segja við hungrandi mann: Það er siðspill- andi fyrir íþig og þína að leggja þér þetta og hitt til munns? Hvað þýðir líka að segja við þá, sem nú þjást :í hinu ægilega húnæðisböli: Það er siðspillandi og heilsupillandi fyrir þig að búa í þessum skúr- ræfli? Það er fræg setning, sem Anatole France sagði einu sinni. Hann var að sanna það að til væti jafnrétti í Frakklandi og sagði eitt hvað' á þá leið, að engum væri bannað að sofa undir brúnum á Sigii'u — og það sannaði því að ríkj andi væri fullt frelsi í Frakklandi. Eins væri það, ef öllum væri jáfnt bannað að búa í siðspillandi og heilsuspillandi íbúðum hér í Reykjavík á þessum tíma.“ ÞAÐ ER EKKI HÆGT að út- rýma húsnæðisvandræðum og öll- um þeim ægilegu plágum fyrir unga og gamla, -sem þeim fýlgja nema með því að byggja og byggja viðstöðulaust lódýrar hentugar og litlar íbúðir, ekki til að gefa fólki heldur til að leigja því þær eða selja þær. Vitanlega eru hér að myndast fátækrahverfi án þess að hér sé til fátækt á borð við það sem þekktist erlendis fyirr stríð hvað þá nú. Þetta eru því miklu frekar húsnæðisvandræðahverfi en fátækrahverfi, því að margir húsnæðislausir menn hafa fjáráð og sumir jafn vel miklu meiri en margir hinna sem þó hafa- þak vfir höfuðið. FERÐAMAÐUR skrifar mér og seg'ir: Fyrir nokkru kom ég að Tryg'gvaskála og vil ég að þess sé getið opinberlega hversu myndar- leg snyrtiherbergi þau eru er þar hafa verið reist fyrir ferðafólk. Eins og kunnugt er hefir einmitt þessu verið ákaflega ábótavant til skamms tíma næstum alls staðar á landinu. Þess vegna ber að geta þess þegar einhver tekur sér fram um að bæta um.“ „ÞESSI HÚS eru hin snyrtileg- ustu og hefir gestgjafinn i Tryggva skála byggt þau með stuðning'i póst- og símamálastjórnarinnar og Selfossþorps og hefir hann um- sjón með þeim. Slík hús þuri'a að rísa upp víðar, þar sem fjöl- menni kemur og vona ég að for- dæmi gestgjafans í Tryggvaskála verði fylgt af fleirum." AÐ er erfitt' i'yrir þær þjóðir, sem hafa komizt hjá innrás, að gera sér í hugar- lund þá eyðileggingu og efna- hagslega hrun, sem þýzka hernaðarvélin hefur valdið í þeim löndum, sem hún hefur brotið á bak aftur. En það er engin furða, þó að hugmyndir þeirra varðandi skipun mála eftir stríð. sé einkum tengd tvennu: endurreisn hins eyði- lagða hagkerfis þeirra og refs- ingu til handa Þjóðverjum. Þjóðverjar eru ábyrgir fyrir tjóninu og þeir verða að bæta það. Þannig eru þessar kröfur rökstuddar. Það hafa verið uppi tiliögur um að brjóta niður hagkqrfi Þýzkalands, eyði- leggja verksmiðjur þeiira, en taka vélarnar og nota þær til endurreisnarinnar í iðnaði bandamanna. Rússar hafa op- inberlega hreyft því, að þýzkir karlmenn yrðu teknir til þvingunarvinnu á þeim land- svæðum, sem orðið hafa íyrir evðileggingu af völdum þýzku hernaðarvélarinnar. En við skulum hugsa okkur, að beitt yrði fjárhagslegum refsingum í ríkum mæli. Þjóð- verjar sendir í nauðungar- vinnu til Frakklands, Noregs. Balkanlanda og Síberíu; iðnar- kerfi Þjóðverja gersamlega eyðilagt. Af þessu myndi leiða það, að 70 milljónir manna í hjarta Evrópu yrðu dæmdar til slíkrar fátæktar, að þær gætu engin viðskipti rekið, hvorki sem kaupendur eða seljendur, við aðrar Evrópuþjóðir. í hópi þessara milljóna eru þjálfuð- ustu og beztu verkamenn heimsins. Ef sú mikla fram- leiðslugetá, sem hér er um að ræða, yrði eyðilögð, gæti ekkert af því leitt annað en tjón fyrir almenna hagsæld í nágranna- löndunum. Og afleiðingarnar myndu segja til sín um heim allan. Þess vegna ieru þessar hugleiðingar furðu heimsku- legar, og er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig viti- bornir menn láta sér detta í hug að hreyfa þeim. Það er engin ástæða til að láta reynslu síðasta friðar af skaðabótagreiðslum endurtaka sig. Og ekki - þarf að vænta betri árangurs af nauðungar- vinnu. Slíkt er hin mes a só- un á vinnuafli, því að afköst verkatnanna, sem er haldið nauðugum við vinnu., eru eins lítil og framast er unnt að hugsa sér. Eyðilegging á verk- smiðjum getur heldu ■ ekki með neinu móti bætt það tjón, sem bandamenn hafa beðið. — Auk þess /^erður að líta á hinar pólitísku afleiðingar, sem lang varandi skaðabótágreiðslur og nauðungarvinna myndu hafa. Sjötíu rnilljóna þjóð, sem hefur verið rænd líf s mögu 1 eikum sínum og dæmd til hinnar bitrustu öybirgðar, er ekki líkleg til að öðlast neina póli- tíska staðfestu. AÐ ér ekki verið að vekja máls á skynsamlegum kröfum . til Þjóðverja í því skyni að traðka rétti þeirra þjóða, sem þeir hafa kúgað, eða til að halda hlífiskildi yfir þeim. Það er gert ,í því skyni, að halda endurreisninni og refsingunni stranglega aðgreindum. Að sjálfsögðu þarfnast þjóðirnar, sem orðið hafa fyrir blóðtök- um styrjaldarinnar, hjálpar til að byggja upp hagkerfi sín, en það verður að vera raun- veruleg hjálp, ekki blekkingar eins og nauðungarvinna eða skaðabætur, sem greiddar yrðu með lánum frá þeim þjóðum bandamanna, sem meira mega sín. Það mætti hugsa sér, að þjóðunum, sem harðast hafa orðið úti, yrðu veittir mjög hagkvæmir verzlunarsamning- ar um ákveðið árabil, t. d. fimm til tíu ár. $ AÐ er hægt að krefja Þjóðverja um miklu meira framlag til endurreisnarinnar í Evrópu með því að láta þá halda áfram framleiðslu. — Bandamenn gætu t. d. gert á- ætlun um það, að þýzka þjóð- in byggi að öllu leyti við sömu kjör. og hún gerir nú næstu 3, 4 eða 5 ár. Áfganginum af af- rakstri hennar, sem nú er var- ið til vopnabúnaðar, mætti síðan skipta milli þjóðanna, sem þess hafa mesta þörf, og nota til framleiðslu í þágu þeirra. Rússum yrði að miklu meira gagni að fá vélar og á- höld, sem væru framleidd í verksmiðjum Þýzkalands eftir styrj'öldina, heldur en flytja Þjóðvei'ja til nauðungarvinnu í Rússlandi. Þýzka þjóðin ber þyngri, sameiginlega sekt, en nokkur Framhald á 6. síðu. Hannes á liorninu. Unglinaa vantar okkur frá mánaðamótum til að bera út blaðið í nokkur hverfi í bænum. Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið. — Sími 4900. Bezt al aagfýsa í iiþýðublalinu. ^YivrtfTvTirTYrrTriYTriYiYTvwr^í^^wfYTrivTYrjrTYrrrr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.