Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 4
4 \ ALÞÝfHJBLAÆHB Stuinudagur 3. septembe? 1944. ^)íjðubUMÍ> Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Etitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4°S1 og 4902. Símar afgr-xðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Gleymd stétt. OPINBERIR STARFSMENN hafa enn ejnu sinni minnt á hvílíkum órétti þeir eru beitt ir í launakjörum. Síðustu árin hafa allar aðrar launastéttir fengið stórkostlega hækkun á grunnkaupi. Nemur sú hækkun 42—120%. Á sama tíma hafa laun opinberra starfsmanna ver ið bætt. upp með 30% og 25% álagi. Sjá allir, hvílíkt mis-- ræmi er í þessu. Milliþinganefnd, sem fjallaði um launakjör opinberra starfs- manna hefir fyrir löngu síðan skilað áliti til ríkisstjórnarinn ar. Síðan hefir ríkt þögn um málið. Rikisstjórnin hefir stung ið tillögum' milliþinganefndar undir stól. Á alþingi hefir ekk- ert bólað á frumvarpi til nýrra launalaga. En við svo búið getur þetta ekki staðið lengur. Þetta mál er komið í eindaga, ekki aðeins fyrir starfsmennina sjálfa held ur láka fyrir iþað opinlbera. Nú er svo komið, að erfitt er að fá menn í ýmsar stöður hjá því opinbera, vegna hinna al- gerlega óviðunandi launakjara. Eru alkúnn vandræðin á því, að fá menn með kennaramennt' un í barnakennarastöður, enda þótt vitað sé,, að þeir gegni ýms um öðrum störfum í þjóðfélag- inu. Ennfremur er það fullvíst, að hið opinbera fer mjög hall- oka í samkeppni við einkafyrir tæki um góða starfskrafta, af því að það geldur starfsmönnum sínum lakari laun en þau. Er því mikil hætta á því, ef ekki verður breyting á í þessum efnum, að til starfa þágu þess opinbera veljist fyrst og fremst lökustu starfskraftarnir. Sjá all ir, hve óheillavænleg slík þró- trn væri, og er þarflaust að fjöl ýrða um það. En það er ekki aðeins, að op- iuberir starfsmenn hafi verið mjög afskiptir hvað snertir kjarabætur síðustu ára, þannig að þeir eiga nú fullt í fangi með að framfleýta lífinu á frumstæðan hátt, margir hverj ir, þegar nálega allir aðrir þegn ar þjóðfélagsins búa við stórum bætt kjör. Þeir búa einnig við stórkostlegt óréttlæti innbyrðis. Launakjör þau, sem opnberir starfsmenn búa nú við, eru svo misjöfn og handahófskennd, að algerlega er óviðunandi. Þeir stprfsmenn, sem búa við hin gömlu og úreltu launalög, eru mjög illa launaðir. Hins vegar njóta surnir starfsmenn hinna yngstu ríkisstofnana miklu betri kjara. Þeim eru ekki greidd laun samkvæmt launa- lögum, enda mun ekki hafa þótt fært að bjóða þeim þau kjör, þó að aðrir verði að sætta sig við þau. Úr órétti þeim, sem opinber- ir starfsmenn eru nú beittir, verður að bæta tafarlaust. Þeir eru hvort tveggja í senn: smán- arlega illa launaðir og sviptir þeim möguleika að geta leitaö réttar síns á sama hátt og aðr Sigurður Þorsteinssoti: Tveir draumar og gamlar og nýjar hugleiðingar um stjórnmál. Asíðastliðnum vetri skrifaði ég nokkrar stuttar greinar, er voru þess efnis, að ég vissi fyrirfram, að þær fengju ekki rúm í flokks- blöðunum, og birtust þær því í blaðinu ,,ísland“, sem nú hef- ur hætt að koma út. Alþýðu- blaðið tók þó upp eina þeirra og birti hana orðrétta. — Þess vegna dettur mér í hug að biðja það um rúm fyrir eftirfarandi hugleiðingar og drauma. I. Eg hef haft kosningarétt nú í nær 52 ár undanfarið og not- að hann ávallt utan eitt skipti, og verður vikið að því síðar. Eg þótti framan af fremur lið- tækur flokksmaður, en nú á síðustu árum hef ég ekki getað fylgt neinum ,,flokki“ gegnum þykkt og þunnt, og færði ég í áðurnefndum greinum ástæður fyrir því, og skal það ekki end- urtekið hér, nema að litlu leyti. Áður fyrr fylgdi ég að málum þeim mönnum, sem mér þótti vera skeleggastir í sjálfstæðismálum íslands, en á síðustu tímum hefur sú breyting orðið á skoðunum mínum, að ég hef staðið öllu nær þeim, sem vildu fara gæti- lega og að öllu á löglegan hátt. Þess vegna gat ég ekki aðihyllst hina svonefndu „hraðskilnaðar- stefnu“ í lýðveldismálinu, en þegar, góðu heilli, náðist sam- komulag um að fella sambands- lagasamninginn, með alþjóðar atkvæði úr gildi á löglegum tíma, var ekkert í veginum lengur um það atriði, og mundi ég jafn eindregið hafa getað greitt atkvæði með lýðveldis- stofnuninni, ef það atriði hefði verið borið, eins og rétt- ara virtist vera, undir þjóðar- atkvæði út af fyrir sig, en ekki blandað saman við hina mein- gölluðu lýðveldisstjórnarskrá, „eins og ihún 'var samþykkt á al- þingi 1944“. Sambandslagasamn ingurinn var gerður eins og kunnugt er 1918, og borinn undir þjóðina við atkvæða- greiðslu um haustið, og greiddi ég eins og fleiri ákveðnir fylg- endur sjálfstæðis- og landvarna- stefnunnar, atkvæði gegn hon- um, og voru ástæður fyrir því þær, að mörg veigamikil -at- riði hans virtust koma í bága við hinar fyrri sjálfsstjórnar- kröfur íslendinga, og sum jafn- vel verða „þrándur í götu“ þes>s, að ísl'endingar gætu við hann losnað, og er það allt glögglega rakið í riti, sem þá var gefið út, af hinum skarp- vitra lögfræðingi, Magnúsi Ar- inbjarnarsyni, og nefndist: „ísland fyrir Dani og íslend- inga.“ > Sem betur fór reyndist þetta á annan veg, enda eru viðhorf í þessu, sem mörgu öðru, ger- breytt frá því, sem þá var. En ekki ber ég neinn kinnroða fyrir afstöðu mína til málsins þá, því til er gott og gamalt máltæki er segir: „Ekki veldur sá, er varar.“ Og ekki skammast ég mín heldur fyrir afstöðu mína til lýðveldismálsins nú í vor, eins og ég hef skýrt frá henni hér á undan, en tel mér sæmd að því að vera talinn einn í hóp þeirra mörgu ágætu j manna, sem nefndir hafa verið „kvislingar" og fleiri smekk- legum nöfnum, af þeim angur- göpum, sem ekkert þekkja eða viðurkenna annað en flokks- klíkuskapinn og setja hann of- ar ö 11 u því, sem nú er nauð- synlegast fyrir þjóðina, svo hinn langþráði draumur henn- ar um fullkomið sjálfstæði megi rætast, og skal vikið að því síðar. H. Tvo drauma hefur mig dreymt á ævinni, sem ég held að hafi snert eða sherti þjóðmál. Þann fyrri fyrir tæpum 36 árum, og verð ég að hafa á undan hon- um ofurlítinn formála. __ Vorið 1908 kom heim til íslands sendinefnd, er hafði setið á rökstólum úti í Kaupmanna- höfn við samninga, um sam- bandsmálið. Þessi nefnd kom með „uppkast11 að samningi, er allir höfðu orðið sammála um, nema Skúli Thoroddsen. Þetta vor fór ég í vegavinnu austur á Fagradal og átti þess því engan kost, að kynna mér málið áður, en áhuga hafði ég fyrir því eigi að >síður, þó ég ekki gæti greitt atkvæði um það að því sinni, þar sem ég var fjarri mínum kjörstað, en utan kjör- staðakosningar voru þá ekki leyfilegar svo mér væri kunn- ugt. Eg notaði tækifæri, sem gafst, til þess að koma á fund, er haldinn var á Reyðarfirði, af Jóni Ólafssyni, ritstjóra, sem flutti þar sköruglega ræðu, til að lýsa ágæti „uppkastsins“ og afla því fylgis kjósenda, en svo bar við, að eitt dæmi, er hann tilfærði um ágæti þess, háfði þau lálhrif á mig, að ég varð í huga mínum ákveðinn andstæð- ingur þess, en gat ekki meira aðgert eins og áður greinir. —• Kosningar til alþingis, sem snérust aðallega um það mál, fóru fram 10. september, og þá voru einnig greidd atkvæði um aðflutningsbannið. Bæði þessi mál voru mér mjög hugstæð, hvort á sinn hátt, og mér þótti mjög sárt að eiga þess engan kost, að greiða atkvæði um þau. Um þessi mál var ég að hugsa, þegar ég lagð- ist í flet _mitt í tjaldinu um kvöldið 9. september, og varð ég andvaka til þess klukkan 3— 4, en vaknaði svo aftur klukk- an 5.30, á hæfilegum tíma til að byrja að vinna klukkan 6. En meðan ég svaf, dreymdi mig, að ég væri staddur sunn- an megin Öl'fusár, þar sem brú- in er, en brúin var horfin. Þar var einnig staddur allmikill mannfjöldi, sem vildi eins og ég, komast yfir ána, er var full landa á milli af íshroða, er öll- i um þótti tvísýnt að væri nógu j traustur til yfirferðar. Víða á i ísnum sá ég sitja svarta fugla, I allmarga. Eg vék mér að vini mínum einum, sem þarna var staddur, og spurði hann, hvort hann teldi að ,fært mundi að komast yfir á ísnum. Hann taldi það ekki útilokað, en sagði hins vegar glottandi, að, „þessir þarna“ gætu gjört yfirferðina tafsama, og benti á hina svörtu fugla, er sátu á ísnum. Þá kem- ar launastéttir. Þeir eru súiptir, beittaista vopninu í launbarátt- unni: vertóallsréttinum. En því mieiri siðferðileg skylda er, að búa sæmilega að þeim. Það er búið að gleyma þessari stétt nógu lengi. Ný samræmd launa lög og bætt kjör opinberra starfsmanna er réttlætiskrafa, sem engan veginn er unnt að þverskallast við lengur en orð- ið er. ur til mín höfðinglegur maður, sem ég þóttist kannast við, en gat.ómögulega komið fyrir mig hver var, og fær mér í hendur haglega gerðan staf með fögr- um silfurhólk, og hvössum broddi, og segir um leið: „Þú getur reitt þig á stafinn; hann er úr góðu efni.“ Lagði ég þá strax á stað út á ísinn, en hinir svörtu fuglar komu þá úr öllum áttum gargandi og gapandi og notaði ég þá stafinn til varnar, og hrukku þeir undan, en ég komst greiðlega yfir, og gjörði fólkinu, handan árinnar bend- ingu um, að fært væri yfir. Draumur þessi var ekki lengri, því ég vaknaði um leið og ég kallaði til fólksins. Til þess að staðfesta það, að hér sé rétt frá sagt, skal þess getið, að draumur þessi er skrásettur í Minningarriti góðtemplara ár- ið eftir, að efni til samhljóða því, sem hér er skráð. Vinur minn, sá, er ég nefndi, er lát- inn fyrir nokkrum árum og voru víst skoðanir hans í báð- um þeim málum, er atkvæði voru greidd um 10. september Auglýsingar, sem birtast eiga f Alþýðublaðinu, verða að vera komr.ar til Auglýs- ineaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinn, (gengið iu- frá Hverfisgötu) fyrlr kl. 7 að kvöldl. Sími 490$ 1908, alveg gagnstæðar mínum skoðunum. Manninn, sem afhenti mér stafinn, þekkti ég aftur á þing- mannabekk á þinginu 1909, þegar ég kom þar á áheyrenda- pallinn. Það var Björn Jónsson, síðar ráðherra, og var hann, eins og margir vita, forvígis- maður ií ibannmiáliniu, og í and- stöðu við ,,uppkastið“. Aðfara- nótt 20. maí 1944 svaf ég vel alla nóttina, -eins og endranær, en þá nótt dreymdi mig annan draum, sem ég tel að svipi um Framh. á 6. síðu. | MORGUNBLAÐINU í gær er mjög rætt um það, hvað nú muni taka við í stjórnmál- um landsins, Er látið í það skína, að einhverra talsverðra atburða sé von. — í aðalrit- stjórnargrein blaðsins er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Stjórnin var sett á laggirnar með því aðalmarkmiði að vinna bug á dýrtíðinni. Þar hefir lítt að- gjörst, eins og kunnugt er. Stjórn in beygt af og málunum fleytt fram í mestu óvissu. Þessi reynsla liggur nú skýr fyrir þegar þingfundir eru að hefjast að nýju. Stjórnin hefir boð að, að hún hafi sent þingflokkun- um tillögur varðandi dýrtíðarmál- in, sem hún muni leggja fyrir þing ið í frumvarpsformi. — Ljái þing- ið þessum tillögum ekki fylgi og verði ekki samkomulag um aðra lausn málanna, gæti að vísu far- ið í þetta sinn eins og áður, að stjórnin beygði af og áfram yrði flotið að feigðarósi. En til þess eru vítin að varast þau, og þykir því sennilegra að fyrir stjórninni vaki að láta nú slag standa, — standa eða falla með tillögum sínum, svo sem frá upphafi hefði nú að vísu mátt vænta af hverri ríkisstjórn, hvort sem hún væri þingræðisleg eða ekki. Virðist því benda til þess, að þinghaldið nú boði þáttaskipti á sviði dýrtíðarmálanna, til skarar verði látið skríða á einn eða ann- an hátt. Það er líka áreiðanlega fyrir beztu, að menn geri hlutina hreinlega upp við sig, að við átt- um okkur til fulls á því, hvar við stöndum, en hættum 'að stinga höfðinu í sandinn og loka sjónum fyrir þeim vandkvæðum, sem að steðja og framundan eru.“ Ennfremur skrifar Jón Pálma son á Akri aðra grein í Mbl. svipaðs efnis og aðalritsjórnar- grein blaðsins. Eftir að hafa rætt nokkuð um stjórnmálaá- standið almennt lýkur Jón grein sinni með eftirfarandi orðum: „Þrátt fyrir alla þessa annmarka og marga fleiri er það eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að þjóðin í heild óskar stjórnarsamvinnu og það er alþjóðar nauðsyn að koma henni á strax á því framhalds- þingi, sem nú hefst. Verkföll og kaupdeilur, síhækkindi dýrtíð og vaxandi örðugleikar' fyrir atvinnu rekstur landsmanna gerir það ó- missandi. Allt hefir verið spennt hærra og hærra að undanförnu og spilið heldur áfram, þar til allt timbrið hrynur, ef eigi verður tek- ið öfluglega í taumana 1 til leiðrétt ingar. Hvaða flokki sem menn fylgja eða hafa fylgt, þá hljóta þeir að sjá, að við getum ekki til lengdar rekið landbúnað,- sjávar- útveg eða iðnað með hærri til- kostnaði en alls staðar annai's staðar í veröldinni. Landbúnaðar vörur verður ekki hægt að verð- bæta með ríkisframlagi e' ir stríð; iðnaði verður ekki lengi iialdið á- fram í skjóli innflutningshafta og verndartolla, og við getum ekki vonast eftir sama verði fyrir sjáv- arafurðir nema til stríðsloka. Takist ekki heiði’ Ieg stjó) nar- samvinna nú, er ekki annað fyr- ir hendi en þingrof eg k.osningar. En er nokkur vissá íyrir, að hæg- ara Verði um stjórnarsamvinnu eftir þann bardaga?" Ekki skal lagöux dómur á þessar hugleiðingar Mbl. hér. En ekki mun talið, að sá árang- ur sé enn orðinn af viðræðum flokkanna, að værta megi sam stjórnar þeirra allra næstu dag ana. Hitt karm kannske að vera, að samningamakk Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista sé nú svo vel á veg komið, að vænta megi einhverra tíðinda úr þeirri átt einhvern daginn. Reynslan skcr úr því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.