Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ Múrarar óskad 2 múrarar óskast til þess að múrhúða hús utan og innan * Upplýsingar í síma 2085 Túnfiskur í matinn í dag Síid & Fiskur Föstudagui- 1. sept. 1244. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í • LæknavarQ- .Stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. sími 1540. Næturakstur annast ■ B. S. í., ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 20.30 íþrótta'þáttur í. S. í.: Lands mót í knattspyrnu 1944 (Jens Benediktsson blaða - maður). 21.50 Strokkvartett útvarpsins: a) Tilbrigði eftir Beothoven. b) Andante cantabile eftir Tschaikowsky. '21.05 Erindi: ,,Hor£t um öxl og fram á leið“, IV. (Brynleif- ur Tobíasson menntaskóla- kennari). '21.30 Hljómplötur: Elisabeth Schu mann syngur. 21.50 Fréttir . 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): Faust-symfónían eftir Liszt. "Til danskra fióttamanna frá S. S. kr. 50.00. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna band hjá borgarfógetanum ungfrú Kristín Jónsdóttir frá' Hellisandi og Hannes Tómasson stýrimaður frá Vestmannaeyjum. Heimili ungu hjónanna verður á Blómvallagötu 10. Leiðrétting. Meinleg' prentvilla hefir slæðst inn í frásögnina af starfsemi og fyrirætlunum mæðrastyrksnefnd- ar (húsbyggingarsjóðnum fyrir sumarheimili mæðra), kaflanum iun« hina árlegu hvíldarviku. Þar stóð: „En það kom fljótt í ljós, að barnshafandi konur gátu yfirleitt ekki komizt frá heimilum sínum til þess að njóta einhvers konar sumarhvíldar, nema (þær ættu (þess kost, að hafa að minnsta kosti yngstu börnin með sér“ o. s. 'írv. En hér átti að sjálfsögðu ekki að standa barnshafandi konur, heldur barnakonur. Mótanefnd knattspyrnufélaganna heldur dansleík í Oddfellowhúsinu n. k. laugardagskvöld (annað kvöld) kl. •9. Aðgöngumiðar verða seldir í Oddfellowhúsinu á morgun kl. 2 til 6. Knattspyrnumenn ættu að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, því.færri fá þá en vilja, ef að vanda lætur um dansleiki móta- nefndanna. Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði efna til berja- Serðar n. k. sunnudag. Þátttöku fikal tilkynna fyrir kvöldið í kvöld til Unu Vagnsdóttur eða Fáls Sveinssonar. Félagsfólk ætti að nota þetta tæWifæri til að kom- ast í berjamó og fjölmenna í för- ina. Áheit til Slysavarnafélags íslands: Frá Eyjólfi Ólafssyni kr. 50.00. Frá Sigríði Jörgensen kr. 10.00. Frá .Guðrúnu Sigurðardóttur kr. 60.00. Frá' G. G. kr. 10.00. Frá ó- nefndri kr. 100.00. Frá Dísu kr. 10.00. Frh. af 2. síðu þjóðsöngur íslands og Banda- ríkjanna. Borgarstjóri bauð for seta velkominn með snjal’ • ræðu og lauk máli sínu á ís- lenzku á þessa leið orðrétt: „Herra forseti. Viljið þér bera kveðju fólksins hér í borginni til þjóðar yðar. Skil- ið til þeirra, að það beri vin semdarhug í brjósti til henn- ar og óski henni alls bins bezta. Lengi lifi xslenzka lýð veldið.“ Barnaleikveliirnir Frh. af 2. síðu. vaxa örar ef hæfilega' þétt er gróðursett, því þá veita þau hvert öðru skjól. — Hreinsað hefir verið kringum öll trén í Bjark’arlundi, en þar gréri gras upp að öllum trjánum, og hafin herferð gegn sjúkdómum, eink- um voru reynitrén illa farin. Efst í Bjarkarlundi við Bjark- argötu hefi ég útbúið bráða- birgða græðireit og hefi þar smá plöntur af trjám og fjölærum jurtum, til útplöntunar í garð- ana síðarmeir. Ég vil umskipu- leggja garðinn að nokkru leyti, sérstaklega er þetta óhjákvæmi legt Sóleyjargötumegin, þar sem tekin var sneið af garðinum undir götuna. Og sjálfsagt er að fegra hann að miklum mun, . koma þar upp fjölskrúðugri gróðri en nú er. Það sem næst liggur fyrir er að þekja veg- kant Sóleyjargötu og ræsa fram mýrina, hornið miíli Sóleyjar- gctu og Hringbrautar. Svæðið þetta hefir lengi verið injxan girðingar þeirrar, er áður var kringum Hljómskálagarðinn, og er meiningin að bæta því við skemmtigar ðinn. Litla tjörnin og umhverfi hennar getur orðið einhver allra skemmtilegasti staðurinn í garðinum, er því nauðsynlegt að umskipuleggja alveg það svæði. Vil ég senda bæjarráði tillögur um það mál síðar. Bað staðir og skemmtigarðar er hvort tveggja nauðsynlegt, en er ekki samrýmanlegt nema að mjög takmörkuðu leyti, enda hefi ég ekki séð það erlendis að baðstaðir væri hafðir inni í skemmtigörðum, gott væri ef íslendingar kynnu þá umgengni að þetta væri samrýmanlegt. Að öðru leyti tala garðarnir sínu máli, og allur bærinn talar um þá. Grasfletir og nýir leikvellir. Búið er að þekja grasfletina á Hringbrautinni í Vesturbænum að nýju, og setja þeir allt annan svip á götuna og umhverfið. Ennfremur er byrjað á skipu- lagningu á nýjum barnaleik- velli nálægt Héðinshöfða. At- huguð hafa verið stæði fyrir barnaleikvelli víðsvegar um bæinn, því það hefir sýnt sig, að þörf er fleiri leikvalla, og leiktækjum mun verða fjölgað að mun í haust á gömlu leikvöll unum, þrátt fyrir viðbótina í sumar, sem Jdó var stórt spor í áttina frá því sem áður var. Æska og gróður eiga samleið-, börnin ganga vel og þrifalega um vellina, læra að ungangast þar gróðurinn án þess að eyði- leggja hann. Ef öll börn læra þá umgengni verða skemmti- graðarnir ekki eyðilgðir í fram tíðinni.“ Niðursuðuverksmiðja fefeiii fii starfa á Ákureyri NÝTT iðnaðarfyrirtæki er teikið til starfa á Akureyri, sem heitir Síild h.f. — Er það eins og nafnið bendir til, nið- ursuðuivierbsmiðja og. er Iþegar byrjuð, framleiðsla á niðursoð- inni sald í olíu, tómat o. fl. teg- unduin. Eínnig á niðursoðnuan sviðum Þær tegundir af framleiðslu verksmiðjunnar, sem komið hafa á markað hafa liíkað af- bragðs vel. Stjórn Niðursuðu- verkismiðjunhar Síld h.f. skipi: Magniús Einarsson, framkvæmd- arstjóri, formaður,meðstjórnend ur: Tryggvi Jónsson niðursuðu- fræðiingur og Sigfús Baldvins- son, útgerðarmaður, Akureyri. Slysavarnafélagið Frh. af 2. síöu stokkunum, og hinir eiga að reka hvern annan og verður það helzt hinn mikli kostnaður við .smíði þeirra nú, ef ekki verður hægt að fullnægja öll- um beiðnum. Bátarnir eru smið aðir í sama formi og fyrri brim lendingabátar félagsins, sem allir hafa líkað ágætlega. Hinn góðkunni skipasmiður Pétur Ottarson sér um smíði bát- anna. BJÖRGUNARSTÖÐ í REYKJAVÍK Þá ríkir mikill áhuj því að komið verði upp full- kominni björgunarstöð hér í Reykjavík áður'en vetur geng- ur í garð. Nefnd, sem falið var að svipast um eftir heppilegum stað, 'hefir lagt til að stöðin verði hoíð í Vatnagörðum, þar sem nú er flugskýli, eftir að vissa var fengin fyrir þvi, að ekkert 'heppilegt pláss myndi fáanlegt hér innan 'hafnarinn- ar. Samkomulag hefir náðst um það milli Slysavarnafélags íslands og Sjómannadagsráðs- ins, að þessir aðilar komi sér upp sameiginlegu bátahúsi, og verði þar alltaf til taks velbú- inn björgunarbátur, bæði til æfinga og þegar slys ber að höndum. Þá hefir verið sam- þykkt að Slysavarnafélag ís- lands beiti sér fyrir því, að hinn fyrirhugaði hafnarbátur í Reykjavík verði útbuinn öll- um nauðsynlegum tækjum til ’ bj örgunarstarfsemi. Eins og gefur að skilja þá ' munu allar þessar framkvm“ ir verða útgjaldasamar fyrir fé lagið, en það nýtur nú bæði á- litlegs opinbers stuðnings og treystir enn sem fyrr á almenn ann stuðning þeirra sem áhuga hafa fyrir þessum málum. Nú að undanförnu hefir inn- heimtumaður Slysavarnadeildi- arinnar „Ingólfur" verið að inn heimta árgjöldin hjá fóV-- um og færir félagið beztu þakk ir fyrir þær góðu móttökur, er hann 'hefir fengið. Hann tek ur og á, móti áskriftum þeirra, sem gerast vilja nýir félagar. Er því treyst að þeir verði margir sem séu fúsir til þess, og vonandi fer félagatalan vax andi að miklum mun á þessu ári. Hvað fjárframlög snertir til slysavarnanna, bæði merkja- sölu og beinar gjafir, eru höfuð staðarbúar síður en svo nokkrir eftirbátar annarra landsmanna, en ’hvað snertir beina þátttöku í félagsstarfseminni, komast þeir ekki ti.1 jafns við fólk í öðrum landshlutum, eins og t. d. surn sveitahéruð, þar sem heita má, að allir sem komnir eru til vits og árajséu meðlimir í einhverri af deildum Slysá- varnafélags íslands. Þetta er það sem keppt er að. Iðgjöld Slysa- varnafélagsins eru svo lág, að þau ættu ekki að vera tilfinn- anleg fyrir neinn, en ef allir væru með og enginn skoraðist undan, myndi vera hægt að koma svo miklu meira í verk. Walierskeppnin á sunnúdaginn NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 5 s. d. hefst Walters- keppnín á íþróttavellinum með leik milli Fram og Vals. Er þetta síðasta knattspyrnumót sumarsins, ög' er keppt um bik ar þann, sem ekkja Walters heitins Sigurðssonar gaf til minningar um mann sinn. Mót þessu er þannig háttað, að það félág, sem tapar leik er út úr keppninni. Bergstaðastræti 37 1. sepiember Frh. af 3. síðu. sama tón: Hann lofaði öllu fögru og unni friði og sátt, en hafði andstyggð á styrj- öldum. Eina slíka ræðu flutti hann 28. september í þann mund er verið var að ónýta ævistarf Tómasar Masaryks, menningarríkið Tékkósló- vakíu. Hinn málóði komst við það tækifæri meðal annars svo að orði: „Við kærum okk ur ekkert um að kúga aðrar þjóðir. Við viljum lifa okkar eigin lífi. Þjóðverjar og Pólverjar eru tvær þjóðir óg þessar tvær þjóðir munu lifa og hvorug þeirra mun fær um að ráða niðurlögum hinnar. Við höfum fullvissað næstu nágranna okkar um, að Þjóðverjar viðurkenni sjálf- stæði þeirra. Þetta er ekkert orðagjálfur, það er heilagur ur ásetningur okkar.“ Tæpu ári síðar hófst svo morðtíma- bilið, sem Hitler oog ráðgjafa hans hafði dreymt um og þráð, ný „Nacht der langen Messer,“ nótt hinna löngu hnífa, sem virðist vera ein hvers konar sælunótt í hugar heiyai nazista, var skollin á. Nú fengu flugmenn Görings langþráð tækifæri til þess að reyna skotfimi sína á varnar- lausu flóttafólki á vegum úti, sem yfirgaf brennandi býli sín, nú var það murkað niður til dýrðar foringjanum, nú skyldi hefjast þúsundárarík- ið þýzka, en vegurinn þangað átti að liggja um brennandi borgir, yfir himinháan val- köst. ÞESS VAR ENGIN VON, að Pólverjar gætu varizt árás Þjóðverja. Hér var ójafn leik ur. Árásin, sem vafalaust hefir verið undirbúin af hinni alkunnu þýzku ná- kæmni löngu áður, gekk sam kv. áætlun. Á þrem vikum höfðu þýzkar hersVeitir sigrað pólsku herina, sem voru illa að vopnum búnir, áttu fáa skriðdreka og lítið sem ekk- ert fluglið. Varsjá varð fyrir heiptarlegi'i skothríð og eld- móður og þrek almennings í borginni dugði ekki gegn hinum skjótvirku drápsvél- um Þjóðverja. Frank, einn Sími 4240 . andstyggilegasti grimmdar- seggur nazistaklíkuhnar var skipaður landstjóri 1 Pól- landi og nú hófst starfsemi sem honum var að skapi. Gyðingum var útrýmt í mörgum borgum með visinda legum og öruggum hætti, en annars staðar voru þeir látnir í þrælkunarvinnu og dóu smám saman af illri meðferð, hungri og vosbúð. Jafnframt létu Þjóðverjar greiþar sópa um verðmæti landsmanna. En það var að- eins á yfirborðinu, að Þjóð- verjaV höfðu sigrað. Enn fald ist neisti frelsisins og hat- ursins til ræningjanna og bófanna, sem höfðu úthellt svo miklu saklausu blóði. Og sá neisti hefir nú orðið að báli. í FIMM LÖNG ÁR hafa Pól- verjar orðið að þola okið. í fimm löng ár hafa þeir orð- ið að þola svívirðingar og smán í sinu eigin landi, en nú þegar sjötta striðsár Pól- verja fer í hönd, sést birta af nýjum degi. Vonandi fær hin hrjáða pólska þjóð þann frið, er hún þráir og þarfn- ast. Vonandi fær Pólland að rísa aftur af grunni, alfrjálst. Herstjóm ... Framh. af 3. síðu. N. Bradley hershöfðingi. Mun Montgomery stjórna vinstri fylkiingararmi bandamanna í SÓkninni en Bradley þeim hægri. Bretakonungur hefir særnt Mont gomiery markskáiliksnafnbót. Eisenhower gerði gréin fyrir þessari Ibreytingu á fuhdi, er hann hélt með blaðamönnum. Sagði hann, að breyting þessi hiefð'i verið ábveðin fyrir löngu síðan. Fyrst í stað hefði Mont- gomeryátt aðhafa yfiiherstjórn ina á hendi, unz bandamenn hefðu náð á sitt vald miklu land sivæði, en þá átti að gera iþá skip an á, sem nú hetfði verið gerð. Eisenhower sagði, að Montgom- ery hefði farizt herstjórnin af- burða vel úr hendi, enda væri hann einn mesti hershötfðingi þessarar og al'lra annarra styrj- alda. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.