Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 2
ALÞT0UBLAÐÍ© Fpstudagur 1. sept. 1944. Börnin að leik við vatnsiþróna á leiikveMinum við Njálsgötu, en vatnsþrær og sand/þrær eru auk ýmissa annara leiktækja á öll- 'Uim barnaieikvöllum bæjarins. Aukning og valla fegrun barnaleik- Um 800 reykviksk börn hehnsóttu harnaieik- veliina daglega í sumar Slysavarnafélag íslands: Aukið kennsluslarf. Ymsar merk- ar framkvæmdir í undirbúningi ----------------—....... WleðaS annars að byggð verði hjörgunarstöð í Vatnagörðism. C KEMMTIGARÐAR og ^ leikvellir Reykjavíkur- bæjar hafa tekið miklum framförum undanfarið og enn er iþó ökki nema hálf- unnið verk, því að ráðamenn bæjarins hafa ýmsar áætlan- ir með 'höndum bæði hvað snertir bætt útlit þeirra skemmtigarða og barnaleik- valla sem fyrir eru og aukn ingu þeirra að miklum mun. Sigurður Sveinsson garðyrkju ráðunautur bæjarins fór með blaðamenn í för um skemmti- garðana og leikvellina í gær. Sýndi hann þeim meðal annars fjögur svæði, þar sem talað er um að koma upp skemmtigörð- um eða leikvollum, við Héðins höfða, en þar er nú vinna hafin, svæðið milli Sólvallagötu og Hringbrautar, þar sem ætlað er að komi barnaleikvöllur og æf- ingarsvæði í íþróttum fyrir ung linga — svæði við nýju bæjar- húsin á Melnnum og loks við hina nýju verkamannabústaði í Rauðarárholti. Þá fór hann einnig með þá um alla barnaleikvellina, fimm að tölu og í skemmtigarðana. Yar gaman að sjá börnin glöð og kát að leikjum og maður fann þann mikla mun frá því er eng- inn barnaleikvöllur var til hér í Reykjavík nema Grettisgötu völlurinn og 'börnin áttu ‘hvergi athvarf nema á götunni. Sigurður Sveinsson sagði með a'l annars við blaðamennina um það sem gert hefir verið undan farið: Á Austurvelli voru gróður- sett birki í öll horn grasflat- anna. Trén voru gróðursett í þeim tilgangi að síður væri geng ið inn á grasið, og enn fremur til prýðis. (Betri tré voru ekki fáanleg). Steinhæðin kringum líkneski Jóns Sigurssonar for- seta var byggð upp að nýju. Bekkirnir voru færðir frá lík- neskinu, svo að nú snýr fólk ekki baki að forsetanum þegar það situr á bekkjunum, heldur horíir upp til hans. Á Arnarhóli hefir verið unnið að endurbótum, jarðvegurinn djúpunninn allt að 1 meter nið- ur, þar hefir og verið sléttað og gert beð meðfram Hverfis- götu. Er meiningin að þar verði gróðursettar þrjár raðir af trjám strax og nothæfar plönt ur eru fáanlegar. Barnaleikvöllurinn við Grett isgötu. Qras'flötinn þar hefir ver ið stækkuð og gerð blómabeð' meðfram vegg, leiktækjum fjölg að um helming frá því sem áður var. Varðhúsið og hreinlætis- klefar hafa verið máluð utan og innan. NjálsgötUvöllurinn. Leiktækj um hefir verið fjölgað þar mik ið frá því sem áður var. Bætt var við hellum kringum sand- kassana og þær lagfærðar sem fyrir voru. Gróðursett voru fleiri tré í beðin umhverfis völl inn. Varðhúsið var málað utan og innan og ennfremur bekkirn ir. Freyjugötuvöllur og Hring- brautarvöllur í Vesturbænum eru hvort tveggja nýir barna- leikvellir er tóku til starfa 15. maí þetta ár. Var það eitt af mínum fyrstu verkefnum er ég tók við þessu starfi síðastliðið vor, að ganga frá endanlegri skipulagningu þessara valla og láta setja niður leiktæki fyrir börnin. Barnaleikvöllurinn við Lækj- argötu, en hann er hvorttveggja í senn, leikvöllur og skemmt- garður. Bætt var við töluverðu af trjám og fjölgað blómabeð- um, varðstofan máluð utan og innan og bekkirnir málaðir. Hljómskálagarðurinn. Byrjað var á því í vor að ræsa fram nokkurn hluta garðsins, sem var allt of blautur, svo að trén sem höfðu verið gróðursett þar, sennilega fyrir mörgum árum, voru bókstaflega í bleytueðju, og hafði holklaki í vetur rifið sum þeirra að mestu upp með rótum. Útbúið beð meðfram girðingunni allt frá Sóleyjar- götu meðfram Hringbraut og Bjarkargötu að Birkilundi. Jarð vegurinn I þessu beði var djúp- unninn og á að gróðursetja þar skjólbelti af trjám. Er hugmynd in að slíkt gróðurbelti verði kringum allan garðinn í fram- tíðinni. .'Skjr ', 'ltið veröur tví- skipt og stígui á milli. Veita trjáraðirnar, ef hæfilega þétt er gróðursett, æði mikið skjól í garðinum, þegar trén fara að vaxa. Nauðsynlegt verður að koma upp þéttum trjáröðum dimgirðingum) í garðinum á fleiri stöðum, því næðingurinn þarna á þessu svæði er hið mesta böl öllum gróðri, en trén Frh. á 7. s®*. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS hefir nú á prjónunum ýmsar merkileg- ar framkvæmdir til eflingar hinni háleitu köllun sinni að varna slysum og veita aðstoð þar sem eitthvað bregður út- af í öryggismálum. Margt hefir þegar áunnist í þessum efnum á undan- gengnum árurn vegna ötullr- ar baráttu forystumanna og fyrir góðan stuð'ning almenn- ings. En verkefnin eru mörg og betur má ef duga skal. Stjórn Slysavarnafélags íslands hef ir fullkommn áhuga á að gera allt sem á hennar valdi stendur til að bæta úr því sem enn er ógert, eftir því sem fjárhagur leyfir. ÚTBREIÐSLU OG KENNZLU STARFSEMI í sumar hefir Jón E. Berg- sveinsson erindreki verið á ferðalagi um landið til að líta eftir björgunarstöðvum og und irbúa smíði nýrra skipbrots- mannaskýla. Þá hefir Jón Odd- geir Jónsson fulltrúi ferðast um og haldið námskeið i hjálp í viðlögum við mjög góða að- sókn, og er óhætt að segja að mjög mikill á'hugi ríkir fyrir öllum þessum málefnum Slysa varnafélagsins. Þessari leiðbein Þá hefir forseti flutt tvö stutt ávörp í útvarpi, annað á dönsku til Norðurlanda, og hefir það þegar verið birt í blöðum hér, en hitt .á ensku. í síðdegisboði aðalræðis- mannsins og konu hans að.Wal dorf Astoria hótelinu voru hátt á þriðja hundrað manns. Aðal- ræðismaðurinn fagnaði forseta með ræðu, enn hann svaraði og sagði meðal annars: / i „Það var vorhugur í ís- lenzku þjóðinni, það fann ég bezt á ferðum mínum um landið, þar sem margir sögðu, að ferðalag mitt hefði verið áframhald af 17. jviní. Nú finn ég enn hversu 17. júní á djúp ítök með þjóðinni, ég finn líka hve stórt Island er, þegar ég sé yður öll hér, og mér er ljóst, að för mín hafði ingar og útbreiðslustarfsemi verður haldið áfram. SKl PBROTSM ANN ASKÝLIN Það eru hinar ýmsu kvenna- deildir Slysavarnafélags íslands sem hafa sett sér það markmið að byggja skipbrotsmannaskýli á hinum afskekktustu stöðum meðfram ströndinni, svo sjó- hraktir menn 'þýrftu ekki að •láta lífið af vosbúð og hörm- ungum, eftir að þeir hafa getað bjargað sér á land af eigin ram leik, eins og þvi miður oft hefir átt sér stað. Þá er og í skýlum þessum fullkomin ’björg unartæki fyrir utan nauðsynleg ar vistir og föt. í fyrra lét kvennadeildin í, Hafnarfirði reisa eitt slíkt skýli vð Hjör- leifáhöfða, og nú er kvennadeild in i Reykjavík að láta reisa nýtt skýli á Skeiðarársandi í Öræfum og er það annað skýlið sem reykvíska kvennadeildin lætur reisa austur með söndum. Þannig mun haldið s áfram eftir^efnum og ástæðum þar til ekki verður lengur talið að sú hætta vofi yfir skipbrotsmönn- um að þeir verði úti þótt þeir lendi fjarri mannabyggðum. BRIMLENDIN G ARBÁT AR Slysavarnafélag íslands hefir nú í smíðum nokkra brimlend- ingarbáta, sem beðið hefir ver- ið um á ýmsum stöðum úti á landi og mikil þörf er fyrir. Sá fyrsti er þegar hlaupinn af Frh. á 7. síðu verið ófullkomin, ef ég hefði eigi séð yður.“ Aðalræðismaðurinn ávarp1- aði siðan utanríkismálaráðherr an, en hann svaraði meðal ann ars á þessa leið: „Góðir landar, mér eigi síð- ur en forseta er ánægja að því að vera hér í þer.sum stórá hópi íslendinga. Þegar ég átti heima hér í borg, mátti telja ísiend- inga á fingrum sér. Áður slitn- uðu böndin við þetta land, en þegar þér komið heim aftur, vona ég að yður. muni takast að varðveita þau-, efla þau og styrkja.'1 Um hádegið á þriðjudag var forseta, utanríkismálará 5'Uerra og föruneyti ekið til ráðliúss- ins í New York, þar sem fjöldi fólks var saman kominn í boði La Guardia borgarstjóra til að fagna gestunum. Þegar komið var til rað'hússins var leikinn m. ít.hu Brezkur flugmaður verður fyrir ís- lenzkri bifreið BifreiSarstlórimi ók áfram af siys- staónum IFYRRADAG ók íslenzk bif- reið á brezkan flugmann, og hélt áfram án þess að gætt væri að meiðslum mannsins. Flug- maðurinn særðist nokkuð, en þó ekki hættulega að talið er. Vildi slysið til skammt fyrir norðan Fálkagötu, en þar voru tveir flugmenn á gangi er bif- reiðin R 410 kom eftir vegin- um og ók á mann þann, sem innar gekk á veginum og féll hann í götuna.og slasaðist ail- verulega eins og áður er sagt, en bifreiðin hélt áfram, enda er talið að bifreiðastjórinn hafi verð ölvaður. Flugmaðurinn var fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús, en í gærmorgun var hann tal- inn úr lífshættu. Enskur knaffspyrnu- frömuður ræðir við ísl. knaffspyrnu menn~ Knattspyrnudóm- ARAFÉLAG Reykja- víkur hélt fund s. 1. þriðju- dagskvöld. Tilefni fundarins var að gefa Knattspyrnu- dómurum hér í bæ og ýmsum öðrum tækifæri til að hlýða á erindi ,um störf knattspyrnu dóma á línuvarða, sem Mr. V. Rae íþróttaforingi í enska sjóhernum hér flutti. Mr. Rae er mjög þekktur knattspyrnudómari, og hefir gengt slíkum störfum um tvo t'ugi ára, hefir meðal annars dæmt í landsleikjum. England —Skotland, en slíka leiki er ekki öðrum trúað til að dæma, en meistaraflokksdómurum. Hann er ritari Knattspyrnudóm arafélagsins í London. Erindi Mr. Rae var skýrt og greinagott yfirli't um skipulag þessara málefna með Bretum, forgönguþjóð knattspyrnunnar i heiminum, og þarna fengu á- 'heyrendur góða hugmynd um það mikla starf og þjálfun sem liggja verður til grundvallar því að hljóta slíka viðurkenn- ingu, sem hlutgengur dómari í millilandaleikjum. Þá drap Mr. Rae á nauðsyn þess að ísl. knattspyrnudómarar tækju upp samstarf á alþjóðlegum vett- vangi um þessi mál, að stríðinu loknu. Hann lét og nokkúr orð falla um ísl. knattspyrnu, sem hann hvað standa jafnfætis brezkri áhugamannaknatt- spyrnu. Hann hvaðst hafa séð ýrnsa leiki hér í sumar, sér til mikillar ánægju. Að erindinu loknu svaraði Mr. Rae ýmsum fyrirspurnum sem til hans var beint. Létu fundarmenn vel yfir svörum hans og skýringum. Að lokum þakkaði formaður K. D. F. R. Gunnar Aksel'sson, Mr. Rae fyrir þá vinsemd sem hann hefði sýnt með því að mæta á fundinum og fyrir hið fróölega erindi sem 'hann 'hefði flutt. Sextugur er í dag Ólafur Lárússon ihér- aðslækir í Vestmannaeyjum. Forsefa Islands fagnað i New York La Gsiardia borgarstjóri ffutti siokkum hluta áyarps sins á ísleuzkri tuugu A MÁNUDAG sat forseti íslands hádegisverð hjá Inter- national Chamber of Commerco og voru viðstaddir um nítíu menn, sem framarlega standa hver á sínu sviði. Voru þar margar ræður fluttar fyrir minni íslands og forseta, og þakkaði hann með glæsilégri ræðu, sem hefir verið víða getið í blöðum og útvarpi. Lagði hann 'meðal annars áherzlu á, að vér værum norræn þjóð og myndum halda áfram sam- bandi voru við hin Norðurlöndin strax og stríði^ hefði verið unnið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.