Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 6
6 AUÞYÐUBt-A^IF* Föstadagur 1. sept. 1944. Bretakonungur í Normandie Georg Bretakonungur ihefir nú farið tvær ferðár til meg- inlandsins til að heimsækj a innrásrttieri ibandaananna, — fyrst til Noranandie síðan til -vígstöðfvanna við Florens á Ítalíu.. Þessi mynd var tekin af bonum rétt eftir að !hann steig á land í Normandie. í fylgd með ihonum er Montgomery. hersihöfðingi. HVAÐ SEGJA' HIN BLÖÐIN _ Framhald af 4. síðu. mjög vafasamt, að nokkurt verka- lýðsfélag segði nú upp samning- u'm. í>að sem verkalýðurinn vill, er fyrst og fremst stöðugt og öruggt atvinnulíf og niðurfærslu dýrtíð- ar. ’ En samningauppsagnir til grunnkaupshækkana eru aðeins nauðvörn vegna þeirrar miklu kauphækkana, sem víða hafa ver ið látnar viðgangast, en jafnframt eru þær eðlileg neitun verkalýðs- ins við því að búa við ákaflega mishátt kaup, þegar verðlag er lög boðið hig sama um allt land og þó að ýmsu leyti hæst á hinum afskekktari stöðum.“ Hér er sjálfsagt rétt sagt frá, og rná af þessum ummælum Skutuls sjá, hve furðuleg ó- stjórn og misræmi er nú á launa kjörum í landinu. Er við slíkt ástand ekki von að vel fari, allra sízt, þegar þar við bæt- izt, að ábyrgðarlaus öfl nota sér hvaða átyllu, sem gefst, til þess að stofna til nýrra og nýrra vandræða og auka glundroðann og öngþveitið í þessum málum. Frh. af 5 siöu þjóð hefur áður gert í sög- unni. Kvalin og kúguð Evrópa krefst réttlætis. Og það myndi hafa slæmar afleiðingar, ef synjað væri um þetta réttlæti. En réttlætisins verður að leita með fullkominni stillingu. Fyr- ir þrennu ber að gera sér grein. í fyrsta lagi ber að gera sér grein fyrir því, að allt er breýtingum undirorpið. Það er tilgangslaust að tala um „strangan“ eða ,,vægan“ frið. Þess er ekki að vænta, að þjóð- ir bandamanna elski Þjóðverja sem bræður daginn eftir að styrjöldinni lýkur. Friður- inn á að byggjast á hörðum kostum fyrst í stað, en síðan á að draga úr þeim. Þjóðverjar eiga að vera fátækir fyrstu 5 árin og aðeins helmingur fram- leiðslu þeirra á að ganga til þeirra sjálfra, hinu á að skipta milli þeirra, sem þeir hafa leikið hart. Það á ekki að leiða yfir þá varanlega örbirgð. —• Lengra er ekki hægt að ganga en að krefjast af þeim ítrustu sjálfsneitunar í fimm ár. í öðru lagi væri það hin mesta fásinna, að refsa Þjóð- verjum þannig fjárhagslega, að það yrði til tjóns fyrir banda- menn sjálfa. Bandamönnum be? :ið taka í sínar hendur um- ráð yfir auðæí'um Þjóðverja, en með því er engan veginn sagt, að það eigi að eyðileggja auð- æfin. í þriðja lagi er þess að gæta, að það er ætlunin að koma í veg fyrir möguleika Þjóðverja til að hefja nýjan ófrið en ekki að gera þá fátæka. Af því leiðir aftur, að fremur ber að líta á stjórnmálahlið málsins en fjárhagshliðina. Það eru tak- mörk fyrir þeim byrðum, sem lýðræðisþjóðirnar meðal banda- manna verða fúsar til að leggja á herðar Þjóðverja að styrj- öldinni lokinni. Þegar þessa er gætt, ætti að leggja á það höf- uðáherzlu, að tryggja full- komna afvopnun Þjóðverja með skynsamlegum fjárhags- byrðum. Og þegar málið er skoðað frá sjónarmiði Þjóð- verja, getur sá friður, sem þeim er algerlega móti skapi, ekki orðið varánlegur. Þáð er 'þess vegna skynsamlegast að miða álögurnar á þá við það, sem líkur eru til, að þeir mættu sætta sig við. * AÐ er vel hugsanlegt, að þýzka þjóðin myndi sætta sig við afvopnum, ef hún er ekki samtímis svipt möguleik- unum til að lifa. En ef efna- legri örbirgð verður bætt ofan á afvopnunina, miðar það að því einu að gera vandamálið með þýzku þjóðina algerlega ó- leysanlegt. I Erlend áhrif á íslenzk sfjórn- mál að sfríðslokum r Frh. af 4. síðu. máli þeirra Churchills og Roo- sevelts er sögulegt skjal, sam- ið í andrúmslofti og fyrir til- verknað rísandi afla innan lýð ræðisþjóðanna, er krefjast frelsis frá ánauð og tryggs friðar og aukinnar farsældar. Hin f j ögur f relsisstef numið Roose velts — The Four Freedoms — túlka raddir milljónanna er krefjast fullkomins málfrelsis, óskoraðs trúfrelsis og öryggis gegn skorti og ótta við skort. Það eru raddir miljónanna, er unna frelsi og lýðræði, en hata, af langri reynslu, öfl ófrelsis, einræðis og ofbeldis. í Philadelphia í Bandaríkj- unum mættu á ráðstefnu Al- þjóðlega vinnumálasambands- ins, (I.L.O) sendimenn fyrir rúm 40 ríki, og áttu þar fulltrúa allar hinar sameinuðu þjóðir, að Rússum undanskildum, auk margra vinsamlegra þjóða, er þó standa utan við. Rússar, sem reknir voru úr Þjóðabandalag- inu, fyrir hina grimmilegu á- rás þeirra á Finnland, neituðu algerlega að hafa formælend- ur á þessu þingi, þó að mikið væri að þeim lagt að gera það. Á þessari merkilegu ráðstefnu var samþykktur alþjóðlegur -sáttmáli (International Labour Charter), er leggur grundvöll að stefnu til alþjóðlegrar sam vinnu um ákvarðanir og ráðstaf anir til stórvægilegs félagslegs öryggis og aukinnar hagsældar fyrir alþýðu manna. í þessum sáttmála birtust vonir, óskir og kröfur hinna mörgu milljóna í löndum víða um heim, sem ýmist eru frjálsar og sjálfstæð- ar þjóðir, er taka virkan þátt i baráttunni gegn ofljeldi öxul ríkjanna, eða kúgaðar þjóðir undir járnhæl nazismans, eða hlutlausar þjóðir, er eiga að öðru leyti fulla samleið með hinum sameinuðu lýðræðisþjóð um. Og innan þessa ‘hóps gætti ekki hvað sízt alþýðusamtak- anna um víða veröld, og ann- arra þjóðfélagsafla, er setja hátt kröfurnar um fullkomið frelsi og öryggi, en því verður ekki fullnægt með öðru. en að hindra og útrýma skortinum og óttanum við skortinn. Allt eru þetta talandi tákn þess afls og þeirra strauma, er í lýðræðis- heiminum brýst nú fram með auknum krafti. Sá orðrómur verður sterkur, en mótstaðan getur einnig orðið voldug cg við- námshörð. Og sá hinn sterki síraumur mun vissulega befast til íslandsstranda. Hans áhrif fara ekki framhjá íslenzkum stjómmálum og fl.ökkum. Þrjár leif&ir i ©Idyróti ófriSarlokaBíiia í ölduróti ófriðarlokanna verður íslenzka þjóðin að taka afstöðu til úrla usnarmálanna. Þeir, sem berjast gcgn hinum sterka straum, munu skipa sér í raðir íhalds- og auðhyggju, og til varnar fornu misrétti og forréttindum fámennra stétta. Þeir, sem leitast við að Sveigja þennan straum inn í þröngan I farveg ofbeldis og einræðis munu skipa sér í raðir komni- únista. Þeir, sem vilja greiða fyrir eðlilegum og breiðum far vegi þessa straums, fylla hóp lýðræðisjafnaðarmanna, eða rétta þeim hendur til stuðnings og samstarfs. Alþýðuflokkurinn á íslandi fylgir jafnaðarstefnu á vegum lýðræðisins. Hann mun áreiðan lega berjast áfram á líku.tn grundvelli og áður var, en kreddulaust ihaga störfum sín- um, eftir breyttum aðstæðum og ástandi, bæði hér á landi og erlendis", og hafa augun opin fyrir staðreyndum og reynslu þeirra miklu umbótatíma, sem þegar eru byrjaðir og fara i hönd. Hans munu vissulega bíða mikilvæg verkefni í ís- lenzkum stjórnmálum. Og gifta íslenzku þjóðarinnar mun á næstu tímum ekki lítið eftir því fara, hvaða stjórnm-ú >öfl verða hér sterkust, og hvert verður fylgi og áhrif Alþýðu- flokksins. Leiðrétting MEINLEG PRENTVILLA hef . ir enn slæðst inn í grein Stefáns Jóh. Stefánssonar í blaðinu í gær. Þar hefir fallið út ein lína í kaflanum um Hol- land og Belgíu og meining þar með ruglast. Upphaf kaflans átti að hljóða þannig: ,,í Hol- landi og Belgíu var flokkaskip un fyrir stríð með mjög líkum hætti og á Norðurlöndum, sterk ir jafnaðarmannaflokkar, lýð- ræðislegir borgaraflokkar, ým-^ ist íhaldssamir eða frjálslynd- Fyrsia flokksmótið LANDSMÓT 1. fl. í knatt- spyrnu hélt áfram s.l. sunnudag, en þann dag fóru fram tveir leikir í mótinu. •— Fyrri leikurinn var háður á milli KR og Vals og lauk hon- um með sigri KR 5 gegn 1 ■— í fyrri hálfleik skoraði KR 2 gegn 1, en í síðari 3 gegn 0. Það', sem gerði gæfumuninn var þolið, en þar báru KR-ing- ar mjög af mótherjum sínum er fram í sótti, og ber marka- fjöldinn í hálfleikjunum vitni. í liði Vals léku ýmsir gamal- kunnir meistarar þess félags, en sýnilega í lítilli sem engri þiálfun, en meðan þeir voru ó- þrsyttir spjöruðu þeir sig og ber fyrri hálfleikurinn því vitni (2:1), en þegar fram í , sótti, kom úthaldsleysið í ljós og var eins og sumir þeirra stæðu kyrrir, þó þeir hlypu af öllum mætti. Lið KR hafði sýni- lega búið sig undir þenna leik og úthald þess brást ekki, bezti maðurinn í þeirra liði var meistaraflokksmaðurinn Birgir Guðjónsson, og átti hann sinn mikia þátt í að halda knettinum frá markinu og stöðva sókn Vals. Síðar um daginn fór svo fram annár leikur mótsins, en hann var á milli Akurnesinga og Hafnfirðinga. Þessi félög hafa ekki áður átt þess kost að keppa saman í Landsmóti 1. fl., þó bæoi hafi áður verið þátt- takendur í því. Var því jaessa leiks beðið með nokkurri eftir- væntingu, því jsarna var og. um raunverulega bæjarkeppni að ræða. Leikar fóru svo, að Akurnes- ingar unnu með 2:0. Mörkin skoruðu þeir sitt í hvorum hálf- leik. Fyrra markið er nokkuð var liðið á hálfleikinn, en síð- ara markið, þegar í byrjun hálf leiks. Leikurinn var f jörugur og all harður. Með sigri sínum í leik þessum tryggja Akurnesingar sér að komast í úrslit, en þar eiga þeir að etja við KR. Fer sá leikur fram á morgun kl. 4.30 og mun þar vissulega við . ramman reip að draga, þar Hefir þý ' -' keypt - Bílaitókina? sem KRliðið er, en lið Akumes- inga hefur sýnt dugnað, úthald og oft laglegan samleik í leikj- um sínum í þessu móti, og dragí': það í engu af sér, þegar til úr- slitaátakanna kemur, og það er engin ástæða til að ætla það,- —- má búast við snörpum leik, sem ekki er gott að spá hvernig lýk- ur. Ebé. Presfafélag Suðurlands: Ritar Þhtgvallanefnd og skorar á hana a® alsfýra vanhelgun siaðarins A ÐALFUNDUR Prestafélag& Suðurlands var haldinn' að Þjórsártúni dagana 27. og 28. ágúst s.l. Fyrri • fundardaginn (sunnu- daginn) dreifðu prestar sér, svo sem ávallt hefur verið venja í sambandi við þessa fundi, og þjónuðu tveir og tveir við hverja kirkju nágrennisins. Var því að þessu sinni hagað þannig: Kálfholtskirkju: Sr. Jakob Jónsson og Sr. Garðar Svavgrs- son. Marteinstungukirkju: Sr. Guðm. Einarsson og sr. Bjarnl Jónsson. Hagakirkju: Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson og sr. Árelíus Níelsson. Skarðskirkju: Sr. Hálfdan Helgason og sr. Helgi Sveins- son. Árbæjarkirkju: Sr. Ólafur Magnússon og sr. Ragnar Benediktsson. Hábæjarkirkju: Sr. Brynjólf- ur Magnússon og sr. Sigurbjörn Á. Gí§lason. Á mánudagsmorgun kl. S hófust fundarstörfin. Aðalum- ræðuefni fundarinS var altaris- sakramentið. Voru þeir frum- mælendur sr. Sveinn Ögmunds- son, Kálfholti og sr. Jón Guð- jónsson, Holti, en kvöldið áður hafði sr. Ófeigur Vigfússon prófastur í Fellsraúla flutt er- indi um sama efni. Stóðu um- ræður bessar lengi dags. í sambandi við nokkrar um- ræður um ÞingVöll, hinn forna helgistað þjóðarinnar, var stiórn félagsins falið að rita Þingvailanefnd og „mælast til þess við hana, að hún taki fyrir það, að Þingvelli sé misboð- ið með ósæmilegri hegðun eins og átt hefur sér stað á þessu sumri.“ Guðsþjónusturnar í sam- bandi við fundinn voru sérstak- lega vel sóttar og móttökurnar þæði á kirkjustöðunum og í Þjórsártúni hiriar ágætustu. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skiþa: Sr. Hálf- dan Helgason prófastur, form., en meðstjórnendur sr. Sig. Pálsson og sr. Garðar Svavars- son.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.